Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. MMBIAÐW /tgefandi: Dagblaðið hf. Framkvnmdastjóri: Sveirtn R. EyjóHsson. Ritatjóri: Jónas Kristjánsson. Aóatoóanitstjóri: Hauluir Helgaaon. Fréttastjóri: ómar Valdknarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Roykdal. ^ fþróttir: Hallur Slmonarson. Mennlng: Aflalsteinn IngóHsson. AAetoflarf róttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pálsson. Hönnun: HHmar Karlssön. Blaflamenn: Anna BJamason, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson,^Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttlr, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: BJamleHur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnár Th. Slgurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Svoinn Þormóflsson. ' Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Sfflumúla 12^Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrtfstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaflelns er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Degblaflifl hf., Sfðumúla 12. Mynda- og'plötugerfl: Hilmir hf., Sfflumúla 12. Prentun Arvakur f^f., 8keHgpn| J0. HálfursiguríMadríd Dagskrá öryggis- og samstarfs- fundar Evrópu í Madrid felur í sér hálf- an sigur Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. Þrátt fyrir ákafa andstöðu Sovétríkjanna hefur náðst samkomulag um, að í sex vikur megi á fundinum ræða um brot á mannréttindum. Fundurinn í Madrid er hinn þriðji í röðinni á eftir fundum í Helsinki og Belgrad. Umræðuefnið er hið svonefnda Helsinki-samkomulag austurs og vesturs um að draga úr spennu, einnig hugsanleg frekari útfærsla þess samkomulags. Ráðamenn Sovétríkjanna vildu aðeins láta ræða um frekari útfærslu, en ekki um, hvernig hingað til hefur verið staðið við samkomulagið. Þeir ætluðust til, að litið væri á mannréttindakaflann sem dauðan bókstaf eða eins konar orðaleik. Brésnef og menn hans misreiknuðu Vesturlönd að þessu sinni. Þeir töldu sig geta þreytt fulltrúa vesturs á fundinum í Madrid. Þeir töldu sig geta séð til missættis milli NATO-ríkja og hlutlausra ríkja og milli Banda- ríkjanna og annarra NATO-ríkja. Viðbrögðin við ótíðindunum frá Afganistan höfðu sýnt, að í ýmsum atriðum voru bandamenn Banda- ríkjanna í Evrópu ekki reiðubúnir til sömu hörku og forusturíkið. Þá vildu ráðamenn Frakklands og Vestur-Þýzkalands fara eigin leiðir. Margvíslegir eiginhagsmunir liggja að baki þessa misræmis. Vestur-Þýzkaland hefur lagt mikið undir í hinni svonefndu ,,opnun til austurs”. Og ráðamenn Frakklands telja hagkvæmt að sýna sérstöðu gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Til viðbótar töldu Kremlverjar, að þeir gætu not- fært sér samkomulagsáráttu embættismanna í utan- rikisráðuneytum. Þeir töldu vestræna embættismenn ekki mega til þess hugsa, að ráðstefnan í Madrid færi út um þúfur. Fyrir aðeins þremur vikum sá sovétstjórnin hina vestrænu sendimenn brotna á þingi Menningar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna í Belgrad og undirrita hugmyndir harðstjóra þriðja heimins um takmörkun frétta- og upplýsingafrelsis. Ekkert slíkt gerðist að þessu sinni í Madrid. Vestur- lönd héldu þar samstöðu sinni og misstu ekki móðinn, þótt komið væri fram á yztu nöf og fyrirsjáanlegt, að ráðstefnunni yrði aflýst. Þannig vannst hinn hálfí sigur. Á síðustu stund féllust Kremlverjar á sænska málamiðlum, sem fól í sér að efndir fyrri loroða yrðu ræddar fyrir jól og ný loforð eftir jól. Það þýðir, að Vesturlönd hafa sex vikur til að fjalla um frammi- stöðu