Dagblaðið - 21.07.1980, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980.
Beltek
Betri, g/æsi/egrí
ogódýrari.
mMmvm
\J Slmi (96)23626 VS^GIerárgötu 32 Akureyri fj
■ Z&rl
Óbökuð
lifrarkæfa
KJÖTBÚÐ
SUÐURVERS
STIGAHLÍÐ-SlMI 35645
BLOSSOM
Frábært shampoo
ÐLOSSOM shampoo Ireyöir vel. og er láanlegt
i 4 gerftum.
Hver og einn gelur fengift shampoo vift sitt hæfi.
Reyndu BLOSSOM shampoo. og þer mun vel lika.
Heild»ölublrgöir.
KRISTJÁNSSON HF.
Ingollsslræli 12. »imar: 12800 - 14878
Raufarhafnarkirkja endumýjuð að innan sem utan:
KIRKJAN VAR
L0KUÐÍ3ÁR
— og ekkert notuð nema við jarðarfarir
Séð inn eftir Raufarhafnarkirkju.
Raufarhafnarkirkja var illa farin og
þurfti mikillar endurnýjunar við, er
ráðizt var i það verk fyrir nokkrum
árum. Var kirkjan lokuð í þrjú ár, og
ekkert notuð, nema við jarðarfarir, en
sem betur fer voru þær fáar. I fyrra-
sumar, nánar til tekið, 3. júní, var
kirkjan síðan vígð öðru sinni. >á var
búið að einangra kirkjuna, múrhúða að
utan sem innan, leggja í hana rafmagn
að nýju, setja ljós, og ofnar komnir í
kirkjuna. Söngloftið var allt endurnýj-
að, bæði stigar og hurðir, og kirkjan
var teppalögð. Loks var hún máluð að
innan og sá Hafliði Jónsson um það
verk. Og núna er sem sagt byrjað að
mála hana að utan, og það eina sem
vantar er þurrt veður og málara. Porsteinn Hallsson var nýbyrjaður að mála Raufarhafnarkirkju, en hann á mikið verk
-SA. fvrir höndum i sumar, aðstoði hann enginn við að mála kirkjuna.
,,Ég byrjaði að mála kirkjuna i
gær,” sagði Þorsteinn Hallsson, þar
sem hann stóð hátt upp í stillönsum og
málaði Raufarhafnarkirkju rauða og
hvita. Kirkjan, sem byggð var árið
1928, hefur á undanförnum árum verið
endurnýjuð að innan og í sumar er
ætlunin að mála hana upp á nýtl í sín-
um gömlu litum.
Ámeshreppur á Ströndum:
Nemendum f barnaskólanum fækkar
— fæðiskostnaður á nemenda 1007 krónur sl. vetur en meðal þyngd
nemenda góð
Barnaskólinn á Finnbogastöðum
varð 50 ára á síðastliðnu ári.
Guðmundur Þ. Guðmundsson var
fyrsti skólastjóri og byggði skólann
fyrir eigið fé árið 1929. Núverandi
skólastjóri er Torfi Guðbrandsson.
19 börn voru í skólanum síðastliðinn
vetur og útskrifuðust sex börn úr
skólanum í vor. Hæstu einkunnir
hafði Guðrún Guðfinnsdóttir, 8.56.
Næst varð Guðrún Gunnsteinsdóttir
með 8.50 og þriðji Guðbrandur
Torfason, 8.06. Skólinn byrjaði 7.
^október i haust og lauk 23. maí. Það
er heimavist í áðurgreindum skóla og
var fæðiskostnaður 1.017 krónur á
dag. Góð þyngd var á nemendum
eftir veturinn og reyni aðrir að hafa
fæðiskostnaðinn lægri en Aðalbjörg
Albertsdóttir, sem hefur verið
ráðskona við skólann síðastliðin ár.
Torfi hefur verið skólastjóri hér i 25
ár samfleytt og segir það sína sögu.
Hann er nú 57 ára. Næsta vor út-
skrifast tvö börn úr skólanum á Finn-
bogastöðum og árið á eftir eitt barn.
Fimmtán börn verða i skólanum á
vetri komanda með því að taka einnig
sjö og átta ára börn en það hefur
verið venja hér að börn í Árneshreppi
hefji skólagöngu níu ára og útskrifast
fermingarárið. Þess má geta, að börn
í Árneshreppi eru heima einn mánuð
í einu og i skólanum hinn mánuðinn
yfir veturinn. Skipt er í yngri og eldri
deild. Það skal tekið fram, að þau
börn sem fara í framhaldsnám úr
barnaskólanum á Finnbogastöðum
standa sig alveg ágætléga því þau
fara sjálf af áhuga í framhaldsnámið.
Væri ekki athugandi fyrir fræðslu-
yfirvöld að hafa skólaskyldu ekki
nema 5—6 mánuði á ári? Þá myndu
börnin aldrei fá námsleiða eins og nú
er áberandi í níu mánaða skólunum.
-Regína Thor., Gjögri.
Vestfirðir:
Tveir óku út af og
einn stal 3 bflum
Tvær bifreiðar fóru út af veginum
á Vestfjörðum um helgina.
Aðfaranótt laugardagsins fór bifreið
út af veginum á Botnsheiði og er bif-
reiðin talin svo til ónýt. ökumaður,
sem var ölvaður og einn á ferð,
slasaðist, en þó ekki alvarlega.
í fyrrinótt ók ölvaður öku-
maður bifreið sinni út af skammt frá
Þingeyri. Fór bifreiðin fram af 10
metra háum kambi og niður í fjöru,
og er hún talin gjörónýt. Þrennt var í
bilnum og var stúlka flutt á sjúkra-
hús, en hinir sluppu lítt meiddir.
Meiðsl hennar voru ekki talin alvar-
leg.
Þá stal ungur Bolvíkingur bíl á
Bolungarvík um helgina og hugðist
halda til ísafjarðar. Á leiðinni varð
bifreiðin bensínlaus, svo kauði stal
annarri bifreið og komst á henni á á-
fangastað. Á heimleiðinni stal
Bolvíkingurinn þriðja bílnum, vöru-
bifreið og var hann á honum, er
lögreglan hafði hendur í hári hans.
Bolvíkingurinn var ölvaður og
réttindalaus.
-SA.
Garðar Friðgeirsson segir gröfumanninum til um, hvar hann vilji fá moldarhlassið.
ISB0RG
Suðurlandsbraut 12.1
opio „
9-23.30 .,
• ís — Shake
• Bananasplit
• Gamaldags ís
með rjóma
• ísfötur
HEITT:
Kakó
Pylsur
NÆG Samlokur
BÍLASTÆÐI. Hamborgarar
Aðf lugsljós sett
upp við Raufar-
hafnarflugvöll
Þessa dagana er unnið að því að
koma upp fullkomnum aðflugsljósum
við Raufarhafnarflugvöll og er vonazt
til að þeim framkvæmdum Ijúki i
sumar. Garðar Friðgeirsson, flug-
vallarvörður, sagði að þá ætti einnig að
koma upp salemisaðstöðu við völlinn
og væri unnið að lagningu vatnslagnar
að flugvellinum. I fyrra var önnur
braut lögð á flugvellinum, þannig að
nú eru þar tvær brautir, önnur 600
metra löng og hin 1140 metra löng.
Norðurflug flýgur nú fimm sinnum í
viku til Raufarhafnar. -SA.