Dagblaðið - 08.07.1980, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980.
Erlendar
fréttir
Seoul:
Ungfrúalheimur
frá Bandaríkjunum
Shawn Weatherly 20 ára gömul
fegurðardrottning Bandaríkjanna var
kjörin ungfrú alheimur í Seoul í Suður-
Kóreu í gærkvöldi. önnur í röðinni
varð ungfrú Skotland og I þriðja sæti
stúlka frá Nýja Sjálandi. Fjórða varð
ungfrú Filippseyjar og Evar Anderson
20 ára ungfrú Svíþjóð varð í fimmta
sæti.
Japan:
Skip með eiturefni
sökk eftir árekstur
—flutti „nitrous soda” í nægilegu magni til að verða 37 mill jónum að fjörtjóni
Japanskt flutningaskip, sem flutti
sjötíu og fimm tonn af efninu nitrous
soda en það er að sögn nægilegt
magn til að valda þrjátíu og sjö
milljónum manna fjörtjóni, sökk
undan borginni Kobe í Japan í
morgun. Varö þetta eftir árekstur við
annað japanskt skip en mikil þoka
var á þessum slóðum þegar slysið
varð.
Japönsk yftrvöld sögðu i morgun
að vonir stæðu þó til að efnið sem
flutningaskipið flutti yrði skaðlaust,
þegar það kæmist í samband við
sjóinn. Nitrous soda er notað sem
hráefni til að búa til ljósmynda-
pappír.
Skipið sem eiturefnið flutti hét
Kimpuku Maru og var 159 tonn að
stærð. Áhöfninni, tveim mönnum,
var bjargað upp í hitt skipið, tæplega
fimm hundruð tonna flutningaskip,
sem aðeins varð fyrir óverulegum
skemmdum við áreksturinn.
Þetta er í annað sinn á tæpum
sólarhring sem eiturefni fer i hafið á
svipuðum slóðum við strendur
Japans. í gær fóru tugir þúsunda
lítra af mjög eldfimum efnavökva,
parazylene, í hafið eftir árekstur
japansks og suður-kóreansks skips.
Hann varð einnig vegna mikillar
þotu. Að sögn yfirvalda kom í ljós að
efnin, sem ætluðeru til vefjariðnaðar
og filmugerðar, höfðu blandazt sjón-
um og voru orðin óskaðleg.
Tel Aviv:
Andersonræð-
irviðleið-
toga gyðinga
John Anderson fulltrúadeildarþing-
maður frá Illinois í Bandaríkjunum
kemur til Tel Aviv i dag. Þar hyggst
hann dvelja næstu þrjá daga til að
ræða við forustumenn ísraels þar.
Anderson er þriðji frambjóðandinn í
komandi forsetakosningum í Banda-
ríkjunum og býður sig fram sem
óháður frambjóðandi utanflokka.
Samkvæmt síðustu könnunum
vestra nýtur Anderson fylgis 21 af
hundraði kjósenda. Carter Bandaríkja-
forseti, frambjóðandi demókrata, er
talinn hafa fylgi 31% kjósenda en
Ronald Reagan fyrrum ríkisstjóri í
Kaliforníu og frambjóðandi
repúblikana er talinn njóta fylgis 39%
kjósenda.
Erindi Andersons til ísraels er að
reyna að tryggja sér fylgi bandarískra
gyðinga í forsetakosningunum.
Gyðingar i Bandaríkjunum eru
fjölmennur og áhrifamikill hópur þar í
kosningum. Þykja þeir hafa lag á að
beina fylgi sins fólks inn á þær brautir
sem óskað er, auk þess sem gyðingar
vestra mæta vel á kjörstað.
ísraelsmenn vilja margir nota
tækifærið og krefja Bandaríkjamenn
um aukna aðstoð og stuðning fyrir for-
setakosningarnar vestra en allir fram-
bjóðendurnir þrír leita nú eftir
stuðningi leiðtoga gyðinga.
Spánn:
Sprengjuhót-
un á bflferju
Franskri bílferju var snúið aftur til
hafnarinnar I Santander á Norður-
Spáni í morgun eftir að óþekktur aðili
hafði tilkynnt símleiðis um að sprengja
væri um borð. Átti hún að sögn
mannsins að springa klukkan fjögur i
morgun. Um borð í ferjunni voru
nokkrir flutningabílar, bifreiðarstjórar
þeirra og áhöfnin, samtals fjörutíu
manns. Ferðinni var heitið til Plymoth
á Englandi.
