Dagblaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 18
18
1
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
I
Uverpool bætti met Mill-
wall og vann Aston Villa
— Enn tapa Evröpumeistarar Nottingham Forest á heimavelli. Manchester-liðin í stuði á laugardag
Englandsmeistarar Liverpool bættu
frægt met Lundúnaliflsins Millwall fri
sjötta áratugnum, þegar þelr léku sinn
60. deildaleik á laugardag án taps.
Sigruðu þá Aston Villa á Anfield 2—1
og Kenny Dalglish skoraði sigurmark
Liverpool á lokaminútu leiksins.
Nokkur heppnisstlmpill var á sigri
Liverpool. Millwall lék 59 heimaleiki
án taps f 3. og 4. deild fyrir 13—15
árum, svo þar er varla samjöfnuður við
árangur Llverpool, sem leikið hefur
alla sina 60 leiki I 1. deildinni. Frábær
árangur og eflaust á hið sterka lið
Liverpool enn eftir að bæta leikjum við
þetta met. Meistarar Liverpool baða
sig nú i sviðsljósinu en Millwall er
meðal fallliða 3. deildar, án fram-
kvæmdastjóra og hefur boðið tvelmur
— þekktum leikmönnum þá stöðu að und-
anförnu. Fyrst Pat Rice, Arsenal — nú
Watford — siðan Brian Pop Robson,
Sunderland. Báðir höfnuðu.
bað voru 48.114 áhorfendur á
Anfield á laugardag, þegar Liverpool
mætti efsta liðinu í 1. deild, Aston
Villa, og bætti met Miilwall. Mesti
áhorfendafjöldinn á Anfieid á leik-
tímabilinu og munaði þar áreiðanlega
einhverju, að Liverpool neitaði að
sjónvarpsmyndir yrðu teknar af leikn-
um við Villa. Liverpool hafði sitt
fram, þar sem fjölmargir leikir liðsins í
haust hafa verið sýndir í sjónvarpinu.
Næstum hægt að reikna með því að
Liverpool yrði á skjánum og ýmsir því
talið ástæöulítið að leggja á sig langa
ferð til Anfield. Forráðamenn Liver-
pool hafa alvarlegar áhyggjur af lélegri
aösókn og þegar aðsókn að deildaleik
datt niður fyrir 27 þúsund var ákveðið
að draga úr aðsókn sjónvarpsmanna aö
Anfield.
En nóg um það. Snúum ok^tur að
leiknum við Aston Villa á laugardag.
Gífurleg spenna var meðal áhorfenda
og fljóðljósin strax sett á vegna
dimmviðris. Villa lék með óbreyttu liði.
Liverpool vantaði fyrirliðann, Phil
Thompson, viðbeinsbrotinn, og Colin
Irvine lék sinn fyrsta leik í aðalliðinu í
langan tíma. Irvine var lengi að ná sér á
strik í leiknum. Það setti mörk á
varnarleik liðsins og leikmenn Villa
voru mjög hættulegir i sóknar-
aðgerðum sínum án þess þó að þeim
tækist að skora í fyrri hálfleiknum.
Liverpool lék undir getu í fyrri hálfleik.
Þó varði markvörður Villa, Jimmy
R. Kerkhof
til Forest
— Southampton og
Man. City hafa samið
um Phil Boyer
Nottingham Forest stendur nú
í samningum við hollenzka lands-j
liðsmanninn _ (tæga, Rene van der
Kerkhof — einn bezta útherja
heims. Taldir miklir möguleikar á
að Rene, sem leikur með PSV
Eindhoven I Hollandl, farí tilj
Nottingham.
Southampton og Man. City
náð náð samkomulagi um Phil^
1 Boyer, markaskorarann mikla.,
Man. City vill borga 250 þúsund
I stcrlingspunda fyrír hann en
vegna mikilla meiðsla I liði
| Dýrlinganna varð ekki af þvi, aö!
Boyer færi til Manchester á
föstudag og Jéki með City gegn
i Coventrý. *
Þá hefur David Giles, fram-
vörðurinn snjalli I liði Swansea,:
verið settur á sölulista félagsins I
i að eigin ósk. Hann skoraði sigur-
mark Wales gegn Tékkóslóvakíu f
i HM-leik landanna sl. miðvikudag
— og skoraði eltt af fjórum |
j mörkum Wales i Reykjavik i júní
sl. Einu mörkin, sem hann hefur
| skorað fyrir Wales.
-hsím.
7
Rimmer, vel frá David Johnson og-
Kenny Dalglish. í heild veruleg
vonbrigði með leHC liðanna í f.h.
