Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980. andi að lesa um íslendinga, sem náð hafa árangri erlendis og Bob Thor- stenson í Seattle er, sem betur fer, ekki sá eini sem er þessu landi okkar til sóma sem slíkur. Það sem er aftur á móti dálitið skrýtið er sú staðreynd að þeir kostir hans, sem upp eru taldir í greininni í „Pacific Fishing”, myndu líklega verða til þess að hann kæmist ekki í miklar álnir hér á meðal okkar. Við erum nefnilega með annað „system”. Ef við ættum að finna einhverja hliðstæðu á íslandi gætu ummæli annarra í þeirri grein orðið á þessa leið um fyrir- myndarmanninn í okkar þjóðfélagi: „Hann hefur mjög góð pólitísk sam- bönd og hefur hreiðrað um sig í öll- um helztu hagsmunasamtökum greinarinnar. Hver einasti maður veit að hann fer á einhverju öðru en vit- inu. Hann er alltaf með kjaftinn á lofti. Hann hefur sjálfur unnið sig upp allan stigann frá því að vera fiskimaður sjálfur, hann hefur þvi enga samúð með þeim sem vinna störfin í greininni. Það er ekkert að marka það sem hann segir, hann er tvöfaldur i roðinu og finnst það hrein sveitamennska ef honum tekst ekki að pretta einhvern í viðskiptum. Eftir að hann varð forstjóri hefur hann ekki snert jörðina og það bókstaflega rignir upp í nösinaá horium síðan.” Eins og við sjáum þá er þetta ein- ungis eitt dæmið enn um mismun- andi atferli eftir því hvers eðlis það hagkerfi er sem við búum við. Og úr því að sprenglærðir hagfræðingar geta þráttað um það árum saman hvort kerfið sé nú betra, þá er ekki von til þess að okkur leikmönnunum verði mikið ágengt. í okkar „systemi” lifir þjóðin á þvi að tapa á því að gera út á auðugustu fiskimið veraldar vegna þess að við viljum ekki tapa á neinu öðru. í hinu „systeminu” þarna vestra græða þeir á útgerð sem kunna að gera út en það er einungis af því að þar er ekkert jafnrétti, ef skussarnir fengju að reyna líka þá færu þeir að tapa eins og við. Sem sagt; það er erfitt að sjá hvort kerfið er betra og ef miðað væri við fólksfjölda er ómögulegt að spá fyrir um útkomuna á saman- burðinum. Þegar ég bar þetta mál undir kunningja minn, sem er hagfræðing- ur, sagði hann að þetta væri ekki svona einfalt. Hann sagði að menn á borð við Bob Thorstenson væru vissulega til á íslandi, en þeir yngstu þeirra væru um sjötugt. Þar með er komin ein ráðgátan enn. Einhver hefur sagt að fsland sé frumskógur hagfræðinnar, það skyldi nú ekki vera svo? Leó M. Jónsson tæknifræðingur. Kjallarinn Skúli Magnússon kjósendum að raða frambjóöendum að vild sinni og kjósa þvert á alla flokka og flokksbönd. Það vantar aðeins viljann að reyna slfkt fyrir- koniulag. íslendingar þurfa ekki að kvarta undan neinum eihokunarhring á fjár- málasviðinu. En þeir eiga samt sem áður undir högg að sækja gagnvart annars konar einokunarhringjum. Einokun getur verið á fleiri sviðum en hinu fjárhagslega. Af þessum einokunarhringjum ber fyrst að nefna samtryggingu stjórnmála- flokkanna. Þrefaldur varnarmúr stendur í vegi fyrir áhrifum kjósandans á stjórn landsins: flokksapparötin, 13 Opið bréf til dóms- málaráðherra Ég hlustaði á þig í sjónvarpinu í gærkvöldi og bar saman menntun okkar án nokkurs ótta. Mín er úr skóla Iífsins frá 1897, en þín úr há- skóla og skal slikt ekki lastað, þótt manni