Texas:
180 hafa
látizt í
hitabyigjunni
Nærri því eitt hundrað og
áttatiu manns hafa látizt af
völdum hitabylgju sem gengur
yfir Texas í Bandaríkjunum um
þessar mundir. Hefur hitinn verið
rúmlega fjörutíu stig á Celsíus þar
undanfarnar vikur. Að sögn
verðurfræðinga bendir ekkert til
þess að breyting verði á veðri á
þessum slóðum næstu vikurnar
og óttast margir að hitabylgjan
muni liggja yfir Texas og nær-
liggjandi landsvæðum fram í
ágústmánuð. Tjón hefur orðið á
uppskeru og búsmala af völdunt
hitans. Spáð er kaldara veðri en
venjulega í Texas þegar kemur
fram í september.
Þegar ferjan kom aftur til Santand-
er var henni lagt við festar á ytri
höfninni og spænskir sprengjusér-
fræöingar komu um borð og hófu leit
aðsprengjum.
Ekki var vitaö í morgun hvort hér
væru á ferðinni hefndarverkamenn
ETA hreyfingar Baska. Ef svo væri
hafa þeir tekið upp nýjar baráttu-
aðferðir. Áður hafa þeir eingöngu
sprengt sprengjur sínar á ferðamanna-
stöðum og hafa þær verið sex nú
siöustu tvær vikurnar. Mikið er um
ferjur, sem ganga frá Norður-Spáni og
þá ýmist til Frakklands, írlands, eða
suðurhluta Englands. Eru þær notaðar
bæði af þúsundum ferðamanna sem
fara með bifreiðir sinar og einnig af
ökumönnum stórra flutningabifreiða.
Bandaríkin:
24 kjarnorkustöðv-
arprófi öryggiskerfi
Stjórnendur tuttugu og fjögurra
kjarnorkustöðva í Bandaríkjunum,
sem nota kjarnaofna, kælda með
vatnskerfi, hafa fengið fyrirskipun um
að kanna öryggiskerfi sín. Er þetta gert
vegna bilunar á sams konar kerfi i
orkuveri í Alabamafylki í síðasta
mánuði.
Talsmaður þeirrar stofnunar sem á
að hafa eftirlit með kjarnorkustöðvum
vestra sagði að gera ætti.kannanir þess-
ar á öryggiskerfunum á næstu vikum.
Orkuver sem stöðvað hefðu starfsemi
sina þyrftu að kanna kerfin áður en
orkuvinnsla hæfist aftur.
VERKALYÐSFORINGl I ERFIÐLEIKUM. Oánxgðir verkamenn i Milanó á Italiu létu bæði hendur og fxtur skipta,
þegar þeir náðu tali af Giorgio Benvenuto einum af þarlcndum verkalýðsleiðtogum á dögunum. Þótti verkamönnunum
leiðtoginn ekki hafa verið nægilega skeleggur I fjögurra klukkustunda skyndiverkfalli þar á dögunum. Verkfallið var boðað
til að mótmxla öllum hugmyndum stjórnvalda I þá átt að draga úr verðbótum á laun I væntanlegum aðgerðum til að hemja
verðbólguna.
Konur kauplausar
ef þær bera ekki
andlitsblæjur
tíu daga frestur sem Khomeiní gaf konum f opinberri
þjónustu liðinn
Konur í Iran sem vinna í opinberri
þjónustu þurfa hér eftir að velja á
milli þess að ganga í viðurkenndum
klæðnaði eða fá laun sin ekki greidd.
Viðurkenndur klæðnaður í fran er
hér eftir að fyrirskipan Khomeinís
trúarleiðtoga, víðar skikkjur, sem
hylja alla lögun líkamans og algjört
skilyrði er að konurnar hylji andlit
sín meðblæju.
Búizt er við því að langflestar
konur í opinberum störfum muni
fylgja fyrirskipun trúarleiðtogans.
Sumar vegna þess að þær telja slíkt
eðlilegan búning og aðrar eru
skipuninni mótfallnar, en telja sig
ekki eiga annars úrkosti.
f morgun rann út sá frestur sem
Khomeiní hafði sett þar til öllum
siðum og venjum, sem teknar höfðu
verið upp á tímum keisarans skyldi
útrýmt af stjórnarskrifstofum og
öðrum opinberum stofnunum. Er þá
einnig átt við að öll opinber merki á
skjölum frá tímum keisarans skuli af-
máð.
Tilkynnt var í gær að verið væri
að útbúa staðlaðan klæðnað fyrir
þær konur sem væru i þjónustu
opinberra aðila. Af því gætu
konurnar séð hvernig æskilegast væri
að þær klæddust við störf sín.
Um það bil tvö þúsund konur,
bæði i opinberri þjónustu og aðrar,
söfnuðust á laugardaginn saman fyrir
framan skrifstofur Bani Sadr for-
sætisráöherra írans í Teheran og
mótmæltu hinum nýju reglum um
klæðnað kvenna. Dagblöð sem eru
gefin út af tryggum stuðnings-
mönnum Khomeinís réðust harðlega
að konum þessum og birtu af þeim
myndir með ýmsum grófum athuga-
semdum.