Dagblaðið - 31.07.1980, Qupperneq 1

Dagblaðið - 31.07.1980, Qupperneq 1
I I I 6. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1980 - 172. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022. 1 Enn hugmyndir um nýtt f lugfélag Luxemborgara og Islendinga: ÓLAFUR KOM í VEG FYR- IR STÖÐVUN FUIGLEDA Ólafur Jóhannesson, utanrikisráð- herra, lagðist mjög gegn því, að Flug- leiðir hf. yrði beitt stöðvun á flugi vegna ógreiddra lendingargjalda á Keflavíkurnugvelli, samkvæmt heim- ildum sem DB telur áreiðanlegar. Hefur fjármálaráðuneytið nú veitt ótiltekinn frest á skilum þeirra. Þegar þessi úrslit lágu fyrir, fóru þeir Sigurður Helgason, forstjóri, og Örn Ó. Johnson, stjórnarformaður, til Luxemborgar til viðræðna við flugmálayfirvöld þar um framtið At- lantshafsflugsins, eins og DB skýrði frá í gær. Þrátt fyrir harðnandi fargjalda- strið á þeirri flugleið, einkum á milli ríkisflugfélaganna i Vestur-Evrópu og bandarísku flugfélaganna, munu Luxemborgarmenn hafa lýst áhuga sínum á framhaldi Atlantshafsflugs Flugleiða með lendingu í Luxemborg. Auk þess sem þeir falla frá lending- argjöldum, munu þeir gefa kost á beinum fjárstuðningi með ákveðnum skilyrðum. Þá mun ekki alveg horfið frá hugmyndum um stofnun nýs flug- félags með aðild íslendinga og Luxemborgara. Óstaðfest er, að auk ráðstafana til að draga úr tapi á Atlantshafsflugi Fjármálaráðu- neytið hefurnú veitt ótiltekinn frestágreiðslu lendingargjalda Flugleiða hf., séu til alvarlegrar endurskoðunar samningar félagsins við íslenzkar ferðaskrifstofur um leiguflugið. Er að vænta frekari greinargerðar um sum þessara atriða í tilkynningu sem Flugleiðir munu senda frá sér á morgun. -BS. GEVAFj I J Rothögg á Austur- velli Það kastaðist í kekki milli mann- anna á einum bekknum á Austur- veili í gærmorgun. Vegfarendur vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið er slagsmál hófust milli manna i góða veðrinu sem lauk jafnskyndi- lega og þau hófust, en með því að einn lá rotaður í valnum. Lögreglan kom á staðinn og sjúkralið flutti hinn rotaða á brott. Svo heyrðist að leita ætti að manni með gítar og félaga hans til að kanna upptök málsins. Þarna áttu i hlut menn sem oft verma þessa bekki og eitthvað mun Bakkus hafa verið með i spilinu. -ASt./DB-mynd R.Th.Sig. Manns og bfls leitað síðan á sunnudag Víðtækar eftirgrennslanir og leit að Elíasi Kristjánssyni, f. 1934 og því 46 ára gömlum, hefur enn engan árangur borið. Elías fór frá dóttur sinni i Barmahlið í Reykjavík á sunnudaginn. Talið er að hann hafi sézt á bíl sínum, R-25258, á Vesturlandsvegi þá síðla dags og var þá farþegi i bílnum með honum. Síðan finnast engin spor, hvorki bíls né manns. Elías hefur verið sjúklingur í mörg ár. Hafði hann á orði að fara á fund Einars huglæknis Einarssonar á Einars- stöðum. Af þeim sökum hefur leitin beinzt einnig um Norðurland. Allt án árangurs. í dag verður kafað í Þorlákshöfn í leit að bílnum, auk þess sem eftir- grennslan er haldið áfram um allt land. -A.St. r' Alagningarseðlar Reykvíkinga: „Vonandi á morgun” — segirskattstjóri ,,Ég vona að álagningarseðlarnir verði sendir út á morgun,” sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri Reykjavíkur, er DB spurði hvenær Reykvikingar mættu eiga von á álagn- ingarseðlunum. Þá eru einnig tilbúnir álagningarseðl- ar í Reykjanesi og Norðurlandi eystra. Álagningarseðlar í Vestmannaeyjum, Vestfjörðum og Vesturlandsumdæmi verða og tilbúnir upp úr mán- aðamótum en útsending álagningar- seðla fyrir Austurland, Norðurland vestra og Suðurland dregst eitthvað fram í ágústmánuð. -GAJ. FIESTA Á LUKKUDEGI Stærsti vinningur lukkudagahapp- drættisins verður dreginn út á morgun. Er það hvorki meira né minna en bif- reið af gerðinni Ford Fiesta, árgerð 1979. Slíkur bill er núna metinn á um 5 og hálfa milljón. Það er íþróttafélagið Víkingur sem fyrir lukkudagahapp- drættinu stendur og er einn vinningur dreginn út á hverjum degi ársins. -DS. Vestmannaeyjar: Þjóðhátíðin að fara í gang — einstaklega gott veður Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er alveg um það bil að hefjast. Samkvæmt venju verður í kvöld slegið upp fyrir- þjóðhátíðarballi í samkomuhúsinu til að hita menn upp. Fólk úr landi er þeg- ar farið að koma til Eyja og fullbókað er í bæði flug og ferju næstu daga. Geysigott veður er i Eyjum eins og reyndar víða. Upp úr miðnætti i nótt sem leið byrjuðu menn að tjalda i Herjólfsdal þar sem skreytt hefur verið fagurlega. Þykjast menn sjá að haldist veðrið muni straumurinn liggja til Eyja og stemmning verða góð. DS/FÓV Vestmannaeyjum. Veðurstofan spáir góðviðri um mestallt land i dag þótt ótrúlegt sé að sól verði mikil. En hún á þó að ryðja geislum sinum braut gegnum hitamistrið og gxgjast fram öðru hverju. Þær Herdis Óskarsdóttir, Valhildur Jónasdóttir, Eva Matthildur Steingrímsdóttir, Erna Kettler og Anna Gunnarsdóttir, sem vinna í garðyrkju á vegum bæjarins, hafa eflaust prisað sig sælar að vinna úti f gær, þegar hitinn innandyra ætlaði allt og alla að lama. SA/DB-mynd Ragnar Th. Verður hitametið slegið í dag? „Það er spáð góðu veðri um mest- allt Iand, austan átt og hlýindum,” sagði Trausti Jónsson. veðurfræðingur í samtali við DB í morgun. Á Aust- fjörðum og Hornströndum verður þó heldur svalara en annars staðar og er búizt við þoku við Austurland. Klukkan sex i morgun var 19 stiga hiti í Reykjavík og var þar þá hlýjast á landinu. Trausti kvaðst búast við þvi að hitinn í dag yrði svipaður og í gær en þá komst hann í 24 stig. „Við biðum spenntir eftir því að sjá hvort hitametið frá þvi í gær verður slegið,” sagði Trausti. Það er vel staðsett hæð við landið, sem veldur þessum hlýindum, en hún beinir hingað lofti frá Síberíu og Rússlandi. Um áframhald á hlýindun- um sagði Trausti að búazt mætti við svipuðu veðri næstu daga. „Fyrir sunn- an landið er skúrabakki frá Bretlandi og þar er ívið kaldara loft, eða þetta 14—15 stig. Á sunnudag og mánudag ^gæti því tekið að kólna,” sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur. -SA.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.