Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 15
141 Úrslitaleikur íkörfunni Í kvöld fer fram sá leikur sem getur vafalitiö haft úrslitaáhrif i úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Valur og KR mœtast þá í Höllinni kl. 20. Valsmenn með 4 töp á bakinu hafa svo gott sem afskrifaö sina mögu- leika á titlinum en KR-ingar hafa ekki tapað nema tveimur leikjum og eru eins og stendur eina liðið, sem ógnað getur veldi Njarðvíkinga. KR þarf nauð- synlega að sigra i kvöld til að geta veriö með í barátt- unni og sigur Vals myndi gera vonir KR-inga að nær engu. Það má því búast við hörkuslag eins og reyndar alltaf er þessi tvö félög mætast. Dalglish kominn meðfótígifs — missir af leiknum við Ipswich Kenny Daiglish er kominn með fótinn i gifs eftir meiðsli sem hann hlaut gegn Tottenham á Anfield sl. laugardag. Hann verður því ekki með i hinum mikilvæga leik gegn Ipswich nk. laugardag þar sem I.iverpool verður að sigra lil að eiga möguleika í baráttunni við Angliu-liðið á toppnum. Dalglish hefur leikið hvern og einn einasta 1. deildarleik fyrir Liverpool frá því hann var keyptur, eða 147 talsins. Fashanou sagði nei við nýjum samningi Justin Fashanou sagði neí við nýjum samningi sem Norwich bauö honum i gærdag. Fashanou, sem aðeins er 19 ára gamall og talinn efnilegasti miðherji Englands í dag, hefur gert 15 mörk á keppnistíma- bilinu og mörg félög hafa litið hann hýru auga. Lceds hefur haft augastað á honum um tíma og bauð fyrst 500.000 pund í hann. Því var hafnað og aftur fékk Lceds nei þótt féiagið hækkaði boð sitt í 800.000 pund. Ensku blöðin hafa verið að tala um 2 milljónir punda fyrir hann en Fashanou sagði i BBC i gær: „Ég er ekki þeirrar upphæðar virði. Ein milljón punda væri e.t.v. nær lagi.” Þá kom það fram að Fashanou er þegar farinn að líta megin- landið hýru auga og vill reyna fyrir sér þar. Meðbrotinnmark- mann til Póllands ipswich Town hélt i gærkvöld áleiðis til Póllands, þar sem liðiö mætir Widzem Lodi i síöari lcik liðanna i UEFA-keppninni. Aðeins einn mark- vörður, Paul Cooper, var með I förinni, og hann er nefbrotinn. Laurie Sivell gal ekki tekið stöðu hans þar sem hann er enn verr mciddur en Cooper. Staða Ipswich er þó varla í hættu þvi Lodz iá 5—0 á Portman Road i fyrri leiknum. Jones skorinn og Smith á sölulista Tottenham hefur sett Gordon Smith, sem liðið keypti frá Aston Villa fyrir 150.000 pund fyrir u.þ.b. ári á sölulista. Smith hefur ekki náð að komast í aðallið Spurs og vill nú fá að spreyta sig annars staðar. Þá hefur Chris Jones verið skorinn upp vegna meiðsla i ökkla, sem hann hefur átt viö að striða um hriö. Metvinningur í 16. leikviku kom fram einn seðill með 11 réttum og var vinningur fyrir hann kr. 8.797.000. Eigandinn er Reykvikingur, sem fékk þcnnan vinning fyrir 8 raða seðil. Fyrir 10 rétta, sem reyndust vera í 31. röð, koma kr. 121.600.