Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980. STORIÐJA Þingsjá cr í kvöld i sjónvarpi. Um- sjónarmaður er lngvi Hrafn Jónsson. Fjallað verður um stóriðjumál, sagði lngvi Hrafn. Að undanförnu hafa verið miklar umræður á þingi um stóriðjumál og hvert stefni i þeim málum. Hafa stjórnvöld verið ásökuð unt aðgerðaleysi i stóriðju- málum og jafnvel fjandskap við stór- iðju. í umræðum um iðnaðarmál á Alþingi sl. fimmtudag sagði Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráðherra að langsamlega ódýrasti virkj- unarkostur landsmanna væri lokun álversins í Straumsvík. En það hafði áður komið fram hjá Geir Hallgríms- syni, er hann mælti af hálfu Sjálfstæðisflokksins fyrir þingsálykt- unartillögu um erlenda stóriðju, að reynslan af álverinu í Straumsvík ætti að vera leiðarljós og fyrirmynd i framtíðinni. í Þingsjá koma til um- ræðu um þetta mál þeir Hjörleifur Guttormsson, Benedikt Gröndal og Geir Hallgrímsson. -GSE Ingvi Hrafn Jónsson, umsjónarmaður Þingsjár k &: ftr 3; 5 *T át K * Si r U1 : (■ á -íá ií , ÚR AUSTFJARDAÞOKUNNI - útvarp í kvöld kl. 22,35: Hverjar eru ástæð- ur byggðaröskunar? Björn Stefánsson. Þáttur Vilhjálms Einarssonar skólameistara á Egilsstöðum, Úr Austfjarðaþokunni, er á dagskrá út- varps í kvöld. I þessum þætti ræðir Vilhjálmur við Björn Stefánsson fyrrverandi kaupfélagsstjóra, nú síðast í Kaupfélagi Héraðsbúa Egiis- stöðum. Björn var mikilvirkur í at- vinnulifi Héraðsbúa sem kaupfélags- stjóri. Þeir Björn og Vilhjálmur nrunu fjalla um ástæður fólksfækkunar á Austurlandi, en segja má að fólks- flótti hafi verið þaðan síðan um alda- mót. Fyrir aldamót var hlutfall Austurlands af heildarfólksfjölda á íslandi 10%, en það byrjar að bera á byggðaflótta á 20. öldinni. Björn Stefánsson er fæddur 1910 að Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð. Hann brautskráðist frá Samvinnu- skólanum 1932, var kaupfélagsstjóri á Akranesi 1937—38, Stöðvarfirði 1938—54, Siglufirði 1954—61. Síðan kaupfélagsstjóri Kf. Héraðsbúa með búsetu á Egilsstöðum frá ársbyrjun 1%2—67. Ræðst þá til starfa hjá Áfengisvarnanefnd og býr þá í Kópa- vogi, lét af þeim störfum 1978 og flyzt til Stöðvarfjarðar, býr þar nú og stundar handfæraveiðar á sumrin. -GSE 27 Jóíaleikurinn GULL- RUSINAN er í pylsuendanum. Verðmæti um hálf milljón króna Py/suvagninn og Gull & Si/fur V Verðbréfamarkaðurinn Laugavegi 96 //. hæð Höfum kaupendur að veðskuldabréfum með 12—38% vöxtum, eins til 5 ára tímabil. Útbúum veðskuldabréf og tryggingabréf eftir óskum aðila. — Höfum einnig kaujjendur að verðbréfum, smáurn sem stórum upphæðum. Reynið fyrirgreiðslu okkar — hún gæti leyst vandann. Sími29555. Mulningsvélar Erum kaupendur að hvers konar vélum til jarð- efnavinnslu, s.s. hörpum, grjótmulningsvélum og þess háttar. Uppl. í síma 92-2011, 92-2864 og 92- 6515. Burstihf. VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI 44445| • Endurbyggjum vélar • Borumblokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slltfleti m/ryðfríu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SÍMI 44445 ^ FULLKOMIÐ MÓTOR OG RENNIVERKSTÆÐI 4 SAMSÆRIÐ Nýjasta skáldsagan eftir Desmond Bagley er komin í bókaverslanir. Suðri

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.