Dagblaðið - 21.07.1980, Side 9

Dagblaðið - 21.07.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980. Erlendar fréttir Hundruð þúsunda evrópskra verka- manna við bifreiðasmíðar geta tapað vinnu sinni á næstu árum vegna harðr- ar samkeppni af hálfu japanskra bif- reiðaframleiðenda. Svo telur Edzard Reuter einn af forstjórum Daimler Benz, vestur-þýzku bifreiðaverksmiðj- anna. Kom þetta fram í viðtali við for- stjórann í vestur-þýzka útvarpinu í gær. Þar sagði hann að ástæöan fyrir Egyptaland: Franskar eldflaugar ístaðtíma sovézku Egyptar hafa ákveðið aö panta franskar eldflaugar til strandvarna sinna í stað sovézkra sem eru fyrir. Var þetta tilkynnt hjá franska Matra fyrirtækinu í gær. Eldflaugarnar verða framleiddar hjá Matra. Verður þeim stýrt með hjálp ratsjár sem stað- sett er i þyrlu. Langdrægni þeirra verður fimmtíu sjómílur. Við æfingu sem fram fór á Miðjarðarhafinu, en þar munu Egyptar beita eldflaugun- um, þóttu þær reynast mjög vel og gegna sínu hlutverki. Fóru þær aðeins tuttugu metra fyrir ofan sjáv- arflötinn. Þegar fimm mílur voru að skotmarkinu leiðréttist stefnan á sjálfvirkan hátt og síðan elti eldflaug- in það þar til það náðist. Lauk viður- eigninni svo að skipið sem valið hafði verið sem tilraunaskotmark sprakk í loft upp, viðstöddum herforingjum til mikillar ánægju. Eldflaugarnar frá Matra eiga að koma í staö sovézkra eldflauga sem staðsettar eru á skipum. Hinar nýju frönsku eldflaugar eru sagðar hafa fjórum sinnum meiri langdrægni en hinar sovézku. AUri sendingu her- gagna frá Sovétríkjunum til Egypta- lands var hætt snemma á áttunda áratugnum. Þegar sovézkum hernað- arráðunautum var vísað úr landi. Franska Matra-fyrirtækið hefur verið aö undirbúa smiöi eldflauganna í tíu ár. Hafa þær og aðrar svipaðar nú verið seldar til fimmtán rikja. Hraði þeirra er fjórum og hálfu sinni meiri en hljóðið. Nýlega keyptu hern- aðaryfirvöld i Saudi-Arabíu nokkrar slíkar eidflaugar. Bifreiðastríð milli Japans og Evmpulanda betra gengi japönsku bifreiðaverk- smiðjanna heldur en hinna evrópsku væru lægri laun í hinum fyrrnefndu. — Mikil barátta er framundan á milli þessara aðila og hún er það sem við munum hafa mestar áhyggjur af á næstu árum, — sagði hinn vestur-þýzki forstjóri. Lausnin væri fremur í því fólgin að Japanir takmarki útflutning sinn en Evrópuríkin takmarki innflutn- ingþaðan. Vestur-þýzki forstjórinn sagðist ekki hafa neina skýringu á reiðum höndum hvers vegna vestur-þýzkir neytendur keyptu nú færri nýjar bifreiðar en áður. Þó gæti verið að þarna væri um að ræða eðlilegan samdrátt eftir mikla spennu undanfarinna ára. SPARK í AFTURENDANN. William Russel forustumaður nasistaflokksins i Michigan i Bandarikjunum átti sér einskis ills von þar sem hann beið á ganginum i borgarskrifstofunum i heimaborg sinni. Þá vatt sér að honum ókunnur maður og gaf nasistaleiðtoganum vænt spark i afturendann. Væntanlega hefur hinn ókunni viljað með þessu lýsa andúð sinni á stefnu nasistaflokksins. Skoðanaskiptunum lauk með þvi að maðurinn var handtekinn. William Russel nasistaleiðtogi gat haldið áfram að sinna erindum sfnum. Þau voru að fá leyfi til útifundar nasista- flokksins og Ku Klux Klan hreyfingarinnar. WISI tenglar. WISI coax plugg. WISI snúrur. WISI magnarar. Höfum gerst umboösmenn fyrir hinu heimsþekkta þýska WISI loftnetsefni. Ávallt fyrirliggjandi loftnet og fylgihlutir. Heildsala, smásala. SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HE SÍÐUMÚLA 2, BOX5270, 105 REYKJAVÍK. gendur áWILLYS og LANDCRUISER Einnigýmsiraörir aukahlutirá4 W. D. Eigum von á ýmsum stærðum af MONSTER dekkjum Sérpöntum einnig „HVAÐ SEM ER ÁBÍLINN" MARTHF. (ÁRNIÓLAFSSON HF.) SÍMAR 40088 -40098

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.