Dagblaðið - 19.08.1980, Page 12

Dagblaðið - 19.08.1980, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. AGUST 1980. e Iþróttir Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1980. Óvíst hvort úrslHaleikur útimótsins getur farið f ram í kvöld: Haukar kæra Axel Axelsson hjá Fram —telja hann hafa leikið ólöglegan fyrsta leikinn í mótinu SAMBA — OLYMPIA —ACCIL — UNIVERSAL COMPETITION Póstsendum samdœgurs félag innan sama héraðs. Miðast biðtíminn við móttöku tilkynningar- innar.” Það bendir því flest til þess að Axel sé ólöglegur með Fram. Hver jframvinda þessa máls verður er ekki jgott að segja til um. Ljóst er að úrslita- Jleikurinn kemur til með að tefjast veru- lega ef Framarar verða dæmdir með ólöglegt lið því strax á miðvikudag er Austurbæjarskólinn upptekinn vegna Ljóma-rallsins og aðfaranótt föstudags halda Haukarnir í keppnisferð til Dan- merkur. íþróttafólk athugið! Við bjóöum núna uppá Adidas íþróttaskó Eigum tilflest nr. í þessum gerðum: slenzku strákarnir, sem kepptu 1 Svíþjóð ásamt fararstjóranum og landsliðsein- valdinum Kjartani L. Pálssyni. Frá vinstri: Björgvin, Sveinn, Hannes og Kjartan. DB-mynd: Óskar Sæmundsson. Svo kann hugsanlega að fara að það verði eftir allt saman Haukar og KR en ekki Fram og KR, sem leika til úrslita á útimótinu i handknattleik. Haukar hyggjast nefnilega kæra Axr.l Axelsson þar sem þeir telja að ha.in hafi ekki verið orðinn löglegur ev hann lék með Frömurunum gegn Haukum á fyrsta degi útimótsins. Félagaskipti A-.els voru móttekin hjá HSÍ þann 9. julí en leikur Fram og Hauka fór fram þann 7. ágúst. Sam- kvæmt reglum HSÍ verður leikmaður að hafa vferið minnst einn mánuð í félagi sínu áður en hann er gjaldgengur i keppni 3. grein reglugerðar HSÍ um haruknattleiksmót hljóðar þannig: „Liðgengir i handknattleiksmóti eru þeir einir, sem hafa verið í félagi því, sem þeir keppa með í minnst einn imánuð áður en mótið hefst (skv. leik- reglum HSÍ) „Áfram segir svo: „Tilkynning skal senda stjórn HSÍ ef 'leikmaður hyggst keppa með félagi í öðru héraði en á sl. leikári, en viðkom- andi handknattleiksráði ef skipt er um Island varð ekki neðst! —ítalir ráku lestina á SAAB-liöakeppninni í Svíþjóð um sl. helgi. Óheppni elti Björgvin á röndum fyrri dag keppninnar Furðulegt sigurmark — þegarÞróttur, Neskaupstað sigraði Ármann Í2. deild Þróttur Neskaupstað sigraði Ár- rnann í 2. deild 1—0 á Norðfirði á laug- ardag. Leikurinn var frekar jafn — en Þróttur fékk þó fleiri færi og var meira með knöttinn. Á 20. mín. kom eina mark leiksins. Þróttur fékk innkast og knettinum var kastað inn i vítateiginn. Þar var Sigurbergur Sigsteinsson, þjálf- ari Þróttar fyrir, og skallaði knöttinn, sem fór i varnarmann og hrökk þaðan gegnum klof markvarðar Ármanns í markið. Heldur slysalegt mark fyrir Ármenninga. Ármann fékk gott tækifæri til að jafna, þegar Bryngeir Torfason komst i opið færi en Ágúst Þorbergsson, mark- vörður Þróttar, varði mjög vel frá honum. Það var raunar eina tækifæri Reykjavíkurliðsins í leiknum. Mikill hiti var á Norðfirði, þegar leikurinn fór fram og dró hann mjög úr getu leik- imanna. vs. Pétur Ormslev, mark Fram. bezti maður Fram í leiknum i gærkvöldi, leikur á Kára Gunnlaugsson. Að baki þeim er Guðmundur Steinsson, sem skoraði sigur- DB-mynd Einar Ólason. Glæsimark Guðmundar færði