Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 14
14 '
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
' hudachmAm oio-
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980.
Iþróttir
K
FYLKIR SIGRAÐI
FRAM ÖDRU SINNI
—á íslandsmótinu í handknattleik
,,Vi0 erum ákveðnir að halda sæti
okkar í 1. deild — höfum alltaf verið
það,” sagðl Stefán Gunnarsson, leik-
maður og þjálfari Fylkis, eftir að Ár-
bæjarliðlð hafði sigrað Fram 22-19 i
handknattleiknum i Laugardalshöll i
gær. Annar sigur Fylkis á Fram i mót-
inu og að vonum brostu leikmenn liðs-
ins breltt i leikslok. Það var önnur saga
f herbúðum Fram. Þetta var leikur mik-
illa mistaka hjá liðinu eftir að það
hafði byrjað lelklnn svo vel — og mestu
mlstökin voru þegar llðsstjórinn Karl
Benediktsson var ehthvað utan við sig.
Leikmenn Fram allt i einu orðnir átta.
Dómaramir fljótir að uppgötva það og
það kostaði að ungi landsliðsmaðurinn
snjalli, Atli Hilmarsson, var útllokaður
frá leiknum sem eftir var. Það var á 22.
mfn. fyrri hálflelks. Staðan þá 8-4 fyrir
Fram.
Lokin voru lika hroðaleg fyrir Fram.
Taugar leikmanna brugöust á úrslita-
stund. Þegar sex minútur voru eftir var
Fram marki yfir en þá fóru leikmenn
liðsins, einkum Axel þjálfari Axelsson,
að skjóta í vonlausum stöðum. Fylkis-
menn náðu knettinum og hjá þeim
brást ekki taugin. Þeir skoruðu sex
mörk á móti einu síðustu fimm mínút-
urnar. Sigurinn varð þeirra.
Egill Steinþórsson, Tý, Vestmanna-
eyjum lék sinn fyrsta leik meö Fram í
gærkvöld eftir smástopp í Val um tíma.
Hann varði glæsilega í f.h., 10 skot —
og virtist ætla aö leggja grunn að sigri
liðs síns S.h. var ekki alveg eins góður
en markvarzla Fram var þó miklu betri
en áður. Samt féll Egill nokkuð í
skugga Jóns Gunnarssonar, mark-
varðar Fylkis, sem var bezti maður á
vellinum.
Fram byrjaði vel. Náði fijótt 2ja
marka forustu. Komst síðan í 8-5 og
10-5 en Fylkir minnkaöi aðeins muninn
í lok f.h. Staöan þá 11-7 fyrir Fram. í
byrjun s.h. lék Stefán Gunnarsson á
alls oddi hjá Fylki og liöinu tókst að
jafna 111-11. Fram komst þó aftur tví-
vegis tveimur mörkum yfir, 14-12 og
17-15, en lokakafiann hrundi leikur
liðsins algjörlega.
Eftir góða leiki aö undanförnu í mót-
inu féll Fram aftur í sömu gröfina og í
fystu fimm umferðunum. Þá töpuðust
allir leikir en þaö er of sterkur kjarni í
Framliðinu til að það skipi neðsta sæti
deildarinnar. Fylkismenn börðust vel í
leiknum eftir aö hafa veriö heldur lengi
að ná sér á strik. Markvarzla Jóns oft
glæsileg, einkum 1 siðari hálfleik. Einar
Ágústsson, Gunnar Baldursson og
Stefán hættulegir 1 sóknarleiknum.
Vörnin í s.h. oft mjög sterk — aðall
liðsins auk markvörzlunnar.
Mörk Fram í leiknum skoruðu Axel
7/3, Hannes Leifsson 5, Björgvin
Björgvinsson, Atli og Egill Jóhannsson
tvö hver. Hermann Björnsson 1. Mörk
Fylkis skoruðu Einar og Gunnar sex
hvor — Gunnar tvö úr vítum — Stefán
4, örn Hafsteinsson 2, Ásmundur
Kristinsson 2, Magnús Sigurðsson 1 og
Andrés Magnússon 1.
Dómarar Karl Jóhannsson og Óli
Olsen. Fram fékk 4 viti — nýtti þrjú.