- Vetur konungur er að halda innreið sina á Bret- landscyjum, og kemurhann fyrst illa við norðlægari héruðin, svo scm Skotland og nyrztu héruð Englands, en þar átli einmitt leikur Newcastle og Blackburn að fara fram. Vegna fannkomu varö að fresta leiknum og segir það nokkuð um „getspeki” þess sem velur leikina á getraunaseðliitum, að hilta á eina leik 2. deildar, sem féll niður á laugardag. :r.*trr. lón Jörundsson rekinn af velli í sögulegum leik ÍR og ÍS í gærkvöld: ÍR-ingar þoldu ekki mót- lætið og ÍS fór á kostum —Óvæntustu úrslit vetrarins í körfunni er Stúdentar möluðu ÍR-inga 103-71 Óvæntustu úrslitin í úrvalsdeildinni í vetur urðu tvimælalaust i gærkvöld í íþróttahúsi Hagaskólas er 18 áhorf- endur sáu ÍS gersigra ÍR með 103 stigum gegn 71 eftir að hafa leitt 54— 27 í hálfleik. Á meðan ÍR-ingar börðust við skapið f sjálfum sér og tuðuðu sí- fellt i annars anzi mistækum dómurum notuðu Stúdentar tækifærið og gengu inn og út um vörn þeirra. Strax í upphafi varð Ijós hvert stefndi og ekki. bættu úr skák vægast sagt kátbroslegar innáskiptingar IR-inga f upphafi leiksins. Þeir bræður Jón og Kristinn, Kolbeinn, Andy Fleming og Sigmar hófu leikinn og eftir 5 mín. var staðan 10—6 ÍS í vil. Þá var öllu byrjunar- liðinu eins og það lagöi sig skipt út af og varamennirnir komu inn á í fullri baráttu. Hún dugði hins vegar skammt og er þeim var skipt út af eftir 2 mín. veru á vellinum var staðan orðin 18—6. Það skipti engu máli þótt byrjunar- liðið kæmi inn á aftur. Leikmenn ÍR höfðu allt á hornum sér út leiktímann og uppskeran varð ótal tæknivíti og Jóni Jörundssyni var siðan vísað út af í kaupbæti fyrir eitthvað er hann lét út úr sér. Eftir leikinn lá hins vegar ekki á lausu hvað það var og læðist að manni sá grunur að Þráinn Skúlason dómari hafi e.t.v. verið aðeins offljótur á sér. Það þarf ekkert að vera að rekja Borg enn kjör- inn sá bezti! Björn Borg var í gærkvöld útnefndur tennisleikari ársins 1980 og kemur það vist fæstum á óvart. Það var tímaritið Tennis Magazine sem stóð að kjörinu. John McEnroe varð annar í kosning- unni en hann hefur háð skemmtilega hildi við Borg á árinu. Jimmy Connors varð þriðji, þá kom Ivar Lendl frá Tékkóslóvakíu, Guillermo Vilas frá Argentínu, Gene Mayer, Bandaríkjun- Lens sigraði Lens, félagið, sem Teitur Þórðarson gengur að öllum líkindum til liðs við innan skamms, sigraði Tours 3—0 i frönsku 1. deildinni un helgina, en úr- slit annarra leikja urðu þessi: Auxerre- Strasbourg 1-1, Laval-Bordeaux 2-4, Metz-Nancy 2-0, Monaco-Lyons 2-1, Nantes-Nice 4-1, Paris St. Germain- Lille 4-1, St. Etienne-Bastia 3-0, Sochaux-Nimes 2-1, Valenciennes- Angers 0-0. St. Etienne og Nantes leiða nú deildina með 31 stig hvort félag, Bordeaux kemur þá með 28 og Paris St. Germain með 26. StaðaníBelgíu Anderlecht Beveren Standard Lokeren FC Brugge Courtrai Molenbeek Lierse Waregem Winterslag Berchem CS Brugge Gent Waterschei Antwerpen Beerschot Beringen FC Liege Staðan Staðan í Bunedsligunni: Bayern Múnchen 16 12 2 Hamburger Kaiserslautern Dortmund Stuttgart Frankfurt Köln Leverkusen