Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. 13 Bændur á Noröurlöndum eiga við erfiðleika að stríða. framlög úr landbúnaðarsjóði EB. Á síðastliðnu ári námu framlög til land- búnaðarins 7% af heildarútgjöldum Efnahagsbandalagsins. Þá námu heildargreiðslur til landbúnaðar 81000 milljörðum kr. Miklar útflutnings- bætur í Finnlandi Eins og allir vita þá er Finnland utan Efnahagsbandalagsins. Þar hefur verið framleitt langt umfram eigin þarfir af flestum búvörum. f ár verða Finnar að flytja út um 10 millj. kg af smjöri, 40 millj. kg af ostum og töluvert af mjólkurdufti. Þá flytja Finnar út 24 millj. kg af svínakjöti og um 22 millj. kg af eggjum. Mest af þessum afurðum er selt á heims- markaðsverði sem er langt undir framleiðslukostnaðarverði þeirra. Árið 1978 voru greiðslur til land- búnaðarins um 2.25 millj. kr. á bónda eða nálægt 225 þúsundum (ísl.) kr. á hvern ha. ræktaðs lands. Á siöastliðnu ári voru framlögin 30% hærri. Framlög til landbúnaðarins í Finnlandi skiptast þannig að 29% er varið til útflutn.bóta, 42% eru bein framlög til bænda og 29% eru bætur til bænda, m.a. vegna aðgerða stjórnvalda til að draga úr fram- leiðslunni. Erfiðleikar danskra bænda Eins og áður er minnzt á mun danskur landbúnaður vera einn sá þróaðasti í heiminum í dag. Þrátt fyrir það blasir gjaldþrot við fjölda yngri bænda. Það eru bændur sem hafa mikla framleiðslu en hafa lagt i töluverða fjárfestingu á síðari árum. Meöalnettótekjur bænda í iöndum Efnahagsbandalagsins eru 10% lægri í ár en í fyrra. Danskir bænur eiga metið því meðaltekjur þeirra eru áætlaðar 60% lægri i ár en fyrra. Áætlaðar meðaltekjur danskra bændaíáreru 20.000d.kr. Snemma á þessu ári gerðu dönsku bændasamtökin ráð fyrir að um 3000 Kjallarinn AgnarGuðnason bændur yrðu gjaldþrota. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að bjarga í bili að minnsta kosti 2500 bændum. Það er þrennt sem hefur orsakað þessa erfiðleika: háir vextir, hár eignarskattur og lágt afurðaverð. Á síðustu þrem árum hafa vaxtar- greiðslur danskra bænda hækkað úr samtals 3.4 milljörðum d. kr. i 6.8 milljarða kr. Þær ráðstafanir sem dönsk stjórn- völd hafa gripið til til bjargar bænd- um duga skammt ef ekki kemur meira til. Litlar líkur eru taldar á að framlög úr sjóðum Efnahagsbanda- iagsins verði aukin til land- búnaðarins, því þar er mjög mikil andstaða gegn verðhækkunum og aukningu á beinum framlögum til landbúnaðarins. Vinstrisinnaðir stjórnmálamenn innan EB-þingsins vilja afnema þá stefnu sem ríkjandi hefur verið í landbúnaðinum, að tryggja bændum lágmarksverð fyrir nær alla framleiðsluna. í stað þess vilja þeir að bændum verði tryggðar lágmarkstekjur, að mestu óháðar framleiðslumagni hvers býlis eða :bónda. Nettótekjur stór- framleiðandans og smábóndans eiga að vera nokkuð áþekkar. Þessari stefnu mótmæla danskir bændur. Þeir vilja að einstaklingsframtakið féi að njóta sín, en jafnframt verði greiðslur fyrir afurðir í samræmi við framleiðslukostnað þeirra. Umræðurnar snúast fyrst og fremst um það hvernig hægt er að tryggja bændum svipuð lífskjör og öðrum stéttum og draga jafnframt úr framleiðslu á búvörum. Þeir, sem halda því fram að bændastéttin sé áhrifaríkur þrýstihópur í EB-löndum, þyrftu nauðsynlega að kynna sér ástandið ögn betur. Agnar Guðnason, blaöafulltrúi. A „Ef íslenzkir bændur fengju svipuð fram- lög þá mundu þau nema um 10,8 milljón- um króna á meðalbýli á íslandi...” Opnun biðlista dagheimila Reykjavíkurborgar: HVÍLÍK HRÆSNI! Opið bréf til félagsmálaráðs borgarinnar Það kemur mér ekki á óvart hversu margir hafa orðið fyrir gífur- legum vonbrigðum þegar heyrin- kunnugt var gert um „opnun biðlista” dagheimila Reykjavíkur- borgar. Að vísu ber að viðurkenna að þar er stigið spor í rétta átt, þ.e. sá hluti framkvæmdarinnar að dag- heimili séu fleirum opin en forgangs- hópum éins og nú