Dagblaðið - 17.10.1980, Síða 7

Dagblaðið - 17.10.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1980. 7 Börn á okkar tímum: Alin upp af vekjaraklukku og síma — meðan f oreldramir stríta Frá vinstri: Grétar Marinósson, Eðvald Sæmundson, Sigriður H. Jóhannesdóttir, Guðlaug Magnúsdóttir, Helga-Gunnars- dóttir og Sigtryggur Jónsson, sálfræðideild skóla i Breiðholti. DB-mynd: Einar Ólason. á landinu, þar sem foreldrar eru burtu meira og minna allan daginn í vinnu. Þetta er mjög algengt vanda- mál. En þar sem er svona margt fólk nýflutt i framandi umhverfi, verður andrúmsloftið allt öðru vísi en til dæmis í sjávarþorpi, þar sem fjöl- skyldur eru ekki tvístraðar og allir þekkjast og félagslegt aöhald og sam- skipti eru meiri og grónari. Rótleysi og millibilsástand Þeir fullorðnu eru síblankir, sifellt með áhyggjur og öryggisleysi þeirra endurspeglast í börnunum. Verðbólg- an og óvissuástandið I þjóðfélaginu almennt spiiar hér inn í, enginn veit hvort vextirnir hækka á morgun, hvort það verða verkföll, hvort rikis- stjórnin er traust i sessi. húsnæðið á markaðnum. En þó svo dýrt að ekki veitti af að báðir for- eldrar færu út að vinna eins fljótt og mögulegt var. Og vegna þess að engir vinnustaðir eru í hverfmu fer langur tími í ferðir til og frá, engin leið aö skreppa heim í hádeginu. Og hvar eru staðirnir, sem börnin hafa til að vera á á meðan? Hafa þau matstofur, sundlaugar, bókasöfn eða diskótek? Nei, ekki einu sinni skól- arnir eru nógu stórir. Það verður að þrísetja, og aukatímarnir dreifast yfir allan daginn, svo skólatíminn slitnar I DB-mynd Gunnar örn. sundur. Skólataflan verður kolgötótt og eldri krakkarnir eru aö koma og fara og hanga og biða fram til klukk- an sex ákvöldin. Álagið á bðrnin er gífurlegt og sömuleiðis á kennarana, sem flestir vinna meira en fullt starf. Breiðholtiö er langt í frá eini staður , ,Ég er bara sex ára og það er eng- inn heima og dagurinn er lengi að líða hjá mér. Ég fer i skólann í einn' og hálfan tima, en ég kann ekki alveg rétt á klukku, svo ég veit ekki hvenær ég á að leggja af stað. En pabbi eða mamma hringja i mig úr vinnunni, eða þau stilla vekjaraklukkuna, áður en þau fara. Þá verð ég að finna tösk- una mína og vettlingana og fara í skóna og passa að það leki ekki úr neinum krana eöa það sé kveikt nokkurs staðar á rafmagninu. Svo á ég að læsa íbúðinni, en ég má bara ekki gleyma lyklinum, því þá kemst ég ekki inn til mín aftur.” Starfsmenn hjá sálfræðideild skól- anna í Breiðholti voru þeirrar skoð- nnar. að sex ára börnum væri ýtt Mikilvægustu uppeldistæki nútimans. óþarflega harkaiega út í lífið. „AUt í éinu standa þessi litlu peð frammi fyrir því að þjóðfélagið gerir tíl þeirra auknar kröfur. Þau þurfa að standa sig í skólanum, og hlýða mörgum reglum, en jafnframt að bjarga sér sjálf — kannske er það á þessu stígi, sem rótleysi þeirra hefst.” Hvar megum við vera? Meðalaldur ibúa i Fellahverfmu er um 22ja ára. Hingað hafa flutzt þús- undir af ungum foreldrum með börn sin, því hér var ódýrasta nýja íbúðar- Eftirfarandi grein er byggð á heimsókn í sálfræðideild skóla í Breiðholtinu. Hún er til húsa í Hólabrekkuskóla og þar starfa fjórir sálfræð- ingar og tveir félagsráðgjaf ar. Þeirra hlutverk er að vera ráðgefandi í sambandi við al- menna líðan og tilfallandi vandamál skólabarna í hverf- inu, fjölskyldna þeirra og kennara. Þeir eru