Núrnberg Bochum Duisburg Karlsruhe Gladbach Uerdingen 1860 Múnchen Dússeldorf Schalke 04 Bielefeld 40-19 26 38-18 24 32- 17 21 36-27 19 33- 24 19 29-30 18 31-27 17 25-22 15 29-28 15 24-24 15 21-24 19-29 13 8 23-34 7 22-27 7 21-26 7 24-32 9 22-45 10 20-36 13 12 12 9 7 um.Vitast Gerulaitis Bandarikjunum, Harold Salomon, enn einn Kaninn, Jose Luis Clerc frá Argentínu og 10. varð Brian Gottfried frá Bandaríkjun- um. í kosningunni hjá konunum var það Chris Evert Lloyd sem varð efst en sigurvegarinn frá i fyrra, Martina Navratilova frá Tékkóslóvakíu, varð aðeins 4. í ár. Tracy Austin varð önnur og Evonna Goolagong frá Ástralíu varð þriðja en hún er enn i fullu fjöri þrátt fyrir að vera komin vel til áranna. í fimmta sætinu varð Hanna Mandli- kova frá Tékkóslóvakiu. Benfica efst Benfica er enn langefst í Portúgal eftir 4—1 sigur á Belenenses um helgina. Porto, sem kemur næst á eftir sigraði Academico de Viseu 2—0 og Portimonese komst i 3. sætið með 1—0 sigri yfir Sporting Lissabon, sem er í 4. sætinu. Guimaraes er í 5. sæti eftir 1— 2 tap fyrir Amora. Bylting í GR! Alger bylting varð i for- mannskjöri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur fyrir skömmu og féll formaðurinn, Magnús Jónasson, með miklum at- kvæðamun á aðalfundinum. Svan Friðgeirsson var kjörinn formaður með 58 atkvæöum gegn 35 atkvæðum er Magnús fékk. -SSv. gang leiksins. Þrjátíu stiga munur ÍS hélzt nær óbreyttur allan síðari hálf- leikinn og Stúdentar kunnu greinilega að meta frelsið, sem þeir fengu í sókn- inni. Coleman fór á kostum þó hann sýndi kæruleysi undir lokin. Jón Odds- son byrjaði af fítonskrafti en dalaði er á leikinn leið. Var engu að síður liði ÍS geysimikill styrkur. Þá lék Gunnar Thors með eftir talsvert hlé og stóð sig stórvel. Gísli barðist eins og alltaf geysilega vel og var að auki lunkinn vel undir körfunni. Það voru þeir Gísli, Árni og Jón, sem fóru hvað verst með ÍR-ingana er þeir skoruðu hverja körfuna á fætur annarri úr hraðaupp- hlaupum. ÍR-ingarnir sátu einfaldlega eftir og sá eini sem virtist hafa áhuga á verkefninu var gamla kempan Kristinn Jörundsson, sem aldrei gafst upp. ÍR-ingar voru allan tímann sann- færðir um að dómar leiksins væru á móti þeim. Gengust þeir upp í þvi að vera með sífellt röfl og leiðindi — allir nema Andy Fleming, sem sýndi að vanda staka kurteisi. Sömu sögu má reyndar segja um kollega hans í ÍS- liðinu, Mark Coleman, sem leikur alla leiki með bros á vör hvort heldur illa gengur eða ekki. Auk Kristins voru það þeir Fleming og Guðmundur Guð- mundsson sem vöktu athygli og Kol- beinn virtist geta skorað þegar hann vildi. Viljinn virtist hins vegar vera tak- markaður! Það þarf ekki að leiða getum að því að ÍS getur hæglega bjargað sér frá falli í vetur leiki liðið af sama krafti og í gær. Leikmenn geisluðu allir af leik- gleði og er það annað en hefur verið uppi á teningnum að undanförnu. Hins vegar þurfa þeir varla að gera sér vonir um að fá jafnlitla mótstöðu aftur