Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 28
4 frfálst, áháð dagblað Fundað næturlangt í Karphúsinu um bankadeiluna: „Styttist íþurrk- inn, góði minn” —verkfallsvaktir áfram í miðbænum ÞRIÐJUDAGUR 9. DES. 1980. Fulltrúaráð sjálfstæðis- fétaganna íReykjavík: Guðmundur H. sjálfkjörinn formaður „Geirsmenn” höfðu annars betur f stjómar- og f lokksráðskosningum Guðmundur H. Garðarsson var í gærkvöld kjörinn einróma formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Nokkur slagur varð um aðra stjórnarmenn og menn í flokks- ráð, og höfðu „Geirsmenn” öllu betur en ,,a'ndófsmenn”. Sex voru kjörnir í stjórn með Guð- mundi. Geirsmenn telja sig hafa vinn- inginn, 4:2, í þeim hópi. Kosin voru: Sigurður Hafstein 324 atkvæði. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson 318, Ingibjörg Rafnar 293, Gunnlaugur B. Daníelsson 260, Gísli Baldvinsson 232 og Jóna Gróa Sigurðardóttir 230. Tólf formenn sjálfstæðisfélaganna í borginni eru einnig í stjórn. Aðrir, sem hlutu at- kvæði, voru Sveinn Björnsson kaup- maður 190, Guðni Jónsson 174 og Kristján Kjartansson 147. í flokksráðskosningunum fékk Sigurður Hafstein flest atkvæði, 298. Magnús L. Sveinsson hlaut 297, Davíð Oddsson 297, Páll Gíslason 274, Ingi- björg Rafnar 261, Hulda Valtýsdóttir 258, Sigurjón Fjeldsted 254. Einnig voru kosin í flokksráð i þessari röð: Pétur Rafnsson, Gunnlaugur G- Snædal yngri, Matthías Jóhannessen, Þórir Lárusson, Gunnlaugur Snædal eldri, Hörður Einarsson, Sigríður Ásgeirsdóttir, Ragnar Kjartansson, Garðar Ingvarsson,' Magnús Jóhanns- son, Sveinn Björnsson kaupmaður, Sólveig Pálmadóttir, Anders Hansen og Áslaug Ottesen. - HH ,,Við sitjum sem fastast,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson sáttasemjari í bankamannadeilunni i morgun þeg- ar DB-menn heilsuðu upp á hann í Karphúsi sáttasemjaraembættisins við Borgartún. Samningafundur sem hófst kl. niu i gærkvöld stóð þá enn og óljóst um framhaldið. Vilhjálmur vildi litið spá í hvort samningar væru innan seilingar. Spurningu þess efnis svaraði hann með sögu af karli sem inntur var eftir þvi hvort vænta mætti þess að þurrkurinn kæmi fljótlega. „Það styttist i hann, góði minn,” svaraði karl. Og það voru reyndar einu fréttirnar, sem hægt var að fá staðfestar í morgun:,Það styttist i samninga. Að vísu kvaðst Vilhjálmur hafa pantað sér flugfar austur á heimaslóðirnar i jólaleyfi sunnudaginn 21. desember. Má hugga sig við að þá verður í síðasta lagi samið við bankamenn! Á verkfallsvakt bankamanna fengust þær upplýsingar í morgun að staðnar væru vaktir við vinnustaði þeirra á miðborgarsvæðinu, fyrst og fremst til að gæta þess að menn noti ekki næturhólf bankanna. Gizkað vará að 60—70 manns væru á þess- um vöktum, en auk þess eru tal- stöðvarbílar á ferð um borgina, sem eru i sambandi við skrifstofu Sambands bankamanna. •ARH. Tímaritið Economist um ísland: Bæði „bezta” og„versta” efnahags- stjómíEvrópu ,,í hvaða landi i Evrópu er efna- hagsmálum bezt stjórnað?” spyr brezka timaritið Economist. „Á ein- um mælikvarða, atvinnuleysinu, er íslandi ótvírælt bezt stjórnað,” segir timaritið. ,,Þar hafa landsmenn haft fulla atvinnu allan síðasta áratug.” „En í hvaða landi er efnahagsmál- um verst stjórnað?” spyr tímaritið aftur. „Miðað við annan mæli- kvarða, verðbólguna, er svarið greinilega, að islandi sé verst stjórn- að af Evrópulöndum. . . ” segir tlmaritið. Timaritið segir, aö þessi þversögn eigi rætur i þvi, hve háð island sé fiskvciðum. Hækkun fiskverðs á erlendum mörkuðum leiði þegar i stað til launahækkana. Lækkun fisk- verðsins valdi verri viðskiptakjörum, sem leiöi til gengisfellingar krónunn- ar og verðhækkana. Þegar olluhækk- un bætist við verði afleiðingin suður- anterisk verðbólga. Economist getur skýrslu Efnahagssamvinnu