sýnist stundum krónunni bregða fyrir á heilaregisti þeirra. Ég viðurkenni að þú stendur tveim fót- um í hinum skrifuðu lögum, sem getur þó verið annað en lögmál mennskunnar. Lögum mætti kannski til einföldunar skipta í tvennt og einnig spyrja hverjir eigi lögin. í svo- nefndum mannréttindalöndum eru þau skráð á pappir, en í öðrum gilda syrpulög, sem framlengjast af sjálfu sér. Pappírslögin á yfirstéttin, en þeim má oft hnika til á margan hátt. Ég hefi lesið sanna sögu af afburða lögmanni í Bandaríkjunum sem gat sýknað hvern einasta mann fyrir glæpahringana. Mér eru aftur ofar í huga tveir bæjarfógetar í minni N- Múalsýslu, Jóhannes Jóhannesson og Ari Arnalds. Þeir virtust fundvísir á smugur til sátta sem báðir aðilar undu. Nú vildi ég benda þér á svo- nefnt Hánefsstaðamál. Þaðstóð útaf dánum manni Sigurði að nafni og þótti laukur sveitarinnar. Hann hafði kynnst úniturum vestan hafs og tók loforð af konu sinni á dánardægri að láta ekki prest jarða sig. Konan var mikill skörungur, en presturinn aftók að hlýða þessu. Hún galt samt presti allt þessu viðvikjandi og fékk siðan leyfi landeiganda fyrir heimagrafreit og lét jarða mann sinn þar. Prestur- ,Mín trúa er sú, að aldrei verði pappírs- ^ lög svo voldug, að góðviljaðir menn geti ekki fundið út úr þeim sem réttlátasta merk- Gervasoni — „Verst þótti mér tal þitt um framtíð Gervasoni og mundi telja það undir fals.” inn var auðvitað háskólagenginn og heimtaði að líkið yrði grafið upp og hóf mál þar að lútandi. Ekki fóru þó sögur af þvi að prestur þessi hefði öðrum fremur guð í taumi. Jóhannes fógeti dæmdi í máli þessu og sýknaði ekkjuna að fullu og síðar kom skeyti frá konungi „of sama far”. En ísland missti af þessari konu og börnum þeirra til Vesturheims. Min trúa er sú að aldrei verði pappirslög svo voldug að góðviljaðir menn geti ekki fundið útúr þeim sem réttlátasta merkingu. Aftur á móti sér maður oft að flinkir lögmenn vinna mál eins og að vagga barni, þótt siðgæðis ilmur fylgi lítt. Hvað gerðist þá í Frakklandi? Öll viljum við fá á okkur gæða- stimpil hvað sem réttlæti líður. Verst þótti mér tal þitt um framtið Gerva- soni og mundi telja það undir fals. Þarna færðu kannski ástæðu til að útvega mér fritt fæði og húsnæði. í Danmörku er herskylda og ég sé ekki að þeir taki við svona manni. Ég þekkti mann sem neitaði þar her- skyldu og hann fékk sína Brimar- hólmsvist. Svo er það Frakkland, hefurðu ekki mislesið söguna um „glataða soninn”. Hvað heldurðu að gerðist í Frakklandi ef þeir tækju manni þessum eins og sagan hermir réttilega? Þú talar um þá menn sem hér eru dæmdir til refsingar, um það skal ekki þráttað, enda að mestu svo- nefndur fyrirsláttur. Slikt er annars eðlis og þar verður á að ósi stemma. Það getur ekki liðist að ruplað og rænt sé hjá alsaklausu fólki og spell- virki unnin. Hitt má segja, að þessir menn séu ríkistryggðir gegnum þann metal sem ríkið veitir og gætir þess, að þar komi aldrei vöntun til mála. Ég veit að hættulegt fólk þarf að loka inni og reyna að lækna. Aftur held ég að með svonefnda „bísa” sé byrjað á öfugum enda. Grein um þetta skrifaði ég í Dagblaðið á síðasta ári, sem að vonum enginn hefur tekið mark á. Þetta fólk á að fá sinn dóm, en ekki loka það inni, heldur setja það í fasta