Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980. Vont fólk sem kastar munaðarlausiim, land flótta Frakka frá sér — dómsmálaráðherra þarf að sýna kjark og breyta ákvötðun sinni Jón Bergsteinsson, Njálsgötu 84, skrifar: Það er einn aðkomumaður á íslandi. Hann er einn ágætur bón- bjargarmaður og heitir Patrekur Gervasoni. Ég get ekki varizt því að hafa um þetta örfá orð. Hann biður um landvistarleyfi. Hann er orðinn fastagestur í dagblöðunum þó ekki hafi hann beðið um þaðsjálfur. Ég leyfi mér að efast um að hann hafi óskað öðrum landsmönnum þess, sem bráðum eru að komast í minnihluta, að skilja okkur hin eftir í félagsskap þeirra manna, sem þreytt hafa um það kapp á síðum dagblað- anna að koma honum úr landi. Þetta er vondur félagsskapur, sem hvergi ætti að þrifast, svo lágkúrulega sem þetta fólk hugsar, þó að ekki séu skrifin alltaf eftir því jafn klén. Þetta eru ef til vill atkvæði, sem klassískur stjórnmálamaður treystir á, einstakl- ingshyggjumenn, húsbóndahollir að vísu en fullgóðir sem slíkir. Þessi landflótta fransmaður er munaðarlaus, elst upp á hælum í föðurlandi sinu. Þegar hann er byrjaður að lifa sínu eigin lífi, og er farinn að starfa i sinni iðn, þá fær hann kvaðningu í herinn. Hann hefur bein í neftnu til þess að neita því. Þessi afstaða hans ætti að vera hverjum ærlegum manni skiljanleg. Hann hefur af sannfæringu sinni hvorki viljað né getað gerzt urrandi róbót. För þeirra stýrimannaskóla- néma í dómsmálaráðuneytið hefur ekki verið til einskis farin ef þeir segjast leggja að jöfnu sjómennsku á íslandi og herþjónustu á Frakklandi og taka nám sitt alvarlega. Það ætti engum að vera ofraun að taka mark á þeim piltum. Ég get alveg fallizt á að menn sýni sinni fræðigrein og sínum banda- mönnum tryggð. En ef í þessu tilviki þarfað visa Patrick Gervasoni burtaf landinu til þess að sú hollusta fái staðizt, þá er hún verri en engin. Ég skora á dómsmálaráðherra að sýna þann kjark sem til þarf i þessu máli. „Þetta eru e.t.v. atkvæði sem klasslskur stjórnmálamaður treystir á, einstaklings- hyggjumenn, húsbóndahollir að visu en fullgóðir sem slikir.” — Myndin er af laganemum afhenda dómsmálaráðherra hundrað undirskriftir til stuðnings við á- kvörðun hans. DB-ntynd: Gunnar Örn. FÉKK UNDANÞÁGU FRÁ HERÞJÓNUSTU — með þvíað vinna á sjúkrahúsi íReykjavík Skúli líringdi: I Frakklandi geta menn sloppið við herþjónustu með því að vinna að hjálparstörfum í vanþróuðum löndum. Ég veit um einn franskan mann sem sótti um undanþágu frá herþjón- ustu með tilvísun til þessa ákvæðis á þeim forsendum að hann ætlaði að vinna á íslandi. Það var samþykkt og vinnur hann nú á sjúkrahúsi í Reykjavík. Því finnst mér fáránlegt að senda Gervasoni úr landinu. Við gætum sjálf látið hann vinna einhver hjálparstörf hér á landi. Kúbanskir flóttamenn koma til Bandarikjanna. Bréfritarar segja Banda- ríkjamenn eiga við geigvænlegt vandamál að stríða vegna kúbanskra flóttamanna. 8332—8746, 7165—6284, 4714— 8057 og 5806—4432 biðja í samein- ingu fyrir eftirfarandi orð: „Við skorum á það fólk sem vill Gervasoni úr landi að fylgja málinu eftir. Við bendum Guðrúnu Helga- dóttur á það að i þeim löndum sem hafa þá pólitík sem hún aðhyllist er 3—5 ára herskylda eða 30 ára Síberíuvist ef fólkið neitar að gegna herþjónustu. Ungmennin í dómsmálaráðu- neytinu virðast ekki gera sér grein fyrir því hvers konar flóðgátt gæti opnazt og yrði opnuð ef við hleyptum þessum eina manni inn í landið. Bandaríkjamenn eiga nú við geig- vænlegt vandamál að stríða vegna allra flóttamannanna frá Kúbu. Við íslendingar eigum þetta land og eigum ekkert að hleypa inn til okkar fólki sem vill komast hingað á þann hátt sem Gervasoni vill. Raddir lesenda SÍBERÍA Í30ÁR —fyrir að neita að gegna herþjónustu HERERBOKIN! HVITA STRIÐIÐ - VEGAMÓT OG VOPNAGNÝR eftir Hendrik Ottósson TVÆR BÆKUR, ENDURÚTGEFNAR í EINNI BÓK! HVÍTA STRÍÐIÐ greinir frá deilunum miklu út af rússneska piltinum Nathan Friedmann, sem Olafur Friðriksson hafði með sér hingað til lands frá Moskvu, en var vísað úr landi. Vegna þess máls urðu átök við lögreglu, fangelsanir qg marvísleg eftirköst. VpGAMÓT OG VOPNAGNÝR fjallar m.a. um Kolagarðsþarflagann, þar sem sjómenn og útgerðarmenn deildu, söguleg Alþýðusambqndsþing, afsKjpti af verkalýðsmálum í Vestmannaeyjum og ýmsa sérkennilega Eyjamenn, komu brezka hersins o.fj. Sfíjl Hendriks er léttur og leikandi og allar hafa frásagpir hans menn'ingarsögulegt gildi. HARÐFENGI OG HETJULUND eftir Alfred Lansing Hér er sagt frá hinni ótrúlegu hrakningaför Sir Ernest Shackletons til. Suðurskautsins. Þar var unnið eitt mesta afrek, sem sögur fara af, og varð leiðangurinn glaest lofgerð um hugrekki og þrek í linnulausri baráttu við hungur og harðrétti, vosbúð og kulda. „Einhver mesta ævintýrafrásögn vorra tíma, hrottalegur lestur, en eigi að síður hrífandi.“ — New York Times. „Þessi bók verðskuldar að hún sé lesin meðan mannkyn er uppi.“ — Chicago Tribune. HARÐFENGI OG HETJULUND ER SANNKÖLLUÐ HÁSPENNUSAGA! BÓKABÚÐ OL/VERS STEINS SEI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.