Jón varði frá Axel i stöðunni 18-18,
Fylkir fékk 3 víti. Nýtti tvö. Þremur
leikmönnum Fram vikið af velli,
Björgvin, Erlendi Davíðssyni og
Jóhanni Kristinssyni. Leikmenn Fylkis
einnig utan vallar í 6 mín. Andrés tví-
vegis — Haukur Magnússon í tvær
mín.
-hsim.
Lárus Lárusson skoraði þrjú mörk hjá Gunnari Einarssyni i Haukamarkinu og eitt heirra er hér f uppsiglingu.
DB-mynd Sig. Þorri.
Slakur leikur Þróttar dugði til
sigurs gegn aumum Haukum
Þróttarar héldu sigurgöngu sinni i 1.
deildinni áfram á laugardag er þeir
lögðu slakt lið Hauka að velli i Hafnar-
firði, 24—21. Sigur Þróttaranna var
aldrei i hættu og um tima leiddu þeir
með 6 mörkum, 21—15.
Þó lék liðið engan veginn vel. Það kom
hins vegar ekki að sök þvi Haukarnir
virðast vera gersamlega heillum
horfnir. Aðeins markvarzlan er i góðu
lagi en bæði varnar- og sóknarleikur
ósannfærandi.
Haukarnir náðu forystunni í
leiknum strax í upphafi en Þróttur
svaraði með fjórum mörkum og komst
í 4—1. Staðan varð síðan 5—2, en á
næstu átta mínútum skoruðu
Haukarnir sex mörk gegn einu og kom-
ust yfir, 8—6. Þeir höfðu síðan undir-
tökin fram að hléi og leiddu þá 11 — 10.
Þróttarar komust síðan strax eftir
10 minútna leik i siðari hálfleiknum í
16—12 og þar með var björninn
unninn. Haukarnir náðu aldrei aö ógna
Þrótturum svo neinu nam, og þeir
verða að taka sig verulega á ef þeir ætla
að forðast fallið í vetur.
Hjá Þrótti var Magnús Margeirsson
beztur og átti stórleik á linunni auk
þess að vera mjög sterkur í vörninni.
Páll var atkvæðamikill í sókninni en
gerði sig sekan um bráðlæti oft á
tíðum. Siggi Sveins lét ekki mikið yfir
sér og skoraði „aðeins” 5 mörk — þar
af tvö úr vítum. Hann mataöi hins veg-
ar linumennina ótæpilega á
glæsisendingum og var Magnús þar
manna iðnastur við að skila knettinum
í netið. Sigurður Ragnarsson varði
mjög vel í markinu og er orðinn einn af
okkar betri markvörðum.
Sigurgeir Marteinsson var beztur
Haukanna — geysilega sterkur í
vörninni og skoraði góð mörk.
Haukarnir voru annars ákaflega daprir
og það var aðeins markvarzla Gunnars
Einarssonar, sem vakti athygli auk
Sigurgeirs. Lárus Karl Ingason tók vel
við sér í lokin en það var um seinan.
Allt spil liðsins virkar ósannfærandi og
ráðleysislegt en Viðar bjargar því sem
bjargað verður. Hörður aðeins svipur
hjá sjón.
Mörk Hauka: Júlíus Pálsson 5/1,
Viðar Símonarson 5/1, Lárus Karl
Ingason 4, Sigurgeir Marteinsson 3,
Árni Hermannsson 2, Hörður Harðar-
son 2/2. Mörk Þróttar: Páll Ólafsson
8/1, Sigurður Sveinsson 5/2, Magnús
Margeirsson 5, Lárus Lárusson 3, Gísli
Ásgeirsson 2 og Jón Viðar Jónsson 1.
Dómarar voru Karl Jóhannsson og
Björn Kristjánsson og dæmdu þokka-
lega. Haukar fengu 5 víti — nýttu 4.
Hörður gerði eitt ógilt — steig á linu.
Þróttur fékk 4 víti — nýtti 3 þeirra.
Sigurður skaut bylmingsskoti í þverslá
og þaðan upp í rjáfur. Þremur
Þrótturum, Páli, Magnúsi og Jóni
Viðari, vísað útaf en einum úr
Haukum, Árna Sverrissyni.
-SSv.
Enn einn sigur UMFN
Sértilboð
Við kóperum hverja sem er af myndum þínum í svo mörgum
eintökum sem þú vilt fyrir venjulegt gjald og látum fylgja henni
jólakort, sem þú getur fest myndina á alveg ókeypis.
