Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 12
12 'jrtgefandi: Dagblaöifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: ómar Valdimarsaon. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. Iþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karissón. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Stainarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stofánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, ólafur Goirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleífsson, Einar ólason, Ragna# Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóðsson. ; Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þbrlerfsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. HaBdórs- son. Dreifingarstjóri: Vaigerflur H, Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalskni blaflsins er 27022 (10 Ifciur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúia 12. Myn<Ja- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun Arvakur hf., Skeifunni 10. Hagnaður Dagblaðsins ogykkar Atkoma Dagblaðsins hefur batnað með hverju árinu. Á aðalfundi félagsins um helgina kom i ljós, að í fyrra nam hreinn hagnaður 11,7 milljónum króna. Höfðu þá verið greiddar fullar, lög- leyfðar afskriftir, svo og tekju- og eignaskattar. Eigið fé Dagblaðsins hefur smám saman aukizt upp í 193 bókfærðar milljónir króna og um meira í raun. Þetta hefur gert blaðinu kleift að vélvæðast í nútíma- stíl og hefja miklar byggingaframkvæmdir á lóð þess að Þverholti 11. Enn er í gildi fyrri ákvörðun um stofnun sérstaks hlutafélags um þetta hús, þótt Dagblaðið hafi hingað til getað haldið hóflegum byggingarhraða af eigin fé. Má búast við stofnun húsfélags á næsta ári, svo að húsið nýtist sem fyrst. Á aðalfundinum kom fram, að hagnaður og frekari eignaaukning hefur orðið á þessu ári. Tölur þær eru samt enn ekki nógu háar, ef miðað er við rúmlega milljarðs veltu í fyrra og tæplega tveggja milljarða króna veltu i ár. Hagnaður Dagblaðsins væri margfaldur, ef blaðið þægi ríkisstyrk eins og hin blöðin, sem öll tapa tugum milljóna króna á ári, önnur en Morgunblaðið. Dag- blaðið vill vera frjálst og óháð og þar með ekki gerast próventukarl hjá hinu opinbera. Afkoman leyfði í haust stækkun Dagblaðsins til aukinnar þjónustu við lesendur. Sá stækkunarkostn- aður hefur sennilega skilað sér í stærri lesendahópi. En næstu skref þarf að stíga varlega inn í óvissa framtíð efnahagsmála. Dagblaðið má ekki fara of geyst. Mestu máli skiptir nú að treysta fjárhagsstöðu þess, svo að það geti riðið af sér óvæntar öldur í róti almennra efnahagsmála. Sá einn, sem er öflugur, getur verið frjáls og óháður. Dagblaðið reynir af megni að gegna hlutverki sínu sem fjölmiðill upplýsinga og skoðana, óháður ríki, stjórnmálaflokkum og öðrum öflugum þrýstihópum. Á þessum sviðum má gera mun betur, eftir því sem fleiri lesendur bætast i hópinn. Á fimm ára ferli sínum hefur Dagblaðið breytt ís- lenzkri fjölmiðlun og opnað almenningi innsýn í þjóð- málin. Enda kvarta stjórnmála- og embættismenn sáran yfir því að fá ekki lengur að vera í friði með þjóðmálin sem sín einkamál. Dagblaðið hefur sjálft breytzt á þessum fimm árum. Það er ekki lengur fyrst og fremst lausasölublað. Meirihluti upplagsins fer til áskrifenda og ekki síður út á land en á Reykjavíkursvæðinu. Auðvitað jafngildir þetta traustari stöðu blaðsins. Almenningur hefur áttað sig á auglýsingagildi Dag- blaðsins. Það hefur náð algerri sérstöðu sem smáaug- lýsingablað landsmanna. Stórir