Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 7
DAGBLADIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLl 1980. 7 Bandaríkin: ÞAKRENNU OG SPRUNGUVIÐGERÐIR Gerum við steyptar þakrennur og sprungur í veggjum. SIMI51715 Fljót oggód þjónusta Pick-up eigendur! Óska eftir að kaupa gafl í Chevrolet pick-up árg. 74. Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022 eftir kl. Verður komsölu- banninu aflýst? — Muskie utanríkisráðherra gef ur það í skyn vegna kröf u bænda Edmund Muskie utanríkisráðherra Bandaríkjanna gaf í skyn í gær að vei væri hugsanlegt að hveitisölubanni á Sovétríkin yrði hætt innan skamms. Væri það þá vegna mikils þrýstings i þáátt frá bandarískum bændum. Fyrir réttum sjö mánuðum síðan ákvað Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti að stöðva að hluta til hveitisölu til Sovétríkjanna í mótmælaskyni við innrás Sovéthersins inn i Afganistan. Þar með féll niður sala á sautján milljónum tonna af bandarísku hveiti til Sovétmanna, sem áður hafði verið ákveðin. Hins vegar var áfram haldið að afgreiða eftir fimm ára samningi rikjanna hveiti, sem nema má allt að átta milljónum tonna árlega. Sölubann þetta kom illa við banda- riska bændur sem sáu fram á aukna söluerfiðleika og lækkandi verð. Carter lofaði bændum hins vegar aukinni aðstoð í staðinn og sagði að ekki væri réttlátt að þeir yrðu einir að bera byrðarnar af sölubanninu. Bandaríkjamönnum tókst að fá helztu hveitisöluríki heims í lið með sér. Má þar nefna Kanada. önnur riki neituðu að taka þátt í hveitisölu- banninu gegn Sovétríkjunum og dró það nokkuð úr áhrifum þess. Þar á meðal var Argentína, sem fljótlega eftir að bannið tók gildi tilkynnti um aukna hveitisölu til Sovétríkjanna. Edmund Muskie utanríkisráðherra sagði í gær að sölubannið hefði borið árangur og mundi verða haldið áfram. Hann gaf þó í skyn að þvi yrði brátt aflétt enda eru kröfur bænda vestra um bætur vegna minnkandi hveitisölu og lægra verð orðnar óþægilega háværar fyrir ríkis- stjórnina, aðeins nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningar. KHOMEINt í AUGUM ÍRAKA. Hann er tignaður og dáður af fjölmörgum löndum sinum en þykir hinn mesti skúrkur viða annars staðar. Þar á meðal er nágrannaland trans, trak, en þar er Khomeini Htt \insall um þessar mundir. Þarlend yfir- völd velja honum skammarheiti eins og kynþáttahatari og stuðningsmaður gyðinga. Mynd af Khomeini með augnlepp eins og Moshe Dayan, striðshetja ísraelsmanna, er um þessar mundir upp um alla veggi i Bagdad, höfuðborg trak. Þar mun myndin hafa verið hengd upp með vilja yfirvalda. 13. H—396. 11 manna GMC Suburban árg. ’74 til sölu, 350 cu. in. sjálfskiptur. Uppl. síma 43383 á kvöldin. í BMW316 árg. ’77 Renault 12TL árg. ’77 BMW 320 árg.’77 Renault 12 TL árg. ’78 BMW 320 árg. ’78 Renault 14 TL árg. ’78 BMW518 árg. ’77 Renault 14 TL árg.’79 Renault 5 TL árg. ’74 Renault 16 TL árg. ’74 Renault 5 L árg.’78 Renault 20 TL árg.’78 Renault 12TL árg. ’74 Toyota Mark 11 Renault 12 L árg. ’75 Hard Top árg. '11 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633| Bandaríkin Flóttafólkinu af eydimörkinni snú- ið til síns heima af 27 manna hópi létust 13 eftir að smyglarar yf irgáf u hann í brennandi hita Arizona eyðimerkurinnar Þeir fjórtán innflytjendur frá Mið-Amerikuríkinu E1 Salvador sem fundust í gær nær dauða en lifi á eyðimörku í Arizona í Banda- ríkjunum verða látnir snúa aftur til síns heimalands, samkvæmt til- kynningu bandarískra innflytjenda- yfirvalda. Fjórtánmenningarnir voru þeir sem komust lifs af úr tuttugu og sjö manna hópi, sem smyglarar skildu eftir bjargarlausan í brennheitri eyði- mörkinni. Hinir þrettán létust áður en lögregla á þyrlum og hestum kom þeim til bjargar. Smyglararnir höfðu tekið fé af fólkinu fyrir að koma því á ólöglegan hátt yfir landamærin frá Mexikó til Bandaríkjanna. Þegar yfir var komið yfirgáfu smyglararnir fólkið en bentu því hvert það ætti að halda. Síðan var hópurinn að villast um eyðimörkina, sem tilheyrir þjóðgarði, í fjóra daga. Líkur eru taldar á að nokkrir úr hópnum hafi snúið aftur til Mexíkó og komizt lífs af en nú er talið útilokað að neitt af fólkinu sé lifandi eftir að hafa verið allan tímann í brennheitri eyðimörkinni. E1 Salvador fólkið hafði flest mexíkanskar vegabréfsáritarnir og mun verða afhent þarlendum yfir- völdum sem síðan munu væntanlega koma því til síns heimalands. Innflytjendur sem reyna að komast á ólöglegan hátt yfir landa- mærin til Bandarikjanna frá Mexikó greiða flestir smyglurum frá 300 til 1200 dollurum fyrir viðvikið. Er það jafnvirði 150 til 600 þúsund íslenzkra króna. Fæstir af innflytjendunum fást til að benda á smyglarana við yfirheyrslur, jafnvel þó þeir hafi rænt það öllum fjár- munum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.