Með þessu móti getur þú sent vinum þínum heima eða erlendis
sérstœð, persónuleg og skemmtileg jólakort í ár án mikils til-
kostnaðar.
Komdu sem fyrst með filmuna, eða filmurnar til vinnslu í afreiðslu
okkar að Suðurlandshraut 20, í Hafnarstrœti 17, eða til nœsta
filmumóttökustaðar okkar.
Körfuknattleikur, Úrvalsdeild
UMFN:lR, 85:76 IB3:44>
Von UMFN um að krækja sér í
langþráðan rneistarutitil fer vaxandi. Á
föstudagskvöldið bættu þeir tveimur
stigum við sig á töflunni, með sigri yfir
ÍR, þar syðra. Taplausir það sem af er í
Úrvalsdeildinni hafa þelr forustuna,
en KR-ingar fylgja þeim fast eftir, eins
og hákarl f kjölfarinu.
Fyrstu mínúturnar gáfu reyndar
ekki fögur fyrirheit. Allt gekk á aftur-
fótunum hjá UMFN, á meðan að
Kristinn Jörundsson og Andy Fleming,
léku við hvern sinn fingur og skoruðu
af grimmd.
Gunnar Þorvarðarson, sem aldrei
bregzt í leik, og Jónas Jóhannesson, en
hann var harður í vörninni, reyndu að
klóra í bakkann, á meðan fiest fór úr-
skeiðis hjá öðrum leikmönnum, —
misheppnaðar sendingar og dæmalaus
óhittni, — að Shouse undanskildum. Á
hann var reyndar allt of mikið treyst í
fyrri hálfleik, svo hann sá sitt óvænna
og reif liðið upp úr deifðinni, þegar liða
tók á fyrri hálfleik. Skoraði hann af
sinni alkunnu snilld alls 25 stig fyrir
hlé. Með 9 stiga forustu í seinni hálfleik
tók hann lífinu með ró, tyllti sér á
bekkinn um tíma. Án hans „fann”
liðið sig loksins, sérstaklega Þorsteinn
Bjarnason, sem varð hinn „hvíti
Shouse” í seinni hálfleik. Skoraði hann
10 stig í röð, en samtals 17 á stuttum
tíma. Einnig var Þorsteinn mjög
krækinn i knöttinn og sterkur í vörn,
— náði mörgum fráköstum.
Leikur ÍR, var all gloppóttur, svo
ekki sé meira sagt. Liðið hafði alveg í
fullu tré við UMFN á meðan Andy
Fleming, Kristinn Jörundsson, Jón
Jörundsson, Kolbeinn Kristinsson og
Guðmundur Guðmundsson voru inn á,
en þegar þrek þeirra fór að þrjóta,
sérstaklega hjá Andy, seig brátt á
ógæfuhliðina, hjá liðinu. Tölurnar
vitna bezt um það, ÍR-liðið komst í 6:1,
en var síðan undir, 16:19, reif sig síð-
an upp í 30:24. Aftur syrti í álinn og ei
staðan var 38:38, kom hroðalegur kafli
og staðan varð 38:49. Eftir það áttu
þeir ekki viðreisnar von, þó svo að
þeim tækist að minnka muninn niður í
3 stig, 54:57, met fyrir frábæran leik
Kristins Jörundssonar, sem var bezti
maður ÍR-liðsins. Jón bróðir hans var
einnig mjög góður. Tvær seinustu
körfur hans í leiknum dugðu samt ekki
til að brúa 13 stiga bilið, sem UMFN
hafði náð, þegar mjög góðir dómarar
leiksins,' þeir Jón Otti og Hörður
Tuliníus, gáfu merki um leikslok.
Stigahæstu menn. UMFN: Danny
Shouse 31, Þorsteinn Bjarnason 17,
Gunnar Þorvarðarsson 16. ÍR: Andy
Fleming, Kristinn Jörundsson 20 og
Jón Jörundsson 13.
-emm.
Creda
Creda
tauþurrkarar
2 stærðir.
Yfir 20 ára
farsæl reynsla
enskur
antik-arinn
Flöktandi rafloginn
eykur hlýju
•á heimilinu
Fast hja:
Rafha Austurveri, sími 84445 —
Rafbúðinni Álfaskeiði 31, Hafnar
firði, sími 53020, og hjá okkur.
sími sölumanns 18785
KJAVERZLUN ISLANDSHF.
ÆGISGÖTU 7 - SÍMAR 17975 - 17976HHHH