Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. i Menning Menning Menning Menning I legra er að finna nokkrar prentvillur. Stefán frá Möðrudal, sem hér rekur sögu sína, er um margt sér- stæður maður. Hann má muna tím- ana tvenna, fyrst sem öræfabóndi og siðan listmálari í Reykjavík. En saga hans segir í raun hve óhemju aðlög- unarhæf mannskepnan er, og sannar síður en svo að Stefán sé utangátta í tilverunni. Hann er ennþá bóndi, þótt hann sé kominn til Reykjavíkur, að vísu jarönæðislaus en bjargast þó sem best hann getur með hross sin. Ekki að furða þó hann geti ekki skilið til hvers verið er að rækta allt þetta gras í Reykjavik ef ekki má nota það til neins. Ekkert fær drepið bóndann í Stefáni. Hann segir líka sjálfur: „Möðrudalur er hluti af sjálfum mér”. En það er ekki hægt að lifa á því að eiga hross í Bessastaðatúni. Og margur mætti álykta sem svo að nú væri illa komið fyrir uppflosnuðum bónda. En svo er aldeilis ekki. Stefán lagar sig að aðstæðum. Hann gerist listmálari, málar og selur — málar og selur. Að sjálfs hans sögn eru það hundruð og þúsundir mynda sem hann hefur málað og selt. Vinnur aiit sjálfur Fyrstu tilsögn í málarakúnst fékk hann barnungur hjá Ásgrimi Jóns- syni, þegar hinn síðarnefndi var á málaraferðum um Austurland i byrj- un aldarinar. Svo lærði hann að teikna á Akureyri hjá Geir Þormar myndskurðarmeistara. Þetta var vet- urinn 1927-28 og samtíma honum hjá Geir var Örlygur Sigurðsson og Val- týr Pétursson: „Ekki man ég hvað Valtýr var lengi að væflast þarna, en við örlygur vorum við nám heilan vetur” segir Stefá'n (bls. 96). Kjarval kemur einnig við sögu: „Þetta er allt öðruvísi, heldur en við Kjarval ætluðum að hafa það.” Hér er Stefán að tala um Kjarvals- staði og heldur áfram: „Við ætluðum að hafa þarna stóra sali, sem hægt væri að sýna svo og svo mikið af myndum í. Ekki vantaði að við ræddum þetta, þegar við vorum að mála í Þingvalla- sveit. Við máluðum sex myndir á dag, hvor okkar. Já, já, Kjarval sex og ég sex . . . Það fórst einhvernvegin fyrir, að við seldum myndirnar, og þess vegna eru Kjarvalsstaðir ekki merkilegri en þeir eru.” (103). Bók menntir Rannveig Ágústsdó Lesandi fær ekki betur séð en að Stefán haft tileinkað sér betur en margir aðrir listamenn kúnstina að mála svo öðrum líki og selja fyrir lífs- viðurværi á seinni árum — og vel það. Og hann bíður ekki eftir því að aðrir geri allt fyrir hann — nei, nei vinnur allt sjálfur, þvær jafnvel lér- eftið sem hann málar á og smiðar rammana. Þar er hann kannski frá- brugðinn þegnum neysluþjóðfélags- ins — en hann er þó svo bráðsnjall að nota sér eitt helsta lögmál þessa sama þjóðfélags, markaðslögmálið, sem sannast best á þeirri staðreynd sem umrædd bók er. Þannig hefur þessum fjallakúnstn- er — hinum eina og sanna tekist að finna sér leið út úr gjörningaþoku nú- tímans, því hvað er hún samanborið við fárviðri þau sem hann lifði af á öræfunum? Að lokum vísa eftir Stefán: Þórður fór á ball og hann var svo frár í ferðum. Þær vildu hann ekki í dans, ogafturstóðíerjum. Halló, halló. (92) Saga Stefáns segir okkur merkilega hluti um margbreytileik tilverunnar, ekki hvað síst í því sem hún lætur ósagt, eins og Pjetur bendir réttilega á í forspjalli. Þessi saga — hún gerir kröfu til les- anda — að hann sé sjálfur skáld og beri eitthvert skynbragð á samhengi hlutanna. Hvað viljum við meira — við .Þessir óforbetranlegu tilbiðj- endur ykkar skálda og listamanna? Rannveig. Tónlist EYJÓLFUR MELSTED AÐ UFA AF PJetur Hafstain Lárusson: FJALLAKÚN8TNER 8EGIR FRÁ Stafán frá MMmdal rakur aögu akia öm og öriygur hf., Raykjavár 1980. 111 bb. myndakraytt Það hefur löngum tíðkast meðal alþýðuskálda á íslandi að færa í letur Þætti af Einkennilegum Mönnum. Er hér skemmst að minnast Ólafs Kára- sonar Ljósvíkings og nú á því herrans ári 1980 Pjeturs Hafsteins Lárus- sonar sem skráð hefur sögu Stefáns Jónssonar, bónda og fjallakúnstners frá Möðrudal, eftir frásögn hans sjálfs. Pjetur heldur sig algjörlega utan sögunnar. Aðeins einu sinni verður lesandi var við að Stefán svarar ósýnilegum spyrjanda sem vill halda umræðunum á ákveðinni braut. Annars lætur Stefán gamminn geisa, talar við Pjetur (sem aldrei gerir at- hugasemdir) — og við getum ímynd- að okkur að hann tali við lesandann. Aðeins í formála lætur Pjetur frá sér heyra. Þar rekur hann stuttlega æviferil Stefáns og skilgreinir stöðu hans í þjóðfélaginu og list hans, sem sagt gefur okkur lykil og réttir okkur gleraugu sem notist við lesturinn: „Vera má, lesandi góður, að þér kunni að þykja sumt af því sem hér fer á eftir fremur kynjað úr heimi draums en veruleika. Má vera að svo sé. En þessari bók er ekki ætlað sagn- fræðilegt gildi. Hér segir sá frá, er rölt hefur sitt æviskeið utan alfara- leiðar. Við eigum okkar heim, hann á sinn . . .” (5) „List Stefáns er naivisk. Eins og maður sjálfur ber hún svip hrikalegr- ar náttúru Möðrudalsöræfa, oft í tröllslíki. Stefán er mikill hesta- maður, enda málar hann kyngimagn- aðrihrossenaðrirmenn . . .”