Dagblaðið - 17.10.1980, Page 10

Dagblaðið - 17.10.1980, Page 10
. 10 fijúlst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. RKstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Vaidimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Sknonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atlí Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Porri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarverfl á mánuði kr. 5.500. Verfl Ilausasölu 300 kr. eintakið. Áróðursskatturáalmenning Ekki þarf að greiða árgjöld til stjórn- málaflokka eða kaupa af þeim happ- drættismiða til að styrkja áróðurs- maskínur þeirra. Flokkarnir urðu fyrir löngu sammála um að láta skattgreið- endur einfaldlega greiða mikinn hluta áróðursins. Þegar fjárlög eru sam- þykkt, er nú orðið jafnan ríflegur styrkur ákveðinn til flokksblaðanna. Þessi skattur hefur verið aukinn ár frá ári. Hækkunin á honum er jafnan höfð talsvert yfír verð- bólgustigið. Eitt hundrað og sjötíu milljónir eiga að ganga til flokksblaðanna samkvæmt fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds. Þetta er hækkun um sjötíu milljónir. Auk þess er veitt heimild, sem tvímælalaust verður notuð eins og áður, til kaupa á 250 eintökum af hverju blaði. Miðað við núgildandi áskriftargjald eru það yfir sextán milljónir á ári til hvers blaðs. Hvað er verið að styrkja? Einfaldlega er verið að styrkja áróðursmaskínur stjórnmálaflokkanna. Flest flokksblöðin berjast í bökkum. Ekki eru nógu margir, sem vilja kaupa þau og lesa, til þess að þau verði rekin án halla. Þegar stjórnmálaforingjunum varð þetta ljóst, einkum eftir tilkomu Dagblaðsins, fundu þeir önnur úrræði. Reynt skyldi að halda þessum áróðursmaskín- um gangandi með því að láta skattgreiðendur borga brúsann. Því meira, sem tapið verður hjá sumum flokksblöð- unum, þeim mun meiri verður styrkurinn úr ríkissjóði. Flokksblöðin fá styrkinn án eftirgangsmuna. Ekki er rætt um að senda þeim opinbera eftirlitsmenn eða biðja um sölu á eignum flokksblaðanna til þess að þau fái styrkinn. Eftirlitið fer fram á annan veg. Það er eftirlit flokkseigendafélaganna með því, að þessi blöð fari ekki út af línunni heldur miði starf sitt við að gera hlut fámennrar flokksklíku sem mestan. Þennan styrk fá öll flokksblöðin að Vísi meðtöldum, enda er Vísir orðinn jafnöruggt flokksblað og hin. Dagblaðið þiggur ekki ríkisstyrk. Það byggir á þeirri grundvallarreglu, að dagblöð eiga að standa eða falla á því, hvort nógu margir vilja kaupa þau og lesa eða ekki. Nú er lagður til 170 milljóna styrkur til flokksblað- anna. Þetta þarf ekki að verða hin endanlega fjárhæð fyrir árið 1981. Stjórnmálaforingjarnir hafa iðulega leikið þann leik að samþykkja hækkun á þessum lið við síðustu umræðu um fjárlögin, gjarnan í skjóli nætur, ef vera mætti, að tækist að leyna almenning sannleikanum um hækkunina. Allir flokkarnir eru samdauna í þessari málsmeð- ferð. í þessu efni sem fleirum kemur glöggt fram eðli samtryggingarkerfis stjórnmálaflokkanna, sem íslend- ingar búa við. Svonefndur flokkur „einkaframtaksins”, Sjálf- stæðisflokkurinn stendur óhagganlegur með hinum flokkunum að því að vinna gegn frjálsu markaðskerfi í dagblaðaútgáfu. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1980. f—M' ■■■■'■ ... ..........