er. Með þessari nýjung getur átt sér stað eðlileg blöndun barna frá öllum hópum þjóöfélagsins sem er vissulega mjög jákvæð þróun. Öll önnur vinnubrögð viðvíkjandi þessari framkvæmd eru forkastanleg. Gert er ráð fyrir að börn aðila I sambúð og giftra, sem eru á aldrinum þriggja til sex ára, fái að njóta dýrðarinnar. Hin börnin, á aldrinum þriggja mánaða til þriggja ára, sem eru ekki eða vart talandi og geta lítið sem ekkert sagt til um aðbúnað né líðan sína, mega vera áfram hjá dag- mömmu. Eins og flestum mun kunnugt er sú starfsemi allra góðra gjalda verð eins og nú er ástatt í dag- vistarmálum. Eftirlit með dag- mömmukerfinu, hefur verið mjög takmarkað þó að örar framfarir hafi orðið á því að undanförnu. Tvísköttun Þá ber einnig að geta þess hvernig greiðslufyrirkomulagi mun verða háttað. Ætlazt er til þess að sam- búðarfólk og gift fólk greiði helmingi hærra gjald en forgangshóparnir greiða fyrir sín börn. Því er nú einu sinni þannig varið að þetta sama fólk (gift/í sambúð) er búið að greiða með útsvörum sínum fyrir byggingu og út- búnað þessara dagheimila ásamt niðurgreiðslu á gjöldum forgangs- hópanna. Þegar svo á að fara að opna þessu sama fólki möguleika, sem er að visu afarlitill (10% af heildarrými dag- heimilanna), þá þarf það að greiða tvöfalt hærra gjald en hinir sem búið er að niðurgreiða allt fyrir. Hvað er þetta annað en tvisköttun? Fyrir hverja er verið að opna biðiistana með þessu fyrirkomuiagi? Jú, í raun og veru er það tekjuhæsta fólkið, þeir sem einhvers mega sín i þjóðfélaginu. Sem rökstuðning fyrir þessari ^ „Fyrir hverja er verió aö opna biölistana með þessu fyrirkomulagi? Jú, í raun og veru er þaó tekjuhæsta fólkið, þeir sem ein- hvers mega sín í þjóðfélaginu.” fuliyrðingu vil ég koma með lítið dæmi: Iðnaðarmaður, með laun sem rétt nægja til þess að framfleyta fimm manna fjölskyldu, kr. 500.000, hefur svo sem krónutalan sýnir ríka þörf fyrir það að konan fari út á vinnumarkaðinn (svo að ekki sé nú með í dæminu að verið geti að hún hafi löngun til þess). Þau sækja um dagheimilisvist fyrir tvö yngstu börn- in sem eru þriggja og fimm ára. Þau eru svo heppin að fá pláss. Konan fær vinnu og launin eru kr. 410.000 á mánuði. Af þessum launum greiðir hún kr. 93.000 í opinber gjöld, kr. 20.000 í starfsmannafélag og lif- .Stuðningur við uppeldishlutverk foreldranna. Kjallarinn Krístín S. Kvaran eyirissjóð ásamt kr. 200.000 fyrr dagheimilisvist barnanna. Eftir- stöðvar eru kr. 97.000. Hann er því harla lítill, afraksturinn af heilsdags vinnu. Til hvers er þá leikurinn gerður? Eitt er vist, þessi hjón hafa ekki úr meiru að spila þrátt fyrir það að konan leggi það á sig að vinna allan daginn utan heimilis. Hins vegarer ég sannfærð um það að börnin ganga ekki með skarðan hlut frá borði. Á dagheimilinu er vei séð fyrir alhliða þroska barna, fræðsla sem hæfir hverju þroskastigi og þeirri um- önnun, sem þau hafa þörf fyrir. í stuttu máli sagt, stuðningur við uppeldishlutverk foreldranna. Af framangreindu dæmi má augljöst vera að sá hópur fólks sem kemur til með að njóta góðs af opnun biðlistanna, er það fólk sem nú þegar er í góðum efnum og hefur góðar tekjur. Mér finnst vel við hæfi, að taka að láni slagorð það sem danskir uppeldisfræðingar nota í baráttu sinni fyrir auknum skilningi á dag- vistarmálum: „Það er ómerkilegt að láta börnin gjalda.” í þessu sambandi tengist það þess- ari pólitík að börnum er með þessari ráðstöfun gert mishátt undir höfði. Þau þurfa að gjalda þess að vera komin af fjölskyldu sem hefur ekki efni á því að veita þeim veru á þessum ,,lúxus”heimilum sem dagheimilin erugerðað. Nei, framtíðarmarkmiðið hlýtur að vera næg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn: — ókeypis. — Dagvist- arheimill jafnsjálfsögð og skóli. Kristin S. Kvaran, fóstra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.