vinnu og þá helst fyrst i vinnuhópum út um land og einnig til sjós. Þeir eiga að fá fullt kaup og almenn mannréttindi. Aftur á móti Halldór Pjetursson skal draga vissan hlut af kaupi þeirra upp i skaðabætur. Vinnan er eitt okkar besta lyf og pyngjan kemur þar einnig inni. Innilokun framleiðir aftur afbrot með okurvöxtum. Setja þarf virkar skorður við að vinnufélagar umgangist þessa menn eins og aðra ef þeir brjóta ekki af sér. Sá er kastar fyrsta steininum, hefur oft ekki hreint mjöl i poka, sem hann ætlar aðgera skattfrítt með þessu. — Ekki skal ég óska þér neins ills og kannski hittusmt við á einhverri nýlendu og bíðum þess með bros á vör hvað réttlætislöggjöf felur i sér. Þar mun líka vera bókað, að engin raunveruleg fyrirgefning sé til, hver verði að bera ábyrgð á sínum verk- um. Annars væri ekkert réttlæti til og grunnur lífsins svikinn. Þeir sem ekki trúa þessu ættu að láta skíra sig skemmri skirn. Til gamans skal það tekið fram að hér er ekkert sagt af trúarlegum ástæðum, þvi ég hefi löngum verið trúlaus talinn, sem ekki skiptir máli hér. Með kveðju og óskum um að þú athugir lögin frá annarri hlið en prentun einni. Halldór Pjetursson rithöfundur. þingflokkarnir og það fyrirkomulag sem haft er á stjórnarmyndun (þ.e. þingbundin stjórn). Ekki er þörf að gera flokksapparötunum skil. En viður- kenna ber að prjófkjörin eru tilraun til að höggva skarð i þennan múr. Auðvitað er „alþýðulýðræði” Alþýðubandalagsins of fullkomið til að hafa brúk fyrir svo „borgaralegt” fyrirkomulag eins og prófkjör. „Þingflokkar" Þar sem.einmenningskjördæmi ráða fyrirkomulaginu ber þingmaður beina ábyrgð gagnvart umbjóðend- um sínum — kjósendunum. Það fer þá ekki milli mála hver hefir lofað hverjum hverju. Fjölmenniskjör- dæmin sjá um það að þessi ábyrgð verður öUu miklu ógleggri. Einnig að þingmaður þarf ekkert að vera bang- inn við að svíkja öil sin loforð — nema ef hann skyldi vera í „baráttu- sæti”, en hann getur saml sem áður skotið sér bakvið hina þingmennina sem skipa efri sætin. Hvaö má hann við margnum? Kjördæmaskipunin er þannig raunverulega einn varnarmúr- inn tií. En vikjum að þingflokkun- um. Það fyrirkomulag sem kallast þing- flokkur er gert til þess að beygja baldna þingmenn. Þingflokkurinn — þ.e. flokksapparatið — tekur ákvörðunina I stað einstakra þing- manna. Þingmaður er ekki lengur sjálfstæður einstaklingur með sam- vizku og ábyrgð sem stendur í per- sónulegu sambandi við sína umbjóð- endur. Hann er atkvæði á þingi. Númer í flokksapparati. Slíkt appa- rat til handauppréttingar er auðvitað hrein þjóðarbyrði. Beinn launakostn- aður við hvern þingmann mun vera um 10 millj. á ári auk alls annars kostnaðar. Ódýrara væri fyrir þjóð- ina að hver flokkur færi með ákveðinn hlut á þingi eins og hluthafi í hlutafélagi. Ákvörðun er loks tekin á þinginu sjálfu eftir langan feril af samninga- makki við hinn og þennan valdaaðil- ann eða þrýstihópinn. Hver samn- ingagerð er verzlun með skoðun og samvizku. Eins og Vilmundur Gylfa- son hefir réttilega bent á er öll mála- miðlun — allt samningamakk — þar sem einn kaupir annan fyrir loforð (sem hann svo seinna svíkur) í sjálfu eðli sínu siðspillingin sjálf. Það stjórnarfar sem við búum við ein- kennist einmitt af slíku makki. í því