Dagblaðið - 17.10.1980, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1980.
DB á ne ytendamarkaðí
Nýstárleg kæfugerð ítilraunaeldhúsi DB”:
Úr kjúklingalifur og hjörtum
Það rikir almenn gleði í „tilrauna-
eldhúsi DB” þessa dagana. Við
höfum eignast Mulinex kvörn, sams
konar grip og við höfðum nokkrum
sinnum í verðlaun fyrir góða þátt-
töku í heimilisbókhaldinu fyrr í
sumar.
Þetta er sannkallaður kjörgripur.
Þegar unnið er með kvörninni er það
rétt eins og hendi sé veifað. Hún er
svo fljótvirk. Okkur verður stundum
á að hakka hrátt grænmeti heldui
smátt, en þetta hlýtur að lærast með
timanum eins og hvað annað.
Herramannsmatur
erlendis
Nú er farið að selja kjúklingalifur
og hjörtu í matvöruverzlunum
höfuðstaðarins. Það er talinn herra-
mannsmatur erlendis og jafnan á
veizluborðum. Hér á landi hefur hins
vegar verið lítið um að fólk borðaði
innmat úr fuglum. Sennilega stafar
það bæði af kunnáttuleysi og einnig
því, að slík vara hefur ekki verið á
boðstólum í verzlunum hér á landi.
Á dögunum gerðum við tvo rétti í
„tilraunaeidhúsinu”, annars vegar
kæfu úr kjúklingaiifur og hins vegar
úr kjúklingahjörtum. Árangurinn var
alveg prýðilegur, þótt við segjum
sjálf frá. Hvort tveggja var mjög ein-
falt og fljótlegt í tilbúningi.
Kjúklingalifrin
500 g kjúklingalifur
I stór laukur
ca 3/4 dl rjómi (36%)
ca 50 g smjör
krydd, — salt’n spice
Lifrarnar og laukurinn var saxað
mjög fínt í kvörninni góðu, smjörinu
hrært saman við (betra að lina það
aðeins) og loks er rjóminn látinn í
deigið. Við notuðum Salt ’n spice
krydd, en eitt eða tvö marin hvít-
lauksrif hefðu passað mjög vel út í.
Þetta er látið í vel smurt jólaköku-
form og bakað við 200°C hita í um
það bil klukkutíma.
Eftir 45 min. var yfirborðið orðið
vel bakað en enn rann blóð úr kæf-
unni þannig að við létum álpappír
yfir formið. Eftir 60 mín. tókum við
pappírinn af, jukum hitann upp i
250°C í um það bil 10 mín. og þá var
kæfan tilbúin.
Hún var borin fram heit með rist-
uðu brauði, sýrðum rauðrófum (frá
Viðskiptavinurinn og
fagfólk ekki á sömu
skoðun um hársídd
— Athugasemd f rá hárgreiðslustof unni Kristu
Athugascmd frá hárgreiðslustofunni
Kristu:
„Hárgreiðslustofan Krista þakkar
Dagblaðinu birtingu fregnar frá 10
ára afmæli stofnunarinnar, sem birt-
ist í blaðinu föstudaginn 10. október
sl. — Undrun aðstandenda stofunnar
varð því ekki lítil daginn eftir er þeim
barst blaðið í hendur, á hinni mjög
svo þörfu síðu, er ber yfirskriftina
,,DBá neytendamarkaði”, var rætin
grein, sem greinilega var samin i
reiðikasti og af fljótfærni. Þar er
ráðizt á stofuna með dylgjum er
jaðra við atvinnuróg. Það sem vakti
hvað mesta undrun var hve létt það
virðist vera fyrir þá er hrópa eldur —
eldur (okur — okur) að fá inni í Dag-
blaðinu athugasemdalaust og sögur
sínar færðar í stílinn af blaðamanni.
Einnig er það, að blaðamaðurinn (í
þessu tilfelli ELA) skyldi ekki fylgja
þeim, að okkar mati, einföldu starfs-
reglum þeirra blaðamanna er bera
virðingu fyrir hinu skapandi starfi
sínu að leita staðfestingar og/eða
sjónarmiða þeirra, sem ritað er um
eða vitnað til í slíkri grein, sem þess-
ari, þ.e.a.s. hárgreiðslustofunnar
Kristu og skrifstofu verðlagsstjóra.
. Meginmisskilningui inn, sem var
undirrót umra. ddrar greinar, var mat
viðskiptavinarins á hársídd sinni,
semhanntaldistuita,en fagfólk milli-
sítt, svo og þeirri vinnu er fór í hár-
meðferðina, þvi allir sem vinna við
að skapa, eiga það sameiginlegt að
gera sem bezt þeir mega.
Vegna þeirra ósanninda, m.a. er
fram komu í greininni, að til skrif-
stofu verðlagsstjóra hafi borizt
margar kvartanir vegna Kristu, vilja
aðstandendur stofunnar taka fram að
verðlagsstjóri eða starfsmenn hans
hafa ekki haft samband við þá vegna
þeirra og vísast þau því heim til
föðurhúsanna.
Hárgreiðslustofan Krista sf.
