Dagblaðið - 21.07.1980, Síða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980.
Tony Knapp, f.vrrum landsliðsþjálfari Is-
lands, sem nú þjálfar Noregs- og bikar-
meistara Vfkinps I Stavanger, sést hér á
tali við Guðna Kjartansson. Tony, sem
var sérstakur gestur norska blaðsins
Verdens Gang á landsleiknum, var
ánægöur með frammistöðu íslen/ku
strákanna. Sagði I viðtali við VG að is-
len/ka liðið hefði átt fleiri upplögð mark-
tækifæri en hið norska.
I.jósmyndir Sigurjón Jóhannsson.
islenzka liðið, sem einasta amatörliðið í
heiminum i dag.
I spjaili við Guðna Kjartansson að
landsleik loknum, bar ég upp þá spurn-
ingu, hvort við gætum haldið áfram á
sömu braut.
— Þetta er mjög mikið vandamál,
sagði Guðni. Það er búið að ræða það í
mörg ár, að við þyrftum einhvern
veginn að geta gefið landsliðinu meiri
tima í æfingar, en ekkert hefur gerzt,
og ég get ekki annað séð, en þetta verði
áfram orðin tóm- Við eigum að geta
fengið atvinnumenn okkar, þegar við
tökum þátt í HM og Evrópukeppni, en
oft er ekki um neinar æfingar að ræða
með þeim, stundum hafa þeir mætt
degi fyrir keppni. Pétur Pétursson
kvaðst eygja möguleika að vera með
okkur núna, ef liðið hans gæfi
Sigurjón Jóhannsson skrífar frá Osló:
Sættum okkur við tapið því barizt
var frísklega til síðustu stundar
— Varla hægt að horfa upp á að lið úr 2. og 3. deild í Svíþjóð hirði frá okkur stráka í stórum stfl,
segir landsliðsþjálfarínn Guðni Kjartansson
Hér 1 Noregi sem á Islandi er fram-
tið knattspyrnunnar mjög á dagskrá.
Ef lið er ekki af einhverjum ástæðum
nægilega spennandi, þá einfaldlega
mætir fólk ekki á leiki þess. Hér i Osló
kemur það fyrir að Oslóarlið, sem
leikur I 1. deild á heimavelli, dregur
ekki að sér nema 7—800 áhorfendur
meðan lið frá Bergen eða Stavanger
getur treyst á 7—8 þúsund manna mæt-
ingu á helmavelli. Þess vegna þótti
Norðmönnum mjög vel mætt á leik
Noregs og tslands i Osló, en þann leik
sáu 10.425 manns, auk barna, sem
fengu frítt inn.
Fyrir skömmu gat að lesa í norsku
blaði, að nú væri kominn tími til að
segja hlutina hreint út — fólk kemur
ekki til að horfa á knattspyrnu nema í
liðinu séu góðir knattspyrnumenn með
persónulegan stil, kraft og áræði.
lslendingar hér í Osló bjuggust ekki við
miklu af islenzka landsliðinu á
mánudagskvöld, þegar ljóst var að
stjörnur okkar voru víðsfjarri, en við
sættum okkur við tapið, vegna þess að
liðið lék frisklega og barðist til síðustu
stundar. Það kom norskum iþrótta-
fréttariturum á óvart, að islenzka liðið
lék „hreina” knattspyrnu, þ.e. gekk
beint til verks í framlínunni, þó ekki
gæfi það nema eitt mark að þessu
sinni. Þetta gerði leikinn spennandi, og
Norðmenn geta þakkað sinum sæla að
eiga einn mann í sínu liði, sem einmitt
kann að ganga hreint til verks, ef hann
eygir smugu. Maðurinn heitir Pál
Jacobsen, 25 ára gamall, og er einmitt
nú á toppinum eftir 17 iandsleiki.
Hann skoraði markið gegn Búlgariu
fyrr á sumrinu (leiknum lauk 1:0), og
hann var afgerandi maður i sigrinum
yfir íslandi. Af hverju er hann ekki
löngu orðinn atvinnumaður? Jú, það
kemur á daginn, að nokkur sænsk lið
hafa haft augastað á honum og enska
liðið Chelsea, en hann hefur ekki mik-
inn áhuga á að gerast atvinnumaður;
Norðmaður sagði mér að hann væri
skaddaður i hné, og leggði því ekki á
sig að gerast atvinnumaður.
Eflaust fær hann einhverja umbun
sem „venjulegur” norskur leikmaður,
hve mikið veit ég ekki. Norska blaðið
Verdens Gang talaði reyndar um
Norðmanninum í liðinu leyfi til að
leika með sínu landsliði — annars væri
engin von. Ásgeir fékk leyfi til að leika
með okkur gegn Svíum og einnig Janus
Guðlaugsson, en núna hittist þannig á,
að Teitur Þórðarson er heima i fríi, og
því ekki hægt að ætlast til að hann sé
meðað þessu sinni.
Annars er varla hægt að horfa upp á
það sem er gerast núna — við erum að
missa alla okkar efnilegustu menn til
útlanda. Lið i 2. og 3ju deild í Sviþjóð
hafa efni á að hirða frá okkur stráka í
stórum stíl. Er það nokkur hemja, að
Þessar myndir sýna hið undarlega atvik,
þegar tveir ungir Norðmenn, báði'r rétt
\vfir tvitugt, hlupu inn á leikvöllinn og
réðust að Þorsteini Ólafssyni, mark-
verði, sem ekkert hafði gert af sér í leikn-
um, sem réttlætti árásina. Á efri
myndinni hefur Þorsteinn stuggaö við
öðrum en hinn er að búa sig undir að
ráðast á Martein Geirsson... Lögreglu-
menn koma aðvifandi og á neðri
myndinni hafa þeir náð tökum á öðrum
árásarmanninum en hinn hleypur undan.
Hann var gómaður skömmu siðar. I
vinstra horni myndarinnar — á áhorf-
endasvæöunum — sést hvar lögreglan
hefur handsamað þriðja manninn, sem
hafði aðstoðað hina tvo við að komast
inn á völlinn. Norska lögreglan lítur
þetta^mál alvarlegum augum og ákvað
strax að sekta þá tvo, sem komust að
markinu um 3000 norskar krónur eða
300 þúsund islénzkar og aðstoðar-
manninn ,um 100 þúsund íslenzkar.
Vallarstjórnin óttaðist að dómarinn
myndi kæra atburðinn, en hann sagðist
ekki sjá ástæðu til að gera of mikið úr
þessum athurði. I.éti því máliö kvrrt
liggja.