Fram bæði stigin í fjörugum leik Fram og Kef lavíkur á Laugardalsvelli í gærkvöld Glæsimark Guðmundar Steinssonar, hins smávaxna framherja Fram, á 57 mín. færði Fram tvö dýrmæt stig í keppninni um íslandsmeistaratitilinn en gerði útlitið enn dekkra hjá Kefl- víkingum i hinni miklu fallbaráttu i 1. deildinni. Það var eina markið i leik Fram og ÍBK á Laugardalsvelli í gær- kvöld — í leik, sem oft var fjörugur en Enn dökknar út- litið hjá Þrótti —tveir leikmenn f amir utan og tveir lykilmenn til viðbótar illa meiddir Brösulega hefur gengið hjá Þróttur- um I 1. deildinni i sumar og hafa fasta- menn undanfarinna ára á borð við Pál Ólafsson og Halldór Arason ekki náð fótfestu I liðinu undir stjóm hins skap- mikla Ron Lewin. Eftir heimildum sem DB telur áreiöanlegur hefur margoft staðið til að senda Lewin heimleiðis en aldrei orðið úr. Hafa Þróttarar nú ákveðið að láta hann vera með liðið úl keppnistimabilið þar sem ekki taki þvi , að skipta um þjálfara er svo skammt er eftir. Halldór Arason er farinn af Iandi brott og hefur tekið stefnuna á Svíþjóð þar sem hann ætlar að reyna fyrir sér á knattspyrnusviðinu. Þá hefur hinn ungi og efnilegi Ólafur Magnússon farið til Þýzkalands. Að auki eru tveir af lykilmönnum liðsins, Harry Hill og Þorvaldur í. Þorvaldsson, úr leik um sinn. Lánleysi Þróttar virðist þvi algert og það er kaldhæðni örlaganna að það var samherji Þorvaldar sem sparkaði óviljandi í hann í leiknum á Akranesi á laugardag oggerði hann óvirkan. -SSv. ekki alltaf að sama skapi vel leikinn. Harka lika allt of mikil. Guðmundur Steinsson fékk knöttinn frá Pétri Ormslev eftir langt útspark Guðmundar Baldurssonar markvarðar. Lék upp að vítateignum og spyrnti á markið. Hörkubogaskot, sem sveif yfir hinn snjalla markvörð Keflvíkinga, Þorstein Bjarnason. Þeir Guðmundur og Þorsteinn háðu marga hildi í leikn- um í gær og þetta var i eina skiptið, sem Guðmundur bar sigurorð af mark- verðinum. Þrívegis komst hann frír að marki ÍBK en Þorsteinn bjargaði með snilldarlegum úthlaupum og varði skotin. Keflvíkingar fengu sín gullnu tæki- færi í leiknum en greinilegt að lánið leikur ekki við liðið í fallbaráttunni. Þannig stóð Ólafur Björnsson einn og óvaldaður fyrir opnu Fram-markinu. Dauðafrír innan markteigs og fékk knöttinn eftir snjalla fyrirgjöf Ragnars Margeirssonar. En Ólafur hitti knött- inn illa — hann fór í stöng og út aftur. Um miðjan siðari hálfleikinn voru þeir Steinar Jóhannsson og Ólafur Júlíus- son alveg fríir innan markteigs Fram, þegar knötturinn kom til þeirra. En þeim tókst að trufla hvorn annan og koma knettinum framhjá stöng. Það vantaði því ekki spennuna og marktækifærin í leikinn. Eftir að Kári Gunnlaugsson hafði næstum skorað sjálfsmark hjá ÍBK, Guðmundur LEIKNIR SKORAÐILOKSINS ÚR ELLEFTU VÍTASPYRNUNNI —iafntefli Leiknis og Hrafnkels 2-2 í 3. deild á Fáskrúðsfirði Leiknir og Hrafnkell gerðu jafntefli 2—2 (0—0) í F-riðli 3. deildar á Fáskrúðsfirði á laugardag. í fyrri hálf- leiknum sótti I.eiknir i heild meira og Ólafur Ólafsson átti hörkuskalla í þver- slá. Auk þess var eitt tnark dæmt af honum, þar sem linuvörður taldi að knötturinn hefði áður fariö yfir enda- mörk. Sverrir Guðjónsson átti tvö hættuleg færi fyrir Hrafnkel i hálf- leiknum — i annað skipti varði varnar- maður með hendi á marklfnu eftir að