austantjaldsríkja. Málþóf sendimanna Sovétríkjanna í Madrid reyndist þeim dýrt. Spennan við smíði dagskrárinnar olli því, að ráðstefnan varð fréttaefni dag eftir dag. Hún vakti miklu meiri athygli en orðið hefði, ef allt hefði verið með friði og spekt. Enn einu sinni hefur gefizt tækifæri til að rifja upp, að Brésnef og menn hans hafa þverbrotið hvert einasta mannréttindaákvæði Helsinki-samkomulagsins. Um þau brot verður nú fjallað í einstökum atriðum á næstu vikum í Madrid. Á sínum tíma undirritaði Brésnef sjálfur Helsinki- samkomulagið, þar á meðal ákvæði um aukið ferða- frelsi almennings yfir landamæri og um aukinn straum upplýsinga og skoðana yfir landamæri. Og nú á að meta árangurinn. Fljótsagt er, að hann er neikvæður. Ofan á ofsóknir og brottfararbönn, truflun útvarps og takmörkun er- lendra fjölmiðla, hefur sovétstjórnin lagt sérstaka áherzlu á að kvelja þá heimamenn, sem hafa borið saman orð og efndir Helsinki-samkomulagsins. Eru bændur brýstihópur? Því er stundum haldið fram að bændastéttin hafi óeðlilega mikil áhrif á rikisstjórnir, þess vegna séu framlög til landbúnaðarins langt umfram öll skynsamleg mörk. Þetta á ekki aðeins við um íslenzka bændur, heldur gildir þetta um bændur í allri V-Evrópu. Sérstaklega á bændastéttinni að hafa vegnað vel i löndum Efnahagsbandalagsins. Það er því ekki úr vegi að líta aðeins á afkomu bænda i t.d. Dan- mörku en þar í landi má fullyrða að landbúnaðarframleiðslan sé með þvi bezta sem gerist. Danskir bændureru hagsýnir, duglegir og þekking á öllum þáttum landbúnaöar- framleiðslunnar eru i ágætu lagi. Afköst á hvern ársmann í landbúnaði eru með þeim mestu sem gerast. Af framansögðu hljóta flestir að álíta að danskur landbúnaður standi með miklum blóma og danskir bændur komist vel af. Það er öðru nær, því að í ár blasir gjaldþrot við fjölda bændaþarílandi. Áður en lengra er haldið með danskan landbúnað mun hér á eftir verða drepið Iítilsháttar á framlög til landbúnaðarins í Efnahagsbanda- lagslöndunum og Finnlandi. Framlög til bænda í EB Árið 1978 voru framlög til land- búnaðarins í löndum EB, samtals 77550 milljarðar ísl. kr. Þetta var sú upphæð sem einstaka ríki greiddu til landbúnaðarins og svo það sem greitt var úr landbúnaðarsjóði banda- lagsins. Ef þessari upphæð væri deilt niður á hvern ha. ræktaðs lands í EB- löndunum, þá gerði það hvorki meira né minna en 360 þúsund kr. Ef henni væri aftur á móti deilt á hvern bónda þá kæmu í hlut hvers 3.8 milljónir kr. Ef íslenzkir bændur fengju svipuð framlög þá mundu þau nema um 10.8 milljónum kr. á meðalbýli á íslandi. Meðalstærð ræktaðs lands hjá okkur erum30ha. Landbúnaðarsjóður EB greiddi um 40% af því sem varið var til land- búnaðarins en einstök ríki greiddu að meðaltali 60% af framlögunum. Þeg- ar sameiginleg landbúnaðarstefna var mótuð innan EB var gert ráð fyrir að allar greiðslur til stuðnings land- búnaðinum kæmu úr sjóðum þess. Þróunin hefur orðið önnur, hlutur einstakra ríkja í stuðningi við eigin landbúnað hefur aukizt meira en Hvað á að gera við fólk yf ir f immtugt? Á að leggja það inn á einhverja stofnun eða kannski henda því á ruslahaugana? Þetta er vandamál sem ég hef velt fyrir mér síðan ég fluttist til Reykjavíkur 3. júní. Ég hafði sjálfur nokkuðstóran at- vinnurekstur í tæp 25 ár og af óviðráðanlegum orsökum seldi ég allar eignir mínar í Hveragerði og fékk lítið meira en góða ibúð i blokk í Breiðholti fyrir og varð því að leita mér að atvinnu. Konan missti heilsuna og gat þar af leiðandi ekki hjálpað mér lengur við afgreiðslu í blómaskála mínum eða hugsað um