Dagblaðið - 17.10.1980, Qupperneq 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1980.
Ljósmyndapappír
plasthúðaður
1 miklu úrvali. 6 mism. áferðir, t.d. flos-matt, mjög falleg áferð i stórar
stækkanir. Sama verðá öllum áferðum.
Eifíum einnig litadan pappír, mjög
hentugur f/auglýsingamyndir.
Litir: Gulur—Rauður
Silfur—Gull.
Við eigum öll efni
og tæki til Ijós-
myndagerðar.
Póstsendum
Verð: Format.
9X13-100 bl. kr.
13X18- 25 bl. kr.
18X24- 10 bl. kr.
24X30- 10 bl. kr.
24X30- 50 bl. kr.
30X40- 10 bl. kr.
40X50- 10 bl. kr.
50X60- 10 bl. kr.
8.140.-
4.250.-
3.220.-
5.535.-
26.300.-
5.535.-
15.580.-
22.180.
AMATÖR Ijósmyndavörur
Laugavegi 55. Simi 12630.
UPPBOÐ
Samkvæmt ósk skiptaréttar Eskifjarðar verða eftirtaldar
eignir dánarbús Gunnars J. Gunnarssonar, sem andaðist
10. febrúar 1980, boðnar upp og seldar, ef viðunandi boð
fást, á opinberu uppboði, sem haldið verður föstudaginn
31. október 1980:
1. Kl. 10. Húseignin Strandgata 37A, Eskifirði, ásamt til-
heyrandi lóðarréttindum.
2. Kl. 14. Landspilda utan við Bleiksá, ofan viðskrúðgarð
á Eskifirði, um 14.000 ferm aðstærð.
Up.pboðsskilmálar og önnur gögn, sem varða sölu eign-
anna, eru til sýnis í skrifstofu embættisins.
Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu
Bæjarfógetinn á Eskifirði
13. október 1980.
KVIKMYNDIR
8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur til leigu í mjög miklu úr-
vali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með;
hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla,1
m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki
Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir fullorðna m.a. Jaws, Deep,
Grease, Godfather, China Town o.fl. Filmur til sölu og
skipta. Ókeypis k vikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla;
Kvikmyndamarkaðurinn da8a kl 1 —7
■■B^HHSími 36521i
Verkamenn óskast
Uppl. í símum 83250 Og 75856
HÁRTOPPAR
HÁRT0PPAFE8TINQAR
Sérfrœðingur frá hinu heimsþekkta
„ Trendman ” fyrirtœki kynnir algjöra nýj-
ung í hártoppum og hártoppafestingum á
rakarastofu minni laugardaginn 18.,
sunnudaginn 19. og mánudaginn 20. októ-
ber.
Pantið tíma í síma 21575 eða 42415.
Vllll rakari
Mlklubraut 68
FLUGLEWAMAUD
í UMRÆÐUBANNI
Á MNGI í GÆR
þó tóku þmgmenn til máls og körpuðu um stöðu málsins
„Ég greini fingraför annarra en
forseta sameinaðs þings á þeirri neit-
un, sem viö höfum fengiö hjá forseta
sameinaðs þings til að hefja umræður
um málefni Flugleiða utan dagskrár í
dag," sagði Ólafur G. Einarsson,
form. þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins er hann fékk að ræða þingsköp
utan dagskrár við setningu þings í
gær.
„Rikisstjórnin vill ekki umræður
um það, sem hún hefur ekki komið
sér saman um. Samgðnguráðherra er
óhress með afstöðu fjármálaráðherra
í málinu. Allt er því að komast í ein-
daga. Frumvarpi um málið var lofað
i þessari viku en á þvi bólar ekkert
enn,” sagði Ólafur og mótmælti
banni sem Jón Helgason setti á um-
ræður utan dagskrár um málið. Bar
forseti fyrir sig loforð samgönguráð-
herra um að skýrslu um málið væri
lofað á mánudag og umræður um
hana færu fram á þriðjudag.
En þrátt fyrir umræðubann tóku
sex þingmenn til máls undir því yfir-
skini aö þeir væru að ræða þingsköp,
en ræddu beint og óbeint mál Flug-
leiða.
Steingrimur Hermannsson (F)
staðfesti að skýrsla sín um mál Flug-
leiða kæmi á mánudag með öllum
fylgiskjölum málsins. ítrekaði hann
fullkomna samstöðu 1 ríkisstjórninni
um málið og kvaöst hafa lagt til að
það yrði rætt á Alþingi á þriðjudag.
Benedikt Gröndal (A) studdi for-
seta í umræðubanni utan dagskrár á
þeim forsendum að kratar hefðu
beðið um ríkisstjórnarskýrslu um
máliö eftir réttum þingleiðum.
Friðrik Sophusson (S) kvað mjög
óvenjulegt aö neitað væri um um-
ræður utan dagskrár. Ósk um slfkar
umræður hefði þó knúið fram fund
samgönguráðherra, fjármálaráð-
herra og dómsmálaráðherra um
málið i gærmorgun með forstjórum
Flugleiða. Krafðist Friðrik þess að
einn þessara ráðherra skýrði frá þess-
um fundi og lágmarkskrafa væri aö
samgönguráðherra skýrði frá því
hvort hann væri samþykkur bréfi
Ragnars Arnalds til Flugleiöa, sem
helzt bæri þvf vitni að vera samið í
aöalbækistöðvum Alþýðubandalags-
ins að Grettisgötu 3.
Ragnar Arnalds (Abl.) skopaðist
að óeiningu stjórnarandstöðunnar i
þessu máli, en kvað engan ágreining í
rikisstjórninni um hvernig taka ætti á
málum.
Halldúr Blöndal (S) kvað Flug-
leiðamálið kalla á að þingnefndir
störfuðu allt árið og gætu krafið ráð-
herra til svara um hvað þeir meintu
með blaðri í allar áttir. Hann lýsti
undrun á umræðubanni forseta.
Matthís Bjarnason (S) hafði loka-
orðið og taldi umræður á þingi um
Flugleiöamálið varla geta beðið, svo
mikið sem málin hefðu verið rædd í
blöðum og svo mjög sem fulltrúi fjár-
málaráðherra heföi blaðrað um
málin til tjóns fyrir Flugleiðir og mál-
stað islendinga erlendis.
Matthias gagnrýndi mjög sam-
gönguráðherra fyrir fyrirskipanir til
Seðlabanka um að lána Flugleiða-
starfsfólki fé til hlutabréfakaupa. Lét
hann i Ijósi þá ósk að sjávarútvegs-
ráðherra leitaði ráða hjá samgöngu-
ráðherra um hvernig fólk í fisk-
vinnslu gæti fengið lánafyrirgreiðslu
til kaupa hlutabréfa í fyrirtækjum i
sjávarútveginum. Sjávarútvegs- og
samgönguráðherrar ættu að vera
hvor öðrum nógu kunnugir til að
skiptast á ráöum þar um!
- A.St.
TONA
Harðjax&MUlud Spencer á nú
i ati vitCferosvfruð glæpasain-
tök I Austurlöndum fjær. Þar
duga þungu höggin bezt. Aðal-
hlutverk: Bud Spencer, Al
lj'ttffiitó
Sýns-fffc?; 7.15
og 9.20