í bráð og í gær. ÍR-liðið fellur nú þriðja árið í röð í sömu gryfjuna. Liðið springur á limminu og liðsandinn virðist ekki vera upp á það allra bezta. Hæfileikarnir eru hins vegar fyrir hendi hjá Ieik- mönnum liðsins en það dugir ekki að Iáta þá ónotaða. Stigin. ÍS: Mark Coleman 36, Jón Oddsson 18, Gísli Gislason 16, Gunnar Thors 14, Árni Guðmundsson 11, Bjarni Gunnar Sveinsson 4, Ingi Stefánsson 4. ÍR: Andy Fleming 18, Kristinn Jörundsson 17, Guðtnundur Guðmundsson 14, Kolbeinn Kristins- 12, Jón Jörundsson 6, Björn son Leósson 4. -SSv. Ársæll er hér ásamt konu sinni, Björk Georgsdóttur, og syninum Jóhanni Birki með heljarmikla ávisun, sem DB útbjó í tilefni atburðarins 1 gærkvúld. DB-mynd Einar Ólason. IÞETTA V0RU ERFIÐAR ISEX KLUKKUSTUNDIRl —sagði Ársæll Friðriksson, sem vann stærsta vinninginn í sögu Getrauna er hann fékk 8,8 milljónir „Ég er varla farinn að trúa þessu — maður er ennþá í gleðivímu,” sagði Ársæll Friðriksson, þrítugur Reykja- víkurbúi, sem vann tæpar 9 milljónir í Getraunum um helgina. Upphæðin var Kristinn yf irgefur Fylki Allt bendir til þess að Fylkismenn missi annan máttarstólpa liðsins undan- farin ár er Kristinn Guðmundsson bak- vörður fer til Svíþjóðar innan skamms. Kristinn vill freista gæfunnar eins og svo margir aðrir en verði af þvi að hann fari, hafa Fylkismenn missl tvo af beztu mönnum sínurn, hann og Hilmar Sighvatsson. -SSv. reyndar nákvæmlega 8.797.000 og fékk Ársæll hana fyrir að vera með alla leiki seðilsins — 11 að tölu — rétta. Einum leik, viðureign Newcastle og Black- burn, var frestað. „Ég var með tvö lítil kerfi — annað 36 raða og á það fékk ég vinninginn og hitt upp á 81 röð,” sagði Ársæll. „Ég hef nú ekki tippað mikið að undanförnu en gerði mikið að því hér áður fyrr. Hins vegar var ég nýfarinn að tippa aftur. Ég hef alltaf fylgzt vel með ensku knattspyrnunni og á þar mitt uppáhaldslið etns og flestir, Man-, chester United. Þeir hafa hins vegar oft reynzt mér erfiðir á seðlinum og svikið þegar maður treysti á að þeir ynnu sína leiki. Ég dlkynnti Getraunum það í gær kl. 11 að ég væri með 11 rétta og Eina klappið er Gunnar birtist — FH vann Fylki 27-18 í 1. deild handboltans í Hafnarfirði Kristján Arason skorar hér eitt marka sinna i gærkvöld. DB-mynd S. Ekki þurftu FH-ingar að taka á hon- tm stóra sinum i gærkvöld til að vinna itórsigur á Fylki i 1. deild íslandsmóts- ns I handknattleik i íþróttahúsinu i Jafnarfirði. Lokatölur 27-18 eftir að FH hafði náð átta marka forustu i fyrri lálfleik. Skoraði átta siðustu mörkin í Það var ekki rismikill handknatt- , sem liðin sýndu en það gladdi jreinilega áhorfendur í Hafnarfirði, ægar Gunnar Einarsson kom inn á og ék síðasta stundarfjórðunginn með 'H. Hann handarbrotnaði í fimmta eik mótsins. Fylkir skoraði tvö fyrstu mörk leiks- ns og hafði tveggja marka forustu um íma, 1-3 og 2-4. FH jafnaði í 4-4 og eig svo fram úr, 6-4, en Fylkir jafnaði. ryrst í 7-7, siðan 8-8. Þá virdst allt út- lald búið hjá