Dagblaðið - 21.07.1980, Side 10

Dagblaðið - 21.07.1980, Side 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980. Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Svainn R. Eyjóifsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Halgason. Fróttastjórí: Ómar Vaidimarsson. Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannes Reykdal. Iþróttin Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsoóttir, Gunnlaugur Á. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrísson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Onur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 5.000. Verð i lausasölu kr. 250 eintakið. Næstum rétt er ekki nóg JONAS KRISTJANSSON Kjósendur verða að geta treyst því, að kjörstjórnir og yfirkjörstjórnir vinni störf sín af fyllsta drengskap og ná- kvæmni. Það er einfaldlega einn horn- steina lýðræðisins, að rétt séu talin at- kvæði í kosningum. _________ Áhorfendur að talningu atkvæða í " Reykjavík hafa stundum dáðst að nákvæmninni, sem þar ríkir. Klukkustundum saman er reynt að ná sam- ræmi í skrám og seðlum og ekki gefizt upp fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Atkvæðin 200, sem fóru forgörðum i Reykjanes- kjördæmi í forsetakosningunum, valda hins vegar áhyggjum. Það er ljóst, að yfirkjörstjórnin þar þarf að‘ breyta vinnubrögðum til að hindra, að slíkt komi fyrir aftur. Sem betur fer réðu þessi atkvæði ekki úrslitum. í al- þingiskosningum og enn frekar í sveitarstjórnarkosn- ingum er hins vegar algengt, að svona fá atkvæði og enn færri ráði úrslitum. Því má engan skugga bera á talningu. Yfirkjörstjórnarmenn á Reykjanesi neita því, að í stjórninni hafí komið fram hugmynd um aðhalda slys- inu leyndu. Sumir umboðsmenn frambjóðenda telja þó, að svo hafi verið. Málið væri þá mun alvarlegra en ella. Þetta tilefni gefur tækifæri til endurskoðunar á starfi kjörstjórna og yfirkjörstjórna um land allt og hugsanlega einhverra mannaskipta í þessum stjórnum. Um þau mál mega þeir einir véla, sem taka þau í fullri alvöru. í næstu kosningum verður hver einasti kjósandi að geta treyst því, að atkvæði hans komist til skila á eðli- legan hátt. Og þjóðin þarf að geta treyst því, að niður- stöður kosninganæturinnar séu hárnákvæmar. Einokun varö uppiskroppa Hvítkál og rófur eru um þessar mundir að koma aftur í búðir eftir nokkurt hlé. Hluti síðustu sendingar skemmdist og Grænmetisverzlun landbúnaðarins fannst ekki taka því að brúa bilið, unz íslenzka varan væri tilbúin. Engum dettur í hug, að epli og appelsínur geti horfið úr verzlunum á þennan hátt. Það væri þá aðeins í verk- föllum eða öðrum slíkum uppákomum utan valdsviðs þeirra, sem hafa tekið að sér að flytja ávexti til íslands. Munurinn felst auðvitað í, að verzlun með ávexti er frjáls, en verzlun með grænmeti ófrjáls. Grænmetis- verzlun landbúnaðarins hefur einokun á innflutningi og sölu grænmetis og getur hagað sér eins og henni sýnist. Þessi einkasala er sífellt að minna neytendur á, að þeir séu réttlausir aumingjar. Enda er hvergi á Vestur- löndum eins lítið og lélegt framboð á grænmeti og ein- mitt hér á landi. Erlendis er þessi verzlun auðvitað frjáls. Þeir, sem starfa í skjóli einokunar, verða værukærir og nenna ekki að sinna viðskiptamönnum sínum. Þeir hafa ekki aðhaldið, sem frjálsi markaðurinn veitir. Og þá skortir virðingu frjálsa markaðarins fyrir neytend- um. Illræmdust eru kartöfluviðskipti Grænmetisverzl- unar landbúnaðarins. Oft hefur hún verið staðin að því að kaupa lélegar kartöflur, þegar góðar hafa fengizt. Einnig að því að kaupa dýrar kartöflur, þegar ódýrar hafa fengizt. Vegna einokunarinnar hafa íslendingar í meira mæli en nágrannaþjóðirnar farið á mis við hollustu græn- metis. Ekkert mælir gegn þvi, að þessi verzlun verði gefin frjáls, eins og verzlun með ávexti. Minni neyzla- minni atvinna- döpur framtíö í Bretlandi þar sem iðnbyltingin átti rætur sínar á átjándu öldinni ræða hinir svartsýnu nú um að enda- lok iðnbyltingarinnar séu að renna upp. Komið hefur til tals að skylda atvinnuleysingja í Bretlandi í þegn- skylduvinnu. í Detroit, hinni miklu bandarísku bilaborg, hefur nokkrum byggingum í miðborginni sem ætiaðar eru meðal annars fyrir sköla, verið breytt í skráningarskrifstofur fyrir atvinnuleysingja. Mjög þrengist einnig um á vestur-þýzkum vinnu- markaði. Efnahagssérfræðingar, sérfróðir í alþjóðamálum, hafa lagt fram áætl- un þar sem framtíðin virðist heldur dapurieg. Rætt er um þá hættu að milljónir ungs fólks muni þurfa að reika stefnulaust um án atvinnu eða lífsmarkmiðs. Er þarna átt við ungt fólk í helztu iðnríkjunum. í kommúnistaríkjunum er einnig nokkur uggur í mönnum varðandi framtiðina. Efnahagssérfræðingar þar hveija til