Dagblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 1
6. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980 - 235. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022.
ASI-menn ekki á samningabuxunum, segir framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins:
„Sáttur við lögbindingu”
—segir Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins
„Ef afskipti ríkisvaldsins af kjara-
samningum eru launafólki til góðs er
ég þeim samþykkur, en ef afskiptin
eru launafólki til ills snýst verkalýðs-
hreyfingin gegn þeim. Eins og fundur
43ja manna aðalsamninganefndar
Alþýðusambandsins lýsti yfir á mið-
vikudaginn er hægt að fallast á
meginefni tillögu sáttanefndar sem
Vinnuveitendasambandið hafnaði.
Ég get því sætt mig við að hún verði
lögfest og tek að því leyti undir með
Guðmundi J. Guðmundssyni, ” sagði
Guðjón Jónsson formaður Málm- og
skipasmiðasambandsins i morgun.
„Stjórnvöld eru nánast alltaf að
koma inn í kjarasamninga með laga-
setningum. Með þessu framhaldi
stefnir ekki í annað en að ríkisstjórn-
in og löggjafarvaldið skerist í leikinn.
Ástandið er þannig að það má
einfaldlega ekki dragast að verkafólk
fái sínar kjarabætur,” sagði Guðjón.
„Það hlýtur að skýrast enn frekar
nú um helgina hver framvinda mála
verður. Við bíðum eftir að sjá hvort
Alþýðusambandið vill semja eða
ekki, en m.a. af ályktun 43ja manna
nefndar fundar er ekki að sjá að ASÍ-
menn séu á samningabuxum,” sagði
Þorsteinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins, i
morgun.
Þorsteinn sagði það augljóslega
ekki gera útlitið bjartara að heyra svo
„sterkar lagahótanir” frá félags-
málaráðherra og sumum verkalýðs-
foringjum.
Samningamálin eru því áfram föst
og aðilar í „biðstöðu eftir að hinir
geri eitthvað”. Sáttanefnd talar
við forystumenn VSÍ og ASÍ hvora i
sínu lagi tíl að skýra sjónarmiðin.
Engir samningafundir höfðu verið
boðaðir í morgun, enda ekkert nýtt
komið fram sem gefið gæti vonir um
aðsjónarmiðin nálguðust.
Fleiri og fleiri verkalýðsforingjar
eru farnir að „hugsa upphátt” að
lögbinding sáttatillögunnar sé það
sem koma skal. Tilgangslaust sé að
halda samningaumleitunum áfram
þar sem „fyrirfram er vitað að VSÍ
hefur ekki ætlað sér að semja,” eins
og einn ASÍ-maður sagði við DB. Á
hinn bóginn hafa „lagahótanirnar”
gert forystu VSÍ enn harðari í sinni
afstöðu og þar við situr.
-ARH.
i
....* ....II lllM.tli.mitMir 1
Og þegar Reykvíkingar komu áfœtur í morgun var allur snjórinn höndunum — en stelpurnar taka þessu öllu létt. Ekki er útlitfyrir
horfinn. Það snjóaði að vísu ekki mikið í gœr, en nóg til þess að frekari snjókomu alveg strax, en veður fer hægt kólnandi um allt
krakkar fóru í snjókast og mikill gáski komst í liðið. Það leynir sér land.
ekkert á svipnum á piltinum, að hann telur sig standa með pálmann í DB-myndir: Gunnar Örn
Bömáokkartímum:
Alin uppaf
vekjaraklukku
ogsíma?
— sjá bls. 7
Alsín
Barizt um
býfií
rústunum
— sjá erl.fréttir
ábls.8-9
„Vinningurínn
kemursérvel”
- sagði Kristinn Jóns
son, nemandi í
Kennaraháskól
- sjáíþróttir
á bls. 12 og 21
DBheimsækir
Janus Guðlaugs-
son íKöln
— sjá íþróttir
ábls. 12og21
HVAÐ ER
ÁSEYÐI
UM HELGINA?
Annað Útsýnar-
kvöldiðáSögu
Pældíöífrumsýnt
Nýlistasafnið
opnar
Evitulýkur
Auk þess:
Messur helgarínnar
Sýningar um helgina
íþróttirhelgarínnar
Danshúsin um helgina
Matsölustaöimir
Útvarps- ogsjónvarps-
dagskrá næstu viku
ogfíeira
— SjáHelgar-
dagbókDB
RÉTTUREDA
RANGURÁS
— það breytti öllu
á ólympíumótinu
— sjá IrUa bridge-
þáttinnfdagbók
Dýrtað verzla við
kaupfélagið:
Skuldin
tífaldaðist
- sjá Raddir lesenda
ábís.2-3