markvörður Leiknis var kominn úr markinu. Ekkert dæmt og dómarinn var ekki f aðstöðu til að sjá brotið. Raunverulega hans einu mistök f leikn- um. Jafnræði var með liðunum framan af siðari hálfleik en síðan náði Hrafn- kell alveg yfirtökunum. Tvívegis varði Jón Margeirsson, markvörður Leiknis, snilldarlega — en honum tókst síðan ekki að koma í veg fyrir, að Hrafnkell skoraði tvívegis með þriggja mínútna millibili. Fyrst Þorvidur Hreinsson, 0—1 — síðan Sverrir Guðjónsson 0—2. Ekki leit þá vel út fyrir Leikni en þegar líða tók á hálfleikinn fór að draga úr leikmönnum Hrafnkels og Leiknis- menn komu meira inn í myndina. Ólafur Ólafsson minnkaði muninn í 1—2 og þegar fimm mínútur voru til leiksioka var dæmd vitaspyrna á Hrafn kel. Svo virtist sem enginn af leikmönn- um Leiknis vildi taka vítið enda ekki tekizt að skora úr tiu vítaspyrnum í röð, sem hiýtur að vera heimsmet. En svo tók Helgi lngason sig til og skoraði örugglega úr vítaspyrnunni — rauf vitamúrinn og jafnaði í 2—2. Sýndi þarna mikið öryggi. Úrslitin voru sann- gjörn. Leiknir sótti miklu meira loka- kafla leiksins. f annað skipti í sumar sendi Óli Fossberg, umsjónarmaður fyrir dómarafélagið á Austfjörðum, engan dómara til Fáskrúðsfjarðar — og fjórða sinn í sumar, sem Leiknir verður fyrir slíku. Fyrst á Stöðvarfirði, síðan Breiðadalsvík. Einn heimamanna, Eiríkur Stefánsson, dæmdi og voru leikmenn beggja liða ánægðir með frammistöðu hans. -VS. Torfason skotið framhjá opnu marki ÍBK) fóru Keflvíkingar að sýna tenn- jurnar og voru betra liðið í fyrri hálf- leiknum mest vegna snjalls leiks Ragnars. Varnarmenn Fram áttu í miklum erfiðleikum með hann. Um miðjan hálfieikinn komst Ómar Ingvarsson í opið færi fyrir miðju marki Fram. Spyrnti knettinum beint á markvörðinn — hinum megin bjargaði Steini markvörður með úthlaupi, þegar Guðmundur Steinsson komst í fyrsta skipti frir i gegn. Þá stóð Ólafur fyrir opnu Fram-markinu en allt kom fyrir ekki. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum. í siðari hálfleiknum var Fram-liðið hins vegar betra og varnarmenn ÍBK áttu þá í miklum erfiðleikum með Pétur Ormslev, sem hvað eftir annað gerði þeim lífið leitt með snilldarleik. Guðmundur skoraði sitt glæsimark á 57 min. — komst rétt á eftir — greini- lega rangstæður — frír að marki ÍBK en Þorsteinn varði og rétt á eftir var Guðmundur bókaður. Knötturinn gekk markanna á milli — Steini varði vel frá Pétri, síðan klúðruðu leikreyndustu leikmenn ÍBK, Steinar og Ólafur, hreint furðulega og Hilmar Hjálmars- son átti skot ofan á þverslá Fram- marksins. Lokakafla leiksins lögðu Framarar áherzlu á varnarleikinn — héldu fengnum hlut nokkuð örugglega. Pétur, Marteinn, Simon og Hafþór ásamt Guðmundi markverði voru beztu menn Fram í gær. Trausti Haraldsson lék ekki — er í leikbanni. Hjá ÍBK var Ragnar mjög sterkur miðherji, Þor- steinn frábær markvörður, litlu bak- verðirnir Guðjón og Óskar snjallir, og Kári allsterkur miðvörður. Barátta leikmanna mikil en uppskeran engin og fallbaráttan þrúgandi. Staðan í mótinu er nú þannig. Valur 14 9 2 3 34—12 20 Víkingur 14 6 6 2 20—14 18 Fram 14 8 2 4 16—18 18 Akranes 14 6 4 4 22—16 16 Breiðablik 14 6 1 7 22—19 13 KR 14 5 3 6 14—20 13 ÍBV 13 4 3 5 19—23 n\ ÍBK 14 3 5 6 13—19 n FH 14 4 3 7 19—29 n Þróttur 13 2 3 8 8—17 7 15. umferð verður um