auglýsendur hafa verið seinni að taka við sér sumir hverjir, þótt aðrir hafi verið fljótir til. í fyrra stóðu auglýsingastofurnar að óháðri fjöl- miðlakönnun, sem leiddi í ljós, að Dagblaðið kom næst Morgunblaðinu, langt á undan hinum blöðunum fjórum. Könnunin sýndi, að Dagblaðið var ótvíræður sigurvegari á síðdegismarkaðinum. Dagblaðið átti fimm ára afmæli fyrir þremur mán- uðum. Hinar góðu viðtökur, sem blaðið fékk þegar í upphafi, og hinn jafni og þétti viðgangur þess á hinum fimm árum eru merki um, að mikil þörf var og er á óháðum fjölmiðli hér á landi. Enn vantar okkur lesendur í hópinn. Fleiri lesendur munu leiða til stærra og betra blaðs. Þeir munu líka leiða til fleiri og betri auglýsinga og enn frekari víxl- verkunar í þágu óháðs straums upplýsinga og skoðana. i t /■ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER I980. Maðurinn og kerf- ið eða kerfíð og maðurinn? Fyrir framan mig liggur tímarit sem gefið er út í Seattle á vestur- strönd Bandaríkjanna. Tímaritið heitir „Pacific Fishing”. Það sem stingur í augun er nafn á forsíðu blaðsins, sem kemur mér kunnuglega fyrir sjónir. Þar stendur: „Bob Thor- stenson, The Man Behind Icicle Sea- foods”. Alltaf er maður jafn forvit- inn sjái maður eitthvað skrifað um landann í erlendum blöðum, og vissulega er það ekki á hverjum degi sem fjallað er um fslendinga í banda- riskum tímaritum, — ég fletti því uppá blaðsíðu númer 23. Þegar ég renni augum yfir greinina sé ég á ein- um stað sagt að á skrifstofu Bobs Thorstenson hangi þrjú málverk, — myndir frá íslandi, þaðan sem hann er upprunninn. Það þarf því ekki frekari vitnanna við: Þetta er íslendingur og ég fer að lesa. Greinin hefst á því að sagt er frá því að Bob hafi byrjað að vinna við niðursuðu 13 ára gamall og þá með skólanum. Fjórum árum síðar hafi hann verið kominn í laxveiðina undan strönd Washington-fylkis og enn síðar hafi hann fengizt við niður- suðu sem verktaki í Alaska. Og nú sé hann forstjóri og eigandi fyrirtækis sem selji sjávarafurðir fyrir 100 milljónir dollara á ári (um 5S millj- arðar reiknað i vcrðlausum krónum íslenzkum). Kjallarinn Leó M. Jónsson Stuttu síðar í greininni eru höfð eftir ummæli nokkurra manna í fisk- iðnaðinum þar vestra um Bob Thor- stenson. Þeir segja m.a.: „Hann hefur mjög góða samvinnu við fyrir- tæki á öllum sviðum útgerðar og fisk- 'vinnslu. Hver einasti maður virðir hann fyrir þekkingu og dómgreind. Hann er alltaf fremstur. Hann hefur sjálfur unnið sig upp allan stigann frá því hann var fiskimaður sjálfur, hann skilur því aðstöðu þeirra sem vinna störfin í greininni, hann þekkir vandamál sjómannanna og virðir þau. Hann reynir aldrei að blekkja neinn, kemur til dyranna eins og hann er klæddur, semji hann um eitt- hvað þá stendur það eins og stafur á ‘bók. Hann er með fæturna á jörð- inni, jafnvel eftir að hann varð for- stjóri kann hann að umgangast venjulegt fólk.” Eftir þennan lestur datt mér ósjálf- rátt í hug að svona íslendinga finnur maður sennilega ekki lengur nema i útlöndum og minnist um leið þess sem ákveðinn norskur kaupsýslu- maður sagði við mig úti í Osló í sum- ar. Hann sagðist hafa farið viða en aldrei kynnzt öðrum eins drullusokk- um í viðskiptum og íslendingum. í greininni um þennan dugnaðar- mann af íslenzkum ættum er látið að því liggja að menn með álíka vinnu- semi, kjark og áreiðanleika og Bob Thorstenson í Seattle hljóti alltaf að ná langt. Þetta er sjálfsagður hlutur i augum þeirra sem lesa þessa grein vestur í Seattle, — a.m.k. grunar mig