(7) Síðan biður Pjetur okkur að njóta sérkennilegrar frásagnar Stefáns frá Möðrudal. Aðlögunarhœf mannskepna Hlutur skrásetjara mun þó vera býsna drjúgur og felast m.a. í því að velja og hafna úr frásögn Stefáns, og reyna að forðast endurtekningar, sem Stefán Jónsson frá Möðrudal. AIR er hægt, ef... Variationir Beethovens eru mestu vandræðaverk að leika, stefin, Mozarts, en tilbrigðin ekta Beet- hoven. Útkoman á leik margra verður hvorki Mozart né Beethoven. Þeim félögum tókst að koma báðum þessum jöfrum að í túlkun sinni. Þótt Ernst Bloch láti skína i að hebresk áhrif sé að finna í tónsmíð sinni tekst honum nær alveg að fela þau þar sem hann er alltof upptekinn við að skrifa pínlega erfiða og við- kvæma tónlist á jaðarsviði hljóðfær- anna. Þegar tveir góðir leggja saman eins og Gunnar og Jónas, getur verið gaman að hlýða á hæfilegan skammt af Bloch þessum sem ekki má rugla saman við Valdemar með sama ætt- arnafni, en af allt öðru sauðahúsi. Vœmnislaus og beinskeytt í annað sinn í sömu vikunni hljóm- aði fyrri sellósónata Brahms í Norræna húsinu. Líkast til er ekki rétt að vera með beinan samanburð, en mikið kunni ég betur við hinn væmnislausa og beinskeytta leik þeirra félaganna. Þótt eilítillar þreytu Saga Stefáns frá Möðrudal Héskólatónleikar í Norrœna húsinu 16. nóvem- bar. Flytjendur: Gunnar Bjömsson, sellóleikari og Jónas Ingimundarson, pianóieikarí. Efnlsskrá: Vivaldi: Sónata nr. 6 ( e-moll; J.8. Bach: Einlalkssvfta nr. 1 ( G-dúr; Beethovan: Sjö tilbrigfli vifl stef úr Töfraflautu Mozarts; Ernst Bloch: tvö atrifli úr Jewish LHe; Brahms: Sónata nr. 1 (e-moll op. 38. Aðrir Háskólatónleikar hlutu þá athygli sem þessi tónleikaröð á sann- arlega skilið. Þeir Gunnar og Jónas troðfylltu Norræna húsið. Var það vel því að mínu mati er vetrardagskrá Tónleikanefndar Háskólans bæði frumleg og vel valin. Gunnar og Jónas hafa verið óragir að ferðast vítt um land með tónleika sina og eiga hrós skilið, þótt ekki væri nema fyrir þann þátt einan. En fleira hafa þeir til að bera en ferða- dugnað. Sr. Gunnar Björnsson, sellóleikari. gætti undir það allra síðasta brást ekki stíllinn. Mér er ráðgáta hvernig þeir hafa farið að því að koma svo vandaðri og viðamikilli efnisskrá saman félag- arnir, hvað þá heldur að leika hana jafnvel og þeir gerðu. Með góðum tónleikum þeirra í Norræna húsinu fengum við enn einu sinni sönnur þess, að allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi. -EM oft verða í löngum viðtölum. Pjetri ferst þetta starf mætavel úr hendi. Hann gerir söguna ekki langa (111 blaðsíður með myndum) og styttir jafnvel svo að lesanda finnst nóg um, vill gjarnan fá að heyra meira. Tel ég það mikinn kost. Hann leyfir talmáli Stefáns að halda sér, orðatiltækjum hans og talkenjum og segir það ekki svo litið um manninn sjálfan, sem sagansnýst um. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem gaman hefði verið að skoða i lit, t.d. myndir af málverkum Stefáns, en það er sjálfsagt til of mikils mælst vegna kostnaðar. Frágangur, prentun og pappír er til fyrirmyndar og eykur ánægju við lestur. Þeim mun sorg- Eins og fegurstu byggingar Vivaldi, sem skyndilega er leikinn á hverjum tónleikunum eftir aðra svo halda mætti að hann væri orðinn aðal tískutónskáldið í Reykjavik, var fyrstur í röðinni. Þeir léku hann ljúf- lega piltarnir, og fyrir Gunnar var hann eins og vel heppnuð atrenna að glímunni við einleikssvítu meistara Bachs. Svítur Bachs fyrir selló ein- samalt eru eins og önnur meistara- verk Bachs, absolut. í þeim er ekkert of eða van. Þeim má líkja við feg- urstu bygginar, — Poseidonhofið í Paestum eða Víðimýrarkirkju. — Gunnar lék svítuna af nærfærni, með tilskildum virðuleik. Aðdáun hans á sigurverki meistarans skein úr hverj- um tóni. ÞR0STI1R YalstödvabílarS UM ALLA BORGINAj SÍMI \ 85060 I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.