Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980.
17
íþróttir
Iþröttir
Iþróttir
Iþróttir
CLÆSILEGUR SIGUR HJÁ
RIARNA FRIÐRIKSSYNI
Bjarni Friðriksson náði þeim stór-
glæsilega árangri á opna skandinaviska
meistaramótinu i júdó, sem haldið var i
Kaupmannahöfn um helgina, að sigra i
sínum flokki á afar öruggan hátt.
Bjarni, sem keppti i 86 kg flokki, vann
sinn riðil örugglega og þegar hann
komst i úrslitin stóðst honum enginn
snúning og Bjami vann úrslitaglimuna
á stigum. Allar aðrar viðureignir vann
hann á ippon — fullnaðarsigri — og er
það einkar glæsiiegur árangur.
Karl undir
hnífinn?
„Þetta er allt að koma hjá okkur, en
ég er hræddur um að ég þurfi jafnvel
að fara i uppskurð vegna liðmúsar í
hægra hné,” sagði Karl Þórðarson er
DB sló á þráðinn til hans i gærkvöld.
La Louviere náði jöfnu gegn efsta liði
deildarinnar, Tongeren, á útivelli, 1-1.
Louviere komst í 1-0 en heimaliðið
jafnaði metin rétt fyrir hlé. „Við
vorum óheppnir að vinna ekki, en;
höfum nú leikið 4 ieiki i röð án taps
eftir hörmulega byrjun, þannig að
væntanlega er betri tið i vændum. Ég
fæ úr því skoríð á morgun hvort ég
þarf að fara i aðgerð eða ekki,” sagði
Karl ennfremur.
Tongeren er nú efst i 2. deildinni með
16 stig, þá kemur Boom með 15, siðan.
koma Charleroi, KV Mechelen og
Seraing með 14 stig, Harelbeke og KRC
Mechelen 12, Aalst, Hasselt og
Oudenaarde með 11, La Louviere með
10, St. Truidense 9, Racing Jet 8, St.
Nikias og Diest 7 og Montignies 5.
- SSv.
Það.sem gerir sigur Bjarna jafn eftir-
tektarverðan, sem raun ber vitni, er sú
staðreynd að á mótinu var flokkur
Japana en alls voru keppendur frá 10
þjóðum á mótinu. Keppt var í 4 riðlum
í flokki Bjarna þannig að keppendur í
hans flokki hafa vart verið undir 20
talsins. Eins og venja er, þegar mótið er
haldið í Kaupmannahöfn, voru þátt-
tákendur fleiri en þegar keppt er í
öðrum stórborgum Norðurlánda.
Árangur Bjarna kemur í kjölfar glæsi-
legs árangurs hans á OL í Moskvu í
sumar en þar hafnaði hann í 6. sæti.
Annar íslendingur, Rúnar Guðjóns-
son, sem æft hefur um mánaðarskeið i
Svíþjóð, stóð sig einnig vel á mótinu.
Vann sinn riðil í 65 kg flokki en tapaði
fyrstu glímunni í úrslitakeppninni.
Mikil gróska hefur verið í júdóíþrótt-
inni á undanförnum árum en frægðar-
sól íslenzkra júdómanna og kvenna
hefur aldrei risið eins hátt og í ár. Fyrir
skömmu sigraði Margrét Þráinsdóttir í
sínum flokki á Norðurlandamótinu.
Það grátlegasta við þetta allt saman er
hins vegar það að styrkur sá er ÍSÍ út-
hlutaði Júdósambandinu í ár fór allur
til að greiða ferðakostnað Bjarna. Von-
andi verður árangur þeirra Margrétar
og Bjarna til að opna augu manna fyrir
því að styrkur við íþróttastarf í landinu
er svo lítill að engu tali tekur. - SSv.
