Dagblaðið - 21.07.1980, Side 13
Glæsileg setning
Moskvu-leikanna
MBIAÐIÐ
ÓLYMPÍUBLAÐ
Fyrstu gullverð-
launin fyrir Sovét
— Þrír Norðurlandabúar með 10
fyrstu í skotkeppni
Sovétríkin hlutu fyrstu gullverðlaun
á ólympíuleikunum í Moskvu I gær-
morgun. Alexander Melentev hafði
gifurlega yfirburði í fyrstu greininni,
sem keppt var til úrslita I — skotkeppni
með skammbyssu i frjálsri aðferð.
Hann hlaut 581 stig af 600 mögulegum
og setti nýtt heimsmet. Var í algjörum
sérflokki og hlaut 13 stigum meir en
keppandinn, sem varð I öðru sæti.
Auðvitað einnig nýtt ólympíumet.
Það sýndi sig fljótt, að Melentev
mundi hreppa gullverðlaun. Skot eftir
skot hjá honum lenti beint í mark
meðan öðrum keppendum mistókst.
Yfirburðir hans voru þó mikiu meiri en
reiknað var með eða talið mögulegt.
Úrslit í skotkeppninni urðu þessi:
1 1. A. Melentev, Sovét, 581
2. Harold Wollmar, A-Þýzk. 568
3. Lubtcho Diakov, Búlgaríu, 565
4. Gil San Soh, N-Kóreu, 565
5. Seppo Saarenpaa, Finnl. 565
6. S. Pyzhianov, Sovét, 564
7. Ragnar Skanaker, Svíþjóð, 563
8. Paavo Palokangas, Finnl. 561
9. Silvio Carvahlo, Brasilíu, 558
10. S. Romanowski, Póllandi, 558
— þrátt fyrir fjarveru 64 þjóða innan alþjóða-
ólympíuhreyfingarinnar
,,Ég lýsi yfir að ólympíuleikarnir
1980 eru settir — 22. ólympiuleikar
nútímans,” sagði Leonid Breznev, for-
seti Sovétrikjanna, þegar setningarhá-
tið leikanna fór fram í Moskvu á laug-
ardag. Þetta er i fyrsta skipti sem
ólympiuleikar eru háðir i kommúnista-
ríki. Setningarhátið tókst með miklum
ágætum — ein glæsilegasta setning
ólympiuleika, sögðu fréttamenn BBC
;■— litaskrúð stórkostlegt og öll tima-
setning nákvæm. Setningin tók um
fjórar klukkustundir en ganga iþrótta-
fólks inn á Lenin-leikvanginn, þar sem
103 þúsund áhorfendur voru, tók
aðeins 75 minútur eða mun styttri tima
jen i Montreal 1976. Miklu færri voru
nú í göngunni en þá, þó þátttökuþjóðir
'séu litið færri — eða 81 nó 6 mótl 04 í
|Montreal. Sextán þjóðir gengu ekki
undir þjóðfána sinum en mun minna
bar á mótmælum við setningar-
athöfnina en reiknað hafði verið með
jvegna íhlutunar Sovétríkjanna í
Afganistan. 65 þjóðir innan
jólympiuhreyfingarinnar taka ekki þátt
í leikunum i Sovétrikjunum — margar
þeirra vegna Afganistan-málsins.
Keppendur á leikunum nú verða 6600.
Veður var hið fegursta í Moskvu á
laugardag og hátiðarstemmning i
■borginni og siðar á Lenin-leikvanginum
mikla. Mörg auð pláss voru í heiðurs-
jstúkunni, þar sem sendiherrar ýmissa
landa, þar á meðal allra Nato-ríkjanna,
mættu ekki á setningarhátíðina.
Milljónir manna víðs vegar um heim
fylgdust með opnun leikanna í beinni
sjónvarpssendingu. Lítið bar þar á
mótmælaaðgerðum. Þegar þjóðir
gengu undir fána sinum var það sýnt,
en þegar þjóðir, sem notuðust við
ólympíufánann, gengu inn á leik-
vanginn beindu sovézku sjónvarps-
mennirnir myndavélum annað. 13
þjóðir gengu undir ólympíufánanum —
Andorra, Ástralía, Bretland,
Frakkland, írland, Holland, Ítaiia,
Luxemborg, Puerto Rico, Beigia, Dan-
mörk, Sviss og San Marino — þrjár
aðrar undir ólympíufána landa sinna,
meðal annars Spánn og Nýja-Sjáland.
Aðeins fjórir Ný-Sjálendingar gengu
undir svörtum ólympíufána.
Þrístökkvarinn heimsfrægi, Victor
Saneyev, bar ólympíukyndilinn inn á
leikvanginn og hljóp þar 200 metra
áðuren hann afhenti hann körfuknatt-
leiksmanninum Sergei Beiov. Hann
hljóp með eldinn upp palla, sem haldið
var uppi af þúsundum sovézks íþrótta-
fóiks — og tendraði síðan
ólympíueldinn. Þessi athöfn kom mjög
á óvart. Fimleikamaðurinn Nikolai
Andrianov sór ólympíueiðinn fyrir
hönd þátttakenda á leikunum.
Setningarathöfnin var öll mjög
glæsileg. Þúsundir íþróttafólks með
jmarglita dúka lögðu undir sig stóran
hluta áhorfendasæta gegnt heiðurs-
stúkunni. Með nákvæmri stjórn iita-
dúkanna mynduðust hin furðulegustu
jlitbrigði og ekki nóg með það — stór
mynd af Lenin, ólympíuhringirnir og
ýmisiegt fleira fallegt. Þetta vakti
óskerta athygli áhorfenda.
Þátttakendur Grikklands gengu að
Ivenju í fararbroddi inn á
ólympíuleikvanginn. Afganistan var
meðal fyrstu, þjóðanna og var fagnað
vel og 16 íþróttamenn landsins fengu
mesta lófaklappið, þegar Sovétríkin,
sem gengu síðast, eru frátaiin, ásamt
|Svíum. Svíar ákváðu fyrir nokkrunm
jdögum fyrir leikana að láta alla þátt-
takendur sína taka þátt' í göngunni
undir gul-bláa þjóðfánanum. Islenzka
flokknum var allvel fagnað og hann var
með íslenzka fánann i broddi fylkingar.
Killanin, lávarður, formaður
alþjóðaólympíunefndarinnar minntist
á pólitísk vandamál, sem þyrlazt hefðu
upp í sambandi við leikana. Bauð þá
einkum velkomna ,,sem hefðu sýnt
sjálfstæði sitt með þvi að koma til
keppninnar, þrátt fyrir mikla pressu,
sem lögðvará þá.”
Eftir að ólympíueldurinn hafði
verið tendraður í Moskvu var þar
kveikt á kyndli, sem fluttur var með
lest til Tallin í Eistlandi. Þar verður
isiglinga- og róðrarkeppni háð. Þegar
kyndilberi var á leið til ráðhúss Tallins
með eldinn kom skyndilega úrhellis-
jrignirig. Munaði engu að eldurinn
slökknaði en til mikils léttis fyrir
stjórnendur þar tók eldurinn i
kyndlinum við sér á ný, svo hægt var
jað kveikja þar ólympíueldinn. Aðeins
23 þjóðir keppa í Eistlandi en voru 40 í
Kanada fyrir fjórum árum.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
B
\
\lWso9lAá , 8
ow:S'dinn:
f VIGAHUG
IBK á Laugardalsvelli í kvöld
Tö
FRAM
Ki< V torg
Skf "'jum|C1
11
VIKINGUR! S
Kmmwmm ammammmmmmuuumm uw&