Árbæingum. FH skoraði átta mörk á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiksins. Fylkir ekkert. Staðan breyttist i 16-8, og það voru tölurnar í hálfleik. Öll spenna úti. í síðari hálfleiknum jókst munurinn strax í tiu mörk, þegar FH skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins, 19-9. Eftir það hélzt níu til tíu marka munur og FH keyrði á öllum sinum leikmönnum. Geir Hallsteinsson sáralítið með. Fylkir átti aldrei möguleika og ekki bætti úr skák að einn bezti maður liðsins, Einar Ágústsson, meiddist í fyrri hálfleikn- um. Gat ekki leikið meira eftir það. Það var helzt spenna um það hvor skoraði fleiri mörk Kristján Arason í FH eða Gunnar Baldursson í Fylki. Þar varð jafntefli. Báðir skoruðu níu mörk en Gunnar lét Gunnlaug Gunniaugs- son, markvörð FH, verja frá sér tvö víti. Kristján komst í annað sætið yflr markaskorara mótsins. Hefur skorað 74 mörk eða að meðaltali 7,4 mörk í leik. Gott hlutfall það. Gunnar er í fjórða sæti með 64 mörk. Mörk FH i leiknum skorðu Kristján 9/2, Sæmundur Stefánsson 5, Þorgils Mathiesen 3, Guðmundur Árni Stefánsson 3, Hans Guðmundsson 2, Pálmi Jónsson 2, Geir, Guðmundur Magnússon, Valgarður Valgarðsson eitt hver. Mörk Fylkis: Gunnar 9/3, örn Hafsteinsson 3, Einar Ágústsson 2, Stefán Gunnarsson, Stefán Hjálmarsson, Magnús Sigurðsson og Ásmundur Kristinsson eitt hver. Dómarar Björn Kristjánsson og Óli Olsen. FH fékk þrjú víti. Jón Gunnars- son varði eitt frá Kristjáni. Fylkir fékk 5 víd. ‘Gunnar skoraði úr þremur. Engum leikmanni Fylkis var vikið af velli — þremur úr FH. Guðmundi Árna tvívegis, Sæmundi og Valgarði. -hsím. þeir höfðu þá þegar fundið seðilinn minn. Mér var sagt að ég væri sá eini og það tók 6 klukkustundir að fá staðfest- ingu á að enginn annar væri með 11 rétta. Þetta voru erfíðir 6 tímar. Ég hringdi með reglulegu millibili niður á skrifstofu til þeirra og þegar ég loks fékk að vita að ég væri einn um hituna ætlaði ég vart að trúa mínum eigin eyr- um. Ég bjóst aldrei við þvi að fá efsta vinninginn einn — hvað þá að hann væri svo gífurlega hár sem raun ber vitni.” Hvað ætlarðu svo að gera við pen- ingana? ,,Ég er nú varla farinn að hugsa svo langt ennþá. Það er bezt að sleppa öll- um draumórum og halda sig við jörðina og lofa vimunni að renna af manni. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þessir peningar koma sér ákaflegá vel því við hjónin erum í íbúð sem við þurfum að kosta talsverðu upp á,” sagði Ársæll og fagnaði með konu sinni og tveimur börnum, og hver getur svo sem láð honum það. - SSv. Kristján æfir á Húsavík gæti farið svo að hann léki með Völsungi næsta sumar Kristján Olgeirsson er kominn aftur til Húsavíkur og mun dveljast þar a.m.k. fram í marz og æfa með fyrrver- andi félögum sínum i Völsungi. Sögu- sagnir hafa gengið þess efnis að hann ætlaði sér að leika með Völsungi í sumar en enn mun allt óráðið um það. DB hafði í gær samband við Kristján og vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um