Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. f Erlent Erlent Erlent Erlent I Hávær mótmæli í Brettandi: Krefjast sýkn- unar fyrir morð —Stúlkur er myrtu föður sinn hlutu þriggja ára fangelsi Brezku kvenréltindasamtökin og fjöldi annarra aðila hafa mótmælt því kröftuglega að tvær systur, 18 og 21 árs gamlar, hafa verið dæmdar í þriggja ára fangelsi fyrir að drepa föður sinn. Þykir dómurinn óréttlátur og fólk krefst þess að stúlkurnar verði sýkn- aðar. Nokkrir þingmenn hafa tekið undir þessi sjónarmið og lofað að taka málið upp í þinginu. Kvennasamtökin í Bretlandi munu standa fyrir mótmæla- göngum í dag vegna þessa máls. Stúlkurnar tvær sem hér um ræðir höfðu oftsinnis mátt þola alvarlegar misþyrmingar, jafnvel beinbrot, af hendi föður síns og sömu útreið fékk móðir þeirra. Allt sitt líf hafa þær mátt búa við hrottafengna framkomu föður síns. Það kom fram við réttarhöldin að faðirinn hafði barið þær þegar í bernsku og ekki nóg með það heldur hafði hann þvingað þær til að horfa á þegar hann misþyrmdi gæludýrum þeirra. Sömuleiðis hafði hann oft þvingað þær til að horfa á er hann lú- barði móður þeirra. ,,Hann eyðilagði bókstaflega allt sem okkur hefur þótt vænt um í lífi okkar, greinilega vegna þess að hann Systurnar Charlene, 18 ára, og Anette Maw, 20 ára, voru dæmdar til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að myrða föður sinn. naut þess aðsjá okkur þjást,” sagði hin átján ára gamla Charlene við réttar- höldin. Móðirin hefur vitnað um að þann dag sem maður hennar var drep- inn hafi hann verið að því kominn að drepa hana, þegar dæturnar komu henni til hjálpar. „Þetta var í eina skiptið sem stúlkurnar hafa veitt hon- um mótspyrnu,” sagði móðirin. „Hann réðst þá á þær í staðinn fyrir mig og hótaði að drepa þær, þegar Anette stakk hann með búrhníf sem Charlene rétti henni og hann dó af stungusárinu.” Vil svert- ingjum vel Ronald Reagan, nýkjörinn Banda- ríkjaforsed, lofaði að sjá til þess að bandarískir blökkumenn yrðu ekki af- skiptir er hann tæki við völdum af Carter forseta 20. janúar næstkom- andi. Reagan sagði þetta við fréttamenn vegna ummæla leiðtoga blökkumanna um að þeir óttuðust að sá niðurskurður ríkisútgjalda sem Reagan hefur boðað mundi koma niður á ýmsum velferðar- málum. Sex blökkumenn á móu hverj- um einum kusu Carter í forsetakosning- unum. Reagan sagðist hafa gert vel við svertingja meðan hann var ríkisstjóri í Kaliforníu og hann hygðist gera enn betur nú. Kjarnorku- vopn tilAfríku? Shehu Shagari forsed Nígeríu hefur sakað vestrænar þjóðir um að aðstoða Suður-Afríku við að verða sér út um kjarnorkuvopn og varaði þær jafn- framt við, að þetta mundi leiða til víg- búnaðarkapphlaups í Afríku. f ræðu sem hann hélt um utanríkismál um helgina gaf hann í skyn að Nígeríu- menn kynnu sjálfir að verða sér úd um kjarnorkuvopn ef Suður-Afríka réði yfir slikum vopnum. Weizman rekinn Ezer Weizman, fyrrum varnarmála- ráðherra ísraels, hefur verið rekinn úr flokki Menachem Begins forsædsráð- herra vegna þess að hann greiddi at- kvæði með vantrauststíllögu gegn ríkis- stjórn Begins í síðustu viku. Weizman hefur þegar lýst því yfir, að hann hafi í hyggju að stofna nýjan stjórnmála- flokk. Hefur hann leitað eftír stuðningi Moshe Dayans við hinn nýja flokk en Dayan greiddi vantrauststíllögunni í síðustu viku einnig atkvæði sitt. Ríkis- stjórnin hélt þá velli með aðeins þriggja atkvæða mun. Verðbólga í ísrael er nú 138 prósent. Ronald Reagan átti fund með Helmut Schmidt, kanslara V-Þýzkalands, i síðustu viku og fór vel á með þeim. Með tilkomu Super Sun sólartækjana getið þið nú átt þess kost að verða sólbrún hvenær sem þið óskið og það meira að segja heirha hjá ykkur. Super Sun sólartækin eru til sýnis og sölu í verslun okkar. Einkaumboð á íslandi fyrir Super Sun. Reykjavíkurvegi 66 - Hafnarfirði - Sími 52979 Léttur veggur, með stuðlum — hillum skápum og heilum flötum allt eftir þínum þörfum SVERRIR HALLGRIMSSON Smíðastofa, Trönuhrauni 5, Sími 51745

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.