— Kólombfa: Hertar aðgerðir gegn skæruliðum — þeim boðin sakaruppgjöf jafnf ramt því sem herinn sendir tugi þúsunda liðs gegn þeim í f rumskógum landsins Ráðamenn í Suður-Ameríkuríkinu Kólombíu hyggjast nú losa sig í eitt skipti fyrir öll við alla andófsmenn og skæruliða. í fyrsta lagi hafa verið samþykkt umdeild lög um uppgjöf saka jreirra sem dæmdir hafa verið og f öðru lagi hefur her landsins hafið mikla herferð gegn skæruliðum. Þeir hafa barizt harðlega gegn stjórn Kólombiu síðastliðna tvo ára- tugi. Undirstaða baráttunnar og meginuppistaðan í sveitum skæruliða kemur úr hópi örsnauðs sveitafólks og öreiga í fátækrahverfum borg- anna. Samkvæmt opinberum tölum er at- vinnuleysi í Kolombiu átta af hundraði vinnufærra manna. Verð- bólgan er samkvæmt sömu heimild- um nærri þrjátíu af hundraði á ári og talið er að þriðjungur íbúa landsins sé ólæs og óskrifandi. Varnarmálaráðherra Kólombíu sagði nýlega að i það minnsta sex sveitir skæruliða berðust gegn rikis- stjórn landsins. Félagar væru um það bil tvö þúsund og hefðu þeir undir höndum í það minnsta eitt þúsund vopn af ýmsu tagi. í júlí síðastliðnum tilkynnti forseti landsins að öllum skæruliðum yrðu gefnar upp sakir ef þeir gæfu sig fram og hæfu baráttu gegn stjórn landsins ásamt öðrum þeim sem kosið hafa að stofna stjórnmála- fiokka sem eru i stjórnarandstöðu. Heldur dró þó úr trú manna á tilboði forsetans þegar tilkynnt var jafn- framt að þeir skæruliðar sem þegar hefðu verið dæmdir eða verið fang- elsaðir og lægju undir ákæru yrðu ekki taldir þarna í hópi. Tilkynningin og tilboðið um sakar- uppgjöfina var birt þrem mánuðum eftir að vinstri sinnaðir skæruliðar tóku dóminikanska sendiráðið í höfuðborg Kólombíu, Bogota. Þar ruddust þeir inn i miðri veizlu og tóku fimmtíu og átta sendimenn í gíslingu. Tilgangur skæruliðanna sem tóku sendiráðið var að tryggja að þrjú hundruð og ellefu félagar þeirra sem voru i fangelsum annaðhvort dæmdir eða undir ákæru yrðu látnir lausir. Eru þeir annaðhvort sakaðir um ólöglegar aðgerðir gegn ríkisvaldinu eða þá að herréttur hefur dæmt þá fyrir ýmis atriði sem saknæm eru tal- in samkvæmt herlögum. Rikisstjórn Kólombíu neitaði al- gjörlega að verða við kröfum mann- ræningjanna og bar fyrir sig ákvæði stjórnarskrár landsins. Ekki væri hægt að láta dæmda menn lausa á þessum forsendum en svo fór að lok- um eftir tvo mánuði að gíslarnir voru látnir lausir. Julio Cesar Turbay Ayala forseti Kólombíu hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa sett of þröng skilyrði fyrir sakaruppgjöf til handa skæru- liðum. Nokkrir fyrri ráðamenn i landinu hafa hver um annan þveran látið hafa eftir sér að forsetinn eigi að fá formlegt vald til að náða þá skæruliða sem áðurnefnt náðunartil- boð nær ekki til. Helztu aðstoðarmenn forsetans og æðstu ráðamenn í Frjálslynda flokknum, sem telst stjórna landinu, hafa meira að segja látið hafa eftir sér að rétt sé að auka náðunarheim- ildir laganna. Það voru reyndar þeir sem sömdu og lögðu fram frumvarp þess efnis sem siðar varð að lögum. Glæfrar ríkis- stjómarinnar f Flugleiðamálinu Vandamál Flugleiða, mikið rekstrartap og greiðsluörðugleikar, eru eitt stórfenglegasta og alvarleg- asta atvinnuvandamál, sem upp hefur komið hér á landi í áratugi. Það bætist nú ofan á siversnandi at- vinnuástand, þar sem 5 þús. manns hafa flúið fsland á fáum árum. Hrun flugþjónustunnar og niðurfelling Atlantshafsflugsins getur nú haft það i för með sér að 2 