málið. Þá var og rætt við knatt- spyrnuráðsmann á Húsavík, en hann vildi heldur ekki tjá sig um málið. DB hefur þó eftir árelðanlegum heimildum að Húsvikingar hafi leitað hófanna hjá Kristjáni og það kæmi vart á óvart þótt Fram malaði Þór íslandsmeistarar Fram f 1. deiid kvenna i handknattleik höfðu ekki mikið fyrir þvi að sigra stöliur sínar úr Þór á Akureyri um helgina. Lokatölur urðu 23—12 Fram í vil eftir að staðan hafði verið 11—8 í hálfleik. Jafnt var framan af og t.d. var staðan 5—5 á 18. mínútu, en eftir það sigldi Fram fram úr og aldrei varð nein spurning um sigurvegara. Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 7, Jóhanna Halldórsdóttir 7,. Oddný Sigsteinsdóttir 3, Margrét Blöndal 3, Kristin Orradóttir og Sigrún Blomsterberg 1 hvor. Þór: Þórunn Sigurðardóttir 6, Dýrfinna Torfadóttir 3, Anna Gréta Halldórsdóttir 2 og Magnea Friðriksdóttir 1. -GSv. hann léki með Völsungi næsta sumar. Félagi hans úr Skagaliðinu, Jón Gunn- laugsson, hefur gerzt þjálfari hjá Völs- ungi og mun jafnframt leika með liðinu og verða því mikill styrkur. Þá stóð um tíma til að Börkur Ingvarsson, mið- vörður KR, færi til Húsavikur, en hann hætti við. Bræðurnir Hafþór og Helgi Helgasynir hafa verið orðaðir við félagið á ný og greinilegt er að gróska er i knattspyrnunni á Húsavík um þess- armundir. -SSv. Naumur sigur ÍBK gegn Þór —heimamenn sigruðu 83-81 KörfuknatUelkur, l-delld. fBK-Þör Ak. 83-81 (B0-48I. Ef Valdimar, sem var nýkominn inn á fyrir Garry Schwartz, hefði ekki leikið knettinum út fyrir hliðarlinu, nokkrum sekúndum fyrir leikslok, er aldrei að vita nema Þór hefði jafnað metin. Staðan var þá 83—81 og vissulega timi til að senda knöttinn i körfuna. í framlengdum leik gat lika allt gerzt, en heimamenn höfðu knöttinn og leiktíminn rann út. Þar með hafði IBK bætt við sig fimmta sigrinum, og fetar i fótspor nágranna sinna Njarðvikinganna, eru með fullt húsíl.deildhtni. --------- Annars leit heldur illa út fyrir ÍBK þegar Terry Read fékk fimmtu villuna, að vísu umdeilanlegt atriði, þegar um mínúta var til hlés og staðan 46—44. Bjuggust þá flestir við að liðið myndi veikjast að mun en það fór á annan veg. LJr tveggja stiga forskoti í byrjun séinni hálfleiks, juku heimamenn bilið upp í 11 stig, þegar mest var, en þegar Axel Nikulásson, einn sterkasti maður ÍBK, fékk sína fimmtu villu, tók að syrta í álinn. Norðanmenn söxuðu á' forskotið, en fyrir óheppni í körfuskotum og klaufaskap tókst þeim ekki að knýja fram sigur, þótt litlu munaði. Líkast til hefur brottför Garry undir Iokin verið þyngst á metunum í þeimefnum. Einar Steinsson var geysilega sterkur, bæði í vörn og sókn. Skoraði hann 23 stig, en næstur kom Axel Nikulásson, Jón Kr. Gislason ogTerry Read 12stig, fyrir ÍBK. Af norðanmönnum var Garry Schwartz hæstur með 31 stig, Alfreð Tulinius 22 og Jón Héðinsson 16. Dómarar voru þeir Björn Ólafsson og Hilmar Hafsteinsson og dæmdu vel.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.