Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980. Erlent Erlent Erlent Erlent D Unnið að breytingum á kínversku ritmáli: Latneskt letur kemur í stað hins foma kínverska myndleturs — Myndletrið hentar illa á tímum tölva og ritvéla — Talið að latneska letrið muni leysa myndletrið af hólmi íáföngum Einhvern tíma í framtíðinni mun pinyin-kerfið svokallaða, sem erum- ritun hins kínverska leturs yfir á lat- neskt letur, leysa af hólmi mynd- letrið, sem kínverskan hefur verið rituð nteð í um það bil þrjú þúsund ár. Þessi breyting er talin mjög ntikil- væg fyrir ýmsar framtíðaráætlanir Kinverja en hún kemur ekki til með að verða auðveld í framkvæmd. Það eru um það bil 60 þúsund myndtákn í máli Han-þjóðflokksins í Kína. Þessi tákn geta haft mjög mis- munandi frantburð til dæmis i Beijing, Fuzhou og Guangzhou. Merking táknanna er hins vegar alls staðar sú sania, á öllum þeirn stöðum sem Han-þjóðin býr á i Kína. Myndletrið hefur um aldir tengt kínversku þjóðina saman. Þetta er lifandi letur, sem gerir sögu og nienn- ingu kínversku þjóðarinnar aðgengi- lega skólabörnum sem og öðrurn Kín- verjum. Myndletrið hefur hins vegar aug- Ijóslega ýmsa vankanta í för með sér. Það er til dæmis ekki hægt að niata tölvu með myndletri og ekki er auð- velt að útbúa ritvél með 60 þúsund lyklum, jafnvel þótt ekki væru notuð nema nokkur þúsund algengustu táknin. Myndletrið verður ekki flutt með fjarrita og ek1'- er gott að flokka upplýsingar ,if nokkru viti með myndlet ri. Ma Shuzhen, gagnfræðaskólakennari í Beijing (Peking), kennir pinyin-kerfið og auðveldar aðferðir við að læra ný lákn. Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína hefur nefnd, sem hefur það hlutverk með höndum að endurskoða kínverska ritmálið, unnið að því að einfalda .jittáknin, samræma frantburð og þróa og útbreiða ,,pinyin”-kerfið með það að mark- miði að latneska stafrófið komi í stað myndletursins. Fyrst í stað tók nefndin 7000 tákn sem mynda daglegan orðaforða og sett hafa verið í orðabækur. 2000 þessara tákna mynda um 90 prósenl orða í dagblöðum og tímaritum og teljast algeng orð i kínversku, þar með talin 700—800 algengustu orðin, sem fyrst eru kennd í barnaskólum og í lestrarkennslu fyrir fullorðna. Það er nægilegt að kunna þessi 2000 tákn til þess að geta lesið venju- legar bækur og blöð. Málanámið er nú langtum auðveldara en áður var. Frægur kínverskur rithöfundur líkti kinversku við liáan þröskuld, sem erfitt væri að yfirstíga. Árið I956gaf málbreytinganefndin út lista með einfölduðum táknum í stað þeirra erfiðustu. Sum þessara einfölduðu tákna höfðu verið notuð af almenningi áður en oft voru til margar útgáfur af þessum einfölduðu táknum og engin þeirra hafði verið viðurkennd af yfirvöldum. Listi nefndarinnar samanstóð af 484 einfölduðum táknum og öðruni 1754, sem höfðu verið einfölduð að hluta. Þessum einfölduðu táknum var vel tekið af almenningi, sérstak- lega börnum, fullorðnum í lestrar- námi, prentmótasmiðum og fleirum. Starf nefndarinnar að einföldun letursins heldur áfram og í undirbún- ingi er orðabók með nýjum sam- ræmdum kínverskum táknum. Þar sem táknin eru upphaflega myndir af hlutúm er mjög sjaldan hægt að sjá hvernig þau eru borin frani. Til þess að auðvelda niála- námið hafa á síðustu hundrað árum verið fundin upp fleiri en eitt hljóð- ritunarkerfi. Síðan 1950 hefur kín- verska málbreytinganefndin eytt töluverðum tíma í að finna upp hljóðritunarkerfi, sem byggt er á 26 stöfum latneska stafrófsins. Þetta kerfi var kallað pinyin og var sam- þykkt af fimmta fundi fyrsta þjóð- þingsins í Kína árið 