Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. Fólk í afmœlisfagnaði Verzlunarskóla Islands Óli Tynes nýráðinn framkvœmdaritstjóri: Kratinn skemmti sér vel á flokks- þingi allaballa Mörgum alþýðubandalags- manninum þótti sem Jón Baldvin Hannibalsson, stórkrati og Alþýðublaðsritstjóri, hefði snúið frá villu síns vegar og gengið til liðs við Alþýðuandalagið. Jón Baldvin var mættur á flokksþing Alþýðubanda- lagsins 4 fimmtudagskvöld og urðu margir til þess að vikja sér að honum. Kratinn skýrði þó vist sína faglega, en þangað var hann kominn sem blaðamaður. Ekki var annað að sjá en Jón Baldvin skemmti sér hið bezta og ekki hvað sízt þegar skólabróðir hans, Ragnar Arnalds, sendi krötum heldur ófagrar kveðjur úr ræðustóli. Einar Karl Haraldsson ritstjóri Þjóðviljans er þarna með stéttar- bróður sínum af Alþýðublaðinu og er ekki annað að sjá en vel fari á með þeim. „Sé til þess að út- gáfúdagar standist — á þeim 8 tímaritum sem Frjálst framtak gefur út „Mitt nýja starfsheiti er fram- kvæmdaritstjóri. Það er lausleg þýðing á enska orðinu Managing editor. Ein ástæðan fyrir því að tíma- ritið Fólk var lagt niður er sú að blaðið tafðist oft í prentun og efni frá ritstjórnarmönnum var seinna í vinnslu en ráðgert var. Þetta varð til þess að blaðið kom ekki út á þeim dögum, sem það átti að gera,” sagði Óli Tynes, fyrrum ritstjóri vikublaðsins Fólk, sem nú hefur fengið splunkunýtt starfsheiti, sem áður hefur ekki þekkzt í blaða- mennsku hérlendis. ,,Þar sem ég er eldgamall blaðahundur og þekki þetta allt saman út og inn verð ég núna í því að sjá til þess að útgáfudagar standist á þessum 8 tímaritum sem Frjálst fram- tak gefur út. Auk þess mun ég skrifa greinar og viðtöl eftir því sem tími vinnst til. Með öðrum orðum er ég að hjálpa til við að allt stoppi ekki í flöskuhálsinum, eins og sagt er,” sagði Óli. ,,Ég hafði mjög gaman af að gefa út Fólk. Ég var búinn að vera mjög lengi i alvarlegum fréttum, bæði á Mogganum og Vísi. Það var því geysilega gaman að komast í svona léttmeti og þurfa ekki lengur að hugsa um vandamál umheimsins. En það er erfitt að koma út svona litlu blaði. Útgáfukostnaður hefur hækkað mikið á árinu en það er lítið hægt að hækka blaðeins og Fólk. Ef slíkt væri mögulegt yrði að stækka blaðið verulega og fá inn fleiri auglýsingar. Þá hefði þurft að hækka útgáfukostnaðinn um heil- margar milljónir,” sagði hinn nýi framkvæmdaritstjóri Frjáls framtaks. -ELA. Óli Tynes: Ég hafOi mjög gaman af að gefa út Fóik. Ég var búinn að vera lengi í alvarlegum fréttum, bmOiá Mogganum og Visi." DB-mynd: Ragnar Th. SigurOsson. Fjöldi gamalla nemenda Verzlunarskóla íslands notaði tækifærið og heimsótti gamla skólann sinn á fimmtudaginn í síðustu viku. Þann dag var haldið upp á að i haust voru liðin 75 ár frá því að skólinn var stofnaður. 1 tilefni afmælisins buðu for- ráðamenn skólans gömlu nemendum í heimsókn. Þeim gafst kostur á að ganga um húsin þrjú við Grundarstíg og Hellusund þar sem kennslan fer fram og skoða kennslubúnaðinn. Kennarar, skólastjórn og annað starfsfólk var til viðtals og svöiuðu forvitni gömlu verzlinganna. í tilefni þessara tímamóta bárust skólanum gjafir víða að, peningar, blóm og blómavasi. Stærstu gjöfina, fimm milljónir króna, færði Þorkell Valdimarsson skólanum í minningu Sigurliða Kristjánssonar og Helgu Nokkrir af kennurum Verzlunarskólans. Á miðri myndinni er Valdimar Hergeirsson yfirkennari. Tveir gamiir verzlunarskólanemendur, Erla Hannesdóttir, útskrifuð 1951, og Pótur GuOjónsson stórkaupmaóur, utskrrfaður 1948. Þess má geta að það ár vann Pótur véiritunarbikar skólans. DB-myndir: Einar Ólason. Baldur Pálmason fráfarandi að- stoóardagskrárstjóri útvarpsins, brautskráður 1938, bragðar á nýja Sanhaspiisnernum. Jónsdóttur konu hans. Sjö fyrirtæki og stofnanir gáfu skólanum eina milljón hvert, Félag íslenzkra stór- kaupmanna gaf hálfa milljón og gamall nemandi færði skólanum 250 þúsund krónur. Meðfylgjandi myndir tók ljós- myndari Dagblaðsins í hátíðasal skólans. Þar voru fluttar ræður, kór Verzlunarskólans söng og bornar voru fram veitingar. -ÁT- son bekkjarbróður Kristins. Hjónin Hjördís Sigurðardóttir og Kristinn Hallsson formaOur Nemenda- sambands Verzlunarskólans Ibrautskráður 19451 rabba viO Þórhall Ara-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.