Annað var uppi á teningnum í þeim
síðari. Rimmer slasaðist og voru
sjúkraþjálfarar Villa þrjár minútur að
stumra yfir honum áður en leikurinn
hófst á ný. Og næstum strax á eftir
skoraði Liverpool fyrsta mark leiksins.
Það var á 66. mín. Dalglish skoraði
fallegt mark eftir undirbúning Terry
McDermott. Villa tókst að jafna á 80
mín. Miðvörðurinn sterki, Alan Eans,
fór upp að vítateig Liverpool í auka-
spyrnu. Fékk knöttinn og skoraði með
föstu vinsri fótar skoti. 1 — 1 og það fór
heldur betur um áhorfendur. Mundi
Liverpool mistakast yiö metið? — Nei,
það varð ekki og þrátt fyrir nokkur
svitandi augnablik fór svo í lokin, að
Liverpool náði báðum stigunum. Áður
hafði þó Peter Withe komið knettinum
í mark Liverpool. Var það dæmt af
vegna brots annars leikmanns. Dalglish
skoraði sigurmarkið nokkrum
sekúndum fyrir leikslok. Þrátt fyrir
tapið heldur Aston Villa enn forustu í
1. deild. Er þö aðeins tveimur stigum á
undan lpswich og hefur leikið tveimur
leikjum meira. Þá eru það úrslitin á
laugardag. Ekki var leikið í 3. og 4.
deild vegna 1. umferðar bikar-
keppninnar. 1. deild
Arsenai-Everton 2—1
Birmingham-Tottenham 2—1
Brighton-Man. Utd. 1—4
Liverpool-A. Villa 2—1
Man. City-Coventry 3—0
Middlesbro-Wolves 2-0
Norwich-Sunderland 1—0
Nottm. For.-lpswich 1—2
Southampton-Leeds 2—1
Stoke-C. Palace 1—0
WBA-Leicester 3—1
2. deild
Bolton-Grimsby 1—1
Bristol Rov.-Derby 1 — 1
Cambridge-Bristol Cily 2—1
Cardiff-Luton 1—0
Chelsea-Sheff. Wcd. 2—0
Newcastle-Wrexham 0—1
Oldham-Orient 0—1
Preston-QPR 3—2
Shrewsbury-Nott. Co. 1—1
Watford-Blackburn 1 — 1
West Ham-Swansea 2—0
Enn tapa Evrópumeistararnir
Það er slakt gengið hjá Evrópu-
meisturum Nottingham Forest þessa
dagana. Annað heimatapið í röð
og nú gegn Ipswich, liði, sem Forest
hefur gengið mjög vel gegn, síðan liðið '
komst aftur í 1. deild. Arsenal hefur
hlotið II stig af 12 mögulegum gegn
Anglíu-liðinu. En nú vann Ipswich sinn
fyrsta sigur á Forest um langt árbil.
Leikurinn var stórskemmtilegur.
Spennandi augnablik við bæði mörk en
það var ekki fyrr en á 37. mín. að
skorað var. Eric Gates gaf vel á Alan
Brazil, sem lék á Larry Lloyd og komst
frír að markinu. Peter Shilton hljóp á
móti honum en Brazil skoraði örugg-
lega. í siðari hálfleiknum sótti Forest
nær látlaust að marki Ipswich án þess
að skapa verulega hættu. Butcher og
Osmann voru frábærir í vörn Ipswich
og það.sem á markið kom, varði
Laurie Sivill. Meira að segja gnæfði
þessi minnsti markvörður i ensku
deildaliði oft yfir risana i vörn sinni.
Forset fékk 15 hornspyrnur I leiknum
gegn örfáum hjá Ipswich og eftir eina
þeúta tókst Ian Wallace að jafna.
sfljpní knettinum með hjólhesta-
spyrnu i markið. Það var á 76. min. og
áður hafði Wallace varla sézt í
leiknum. En þremur mín. síðar hafði
Ipswich náð forustu á ný. Franz
Thjissen, Hollendingurinn snjalli, lék
gegnum . vörn Forest og Frank Gray
brá honum innan vitateigs. Vítaspyrna,
og úr henni skoraði John Wark með
miklum þrumufleyg. Fleiri urðu
mörkin ekki þrátt fyrr pressu Forest
lokamínúturnar. Áhorfendur rúmlega
24 þúsund.