næstu helgi. KR-Akranes, FH-Breiðblik og ÍBK- ÍBV á laugardag. Víkingur-Fram á sunnudag og Valur-Þróttur á mánu- dag. -hslm. Bild am Sonntag spáir Dortmund áttunda sæti Borussia Dortmund er sterkara lið en áður með tvo nýja leikmenn i fremstu viglínu, Abi og Atli, þeir eiga að skora mörkin skrifaði Bild am Sonntag nýlega. Spáði Borussia Dortmund, lið- inu, sem Atli Eðvaldsson leikur með, áttunda sæti i hinni hörðu keppni Bundeslígunnar, sterkustu knatt- spyrnudeildar i heiminum. Borussia hefur fengið til liðs við sig þrjá nýja leikmenn í sumar, Atla Eðvaldsson, Rúdiger Abramczik frá Schalke 04,0 og framvörðinn Rudolf Wabra frá SV Unterreichenbach. Fjórir landsliðsmenn eru í Borussia- liðinu, Atli, sem leikið hefur 23 lands- leiki með íslenzka landsliðinu, Abram- czik, sem leikið hefur 19 landsleiki fyrir Vestur-Þýzkaland, Manfred Burgs- múller, með þrjá landsleiki og Mirko Votava með tvo landsleiki. Þeir eru báðir framverðir. Tuttugu leikmenn skipta aðalhóp leikmanna Borussia og það vekur at- hygli að allir hafa komið frá öðrum liðum. Markverðir eru Eike Immel, tví- tugur, sem kom til Borussia frá Ein- tracht Allendorf 1975, og Horst Bertram, 32 ára. Hefur verið níu ár aðalmarkvörður Borussia. Kom frá Kicker Offenbach 1971. 1 vörninni eru Lothar Huber, áður Kaiserlautern. Hefur verið sex ár hjá Borussia. Mein- olf Koch. 23ja ára, sem í fyrra kom til liðsins frá Lippstadt. Joachim Wagner, 25 ára frá Schalke (1974), Norbert Dörman 22ja ára. Keyptur frá Schalke í fyrra. Herbert Hein 26 ára. Kom frá FC Köln 1978. Armand Theis, 31 árs frá Kicker Offenbach 1977 og Horst Freund, tvítugur. Kom frá TuS Rahm fyrir fjórum árum. Framverðir eru Manfred Burgsmúll- er, áður Bayer Uerdingen, 1976, Paul Holz, kom frá Bochum í fyrra, Rudolf Wabra, keyptur í ár, Thero Schneider. Kom frá GW Selm fyrir fimm árum. Mirko Votava, sem kom frá Witten 1973, og Werner Schneider. Áður Duis- burg, 1977. í framlínunni eru auk Atla og Abi þeir Erda Keser, SSV Hagen 1977, 19 ára, Ralf Augustin, tvítugur frá TuS Wandhofen, og Peter Geyer, 28 ára frá Tesse Berlin, 1975. Leikvöllur Borussia Dortmund, Westfalen-Stadion, rúmar 53.872 áhorfendur. Þar af sæti 16.302. Miðar eru dýrir. Stæði 10 mörk — sæti 20— 30 mörk. Barnamiðar 4 mörk. Þjálfari Borussia Dortmund er einn kunnasti þjálfarinn í Vestur-Þýzkalandi, Udo Lattek. íslenzka sveitin, sem tók þátt i Swedish Inlernational Matchplay keppninni um sl. helgi hafnaði ekki í neðsta sæti eins og fram hefur komið áður heldur i því næstneðsta og þar er nokkur munur á. Það voru ítalir, sem ráku lestina. Árangur íslendinganna var ekki eins góður og vænzt hafði verið en með eðlilegri spilamennsku hefði sveitin átt að fá 10—12 högga lægra skor. Það var einkum slæmur dagur Björgvins Þorsteinssonar fyrri dag liðakeppninnar, sem gerði strik í rcikninginn. Bókstaflega ekkert gekk upp hjá honum. Hann hafnaði utan brautar nokkrum sinnum og í eitt skiptið var hann t.d. svo óheppinn að lenda ofan i sandgryfju. Það er út af fyrir sig ekkert tiltökumál en næsta skot sendi boltann beint ofan i vatnstorfæru. „One of these days” eins og Bretinn orðar það. Hannes Eyvindsson lék bezt fyrri daginn og kom inn á 75 höggum. Sveinn Sigurbergsson lék þá á 82 högg- um en Björgvin á 86. Fyrsta daginn lék Jan Rube, sem er bezti kylfingur