og þróunarstofnunarinnar OECD og til- lagna hennar um aögerðir í efnahags- málum, sem hér hefur verið getið í fréltum, en segir, aö litil bjartsýni riki á aðgerðir, þótt tillögurnar séu góðar. -HH Ufðuháttá stolinnimill- jónáAkureyri Ung kona sent rekur verzlun í Sandgerði saknaði á laugardags- morgun tösku sem i voru að hennar áliti 1150 þúsund krónur. Hafði hún komið í hús þar sem gleðskapur var ogþarhvarftaskan. Á mánudag fundust þjófarnir, þrír 17 ára piltar. Voru þeir þá á Akureyri ásamt fjörða rnanni úr Reykjavík sem þeir buðu i ævintýrafcrðina. Höfðu allir lifað hátt um helgina, hafl herbergi á mörgum hótelum, skipt um verustað milli nátta og sums staöar ekki sofið. Alls staðar höfðu þcir notað fölsk nöfn, bæði i flugi og á hótelum. Þcgar þeir voru handteknir áttu þeir 68 þúsund krónur eftir. Fullyrða þcir að í töskunni hafi ekki verið ncma 900 þúsund kr. þó eigandinn segi 1150þúsund. - A.St. Bókastríð Hagkaups og bóksala: MÖRG LAGABR0T K0MA TIL SK0DUNAR —Niðurstaða um hluta málsins á morgun „Aðalspurningin setn fjallað var um á tveggja og hálfs tima fundi Samkeppnisnefndar í gær var hvort sölukerfi bókaútgefenda hefði i för með sér skaðlegar hömlur á sam- keppni og það svo að jafnvel bryti i bága við iög,” sagði Björgvin Guðmundsson í samtali við DB. Samkeppnisnefndin hefur að und- anförnu haft til meðferðar strið það er upphófst er Bóksalafélagið neitaði Hagkaupi um bóksöluleyfi. Er málið viðtækt að dónti nefndarinnar og skýrsla sú sem nefndin fól Gylfa Knudsen að taka saman um lög- fræðileg atriði málsins var upp á 30 síður . Björgvin sagði að samkvæmt skýrslunni kæmi til álita brot á mörgum greinum laganna um verðlag og samkeppnishömtur. Nefndin stefnir að þvi að taka á- kvörðun um einhvern hluta málsins aðininnstakostiámorgun. -A.Sl, Dómur í Landsbankamálinu: DÆMDURITVEGGJA 0G HÁLFS ÁRS FANGELSI —fyrír liðlega 51 millj. króna fjárdrátt, skjalafals og brot í opinberu starfi Haukur Heiðar, fyrrum forstöðu- maður ábyrgðadeildar Landsbanka fslands, var á föstudaginn dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í saka- dómi Reykjavíkur fyrir fjárdrátt, skjalafals og brot í opinberu starfi. Mál Hauks, Landsbankamálið svokallaða, kom upp um jólin 1977, þegar uppdagaðist að hann hafði i starfi sínu við bankann dregið sér um 51,5 milljónir á sjö undangengnum árum. Lengra aftur náði rannsóknin ekki. Haukur Heiðar var hnepptur i gæzluvarðhald er málið kom upp og ekki látinn laus fyrr en að tæpum þremur mánuðum liðnum. Dregst sá tími frá fangelsisvistinni. Við rann- sókn málsins kom m.a. í Ijós að hann hafði flutt megnið af fénu úr landi og á bankareikninga í Sviss. Ákærði, Haukur Heiðar, var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Lögmaður hans var Sveipn Snorrason hrl., en dóminn kváðu upp Gunnlaugur Briem saka- dómari, sem var forseti dómsins, <jg hæstaréttarlögmennirnir Axel Krist- jánsson og Ragnar Ólafsson. Búizt er við að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar. -ÓV. Þvagprufan órannsökuð enn Rannsóknardeild lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík er enn að rannsaka gang ölvunarakstursmálsins sem DB skýrði frá á laugardag. Þá neituðu læknar á slysadeild að taka blóðsýni úr ákveðnum manni, enda bar flutning mannsins að slysadeild að með óvenjulegum hætti, þ.e.a.s. í sjúkrabíl. Niðurstaða af þvagprufu sem læknar sendu lögreglunni í stað blóðsýnis liggur enn ekki fyrir. Bifreið hins grunaða er enn í porti lög- reglustöðvarinnar. -A.St. Samningamenn bankamanna skoðuðu skrif morgunblaðanna um kjaradeilu þeirra í fundarhléi í morgun I Karphúsinu. Hér velta þeir vöngum yfir Mogganum. DB-mynd: Sig. Þorri. LUKKUDAGAR 9. DESEMBER 21418 Sharp vasatöiva CL 8145 Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.