það. Við íslendingar vitum hins vegar betur. Við höfum lært það af Svíum að vinna tilheyrir forréttindum sem kallast dugnaður og af þvi að allir eru fæddir jafnir þá á sá lati að njóta dugnaðar hinna. Við höfum einnig lært það af Svium, og reyndar þróað það dálítið sjálfir, að heiðarleika ber skilyrðislaust að skattleggja sem hvern annan „lúxus” og er það sam- kvæmt altæku kenningunni um sam- bandið á milli heiðarleika og heimsku í verðbólguþjóðfélagi. Okkar „system" er öðruvísi Það er óneitanlega dálítið hress- ^ „Þad er óneitanlega dálítið hressandi að lesa um íslendinga, sem náð hafa árangri eriendis, og Bob Thorstenson í Seattle er, sem betur fer, ekki sá eini, sem er þessu landi okkar til sóma sem slíkur ...” Vi r ÞREFALDUR VARNARMÚR Mottó: „Ráðherratalan á íslandi og Eng- landi.er bráðum orðin hin sama.” - Jón Helgason, prófessor. Allt til þessa dags hefir sáralítið farið fyrir almennri umræðu um stjórnarskrána og þá spurningu hvers konar þjóðfélag við viljum helzt kjósa okkur til handa. Áhugi stjórn- málamannanna beinist að því við- fangsefni hvernig þeir komist á þing og hvernig þeir geti setið þar eins lengi og þeim sjálfum sýnist. í fullu samræmi vð það hafa þær breytingar sem enn hafa verið gerðar á stjórnar-' skránni takmarkast við það að breyta kjördæmum og fjölga jjingmönnum. Þess vegna einblína stjórnmálamenn- irnir á það mikla óréttlæti — að þeirra mati — sem felst í misvægi at- kvæða sem svo er kallað. Hver maður á þing gæti verið „mottó” þessara manna. Því hvað myndi jöfnun atkvæðisréttar hafa í för með sér? Tvöföldun þingmanna- tölunnar og ríflega það. Hvaða kjör- dæmi myndi sætta sig við fækkun þingmanna sinna meðan þingmönn- um er fjölgað annars staðar? Ekkert. Myndu „litlu” flokkarnir sætta sig við að missa þingmenn sína á lands- byggðinni, sem myndi óhjákvæmi- lega hljótast af slíkri fækkun þing- manna? Engan veginn. Það er því ljóst að eina leiðin yrði að láta þing- mannatölu fámennu kjördæmanna óþreytta meðan þingmönnum fjöl- mennu kjördæmanna væri fjölgað unz jöfnuður kæmist á. Eftir slíka fjölgun sætu a.m.k. 120 menn á þingi. Eitt hundrað og tuttugu menn á þing. Hversu margir 1990? Og hversu margir aldamótaárið 2000? Einokun Stjórnmálaflokkarnir ræða „mis- vægi” atkvæðanná eins og það væri eina óréttlætið sem „hæstvirtir” kjósendur eru beittir. Veruleikinn er hins vegar sá að kjósendur sæta margs konar óréttlæti og aðstaða þeirra til að hafa áhrif á stjórn lands- ins er hverfandi. Ekki eru mál lögð undir úrskurð þjóðarinnar þannig að þjóðarat- kvæðagreiðslu sé beitt. Og engin ákvæði um slíka atkvæðagreiðslu. Ekki væri þó óðelilegt að ákveðin hundraðstala kjósenda gæti krafizt þjóðaratkvæðis. Ekki geta kjósendur kosið menn úr tveimur eða fleiri flokkum. Einhver „hæstvirtur” kjósandi, úr t.d. Fram- sóknarflokknum, kann að treysta frambjóðanda annars flokks betur af einhverjum persónulegum ástæðum. Hann myndi vilja kjósa þessa ákveðnu persónu en styðja sinn fiokk eftir sem áður að öðru leyti. En slíkt er ekki hægt samkvæmt íslenzkum kosningalögum. Vegna hvers? Ekki vegna þess að það sé illframkvæman- legt. Heldur vegna hins að það stríðir gegn alræði flokksvaldsins, gegn samtryggingu flokkanna. Og hvers vegna eru kjósendur ekki látnir um að raða frambjóðendum á listum flokkanna? Einnig af sömu ástæðu. Ekki vantar að menn hafi kynnt sér hið irska kosningafyrirkomulag. Og ekki vantar heldur að menn viðurkenni kosti þess. Það heimilar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.