Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 9. DESHMBER 1980. Fölsk og einföld mynd dregin upp Þorsteinn Gunnarsson kennari, Egilsstöðum skrifar: í Dagblaðinu 22. nóv. sl. birtist geðvonskuleg bókmenntagagnrýni um bók Eðvarðs Ingólfssonar „Gegnum bernskumúrinn. Gagn- rýnandinn Valdís Óskarsdóttir dregur upp mjög neikvæða mynd af bókinni, finnur henni allt til foráttu og telur að höfundurinn haft „villst í hringtorginu”, samanber fyrirsögn ritdómsins. Gagnrýni Valdísar á bók Eðvarðs er í alla staði ómálefnaleg og ein- kennist af töluverðri þröngsýni. Ég ætla því að gefa lesendum Dag- blaðsins aðra mynd af skáldsögu þessari. Bókin Gegnum bernskumúrinn er skáldsaga um islenska unglinga. Hún fjallar um viðhorf þeirra til fullorðna fólksins og sérstaklega er varpað fram þeirri spurningu um hvað þetta unglingavandamál raunverulega snýst, sem svo oft er talað um i blöðunum. Valdísi finnst Eðvarð setja upp heldur svartsýna mynd af þjóðfélaginu og hún vill að þvi „verði stungið í tugthúsið áður en það verður okkur íslensku þjóðinni að fjörtjóni”. Hér hæðist Valdis að félagslegum skýringum á stöðu unglinga, en það er að minu mati erki-afturhaldssöm afstaða. Þvert á móti er nauðsynlegt þegar fjallað er um stöðu unglinga eða annarra aldurshópa í samfélaginu, að taka mið af samskiptum þeirra við sam- félagið. í framhaldi af þessu er Ijóst að grundvallarágreiningur er á milli hennar og höfundar um mótun unglinga og hvað unglingavanda- málið raunverulega er. Eðvarð hefur bæði „góða” og „slæma” unglinga í sögunni — sama gildir um þá fullorðnu og heimili þeirra. Að visu er ég á móti því að tala um góða og slæma unglinga en verð að gera það til þess að vera niður á sama umræðuplani og Vigdís. Höfundurinn er greinilega á bandi „grúví unglinganna” eins og Valdís nefnir þá, og þeir eru nokkurs konar fyrirmynd hans. í ritdómi sínum stendur Valdís greinilega með „slæma” unglingnum. Hún álítur að Eðvarð áfellist slíka unglinga fyrir það eitt að þeir drekka, reykja, slást og hafa slæmt orðbragð. Það er ekki alls kostar rétt — hann reynir heldur að útskýra af hverju þeir eru svona og rekur það gjarnan til heimilis- aðstæðna þeirra. Höfundur vill meina að ef heimilin séu ekki i lagi, þá eru meiri líkur á því að allt annað sé í ólagi. Valdisi finnst siðaboðskapur höf- undar vera full einstrengingslegur. Hún virðist vera á móti því að settar séu hömlur á unglingana. Hún virðist telja að reynsla sú sem þeir fá af á- fengisneyslu, tóbaksneyslu og fleiru sé sjálfsögð og engin ástæða til þess að ræða hana. Eðvarð vill meina að þessir hlutir séu ekki æskilegir og þegar þeir eru orðnir rikur þáttur í fari unglinganna — þá er ekki allt með felldu. Staðreyndin er nefnilega sú að unglingar í dag neyta áfengis í miklu ríkari mæli en þeir hafa áður gert. Jafnvel löngu áður en þeir eru búnir að taka út líkamlegan og and- legan þroska. í framhaldi af þessu bendir höfundur á þá aðila, sem eru búnir að gera unglinga að fram- Eðvarð Ingólfsson, höfundur bókarinnar Gegnum bernskumúrinn. leiðsluvöru í þjóðfélaginu, svo sem klámbóka- og blaðaútgefendur, eiturlyfjasalar, fataframleiðendur og jafnvel þeir blaðamenn sem alltaf eru að halda nafninu „unglingavanda- máli” á lofti. Alls kyns skrum er aug- lýst og bersýnilega ætlast til að unglingar fylgi vissunt straumum og stefnum eftir. — Eðvarð vill að unglingarnir brjótist undan þessum öflum — fari sínar eigin leiðir, og finni sig sem sjálfstæða einstaklinga að svo miklu leyti sem það er hægt. Hann bendir á að til þess að það sé mögulegt þurfi margt að koma til, svo sem aukinn skilningur uppalenda — ef gagn- rýnandier upptekinn af eigin Iffsviðhorfum á því mikilvæga hlutverki sem