Svía um þessar mundir og vann reyndar þessa keppni, á 75 höggum en bætti unt betur síðar. Hannes lék siðari daginn á 81 höggi en Björgvin lék þá á 74 höggum — eins og herforingi. Sveinn lék á 80 höggum. Samanlagt skor var því: Hannes 156, Björgvin 160 og Sveinn 162. Fimmtíu beztu af þeim 164 er tóku þátt I keppn- inni komust áfram og var Hannes ekki nema hársbreidd frá því að komast í þann hóp. Þeir síðustu í 50 manna hópnum voru á 154 höggum. Jan Rube vann að lokum þessa keppni, sem var reyndar tvö mót skellt saman í eitt. Liðakeppnin var á vegum SAAB en einstaklingakeppnin heitir Swedish International Matchplay. Rube lék síð- asta daginn á 66 höggum og setti nýtt glæsilegt vallarmet. Lokaskor hans var 288 högg eða sama og par vallarins. SSS er hins vegar 73. Svíar áttu fimm efstu menn í einstaklingskeppninni en næstur kom svo Skoti að nafni Gordon Brandt. Það voru Skotar sem unnu liða- keppnina. Þeirra menn léku á 446 höggum. A-sveit Svía hafnaði í öðru sætinu á 453 höggum og Austurríkis- menn komu verulega á óvart og hirtu þriðja sætið á 459 höggum. B-lið Svía kom næst á 460 höggum, þá Banda- ríkjamenn á 461 höggi, Norðmenn á 462, V-Þjóðverjar á 463, Svisslend- ingar á 466, Finnar á 473, Danir á 477, íslendingar á 478 og ítalir á482. Þrátt fyrir að næstneðsta sætið hafi orðið hlutskipti íslands í keppni þessari var liðinu boðið að vera með í keppn- inni næsta ár og er það mikill fengur fyrir Golfsambandið. Kjartan L. Pálsson landsliðseinvald- ur í golfi tjáði Dagblaðinu í gærkvöld að líkur bentu til þess að landsliðs- hópur yrði valinn í haust og myndu þá fara fram æfingar i allan vetur. Kjartan fékk æfingaprógrömm þau er bæði landslið Svía og Dana æfa eftir og mun hann sjóða saman úr þeim prógramm fyrir íslenzka landsliðið. Evrópu- meistaramótið verður haldið á St. Andrews næsta ár í júlí og þá er um að gera að vera kominn I góða æfingu því ekki dugar annað á þessu höfuðbóli golf íþróttarinnar. Að keppninni lokinni í Svíþjóð var haidin keppni í teighöggum og vann Bandaríkjamaðurinn Dave Dávies hana með höggi upp á litla 303 metra, itakk fyrir. Hannes hitti aldrei á braut- ina en Björgvin sló á bilinu 250—260 metra. -SSvJ: MENNEA A 19,96! ítalski sprctthlauparinn Pietro Mennea sannaði enn einu sinni að hann er konungur 200 metra hlaupsins. Á móti f Barletto á Ítalfu hljóp hann vegalcngdina á 19.96 sek. — hreint ótrúlegur tfmi og bezti tfmi, sem nokkru sinni hefur náðst á láglandsbraut. Barletto er sjávarborg. Mennea varð olympiumeistari á leikunum f Moskvu á dögun- um f 200 m hlaupi. Hann á heimsmetið 19.72 sek. sett f þunna loftinu i Mexfkó-borg I fyrrasumar. Myndin að ofan var tekin, þegar Mennea sigraði f Moskvu i sumar. BjömBorgvarðað hætta í úrslitum — Meiðsli á hné komu í veg fyrir að sænski tennisleikarinn yrði kanadískur meistari Sænski tennisleikarinn snjalli, Björn Borg, varð að hætta keppni vegna meiðsla i úrslitaleik kana- diska meistaramótsins sl. sunnudag i Toronto. Borg hafði unnið léttilega leiki sína i undankeppninni á mótinu þó hann hefði meitt sig í hné á æfingu fyrra mánudag. í úrslitum lék hann við Ivan Lendl frá Tékkóslóvaklu, sem mjög óvænt hafði komizt í úr- slitaleikinn á móti Birni. Allt fór samkvæmt bókinni i fyrstu lotunni hjá þeim í úrslitaleiknum, Björg Borg sigraði 6-4 — en i næstu