Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980. 11 írar horfa á Land og syni —á Vetrarkvikmyndahátíðinni íDublin „írarnir höfðu frétt af myndinni íslenzku þjóöarinnar hafi séð mynd- ,og fengu eintak af henni fyrir milli- göngu menntamálaráðuneytisins. Þetta er fyrsta sýning hennar á Bret- iandseyjum,” sagði leikstjórinn Ágúst Guðmundsson hjá ísfilm í stuttu spjalli við Dagblaðið í gær. Á mikilli kvikmyndahátíð, Winter Film Festival, í Dublin á írlandi er meðal annars að finna kvikmyndina Land og syni á dagskránni, ásamt um fjörutíu kvikmyndum frá tuttugu og fimm löndum. Land og synir er á dagskránni fimmtudaginn 11. nóvember. Hátíðin hófst 1. desember og henni lýkur um næstu helgi. í blaðaúrklippu úr The Irish Times sem DB barst segir að Land og synir sé fyrsta íslenzka kvik- myndin sem rekur á fjörur íra. Blaðið segir að um helmingur írar fengu að sjá þessi föngulegu fljóð i kvikmyndinni Land og synir. ina (!), sem mun vera allhressilega orðum aukið. Ágúst Guðmundsson sagði að samningar hafi að mestu tekizt um almennar sýningar á Landi og sonum í Danmörku og Svíþjóð fljótlega. Þá ætti fyrir myndinni að liggja að fara á norræna kvik- myndahátíð i Finnlandi sem haldin er annað hvert ár. Vonast ísfilm- menn til að síðar verði hún sýnd Finnum á almennum sýningum. Þess má að lokum geta að fregnir frá írlandi herma sömuleiðis að von sé á Óðali feðranna til sýninga þar. Eitthvað vafðist fyrir mönnum í þvísa landi að koma nafni Hrafns Gunnlaugssonar óbrengluðu á prent. f blaði einu hét hann Hrafann Gunnlangsson, sem í sjálfu sér eru ekki óvitlausar nafngiftir til að spá í ef einhver lesandi kynni að eiga óskírt afkvæmi. -ARH. Iðnrekendur senda þingmönnum línu: Viljum fá aðlögun- argjaldið f ramlengt —en viðskiptaráðuneytið situr fast við sinn keip og segir þaðafogfrá Iðnrekendur hafa sent þingmönnum bréf og farið þess á leit að þeir beiti sér fyrir að svonefnt aðlögunargjald iðnaðarins verði framlengt en lög um aðlögunargjald falla úr gildi um ára- mót. Segja forsvarsmenn iðnrekenda að við það versni samkeppnisaðstaða iðnaðarins um 3% eða um 14 milljarða króna árið 1981. Aðlögunargjaldið var lagt á 1. júlí 1979 til að hjálpa iðnaðinum í sam- keppni við erlendan innflutning en samkeppnisaðstaðan versnaði í fram- haldi af inngöngu íslands í Fríverzlunarbandalagið, EFTA. Iðnrekendur telja að stjórnvöld hafi ekki notað tímann sem vannst með setningu laga um aðlögunargjald til að búa þessa starfsgrein undir að mæta samkeppninni þegar' gjaldið yrði fellt niður. Því krefjast þeir þess að aðlögunargjald verði tekið áfram og ráðstafanir jafnframt gerðar af hálfu stjórnvalda. Viðskiptaráðuneytið sendi frá sér plagg í gær vegna þessa máls og segir þar að ófært sé að framlengja aðlögunargjaldið þar sem Fríverzl- unar- og Efnahagsbandalögin setji sig mjög á móti því. Enda hafi því marg- oft verið lýst yfir af hálfu islenzkra stjórnvalda að það yrði ekki fram- lengt. Vitna viðskiptaráðuneytismenn í bréf frá Henrik Sv. Björnssyni sendiherra hjá Efnahagsbandalaginu, en fulltrúar íslands þar og hjá EFTA hafa kynnt sér afstöðu þessara sam- taka til málsins: „Telja má fullvíst að bandalagið sætti sig ekki við framlengingu aðlögunargjaldsins og geti jafnvel gripið til mótaðgerða sem skaði mikil- væga viðskiptahagsmuni íslands.” -ARH. Tœplega er hœgl að segja að þessi vinalegi köttur sé jólakötturinn. En umhverfið er jólalegt og nóg glennir hann gaphúsið. En í velferðarþjóðfélaginu fer vist enginn I jóla- köttinn. DB-mynd Einar Ölason. MASSIF FURUHÚSGÖGN Vönduð íslenzk framleiðsla sem er feti framar — IMær handverki verður vart komizt. Eskifjöröur: SÍLD FÆRD A MILLITUNNA — úr plasttunnum í trétunnur Á Eskifirði er verið að færa tals- vert magn af saltaðri síld á milli tunna, úr plasttunnum í trétunnur. Þegar síldarsöltun var i algleym- ingi á Eskifirði i haust varð tré- tunnuskortur, eins og menn muna, og var þá gripið til þess ráðs að salta í plasttunnur í staðinn. Nú þykir slæmt að flytja síld utan í plasttunnunum og því voru fengnar fjögur þúsund trétunnur með Skeiðsfossi fyrir söltunarstöðina Auðbjörgu. Eldey kom til Eskfjarðar i gær- morgun til að taka mikið magn af saltfiski hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar. Sá fiskur er ætlaður á" markað í Portúgal. -ÓV/Regína. Þessi glæsilegu húsgögn eru úr massifri furu og fást í Ijósum viðarlit og brún- bæsuð. Staðgreiðsluafsláttur og góð greiðslukjör. jfenan HUSGAGNAVERZLUN Lítið inn, það borgar sig. FURUHÚSIÐ hif Grettisgötu 46 — Sími 18580. *(!iritfu miitiiitti ifBBti fMttiértii wmm »*\« e ■« * tc«r>t8 *•«!« MtmTss if« itfitiri iKfinisini nirtiK a* b i h bíii ittirr'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.