ÁSGEIR SKORAÐI
Ásgeir Sigurvinsson skoraði eitt
marka Standard Liege í gær í 3-2 sigri
gegn Molenbeek. Ásgeir skoraði með
þrumunegiingu úr vítaspyrnu og kom
Standard i 2-0. Standard komst síðan í
4-0 áður en Molenbeek náði að svara
fyrir sig. Dematos og Vellens skoruðu
hin mörk Standard en DeVries skoraði
annað marka Molenbeek. Lokeren
mátti hins vegar þola 2-3 tap fyrir FC
Brugge á útivelli. Brugge komst í 3-0
með mörkum Mees, Ceulemans, og
Sörensen en Lokeren svaraði með
mörkum Larsen og Verheyen úr víta-
spyrnu. Mjög hart var barizt í báðum
þessum leikjum og bæði Ásgeir og
Arnór fengu gult spjald. Önnur úrslit
urðu annars sem hér segir:
Anderlecht—FC Liege 1—0
Beveren—Lierse 3—0
Waterschei—Beringen 5—1
Waregem—Beerschot 2—0
Berchem—Winterslag 0—0
Antwerpen—CSBrugge 1—2
Gent—Courtrai 6—0
Staðan i deildinni er nú þessi:
Anderlecht 13 11 1 1 32—9 23
Beveren 13 8 3 2 25—10 19
Lokeren 13 8 1 4 23—12 17
Standard 13 7 3 3 30—19 17
Lierse 13 6 3 4 25—21 15
FC Brugge 13 6 2 5 23—19 14
Waregem 13 6 2 5 19—17 14
Molenbeek 13 6 2 5 18—19 14
Winterslag 13 6 1 6 18—18 13
Courtrai 13 6 1 6 19—22 13
Berchem 13 4 5 4 15—19 13
Waterschei 13 5 1 7 25—28 11
Gent 13 4 3 6 18—18 11
CS Brugge 13 4 3 6 21—29 11
Antwerpen 13 3 4 6 14—27 10
Beerschot 13 3 1 9 13—24 7
Beringen 13 2 3 8 16—31 7
FC Liege 13 2 1 10 13—23 \ 5
Ármenningar jðfnuðu
eftir raf magnsleysið
—en síðan slökkti Sigurlás Þorleif sson á peru Armenninga
Ármenningar brugðu sér til Vest-
mannaeyja á laugardag og léku við Tý i
2. deildinni i handknattleiknum. Týr
sigraði 21-18 eftir 8-8 i hálfleik. Týrar-
ar höfðu yfirleitt undirtökin i leiknum,
sem I heild var heldur slakur hjá báðum
liðum.
Það bar til tíðinda að tíu mínútum
fyrir leikslok fór allt rafmagn af
íþróttahúsinu (reyndar öllum bænum
um leið) og tafðist leikurinn af þeim
sökum í Fimmtán mínútur. Staðan var
þá 17-15 fyrirTý. Ármann jafnaði í 17-
17, þegar tekið var til við leikinn á ný,
Dortmund steinlá fyrir
Diisseldorf í bikamum
Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DB í
Múnchen:
Borussia Dortmund reið ekki feitum
hesti frá viðureign sinni við bikarmeist-
ara Þýzkalands si. tvö ár, Fortuna
Dússeldorf. Heimaliðið tók Atla og co.
í karphúsið svo um munaði og sigraði
3-0 eftir að staðan hafði verið 0-0 i
hálfleik.
Það voru hrikaleg varnarmistök sem
leiddu til fyrsta marks Fortuna, sem
Seel skoraði. Thomas Allofs bætti
síðan tveimur mörkum við fyrir lokin
og stórsigur Fortuna var í höfn. En
lítum á helztu úrslitin í bikarnum:
Dússeldorf—Dortmund 3-0
Kaiserslautern—Bayern 2-1
Stuttgart—Núrnberg 2-0
Frankfurt—SSV 1876 3-0
Hamborg—Rot Weiss Frankfurt 11-0
Uerdingen—SWEssen 2-1
SV Búnder—Gladbach 1-7
FCFreiburg—HessenKassel 2-1
Stórleikur umferðarinnar var að
sjálfsögðu viðureign Kaiserslautern og
Bayern. Kaiserslautern sigraði Bayern
fyrir skömmu 4-2 í deildinni og virðist
ekki eiga i vandræðum með þetta mesta
stórlið þýzkrar knattspyrnu í dag.