Arsenal komst í fjórða sætið eftir
Þcssir garpar voru i sviósljósinu á laugardag en lið þeirra töpuóu. Garth Crooks,
lengst til vinstri, þá Peter Shilton, Ardiles og Viv Anderson. Á myndinni er Osvaldo
Ardiles aö skora annað mark Tottenham i 0—3 sigrinum á Nottingham Forest fyrra
laugardag. Ardiles skoraði einnig á laugardag en þaö nægði Tottenham ekki til að
hljóta stig i Birmingham.
sigur á Everton á Highbury — Arsenal
án Willie Young. Leikurinn heldur
dapur lengstum. Á 30. mín. náði
Arsenal forustu með marki Brian
McDermott, sem sendi knöttinn i net-
möskva Everton eftir að mark-
vörðurinn hafði varið skot frá John
Holiins. McDermott var einn albezti
maðurinn á vellinum í leiknum. Á 44.
mín. komst Arsenal í 2—0. John
Gidman ætlaði að gefa aftur til mark-
varðar. Misheppnaðist hins vegar alveg
spyrnan. Frank Stapleton náði knett-
inum og skoraði. Á 55. mín. var
dæmd vítaspyrna á Arsenal. Billy
Wright, miðvörður Everton, tók hana
en Pat Jennings varði. Hélt þó ekki
knettinum, sem barst aftur til Wright
og hann skoraði, 2—1. Eftir það sótti
Everton mjög. Tókst þó ekki að jafna
og verðskuldaði ekki stig eftir frammi-
stöðuna framan af leiknum.
Manchester-liðin
í stuði
Man. Utd. hélt niður á suður-
ströndina og hafði sterkan Atlantshafs-
vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum á
leikvellinum í Howe. Brighton með
óbreytt lið eftir tvo sigurleiki í röð en
fyrirliði Man. Utd. Lou Macari, lá í
flensu. Buchan, McQueen og Wilkins
ekki með frekar en áður. En
Júgóslavinn Javanovic lék með á ný
eftir meiðsli og Mike Duxbury gat því
farið úr vörninni í stöðu Macari. Leik-
menn United náðu strax undir-
tökunum. Joe Jordan skallaði í mark
Brighton á 13. mín. eftir snjalla
sendingu Gary Birtles. Fréttamenn
BBC sögðu Jordan sem nýjan
leikmenn eftir að hann fékk Birtles sér
við hlið. Samvinna þeirra að verða frá-
bær. Enn hefur Birtles ekki skorað
síðan hann var keyptur frá Forest, og
varð að yfirgefa leikvöllinn á laugardag
rétt fyrir hléið vegna meiðsla. Man.
Utd. hafði þá skorað þrjú mörk.
Jordan sitt annað á 38. mín. og
Sammy Mcllroy hið þriðja á 44. min.
Gjafamark McNab. í síðari hálfleikn-
um minnkaði Andy Ritchie, miðherji
Brighton, áður Man. Utd. muninn i
1—3 áður en Duxbury skoraði fjórða
markið fimmmín. fyrir leikslok.
Man. City byrjaði með miklum
krafti á Maine Road gegn Coventry.
Skoraði tvivegis á fyrstu sjö
mínútunum. Fyrst Kevin Reeves, síðan
fyrirliðinn Paul Power. í síðari hálf-
leiknum skoraði Bennett þriðja mark
City, sem þarna vann sinn fimmta
heimasigur í röð undir stjórn John
Bond. Man. City hefur nú sex lið eftir
sérátöflunni.
Southampton án Keegan, Watson
og Williams sigraði Leeds. Charlie
George, sem lék sinn fyrsta leik í tæpa
tvo mánuði, skoraði fyrsta mark
leiksins á 10. mín. Arthur Graham
jafnaði fyrir Leeds. Mike Channon
skoraði sigurmarkið og í s.h. skoruðu
liðin ekki.
WBA lenti í nokkrum erfiðleikum
með Leicester. Áhorfendur aðeins
17.715 og þeir urðu hissa, þegar
Leicester sótti látlaust fyrstu mín. En.
svo skoraði WBA í sínu fyrsta
raunverulega upphlaupi. Brian Robson
á 7. mín. Siðar í hálfleiknum fékk
WBA víti en Wallington varði frá Gary
Owens. í s.h. jafnaði Gary Lineker
fyrir Leicester en leikmenn WBA tóku
þá heldur betur kipp. Staðan orðin
3—1 tíu mín. síðar. Fyrst skoraði
Moses — þá Owen úr annarri víta-
spyrnu.
Um aðra leiki er það að segja, að
Birmingham halar jafnt og þétt inn
stigin. Vann nú Tottenham. Cusbisley
skoraði fyrsta markið á 44. mín. Os-
valdo Ardiles jafnaði fyrir Tottenham
Aberdeen heldur enn þriggja stiga
forustu i skozku úrvaisdeildinni þrátt
fyrír jafntefli á laugardag við botnliðið
Kilmarnock 1—1 á útivelll. Rangers
náði heldur ekki nema jafntefli á úti-
velli, 0—0 i Edinborg við Hearts. Enn
tapar Celtic. Nú á heimavelli fyrír St.