heimilið gegnir í tilveru barna. Valdís telur sig hafa komist að þvi eftir lestur bókarinnaF að fullorðna fólkið sé óhreinna í öllu sálarlífi og hugsunarhætti „en unglingarnir sem eru svo sannarlega vitnisburður hreinleikans og réttlætisins”. — Hér er farið rangt með heimildir. Það er aldrei minnst á þetta í bókinni. Hins vegar er minnst á að börnin séu það. Hér kemur fram hjá Eðvarði algeng siðfræðileg og félagsfræðileg skoðun, að barnið fæðist eins og óskrifað blað en byrji siðan að nema i því umhverfi sem það elst upp í. Unglingarnir eru semsagt ekkert annað en það sem þjóðfélagið hefur gert þá að og höfundi finnst full á- stæða að minna lesendur sína á mikil- vægi uppeldisins í þessu sambandi. Grundvallaratriði til þess að ná áttum í umræðum unt unglinga- vandamál hlýtur að vera að rekja það til þjóðfélagsbreytinga. Án efa væri það til bóta og sanngjarnara, ef Valdís legði það framvegis á sig við greiningu bóka — að sýna lesendum frani á hvað höfundar eru að fara í verkum sínum. Þá á ég við það. að ekki er gott að vera svo upplekin af eigin lifs- viðhorfum, að viljandi er dregin upp fölsk og einföld mynd af þeim hug- myndaheimi sem höfundur er að túlka. Þá skírskota ég til þeirrar um- fjöllunar sem skáldsaga Eðvarðs Ing- ólfsonar fékk. — Bókmenntagagn- rýnendur mega aldrei gleyma því að alltaf eru til tvær hliðar á öllum mál- um. Sú er meginástæðan að ég varð að svara þessari gagnrýni . . . AF HVERJU ÞARF AÐ HENDA GERVASONIÚR LANDINU? — það sama verður að ganga yf ir alla Viktoria hringdi: Það getur enginn borið virðingu fyrir lögum sem ekki ganga jafnt yfir alla og þá er sama af hvaða þjóðerni maðurinn er. Ef við á annað borð erum að taka við fólki getum við alveg eins tekið við einum fransmanni. Við höfum tekið á móti vietnömskum flótta- mönnum, við tókum við Rússanum Kovalenko en sendum hann ekki i sovézkt fangelsi. Af hverju getum við ekki tekið við Gervasoni? Af hverju þurfum við að henda þessum eina manni úr landinu sem aðeins hefur brotið það af sér að vilja ekki gegna herþjónustu? Það finnst mér ekki alvarlegt afbrot. Mér finnst þetta mannúðarmál og bæði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Guðrún Helgadóttir eru aðgera rétt. Raddir lesenda Hvers vegna tökum við á móti víetnömskum flóttamönnum en hcndum Gervasoni úr landi? spyr Viktoría. DB-mynd: Hörður. Spurnirm dagsins Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Sigurður Árni Jósefsson, 4 ára: Plav- mobil og sirkuskalla og leikfangahest. Sigriður Björk Hannesdóttir, 4 ára: Dúkku, hún á að vera gul og í kjól. Daði Ingólfsson, 5 ára: Ég vil play- mobil og matchboxbílabraut og myndavél. Líka svona bil eins og er i auglýsingunum þar sem billinn kevrir yfir poll. Svo vil ég aksjón-mann. Sigurður Guðni Jósefsson, 5 ára: Eg vil fá stóra kalla með riffla. Sjóðheitt kaffi góðan daginn! Það er notalegt að vakna á morgnana og fá gott heitt kaffi og ristað brauð. Þessi frábæra kaffivél og brauðristin valda þér ekki vonbrigðum . . . nývöknuðum. Kaffivélin er 45 sek. að hella upp á hvern bolla af frábæru heitu kaffi. Þýsk gæða framleiðsla. Margar stærðir: 12,10, 8, 6 og 18 bolla. Einnig með innbyggðum hitabrúsa og tölvuklukku (sjálfvirk uppáhelling eftir minni). Verð frá: 38.000 kr. og ristað brauð Þessi brauðrist er með nýjum búnaði, lítilli tölvu sem tryggir að brauðið sem þú glóðar, brennur ekki. Hljóðlaus brauðrist, tvær sneiðar af brauði á 90 sek. Verð: 37.000 kr. mr FALKIN WAeÚHái4te6i SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Hilmar Rannoz, 5 ára: Svona aksjón- rnann með riffil. Og rafmagnsbila- braut. Arna Magnúsdóttir, 5 ára: Eg vil ekkert fá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.