aukinna afkasta og skorað er á fólk að sýna meiri trú- mennsku við flokk og land. Efna- hagslegur samdráttur er nú farinn að koma í ljós i afkomu hvers einstakl- ings, í heiminum, með fáum undan- tekningum.Samfara samdrætti i efnahags- og atvinnulífi eru lagðar fram kröfur um að innlendar at- vinnugreinar séu vemdaðar fyrir erlendum vörum. Alþjóðastofnanir eins og Alþjóðabankinn hafa hvað eftir annað lagt þunga áherzlu á að slikar aðgerðir mundu draga úr heimsviðskiptum og hindra að efna- hagslífíð vakni aftur af dvala sinum. Afleiðingar efnahagssamdráttarins koma mjög misjafnlega niður. í þriðja heiminum verða margir að berjast fyrir að eiga í sig og sína en til dæmis í Japan verða margir að stytta sumarleyfi sitt. Samkvæmt áætlunum sérfræðinga OECD, Efnahags- og framfarastofn- unarinnar, þá verða afleiðingar olíu- verðhækkana undanfarið þær að verulegur samdráttur verður í vest- rænum iðnríkjum á næstu tólf mánuðum, atvinnuleysi mun vaxa, verðbólga aukast og rauntekjur fólks munu dragast saman. Að mati OECD manna mun ungt fólk einkum verða fyrir barðinu á at- vinnuleysinu. Því mun siðan fylgja ýmiss konar félagsfeg vandamál. Spár um samdrátt í bandarísku efnahagslífi fóru að rætast strax á fyrsta og öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þá kom í Ijós að þarlendir neyt- endur höfu dregið úr neyzlu sinni og eyðslu. Atvinnuleysi þar er talið vera 7,7 % í Bandaríkjunum og muni verða 8,5% fyrir árslok og sumir telja meira að segja að raunhæfara sé að tala um 9% í þessu sambandi. Talið var að bandarisk fyrirtæki notuðu aðeins 81% af hámarksaf- köstum sínum i apríl síðatsliðnum og hafði það hlutfall lækkað úr 84,4% frá áramótum. Sala á bandarískum bifreiðum dróst saman um 37% miðað við árið á undan. Sala á dag hefur ekki verið svo lág að meðaltali síðanárið 1963. Afleiðingar atvinnuleysisins eru auðvitað margvíslegar. Nýlega voru miklar óeirðir í Miami á Flórída. Undirrót þeirra er tvímælalaust at- vinnuleysi. Atvinnuleysistölur frá sjálfri Detroit eru taldar 15% og í sjálfum bifreiðaiðnaðinum nær það 30%, sem er sannarlega ískyggileg tala. Jimmy Carter Bandarikjaforseti hefur boðað til aðgerða til að aðstoða bifreiðaiðnaðinn. Meðal annars er rætt um að draga úr ýmsum öryggis- kröfum við smíði bifreiða. Einnig er rætt um að aðstoða fyrirtækin við út- vegun lánsfjármagns og ýmsar skattaívilnanir. Forráðamenn bif- reiðaiðnaðarins hafa lengi haft hug á að innflutningur á bifreiðum til Bandaríkjanna verði takmarkaður. Til þess hefur þó ekki komið, enn sem komið er. Ríkisstjórnin í Washington hefur ákveðið að búa til þrjátíu og sjö þúsund ný störf hjá hinu opinbera. Eru þetta störf í rúm- leg þrjátiu borgum víðs vegar um Bandarikin. Þetta kemur þó ekki að gagni fyrr en siðar i sumar auk þess sem þetta kemur ekki til með að bæta ástandið í bifreiðaiðnaðinum og stál- iðjuverum. I Bretlandi standa yfir viðamiklar efnahagsaðgerðir og strangar. Ríkis- stjórn Margaret Thatcher formanns fhaldsflokksins beitir mjög aðgerð- um í peningamálum, reynt hefur verið að draga úr opinberri eyðslu og takmarkað lánsfé til að draga úr verðbólgunni. Gagnrýnendur ríkis- stjórnarinnar segja að með þessu sé verið að ganga af atvinnuvegunum dauðum. Ljóst er að ýmsar verk- Reykvíkingar verða að verja Hitaveituna — orkukreppan á að leiða til eflingar innlendra orkufyrirtækja Reykvíkingar verða að knýja stjórnvöld til þess að heimila lýauð- synlegar hækkanir á gjaldskrá Hita- veitu Reykjavíkur. Það er Reykvík- ingum lífsnauðsyn, að Hitaveitan sé sterkt fyrirtæki. Fjárráð hennar þurfa að vera það rúm, að hún geti staðið undir nauðsyniegri stækkun dreifikerfis og eðlilegum rannsókn- um án erlendra lántaka. Kyndikostn- aður Reykvíkinga er aðeins um 10,4% af kyndikostnaði með olíu eftir siðustu olíuhækkun. 50% hækkun á gjaldskrá Hitaveitunnar mundi leiða til þess, að kyndikostn- aður Reykvíkinga yrði um 15,6% af kyndikostnaði með oliu eða ca einn sjötti. Það er Reykvíkingum engin byrði að greiða þann kostnað, en það skiptir sköpum fyrir Hitaveituna. Og hvar standa Reykvíkingar, ef Hitaveitan lamast og getur ekki byggt upp nægilegt öryggi fyrir óvæntum áföllum? Vísitöluspil Dæmið um Hitaveitu Reykjavíkur er bara enn ein sönnun þess, að nauð- synlegt er að breyta visitölugrunnin- um. Vísitölukerfið hefur ekki reynst launþegum sú vörn, sem þvi var ætlað að vera. Allra síst hefur það dugað hinum lægst launuðu. Auk þess hafa allar ríkisstjórnir freistast til þess að taka þátt í vísi- töluspilinu til þess að reyna að hefta óðaverðbólguna. Eins og allir vita, er unnt að lækka framfærsluvísitöluna, og þar með draga úr launahækkunum, með Jwí

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.