þús. manns til viðbótar verði að flýja föðurlandið. Með hörmulegri vinstristjórnarstefnu erum við að lenda í sömu gryfjunni eins og undir nýlendustefnu Dana á síðustu öld, þegar landflótti brast á til Vesturheims. Stærðargráða þessa vandamáls er fullkomlega sambæríleg við alvarleg- ustu erfiðleika sjávarútvegsins á síðustu þremur áratugum. Óhemju almenningshagsmunir eru i veði, bæði hvað viðvíkur gjaldeyrisöflun og uppbyggingu ferðamannaiðnaðar. Ætla má að hér séu i húfi á einhvern hátt hagsmunir og velferð tug- þúsunda manna. Það er brýn skylda stjórnvalda eins og samfélagsskipun okkar er nú, að veita atbeina sinn og neyðarhjálp. Þetta er ekki minna mál en t.d. sú samfélagshjálp, sem veitt var á sínum tima Vestmannaeyjum, Norðfirði, Bíldudal, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. En allt virðist nú benda til þess að ríkis- stjórnin ætli að bregðast með öllu skyldum sínum. Þess í stað leikur hún nú óhugnanlegan glæfraleik i þessu máli, rífur niður og spillir öllu sem hún getur. Það er nú þegar alkunna að kommúnistar stefna beinlinis að þvi að gera Flugleiðir gjaldþrota með þeim hörmungum, sem af því myndi leiða. En hitt gegnir meiri furðu, hve léleg frammistaða Steingríms Hermannssonar hefur verið, þar sem Föstudags grein hann hefur reynt að koma illu einu til leiðar, heldur uppi rógi og æsir upp starfsmannahópa og spillir fyrir eftir því sem hann getur. En sterkar grun- semdir eru um að þar séu annarlegir hagsmunir að verki, framsóknar- ráðherrann vilji grugga upp vatnið, valda sem mestum vandræðum með það í sigtinu, að skattfríðinda- auðhringur SÍS yfirtaki allan flug- rekstur landsins og hrammsi Hótel Esju fyrir litinn og ódýran pening, sem skrifstofuhúsnæði, um leið og þeir geti komið gömlu byggingunum við Sölvhólsgötu í góðan pening með því að selja ríkisstjórn framsóknar- ráðherra þær. Svona er hugarfar SÍS- stórkapítalistanna, en hér eru svo alvarleg félagsleg og atvinnuleg vandamál á döfinni, að því fylgir þung ábyrgð að leggja út í slíka glæfra. Fyrirtækið Flugleiðir er kannski í sjálfu sér ekki verðugt neinnar hjálpar. Það er einfaldlega fjár- magnshringur, sem hefur böðlast á- fram á undanförnum árum, hrifsað sér einokun og yfirráð í flugi innan- lands og utan, í hótelrekstri og bíla- leigum. Flugmenn með mestu há- tekjur landsins eru heldur ekki meðaumkvunar verðir. En það er ekki kjami málsins, heldur hljóta nú að vera ríkjandi hin félagslegu og at- vinnulegu sjónarmið, sem hafa áhrif langt út i þjóðfélagið. Þar ber ríkis- stjórnin þunga ábyrgð. Við skulum hafa það í huga, að erfiðleikar Flugleiða stafa líka að verulegum hluta af því að svo risa- stórt félag hefur oröið að bera vissa félagslega og atvinnulega ábyrgð. Þetta sést einfaldlega af rekstraraf- komu félagsins á undanförnum árum. Tap félagsins árið 1978 nam 5 milljörður.i króna, árið 1979‘nam það 8 milljörðum króna og fyrstu sex mánuði þessa árs um 5 milljörðum króna. Á 2 1/2 ári hefur tap •Flugleiða þannig numið um 18 milljörðum króna. Hér hefur þvi ekki verið um venjulegan fjármagns- rekstur að ræða, heldur er hér sama að gerast og hjá frystihúsunum, sem halda áfram rekstri þrátt fyrir ára- langt stórtap. Ástæðan er ákveðin til- litsemi til félagslegra og at- vinnulegra mála. Auk þess hefur endurskipu lagning rekstursins lika V.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.