Dagblaðið - 24.11.1980, Page 7

Dagblaðið - 24.11.1980, Page 7
I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. Sinfónían spjarar sig Tónleikar Sinfónkihljómsveitar íslands í Há- skólabfói 20. nóvember. Stjórnandi: Karsten Andersen. Einsöngvari: SiegHnde Kahmann. Efnbskrá: Olaf KieUand: Tveir þrattir úr Con certo Grosso Norvegese; Richard Georg Strauss: Vier letzte Lieder; WoHgang Amadeus Mozart: Sinfónfa nr. 41 I C-dúr KV 551, Júpfter. Þegar fjallað er um Sinfóníu- hljómsveit íslands verður ekki gengið fram hjá nafni Olavs Kiellands svo mikið og gott sem hans uppalendastarf var á barn- dómsárum sveitarinnar. Smágleymska Það er því hreint undrunarefni að menn skuli ekki muna ,, gamla þrælapískinn” betur en svo, að í prógrammi téðra tónleika standi, ,, — og er Concerto Grosso Norvegese líklega hið eina af hans stærri verkum, sem flutt hefur verið á íslandi.” Kannski að það hafi verið ómark þegar Kielland stjórnaði Sinfóníu sinni hér í byrjun sjöunda áratugarsins. En hvað er svona smágleymska hjá því stóra glappaskoti hins alþjóðlega tónlistarheims að láta gamla Kielland aldrei leika sinfóníur Brahms inn á hljómplötur með ein- hverri góðri hljómsveit. — Svo í kvöld, þegar Brúðarmarsinn og Hallingurinn voru leiknir, sannfærðist ég um, að þau væru alls ekki neitt raup, ummælin, sem eignuð eru gamla manninum, að hann þekkti leyndardóm Harðang- ursfiðlunnar betur en nokkur annar Norðmaður. Af miklu að miðla Svanasöngur Richards Strauss, Fjögur hinstu ljóð, verka svo makalaust einföld, laglínunnar vegna, þótt ekki skorti flúrið í hljómsveitarþáttinn. Sieglinde Kahmann söng þau eftirminnilega. Hún er ein þeirra söngkvenna sem kunna að notfæra sér hvernig rödd- in dökknar með aldrinum, en reynslan og skólinn blivur. Slíkur söngvari hefur af miklu að miðla. Ætli þeir brostu ekki út í annað Hljómsveitin lét ekki sitt eftir liggja og verður að telja hana hafa unnið óvenju gott verk. Ætli það brosti ekki einhver út í annað, sem fengi að heyra að hún hafi mátt spila Richard Strauss með fimm cellóum og heilum þremur bössum. Það var með ólíkindum hvernig hljómsveitinni tókst að þræða gullinn veg góðs jafnvægis í leik sínum. Svo lauk þessum ágætu tónleik- um með Júpíter. Flutningurinn verkaði heldur þurr og á vissum augnablikum styrfinn. Að því leyti var ekki um að ræða spurriingu um getu, heldur stíl. Hljómsveitinni hefði að mínu mati verið full vel treystandi til að varðveita glæsileik Júpíters þótt hún hefði verið hvött til meiri mýktar. Karsten Andersen stýrði liðinu styrkri hendi, eins og þegar best lét í tíð hans, sem aðalstjórnanda. Hann varðveitti eldmóð Kiellands, og honum er ekki síst að þakka frábær flutningur Hinstu ljóða Strauss. Og Sinfónían spjarar sig, þó fáliðuðsé. -EM. Sieglinde Kahmann — „hefur af miklu afl miflla.” KúrekastígvéI á dömur og herra SKÓVERZLUN Póstsendum ÞORÐAR PÉTURSSONAR Laugavegi 95 — Sími 13570 — Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.