heimilið svo að það kom á okkur karlmennina. Þessi aukaverk voru auðvitað alltof mikið í viðbót við það er við þurftum að vinna í gróðurhúsunum og við okkar vaxandi verzlun. Ég valdi alltaf að hafa miðaldra konu í afgreiðslu vegna þess að þeim gat maður treyst í sambandi við stundvísi og þær pössuðu alltaf vel það sem þeim var trúað fyrir. Einnig gat maður verið viss um að hafa þær í mörg ár. Eldra fólk er þolinmóðara og vinnur yfirleitt af meiri sam- vizkusemi en hið yngra. Meirihluta ævi minnar hef ég varið til að þjóna öðrum og þá mest fólki á Reykjavíkursvæðinu. Til þess að geta þjónað öðrum eða réttara sagt, viðskiptavinum, hafði ég verzlun mína opna með blóm, græn- meti og gjafavörur og allt það er ég hélt að fólk vantaði helzt er það var á ferð í frítímum sínum. í 18 ár hafði ég opið til kl. 12 og 1 eftir miðnætti og oft var ég vakinn upp af fólki að ýmsu tagi um miðjar nætur. Þá vantaði blóm handa konunni til að blíðka hana eftir svallið. Svo komu kannski vqiðimenn, er ekkert höfðu Kjallarinn Paul Michelsen veitt, og þá þurfti líka að hafa blóm með heim í staðinn, og alltaf var ég til taks og vildi hvers manns vanda leysa. Þetta var oft erfitt og nú á seinni árum fór ég svo að loka kl. 18 og 19 þvi að það verða að vera einhver takmörk. Eins og ég skrifaði fyrr í þessum pistli kom ég til Reykjavíkur 3. júní sl. og var fullur bjartsýni um að ég fengi vinnu undireins. Allir sem ég talaði við, bæði Hvergerðingar og Reykvíkingar voru fullvissir um að ég kæmist alls staðar í vinnu, því að alls staðar vantaði fólk og þar að auki er ég mjög vanur öllu er varðar verzlun og kann að umgangast fólk og hef tekið á móti forsetum, prinsum og drottningum. „Já, það vantaði nú bara að þú fengir ekki vinnu”. ,,Jú, jú, allt í lagi, þú þarft engu að kvíða,” var sagt við mig. „Of gamair Ég kom til Reykjavíkur vongóður og ánægður yfir þeim góðu viðtökum er ég myndi fá. Fljótlega fór ég að kaupa blöðin og stúdera atvinnuaug- lýsingar. Ég sótti um á fjölmörgum stöðum og fór i eigin persónu og sótti um vinnu eftir þessum auglýsingum. Sumir svöruðu umsóknum minum, aðrir ekki, og þar sem ég kom sjálfur var alltaf sama svarið: „Þú ert alltof gamall”, og einn forstjóri i stór- verzlun sagði við mig: „Sendu mér heldur sonardóttur þína.” Þetta var afar „nærgætnislegt”. Svona gekk þetta i fjóra mánuði. Ég fóra á milli vinnustaða, og alls staðar var sama svarið: ,,Þú ert of gamall”. Þótt ekki væri annað en raða vörum í hill- ur og verðmerkja, þá var ég ekki not- hæfur. Éghefhitt fjöldannallanaffólki, sem er líkt ásatt fyrir, fólk sem ekki er eldra en 45 og 50 ára, þá var sama sagan. Ég er að vísu orðin 63 ára en ennþá við mjög góða heilsu og enginn hætta væri á því að ég kæmi of seint í vinnu eða skrópaði dag og dag. Það væri frábrugðið mínu eðli og uppeldi. Ég verð að viðurkenna að þetta voru mikil vonbrigði og mig langaði til að gera eitthvað annað en að vera í blómum eftir 48 ára starf við þau. En um síðir birti til og mér var boðið starf í blómabúð. Ég tók það og vona að ég geti haldið áfram að leiðbeina Reykvíkingum um meðferð blóma og gert þeim til hæfis á allan hátt þrátt fyrirallt. En ég spyr: Hvað á að gera við alla þá er ekkert geta fengið að gera og engan atvinnuleysisstyrk fá og engar lífeyrissjóðsgreiðslur? Svari nú þeir er stjórna þessari sökkvandi þjóðarskútu. Hugsið um það, atvinnurekendur, þið verðið líka gamlir með tlmanum, og ekki víst að þið hafið einhverja sjóði til að hlaupa í. í guðs friði. Paul V. Michelsen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.