1958. í pinyin-ritkerfinu er gengið út frá Beijing-framburði (stundum kallað putonghua). Barnaskólanemendum er kennt pinyin áður en þeir byrja að læra kínverska myndletrið og þannig hjálpar pinyin-kerfið við að sam- ræma framburð barnanna. Sama p ?c m sson 23 LANGUAGE CORNER ZHDNG WEN YUE KE A Farmvoll Iliuiirr Þing haldið í Beijing i ágúst 1979 um fyrirhugaða breytingu á ritmáli í landinu. H] kM ibt- JW: ib% >L t la & ■liáttádá látiR 1 luá lúyóutuán láidáo DéijlnR Shiinisl ■ liöijinc káoyfi shi Zhöngtíuó tnínucái fCanada ' víí ;ii CWn'a tounst group afrivc Beijing Smith: Bcijing roast duek IS China fai mous disl ÍiÆ ) VX £ , m x. káoyúdián, yi sc. sián«. wéi wénmin Koast Duc k Restaur, »n»» lorúts) colu r. aro.'t tasie know : 111 Á f i ií * ' 13 @ 7. 7 ^ t >h its: 1’énKy ounti en jiu yao hui . Ic, jinlián /höni> wai. rig. Frionds soon ( w i l': rctitfji 1 you *• 9 oumr. TuJay (m> Cliina (a nJ. abro.td. Afn * k t- •4-ír -K- iC * .í-: 'i' & X ft A wómcn (♦éi dájiá júvínK htiá insóng yanhui. Wánis: KáuyS wái jifiu li ncn. féi fr b wc íoi ■ tverybod y itoid far> eWcll bamiuet Wang: RoJst ducfc c lulside crisp i nside ivnder. fat but nc i í-ti'! & 4o ÍÍG H it fi. fíí'JT' H IT (ling bié kéqi. ni. Niini .n kán. /hc v*ci chúshl /hi yön l’lcase not (bei politc. grcasy. >ot i look. tlti s chcf only us Sýnishorn úr kínverskri kennslubók. Þróun kinversku táknmyndanna Fiskur Ör Myndir á ævafornum leirkrúsum i ímabil On Shang konungsættarinnar (16.—11. öld f.Kr.) Timabii On Zhou konungsættarinnar (11. öld-771 f.Kr.) Timabil Qin konungsættarinnar (221- 206 f.Kr.) Timabil Han-konungsættarinnar (206 f.Kr.—220) 7\ Nútima rittákn Einfölduð nútíma rittákn yú shi Latneskt letur(pinyin) gildir um nám ólæsra fullorðinna manna. Erlendum stúdentum, sem nema ant”’ðhvort kinverskt ritmál eða talmál, finnst mikil þægindi af pinyin. Á síðustu tuttugu árunt hefur pinyin-kerfið verið tekið upp í öllum greinum þjóðlifs í Kina. Það er notað samhliða myndletrinu á vörusending- um, veggskiltum, kvikmyndaauglýs- ingum og nú nýverið í sjónvarpsdag- skrám. Nýjar orðabækur verða með pinyin, einnig flokkaheiti fyrir sjúkraskýrslur sjúkrahúsa og spjald- skrárá bókasöfnum. Skylt er að rita sérnöfn í opinber- unt skjölum með pinyin og einnig i textum, sent þýddir eru úr-málum, sem nota latneska stafrófið. Þessar reglur voru lagðar Trant af kínversku sendinefndinni á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1975 um sam- ræmingu á rithætti staðarnafna og staðfest af nefnd Sameinuðu þjóð- anna árið 1977 og samþykkt af kin- versku stjórninni 1. janúar 1979. ’ Putonghua (hinn almenni Beijing- framburður) hefur verið kynntur mjög viða um land. Menntamála- ráðuneytið hefur staðið fyrir mörg- um ráðstefnum uni kennslu í putonghua og kennsluþættir eru sendir út í sjónvarpi og útvarpi. Utbreiðsla putonghua hefur ekki aðeins það markmið að gera fólki frá ólíkum hlutum Kína kleift að skilja hvert annað heldur boðar putonghua hægfara samræmingu á kínverskri hljóðritun, orðaforða og málfræði. Þær umbætur sem þetta mun hafa í för með sér varðandi tungumálið og árangursrík tjáskipti milli fólks mun leggja grunninn að víðtækri notkun og umbótum á pinyin-ritmálinu í framtíðinni. Ef raunsætt er litið á þessi mál, þá sýnist ljóst, að málbreytingin mun eiga sér stað í áföngum og að það munu líða mörg ár þar til tungumál byggt á rituðu stafrófi verður að veruleika. En undirbúningsstarf það sem unnið héfur verið á síðastliðnum þrjátíu árum hefur lagt grunninn. (China Reconstructs)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.