lotu gekk ekki eins vel. Meiðslin i hnénu tóku sig upp og þegar staðan var 5—4 fyrir Tékkann sagðist Björn verða að hætta leiknum. Verkurinn í hnénu væri orðinn óþolandi. Tékkinn var því sigur- vegari — kanadískur meistari. Eftir keppnina sagðist Björn ekki vita hvað að honum væri í hnénu eða hvort þetta væri alvarlegt. Opna bandariska meistaramótið hefst í næstu viku og i gær töldu læknar ekki vist, að Björn gæti lekið þátt i þvi. Það er eina meiriháttar tennismótið i heiminum, sem Bjöm hefur ekki sigrað i. Hefur oft keppt á þvi en ekki haft lánið með sér og meiðsli sett strik í reikninginn. Björn sagði að hann mundi alveg hvíla sig næstu dagana til að reyna að koma hnénu í iag fyrir bandaríska meistaramótið. „Ég fann strax fyrir meiðslunum i fyrstu lotunni gegn Lendl og eftir þvi, sem á leikinn leið fann ég mjög fil. Það var ekki annað að gera en hætla. Ég vildi að ég gæti tekið lengra fri fyrir bandaríska mótið en ég verð að halda mér i æfingu fyrir það,” sagði Björn og bætti þvi við að ef hann hefði orðið fyrir slikum meiðslum i úrslitaleik bandariska móts- ins hefði hann tekið inn kvalastillandi lyf. Ekkt hælt. Þetta er fyrsti tapleikur Björns Borg frá því í átta-manna úrslitum bandaríska mótsins fyrir ári. Þá tapaði hann fyrir Tocoe Tanner, USA. Fyrir tapið nú hafði Björn niu mótssigra að baki frá tap- leiknum við Tanner, m.a. fimmta Wimbledon-sigur- inn. Liam Brady skoraði bæði mörk Juventus írski landsliðsmaðurinn kunni i knattspyrnunni, I.ium Brady, sem fór frá Arsenal i sumar til Juventus á ítaliu, lék með sínu nýja félagi æfingaleik á sunnu- dag við lið úr 2. deild á ítaliu. Brady byrjaði vel hjá sínu nýja félagi því hann skoraði bæði mörk liðsins í 2—1 sigri. Nokkrir leikir voru háðir i ensku knattspvrnunni í gær og urðu úrslit þessi: 3. deild Brentford—Millwall 1—0 4. deild Mansficld—York 0—1 Southend—Port Vale 5—1 T ranntere—Crewe 0—1 Fjölmargir leikir verða i kvöld, meðal annars sex i 1. deildinni. Leikurinn, sem mest verður í sviðsljós- inu verður i Lundúnum, þar sem Arsenal fær Dýrl- ingana frá Southampton í heimsókn með Kevin Keegan i broddi fylkingar. Þá leikur Liverpool í Coventry, Man. Utd. í Wolverhampton og Lund- únaliðin Crystal Palace og Tottenham leika á Sel- hurst Park i Suður-Lundúnum, leikvelli Palace. Ips- wich fær Brighton i heimsókn, Everton Leicester og Middlesbrough Leeds. Araold Palmer sigur- vegari í PGA-golf- mótinu í Edmonton Arnold Palmer, frægasti og bezti golfleikari Bandarikjanna um langt árabil, gerði sér lítið fyrir um helgina og sigraði á kanadíska PGA-mótinu. Éitt mesta golfmótið, sem háð er i Kanada og meðal keppenda voru ýmsir af beztu golfmönnum heims. Palmer, sem nú er 51 árs, byrjaði mjé„ vel í keppninni og var meðal forustumanna allan timann. Lék 18 holurnar á 71 höggi á sunnudag og tryggði sér sigur. Hann var einu höggi á undan japanska golfleikaranum kunna Ooki og tveimur höggum á undan Gary Player, Suður-Afríku, sem lengi hefur verið f hópi beztu golfmanna heims eins og Palmer. Þetta er fyrsti mótssigur Arnold Palmer i fimm ár og honum var fagnað mjög eftir sígurinn.Þúsundir fylgdu honum eftir siðasta keppnisdaginn og þegar hann kom á síðasta grfnM var fögnuður áhorfenda gifurlegur. Keppnin var háð i Edmonton.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.