Ijúfir og velviljaðir, og foreldrum jafnt sem börnum skal á það bent að þeir eru fúsir að rœða öll vandamál, sem tengjast á ein- hvern hátt skólagöngunni. Síminn er 77255. „Kennararnir eru þreyttir, foreldr- arnir úrvinda og börnin auövitað lika,” segir Grétar Marinósson, for- maður sálfræðideildarinnar. „Þetta veldur andlegri vanlíðan hjá börnun- um, firringu, sem þau vita ekki sjálf hvaðan er sprottín, en sem verður að fá útrás. Og það gerist á óheppilegan hátt, m.a. með því aðbrjóta rúður. Það ýtir enn undir rótíeysið að i rauninni er Fellahverfið ekki staður, þar sem fólk ætlar sér að setjast að. Fyrir marga er það viðkomustaður á leiðinni tíl betra lífs. Skýli, sem veitir stundargrið. Millibilsástand. Og auðvitað fylgja því ævinlega vaxtarverkir þegar mikill mannfjöldi flyzt á skömmum tíma í nýtt fjöl- býlishúsahverfi. Þannig er nú mikið talaö um að skemmdarverk séu tíð í Breiðholti og meðal annars fái strætisvagnasætín aldrei að vera í friði. Gömul saga -ogný En þeir sem hafa séð um viðhald á Strætisvögnum Reykjavíkur á liðn- um árum hafa séð slíkar skemmdir fyrri. Á sínum tíma voru Voga-vagn- arnir ilta útieiknir — og nú eru Vog- arnir svo grónir og friðsælir að maður getur ekki hugsað sér að þar hafi nokkurn tímann verið ófrá- gengnar gangstéttir. Seinna urðu það Bústaðavagna- sætín, sem ekki fengu aö vera i friði, þá Álfheimarnir og loks Árbæjar- vagnarnir. Þannig mætti rekja út- þenslusögu Reykjavíkurborgar eftír sætaviðgerðanótum SVR, aö minnsta kosti að nokkru leyti. Og rúðurnar sem brotnar eru í skólum og öðrum opinberum bygg- ingum Breiðholtsins fá áreiðanlega að vera heilar í framtíðinni, þegar börnin og unglingarnir hafa fengið vistleg félagsheimUi, eins og þau eiga fulla heimtíngu á. Og einhver af lyklabörnunum sem nú eru alin upp af vekjaraklukkum og síma f Breiðholti verða sjálfsagt í fyllingu tímans kvenráðherrar og heimsfrægir listamenn, bankastjórar og iöjuhöldar. Kannske verður Fellahverfið orðið fínna en Grjótaþorpið eftir fimmtiu ár, friðað og eftírsótt. En á meðan, hvað er hægt að gera á meðan? (Ráð frá sálfræöingunum: For- eldrar og börn reyni að gefa sér tíma til að sinna hvert öðru og muna að gæði samverunnar skipta meiri máli en magnið — og mest áríðandi er að þau reyni að skilja hugsunarhátt hvert annars.) -IHH Sauðárkrókur: Gáfu björg- unarbúnað Félagar i Kiwanisklúbbnum Drangey á Sauðárkróki boðuðu fulltrúa björg- unarsveitar Slysavarnafélags Íslands á staðnum á sinn fund fyrir skömmu og afhentu þeim björgunarbúnað fyrir sveitína. Voru það súrefnistæki, sjúkrabörur og loftspelkur. Kostuöu tækin um 1100 þús. kr. og hafa lengi verið á óskalista björgunarsveitarinnar. Kiwanismenn söfnuðu fyrir gjöflnni með samlokusölu á Sæluviku Skag- flrðingasl. vetur. Forseti Kiwanisklúbbsins Drang- eyjar, Jónas Sigurðsson, tíl vinstri á myndinni, afhenti Braga Skúlasyni for- manni björgunarsveitarinnar þessa ágætu gjöf. Ókeypis leiðbeiningar- bæklingar fylgja Miklatorgi — Opið kl. 9—21. Sími 22822 Haustiauka- úrvaI Túlípanar 6—10 stk. í pk. 1980 kr. Páskaliljur 4 stk. í pk. 1980 kr. Hýjasintur 4 stk. í pk. 1980 kr. Crocus 15 stk. í pk. 1980 kr. Aðrir smálaukar 10—15 stk. í pk. 1800 kr. Jólahýasintur 900 kr. stk. , — 9 litir Hýasintuglös 1000 kr. stk. 2 tegundir. Sendum hvert á land sem er. • HG, Sauflúrkrókl.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.