Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.11.1980, Qupperneq 6

Dagblaðið - 24.11.1980, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. Hefílbekkir Lengd 170 og 212 cm fyrirliggjandi. Lengd 130 cm vmntanleg bréðlega.______________ Lárus Jónsson hf. Laugarnesvegi 59 Rvik Sími37189. H.l. r» LYFTIGETA: B tonn—2 metra 5 tonn—3 metra 2 tonn—7 metra 1 tonn—10 metra SÍMI 52371 Staðsettur í Hafnarf irði UREVFILL Slmi 8 55 22 KERFISMÓT Kynning á Hiinnebeck kerfismótum verður í húsakynn- um okkar að Funahöfða 19 þriðjudaginn 25. nóv. kl. 18. BYGGINGAVÖRUR - BYGGINGATÆKNI FUNAHÖFÐA 19 - 110 REYKJAVÍK - SÍMI 83940 F-7C BYÐUR UPP A: • Klukkust., mln., sek. • Mánaðardag og vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðrétt- ingu um mánaðamót. • Ljóshnapp til aflestrar i myrkri. • Eina raflilöðu sem endist Í3ár. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónustu. Kr. 39.950 Nýkr. 399,50 KVENMANNSÚR L 20 BÝÐUR UPP A: • Klukkust., min., sek. • Mánuð, dag, vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðrétt- ingu um mánaðamót. • Skeiðklukku. • Ljóshnapp til aflestrar i myrkri. • Eina rafhlöðu sem endist fca. lSmán. • Ryðfritt stál. • I árs ábyrgð og viðgerðar- hjónustu- Kr. 55.500 Nýkr. 555,00 umboð'ið Bankastræti 8,Sími 27510 ATH. Vantar umboðsmenn um land allt. Verðlaunahafar DB hafa lokið hnattf erðinni: INDLAND KOM MEST Á ÖVART — sögðu Guðmundur og Magnea við komuna til Kaupmannahaf nar f rá Nýju Delhi „Öll ferðin hefur gengið svo vel að það er ekki hægt að hugsa sér það betra,” sagði Guðmundur Jóhannsson i viðtali við DB seint á laugardags- kvöld. Hann og kona haos Magnea Jónasdóttir voru þá komin til Kaup- mannahafnar eftir að hafa ferðazt í kring um hnöttinn á vegum Dag- blaðsins. Síðasti áfanginn var tíu og hálfs tíma flug frá NýjuDelhiálndlandi til Kaupmannahafnar. „Við ætluðum að fara beint að sofa i morgun þegar við vorum lent. En af tilviljun hittum við íslenzkan kunningja okkar hér á götu og fórum að þvælast um með honum. Við erum bara nýkomin inn,” sagði Guðmundur. Veðrið í Kaupmannahöfn var líka til þess fallið að skoða sig um. 11 stiga hiti og rigning var þegar þau lentu en síðan stytti upp þegar líða tók á daginn. „Það er erfitt að segja hvað merkilegast var í ferðinni, allt var svo stórkostlegt. Það sem kom okkur hins vegar mest á óvart var Indland. Það var búið að segja okkur að þar væri fátæktin gífurleg og óþrifnaður mikill. En allt sem við sáum var svo einstaklega þrifalegt og fallegt og bar ekki fátæktar merki. Þanjtig ókum við 200 kiómetra leið frá Delhi til Akra hofsins. öll sú leið var eins og hún hefði verið hvítþvegin. Aftur á móti var fátæktin mikil og óþrifnaður einnig í Bangkok. Þar vildum við ekki búa,” sagði Guðmundur. Þau hjónin voru heppnari en sumir ferðafélagar þeirra, sem fengu ýmis konar magakvilla í ferðinni. Ekkert beit hins vegar á íslendingana. Tíminn var notaður til hins ítrasta, verið á ferð nær alla daga frá kl. 6 að morgni til kl. 8-9 á kvöldin. „Við erum löngu hætt að spá í hvaða dagur er,” sagði Guðmundur. Þau hjón báðu að lokum fyrir kæra kveðju heim. 1 gær héldu þau til Guðmundur og Magnea leggja af stað i hnattferðina: „Löngu hætt að hugsa um hvaða dagur er.” DB-mynd: Einar Ólason. Lundúna þar sem þau ætla að „vinda ofan af” sér áður en þau koma heim. -DS. Höfnin á Kópaskeri — fingerða fyllingarefnið skolast burt. DB-mynd: Ragnar Th. Nýi hafnargarðurinn á Kópaskeri hefur sigið niður og íbúar þaróánægðir: „VERKINU ER EKKILOKID” —segir yf irverkf ræðingur hjá Vita- og haf narmálaskrif- stofunni „Það sem um er að ræða er að garðurinn er ekki fullbyggður og það hafa heimamenn ekki gert sér ljóst,” sagði Daníel Gestsson yfirverk- fræðingur hjá Vita- og hafnarmála- skrifstofunni er hann var spurður um nýja hafnargarðinn á Kópaskeri sem sigið hefur niöur á tveimur stöðum. Blaðið Dagur hefur eftir kaupfélagsstjóranum á Kópaskeri að ef ekkert verði aðhafzt gæti farið svo að garðurinn færi i sundur í vetur. „Þegar byrjað var að byggja garðinn í sumar fengust til þess 40 milljónir króna. Það fé nægði engan veginn til að sprengja grjótnámu og var þvi grjótið tint upp og hlaðið. Seinna kom í ljós áð til voru 35 milljónir í viðbót til að vinna verkið. Ef við hefðum vitað það í upphafi hefðum við að sjálfsögðu sprengt grjót- námu. Það segir sig sjálft að tínt grjót úr fjöru, sem er egglaga, tollir ekki eins vel og grjót úr grjótnámj, sem er alla 'vega í laginu,” sagði kaupfélags- stjórinn. „Þessi veggur er mikill skjólveggur og nær væri að óska þeim á Kópaskeri til hamingju með hafnargarðinn. Þeir verða að átta sig á því að hann er ekki fullbyggður en ég á von á að lokið verði við hann næsta sumar,” sagði Daníel Gestsson. -ELA.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.