fyrirkomulagi er „þingræðið” og þingflokkafyrirkomulagið aðeins einn hlekkurinn. Þrýstihópafarganið bætist þar ofan á. - „Þingbundin stjórn” er þriðji eða fjórði varnarmúrinn gegn lýðræði. Andstætt því sem til var ætlazt á dögum einvaldskonunga. í samn- ingamakki flokkanna við stjórnar- myndun getur og verður iðulega allt annað ofan á en upphaflega var til ætlazt af kjósendum. Engin trygging er fyrir því að stjórn sem hefir meiri hluta I þingi eða forsætisráðherra hennar hafi meirihluta stuðning meðal þjóðarinnar. Nærtækt dæmi: Ætlaðist þjóðin til þess þegar hún kaus Gunnar Thoroddsen á þing í síðustu kosningum að hann myndaði „vinstri stjórn”? Maðurinn átti vist að heita sjálfstæðismaður og hafði hann ekki tekið þátt í Viðreisn? Bjóst einhver við að hann lyfti kommúnist- um í ráðherrasætin? Hefir hann raunverulega nokkurt umboð frá þjóðinni til slíks? Er slíkt lýðræði? Menn ættu nú að gera sér ljóst að þingræði og Iýðræði er sitt hvað. Lýðræði er hugsanlegt án þingræðis. Raunar miklu betra lýðræði en hið þingræðislega. Þingræði þarf heldur ekki að vera lýðræðislegt. Því fleiri milliliðir — því fleiri varnarmúrar — sem eru milli kjósenda og valdhafa því ólýðræðislegra er stjórnarfarið, en slíkt stjórnarfar getur verið í hæsta máta þingræðislegt. Áhrifaleysi kjósandans Aðferð stjórnmálamannanna er í því fólgin að horfa framhjá öllum þessum vandkvæðum, en básúna eitt og aðeins eitt atriði: „vægi” atkvæð- anna, að-færri atkvæði skuli standa bakvið hvern þingmenn í fámennari kjördæmum. Nú er Ijóst að þing þarf A „Þrefaldur varnarmúr stendur í vegi fyrir áhrifum kjósandans á stjórn landsins: flokksapparötin, þingflokkarnir og þaö fyrir- komulag, sem haft er á stjórnarmyndun ...” að endurspegla þjóðina og þjóðar- viljann. Það þarf að gæta sem flestra sjónarmiða, hagsmuna sem flestra aðila bæði landfræðilega, stéttarlega og svo frv. Auk þess vilja flokkarnir fylla sína þingmannatölu í réttu hlut- falli við fylgi meðal þjóðarinnar allrar. Hverju barni ætti að vera Ijóst að ógerningur er að „representera” öll sjónarmið og alla hagsmuni í réttu hlutfalli. Fyrr mætti nú vera. Og það er engin ástæða til að taka þetta eina atriði út úr — vægi atkvæða — og „veita þvi algeran forgang”. En áhugi stjórnmálamanna á að leiðrétta þetta mikla óréttlæti er skiljanlegur. Það fjölgar á þingi. Þingmenn öðlast æviráðningu. Það á einnig að slá ryki í augu kjósenda. Það á að etja þéttbýlinu gegn lands- byggðinni. Það á að deila og drottna síðan í krafti þeirra deilna. Kjósandanum skal talin trú um að hann hafi einhver áhrif á stjórn landsins. Þvert á móti: Vægi atkvæð- anna nálgast nú óðfluga hið algera núllmark. Mismikill kosningaréttur skiptir ekki lengur máli þegar kjós- andinn hefir hvort eð er engin um- talsverð áhrif á stjórn landsins. Núli verður alltaf núll með hvaða tölu sem það er margfaldað eðadeilt. Ox lOer ekkert meira en 0:10, þótt stjórn- málamennirnir hafi tekið sér fyrir hendur að sannfæra þjóðina um hið gagnstæða. Ekki aðeins er „ráðherratalan á ís- íandi og Englandi bráðum orðin hin sama”, áður en varir verður þing- mannatalan á íslandi orðin stjarn- fræðileg — ef stjórnmálamennirnir hafa sitt fram. Skúli Magnússon.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.