Briegel kom þeim í 1-0 og síðan bætti
Neuer öðru marki við. Augenthaler
skoraði eina mark Bayern á 85. mín. en
lokakaflann sótti Bayern eins og þeir
ættu lífið að leysa. Ekki tókst þeim þó
að jafna metin og þar með var bikar-
draumurinn fyrir bí. Rummenigge lék
með að þessu sinni en gekk ekki heill til
skógar en Breitner lék hins vegar með
eftir nokkurt hlé.
Þeir Hartenberger og Kelsch skoruðu
fyrir Stuttgart gegn Núrnberg en Hansi
Múller var þar að vanda maður leiks-
ins. Hamborg var ekki í vandræðum
með smáliðið RW Frankfurt. Horst
Hrubesch skoraði þrennu en það gerði
hinn vitgranni Jimmy Hartwig einnig.
Rolf Reimann skoraði 2 mörk og þeir
Memering, Kaltz og Wemayer eitt hver.
Flest stórliðin eru enn i bikamum að
Köln undanskildu. Kölnararnir voru
slegnir út af FC Freiburg, sem tryggði
sér sæti i 16-liða úrslitunum um helgina
með sigri yfir spútnikliðinu Hessen
Kassel.
en Týrarar voru sterkari aðilinn í lokin.
Langbezti leikmaður á vellinum var
Sigurlás Þorleifsson, landsliðskappi í
knattspyrnunni. Þá var Þorvarður Þor-
valdsson góður en hjá Ármanni kom
Einar Eiríksson á óvart. Nýtti vel sín
færi á línunni. Einar Guðlaugsson
varði vel á köflum í markinu en annars
er Ármannsliðið ekki svipur hjá sjón
miðað við undanfarin ár.
Markahæstir hjá Tý voru Sigurlás
8/1, Ólafur Lárusson 3 og Þorvarður
3. Ólafur Lárusson lék þarna sinn
fyrsta leik með Tý en hann hefur undan-
farin ár leikið með KR í 1. deildinni.
Hjá Ármanni voru Óskar, Friðrik og
Eiríkur markhæstir með 4 mörk hver.
Björn skoraði þrjú.
-FÓV.
Bogdaní6
leikja bann
Aganefnd Handknattleikssambands
íslands hefur dæmt Vikings-þjálfarann
Bogdan Kowalczyk í sex leikja bann
vegna framkomu hans á Akranesí á
dögunum I kvennaleik ÍA og Víkings i
1. deild. Bogdan má þvi ekki stjórna
leik Vikingsstúlknanna i næstu sex
leikjum þeirra. -hsím.
ÍS vantaði herzlumuninn
—Valur vann80-76 í úrvalsdeildinni á laugardag
Þrátt fyrír að Stúdentar sýndu allar
sinar beztu hliðar gegn Valsmönnum i
Hagaskólanum á laugardag tókst þeim
ekki að hala inn sigur. íslandsmeistarar
Vals unnu nefnilega 80-76 eftir að hafa
leitt 39-34 i hálfleik. Leikurinn var all-
an tímann jafn en einhvern veginn
vantaði Stúdentana alltaf herzlumun-
inn til þess að hala inn sigur.
Það kom Valsmönnum greinilega á
óvart í upphafi að Stúdentarnir léku
svæðisvörn því sóknin hjá Val var
ráðalaus og ósannfærandi. Ekki tókst
þó ÍS að færa sér það allt of vel í nyt þó
svo liðið næði af og til forystunni. Er
staðan var 24-23 Stúdentum í vil tóku
Valsmenn góðan kipp og skoruðu átta
stig í röð án svars og komust í 31-24.
Hálfleiksstaðan var svo 39-34.
Strax í upphafi s.h. náði Valur að
breikka bilið í 43-34 og eftir það virtist
sigurinn aldrei í hættu. Munurinn var
þetta á bilinu 5—12 stig og Stúdentum
tókst aldrei almennilega að ógna sigri
Valsmanna. Þeir fóru þó illa að ráði
sínu undir lokin er þeir nýttu ekki þrjú
dauðafæri. Það hefði þó varla verið
sanngjarnt ef ÍS hefði unnið.
Jón Steingrímsson var beztur Vals-
manna í leiknum. Geysilega sterkur í
vörninni og með hörkunýtingu í sókn.
Þá var Ríkharður og góður. Torfi
skoraði talsvert en hefur leikið betur.
