Dagblaðið - 17.10.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1980.
3
Stöðvum SÍS-háhýsið
eins og Seðlabankann
Ung stúlka við Sundin skrifar:
Alveg er ég hissa á mönnum, sem
dettur í hug að byggja tíu hæða skrif-
stofublokk fyrir SÍS inn við Sundin.
Hvers vegna geta þeir ekki byggt ann-
ars staðar eins og t.d. þar sem hús
verzlunarinnar er í þessum svokall-
aða nýja miðbæ.
Svo skil ég ekkert í þeim sem hafa
verið að æsa sig upp út af gömlum
húsum og alls konar umhverfisvernd
að láta ekkert í sér heyra út af þessu
SÍS máli. Er ekki alveg eins hægt að
stoppa það eins og Seðlabankann.
Ég ætla að minnsta kosti að vera
með í þessum samtökum sem á að
fara að stofna á móti þessu ferlega
háhýsi á versta stað í bænum og mér
finnst að unga fólkið ætti að vera
með, því við þurfum að glápa lengur
á ósköpin en þessir gömlu kallar í
borgarstjórninni.
ÖLL ÞJÓÐIN TAKI
Á SIG OLÍUGJALD
—almenningur fær ranga mynd af
tekjum sjómanna
Sjómannskona af Vestfjörðum
hringdi:
Ég er mikill sjónvarpssjúklingur og
vil fá að hafa Kaz áfram. Kaz er frá-
bær þáttur. Nýi þátturinn sem á að
koma í staðinn er sjálfsagt ágætur en
hann getur bara verið líka á dagskrá.
Er ekki hægt að sýna meira af
Tomma og Jenna í eiriu? Það er lág-
mark að hafa tvo þætti saman, fimm
mínútur eru ekki einn einasti tími.
Tvö föstudagskvöld I röð hefur
það gerzt að sjónvarpið hér hafi
dottið út. Mér skilst að sjálfvirk
klukka í endurvarpsstöðinni i Stykk-
ishólmi hafi slökkt á útsendingu
þegar klukkan var orðin hálfeitt.
Slíkt má ekki gerast. Við misstum
fyrir bragðið m.a. hluta úr skemmti-
legri mynd um mann sem var að
bjarga sér úr eyðimörk.
Að lokum langar mig að koma
orðsendingu til þingmanna. Ég er gift
sjómanni og þeir eru eina stéttin í
þjóðfélaginu sem greiða þarf olíu-
gjald. Það er ekkert réttlæti I því að
þeir einir þurfi að borga olíugjald
með útgerðinni. Af hverju er ekki
hægt að taka vissa prósentu af allri
þjóðinni?
' Meirihlutinn af sjómönnum vinnur
bara fyrir kauptryggingunni. Það eru
ekki nema toppskipin sem hafa eitt-
hvað að ráði umfram trygginguna en.
Sjómannskonan telur ekkert réttlæti i
þvf að láta sjómennina eina bera
oliugjaldið. DB-mynd: Árni Páll.
Leigubfl-
stjórinn sem
fékk hringinn
Hulda Björnsdóttir, Fannarfelli 6,
sími 74882, skrifar:
Ég vil biðja leigubílstjórann sem
fékk hring sem tryggingu fyrir
greiðslu fyrir akstri úr Glæsibæ að
Fannarfelli 6 að hafa samband við
mig sem fyrst.
þau eru líka alltaf í fréttum. Þvi fær Borgarráð hefur samþykkt að verða við beiðni StS um að fá að reisa við Holta-
almenningur ranga mynd af tekjum garða 11000 fermetra hús undir aðalskrifstofur sinar. Hins vegar hefur ekkert
sjómanna. veríð ákveðið um það hvaða form verði á húsinu. DB-mynd: Einar Olason.
Vid f luttum
um set, að Suðurlandsbraut 18
Pálmi
Gíslason
Guðrún
Jóhannsdóttir
Kristín
Káradóttif
Egilína
Guðgeirsdóttir
Katrín
Torfadóttir
Til gamalla og nýrra viðskiptavina!
Vegna stóraukinna viðskípta, höfum við flutt í stærra
Jiúsnæði. Við bjóðum ykkur velkomin og væntum þess að
geta boðið enn betri þjónustu.
Starfsfólk Samvinnubankans Suðurlandsbraut 18
Samvinnubankinn
Suðurlandsbraut 18
Spurning
dagsins
Ætlarflu afl taka
vetrarfrí?
Hanna Kristjánsdóttir húsmóðir: Nei,
ég ætla ekki að taka vetrarfrí.
BJörg Kjartansdóttir húsmóðlr: Nei,
ég er húsmóöir. Þær eiga sjaldan frí.
Snorri Kristleifsson vélamaður: Já, ég
ætla aö gera það. Annars læt ég
hverjum degi nægja sína þjáningu og
hef því ekkert ákveðið neitt sérstakt.
Sigurður Hákonarson danskennari:
Nei, svo sannarlega ekki, veturinn er
minn háannatimi.
Jóhann Eymundsson kaupmaður: Nei,
ég hugsa að ég hafi ekki tíma til þess, ég
er þrælbundinn i vinnu.
Pálina Aðalsteinsdóttir, útivinnandi
húsmóðlr: Nei, það ætla ég ekki að
gera. Ég tók ágætt sumarfri.