Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JULl 1980. 2 TÖGGUR HF. SAAB. Hinn scrstæcM bíll frá Svíþjóó umbook> BILDSHOFÐA 16 SIMI 81530 Hvenær byrja Valsmenn að leika á heimavelli? Stöllurnar fjórar kvarta yfir auulýsingaskrumi »k lélegri þjónustu á Aski. Stí»25P skV Enn einu sinni minna lesenda- dúlkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum llnu, að láta fytgja jiillt nafn, heimilisfang, slmanúmer (ef um það er að rœða) og nafn- númer. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir ! bréfritara okkar og til mikilla 1 þœgindafyrir DB. \ Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til sk.Ha. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kL 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga. SNOGGUR Valsari skrifar: f rúmlega eitt ár hef ég beðið þess með óþreyju að Valsmenn byrjuðu að leika heimaleiki sina i 1. deild á velli sínum að Hlíðarenda. Völlinn er nú búið að girða af og mér sýnist ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti leikið þar. Mig minnir að frá því hafi verið skýrt í blöðum í fyrra, að Vals- menn ætluðu að leika á heimavelli sínum í sumar, enda þótt þeir hafi ekki gert það enn. Hvenær áætla Valsmenn, að þeir geti tekið völlinn í notkun, eða er hann ekki ætlaður fyrir deildakeppnina? Knattspyrnudeild Vals svarar: REYNT AÐ VÍGJA VÖLLINN NÆSTA ÁR Hjá knattspyrnudeild Vals fékk DB þær upplýsingar að rétt væri að til hefði staðið að taka völlinn i notkun á þessu ári. Af því hefði þó ekki orðið, en nú ætti að gera skurk í máli þessu og reyna að ganga frá vellinum fyrir næsta keppnistímabil. Að vísu væri smámöguleiki á að Valsmenn myndu leika á heimavelli sinum undir lok þessa keppnistíma- bils, en hann væri hverfandi lítill. Nú vantar salernisaðstöðu á völlinn og bílastæði eru ekki fullfrágengin. Þáá eftir að koma fyrir miðasölu og öðru í þeim dúr. Valsmenn eiga stóraf- mæli á næsta ári og væri gaman ef völlurinn yrði tilbúinn þá. RASFASTUR góðra og Kvartaðyfir Aski: Auglýsingin átti sér ekki stoð f raunveruleikanum 4312—5680 hringdi: „ Við erum hérna fjórar stöllur sem vinnum saman en komum hver úri 'sinni áttinni og okkur langar til að’ skora á matsölustaðinn Ask að eyða minna í auglýsingaskrum, en reyna' frekar að bæta mat og þjónustu. Þannig er að i Helgarpóstinum í dag er stór og litfögur opnuauglýsing um hamborgara frá Aski. Við keyptum okkur sllka, en þegar við vorum komnar með þá heim kom í Ijós að þeir voru allt öðru visi en i auglýsingunni. Brauðið var svo lítið að það datt af borgaranum, en kjötið var hins vegar þykkara og meira en maður á að venjast. Agúrkur voru ekki til og heldur enginn laukur eða sinnep. Við fengum þó ost og smá tómat- sósuslettu. Afgreiðslan var þar að auki mjögléleg.” Hver velt nema Valsmenn taki heimavöll sinn f notkun á næsta ári. Skerum upp herör gegn áfengisbölinu Bindlndismaður skrifar: Nú hafa frændur okkar Norðmenn ákveðið að skera upp herör gegn áfengisbölinu. í dagblaði fyrir stuttu var frá því skýrt að norskir stjórn- málaflokkar ætluðu að taka höndum saman og hefja herferð gegn áfengis- neyzlu í Noregi. Ekki er vafi á því að áfengisneyzla er eitt mesta þjóðarböl sem við íslendingar eigum við að glíma. Ótal afbrot og glæpi má rekja. beint eða óbeint til hennar og víst er að við værum betur sett ef æxli þetta væri skorið burt. Hvernig væri aðvið fylgdum fordæmi Norðmanna og allir stjórnmálaflokkar landsins sam- einuðust um að berjast gegn áfengis- bölinu? Ég efa ekki að sú herferð hlyti stuðning allra raunsærra íslendinga. Bréfritari vill skera upp herör gegn áfengisbölinu. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.