Miley var ekki mikið áberandi og
skoraði næstum eingöngu eftir fráköst.
Þá átti Jóhannes stjörnukafla undir
lokin og líkast til hafa langskot hans
riðið baggamuninn. Hjá ÍS var Bjarni
Gunnar góður þrátt fyrir að hann léki
næstum á „annarri löppinni” vegna
riFtns vöðva. Árni fór illa af stað en
hitti ágætlega í lokin. Gísli hvarf dálítið
í ieiknum og virðist enn ekki hafa
fundið sig vel í vetur.
Stigin: Valur: Brad Miley 20, Torfi
Magnússon 17, Ríkharður Hrafnkels-
son 12, Jóhannes Magnússon 10, Jón
Steingrímsson 10, Kristján Ágústsson
8, Þórir Magnússon 3. ÍS: Mark Cole-
man 30, Bjarni Gunnar Sveinsson 18,
Árni Guðmundsson 10, Gísli Gíslason
8, Ingi Stefánsson 6, Steinn Sveinsson
4.
Dómarar voru Hörður Tulinius og
Erlendur Eysteinsson og dæmdu sæmi-
lega. -g/SSv.
Hilmar Bjömsson — landsliðsþjálfari
„Vil ekkert um
það segja”
— störf landsliðsþjáKar-
ansgagnrýnd
„Á þessu stigi málsins vil ég ekkert
um það segja — leikmenn Vikings í
landsliðinu hafa ekki talað við mig um
málið,” sagði Hilmar Björnsson,
landsliðsþjálfari islenzka landsliðs-
ins í handknattleik, þegar blaðið ræddi
við hann i gær.
í Morgunblaðinu á laugardag var
viðtal við Þorberg Aðalsteinsson, einn
landsliðsmanna Vikings, þar sem hann
__ gagnrýndi nokkuð störf landsliðsþjálf-
arans á NM og i landsleikjunum gegn
Vestur-Þýzkalandi. Kom þar fram, að
sá möguleiki væri jafnvel fyrir hendi að
landsliðsmenn Víkings mundu ekki
leika i landsliði undir stjórn Hilmars.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum
sem DB hefur aflað sér hafa landsliðs-
menn Vikings ekki tekið neina ákvörð-
un um að hætta í iandsliðinu — eða
leika með þvi áfram.
-hsím.
Alfreð G.
slasaður
„Ég veit ekki ennþá hvort liðböndin
eru slitin en ég er anzi hræddur um að
svo sé,” sagði Alfreð Gislason, lands-
liðsmaðurinn skotfasti i KR, þegar DB -
hitti hann að máli i gær. Alfreð er allur
vafinn um ökklann á vinstra fæti. Slas-
aðist á æfingu hjá KR á föstudag.
Alfreð fær vitneskju á morgun um það
hvort liðböndin i ökklanum eru slitin
eða ekki. Ef þau eru það er það alvar-
legt áfallt fyrír KR og islenzka landslið-
ið i handknattleik. - hsím.
„Éger ekki
hættur hjá KR”
— segir Haukur Ottesen
„Ég er ekki hættur hjá KR,” sagði
Haukur Ottesen við DB um helgina.
„Það kom einungis upp missætti á
milli min og Hilmars og það hefur nú
verið lagað. Ég mun því leika áfram
með KR i vetur eins og áður hefur
verið. Þetta er leiðindamál en því er nú
lokið.” -SSv.
Leverkusen
vann stórt
Viggó Sigurðsson og lið hans Bayer
Levrkusen vann góðan sigur á Heppen-
heim, 24-17, i v-þýzku 1. deildinni í
handbolta um helgina. Heil umferð fór
fram og urðu úrslitin sem hér segir:
TUS Essen—Húttenberg 16-15
Gummersbach—Hofweier 20-15
Gúnzburg—Nettelstedt 18-17
Dankersen—Grosswallstadt 14-15
Leverkusen—Heppenheim 24-17
Dietzenbach—Göppingen 14-14
Við sigurinn á Húttenberg komst
Essen f efsta sætið en Nettelstedt, mót-
herjar Hauka i Evrópukeppni bikar-
hafa, leiddu deildina fyrír þessa leiki.