Hanna Kristín Guðmundsdóttir
hárgreiðslumeistari. ’ ’
Athugasemd f rá f ulltrúa Verðlagsstof nunar:
Verðlagning á hárgreiðslu-
stofum almennt til athug-
unar hjá Verðlagsstofnun
— Misskilningur að fleiri kvartanir hafi borizt um eina
stofuumframaðrar
Jóhannes Gunnarsson, fulltrúi á
Verðlagsstofnun, hefur beðið fyrir
eftirfarandi athugasemd:
„Laugardaginn 11. október sl. var
á neytendasíðu DB fjallað um verð á
þjónustu á hárgreiðslustofum. Þar
segir m.a. að margar kvartanir hafi
borizt Verðlagsstofnun vegna hár-
greiðslustofunnar Kristu. Þar sem
hér er um misskilning að ræða er rétt
að taka fram að Verðlagsstofnun
hafa borizt margar kvartanir vegna
verðs á hárgreiðslustofum almennt.
Hárgreiðslustofan Krista hefur á
engan hátt skorið sig þar úr og hefur
ekki verið kvartað meira vegna
þeirrar stofu en margra annarra.
Einnig er rétt að taka fram að um-
rædd þjónusta, þ.e. hárblástur, er
ekki háð verðlagsákvæðum.
Eins og.fram kemur í áðurnefndri
grein er verð á hárgreiðslustofum
mjög misjafnt og hver stofa virðist
hafa sina eigin verðskrá. Eru þessi
mál nú til athugunar hjá Verðlags-
stofnun og var heimsókn okkar i
áðurnefnda hárgreiðslustofu liður í
þeirri athugun.”
Jóhannes Gunnarsson,
fulltrúi,
Verðlagsstofnun”.
Ora) og ristuðum sveppum (íslenzk-
um, við notuðum aðeins 100g). Þetta
var dýrleg máltíð, svo ekki sé meira
sagt.
Uppskriftinni má að sjálfsögðu
breyta á alla enda og kanta og t.d.
drýgja með því að láta nokkrar mat-
skeiðar af brauðmylsnu út i og einnig
nota annað krydd.
Einnig góð köld
Kæfuna má einnig bera fram kalda
með ristuðu brauði og/eða gaffal-
bitum, eða yfirleitt hverju sem er,
(sem fer vel með kæfu) og er þá til-
valin sem forréttur. Þá getur verið
gaman að baka kæfuna I litlum form-
um (t.d. álformum sem fást i stór-
verzlunum), en það er þó alls ekki
nauðsynlegt.
Þá má hugsa sér að hræra kæfuna
•upp, t.d. með sýrðum rjóma eða
þeyttum og sprauta henni ofan á
brauðsneið eða kexköku, — allt eftir
því hvað innblásturinn býður okkur
hverju sinni.
Verst er að kjúklingalifrarnar eru
seldar á sama verði og kjúklingarnir
þannig að þær eru nokkuð dýrar.
Þetta er þó ekki óyfirstiganlegur
kostnaður. Okkur reiknaðist til að í
þennan skammt sem við útbjuggum
sé hráefniskostnaðurinn nálægt 2670 -
kr., eða 668 kr. á mann, ef þetta er
notað sem aðalmáltíð (dugar þá fyrir
fjóra). Ef þetta er hins vegar notað
sem forréttur, þá borðar hver aðili
mun minna og skammturinn dugar
fyrir að minnsta kosti sex manns. Þá
yrði kostnaðurinn um 445 kr. á
mann.
Hjartakæfa
Kæfan úr kjúklingahjörtunum var
alls ekki síðri en þeirri úr lifrunum.
Uppskriftin var svipuð nema hvað
við drýgðum hana með brauðraspi.
500 g kjúklingahjörtu
2 meðalstórir laukar
1,5 dl rjóml (36%)
1 egg
stór tesk. Dijon sinnep
3 msk. brauörasp
ca 50—60 g smjör
salt og pipar
Hjörtun, eins og þau koma fyrir úr
pökkunum, og laukurinn var hakkað
i nýju kvörninni okkar (alveg i
mauk). Egginu, sinnepinu, rjóman-
um, raspinu og kryddinu og linuðu
smjörinu hrært saman við.
Látið í smurt jólakökuform og
bakað eins og lifrarkæfan við 200°C
hita. Ekki reyndist nauðsynlegt að
láta álpappír yfir formið. Og hún var
fullbökuð eftir um það bil 60 min.
Þessa kæfu má nota sem aðalrétt
eins og lifrarkæfuna og þá með sama
meðlæti. Einnig er hægt að nota
hana sem forrétt. Þessi skammtur var
stærri heldur en kæfan úr lifrinni og
dugði fyrir sex sem aðalréttur (með
tilheyrandi). Hráefniskostnaðurinn
var í kringum 3000 kr. eða um 500 kr.
ámann. -A.Bj.
MEGRUN — MEGRUN
Tillögur að
morgunverði
Allar tillögurnar að morgunverði
innihalda eftirfarandi:
1 sneið mjúkt brauð (20 g), hart
brauð 1/2 sneið (6 g), jurtasmjör (3
g), magurt kjöt, álegg eða lifrarkæfa
(10 g), fitusnauðan ost (10 g), græn-
meti, ávaxtasafa (0,5 dl), kaffi eða te.
Morgunverður
meðgraut
Hafragrautur eða hrátt haframjöl
(1,5 dl — 20—25 g), undanrenna (1,5
dl).
2. Morgunverður
með kornflögum
Súrmjólk (1 dl), kornflögur (15g)án
sykurs)
3. Morgunverður með
súkkulaðidrykk
Undanrenna (1,5 dl), kakóduft (5 g)
4. Morgunverður
með velling
Undanrennuvellingur (1,5 dl)
9. iviorgunverour
með eggjum
Soðiðegg(l st.), undanrenna(l,5dl)