Mirren 1—2. Morton vann Airdrie 3—
en Allan Ainscow skoraði sigurmark
heimaliðsins. Fyrirliði Middlesbrough,
Tony McAndrew, var rekinn af velli
gegn Úlfunum í s.h. en samt vann Boro
auðveldlega með mörkum Craig
Johnson og Dave Shearer. Steve Globle
lék með Norwich á ný og skoraði. Það
nægði til sigurs gegn Sunderland í
Norwich. Þá hlaut Stoke bæði sigin,
gegn Crystal Palace. Brendan
O’CalIaghan skoraði eina mark
leiksins.
Efstu liðin að
stinga af
Þrjú efstu liðin í 2. deild, West
Ham, Chelsea og Notts. County, hafa
náð góðri forustu. West Han vann
Swansea á heimavelli með mörkum
David Cross — hans 19. á leiktíma-
bilinu — og Goddard. 24.947 áhorf-
endur voru á Stamford Bridge og sáu
heimaliðið, Chelsea, sigra Sheff. Wed.
2—0 með mörkum Colin Lee og Clive
Walker í síðari hálfleik eftir að lið
Jackie Charlton hafði leikið mun betur-
í fyrri hálfleik. Ekki tókst að skora í
leiknum. Kappinn kunni, Duncan
McKenzie, skoraði mark Blackburn i
Watford, en Blissett jafnaði fyrir
heimaliðið. Annar mikill marka-
kóngur, Dixie McNeil, skoraði mark
Wrexham í Newcastle.
Staðanernúþannig:
I. deild
A. Villa 19 12 4 3 34- -17 28
Ipswich 17 10 6 1 29- -12 26
Liverpool 18 8 9 1 37- -19 25
Arsenal 19 9 6 4 30—20 24
Man. Utd. 19 6 11 2 26- -13 23
WBA 18 8 7 3 24- -16 23
Everton 19 9 4 6 31- -22 22
Nottm. For. 19 8 5 6 27- -21 21
Tottenham 18 7 6 5 32- -28 20
Birmingham 18 7 6 5 25- -21 20
Stoke 18 6 7 5 22- -26 19
Southamðton 19 7 4 8 33- -31 18
Middlesbro 19 7 4 6 28- -29 18
Sunderland 19 6 5 8 24- -23 17
Coventry 19 7 3 9 22- -31 17
Man. City 19 5 5 9 24- -31 15
Wolves 18 5 4 9 15- -25 14
Norwich 19 5 4 10 22- -36 14
Leeds 19 5 4 10 16- -32 14
Brighton 19Ú/4 4 11 21- -35 12
C. Palace 19 4 2 13 21- -37 10
Leicester 19 4 2 13 17- -33 10
2. deild
West Ham 18 12 4 2 32- -11 28
Chelsea 19 11 5 3 37- -18 27
Notts. Co. 18 10 7 1 24- -13 27
Sheff. Wed. 19 9 4 6 25- -23 22
Orient 18 8 5 5 27- -20 21
Swansea 18 7 7 4 24- -18 21
Blackburn 19 8 5 6 23- -19 21
Cambridge 18 9 1 8 25- -27 19
Derby 18 6 7 5 24- -26 19
Newcastle 19 7 5 7 16- -26 19
Luton 19 7 4 8 21- -24 18
Preston 18 5 8 5 16- -20 18
QPR 19 6 5 8 26- -21 17;
Cardiff 19 8 1 10 21- -27 17
Shrewsbury 19 4 8 7 18- -22 16
Wrexham 19 6 4 9 16- -21 16
Bolton 18 5 5 8 29- -26 15
Watford 18 6 3 9 22- -26 15
Grimsby 18 3 9 6 9- -16 15
Oldham 19 4 6 9 12- -19 14
Brist'ol City 19 3 6 10 14- -27 12
Bristol Rov. 19 1 9 9 16- -30 11
- hsim.
1 en Partick tapaði á heimavelli fyrir
Dundee Ctd. 2—3.
Aberdeen hefur 26 stig, Rangers 22,
Celtic 20, Dundee Utd. 16, Partick 15,
Airdríe 14, St. Mirren 12, Morton 11,
Hearts 8 og Kilmarnock 5. Öll liðin
hafa leikið 15 leiki.
Aberdeen enn með
3ja stiga forustu