Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 FÓLK Katla María sendir frá sér jólaplötu: „Skemmtilegra að syngja en lœra” „Langar til að syngja inn á fleiri plötur” — en þá veröur einhver að biðja mig um það, segir Nini De Jesus, sem vakti mikla athygli í sjónvarpsþœtti með Hauki Morthens ,,Mér finnst mjög skemmtilegt að syngja inn á plötu. Nei, eg hlusta ekki mikið á plöturnar mínar — eða það er misjafnt, fer eftir lögunum,” sagði Katla Maria, sem nú sendir frá sér sina aðra hljómplötu. Það er jólaplata, sem kemur nú frá Kötlu Maríu, 12 erlend lög með íslenzkum textum, þar af tveir textar eftir afa hennar, Guðmund Guðmundarson. Þess má geta að hann samdi alla texta á fyrri plötu Kötlu Maríu. ,,Ég er í 5. bekk D í Mela- skólanum” segir Katla María, er við spurðum um námið. „Mér finnst eiginlega miklu skemmtilegra að syngja heldur en að laera. Ég er í Melaskólakórnum og í honum laerum við að syngja undir stjórn Magnúsar Péturssonar. Á fimmtudaginn eigum viðað syngja á elliheimilinu Grund,” segir Katla María. Hún segir að Ellý Vilhjálms sé bezta söngkonan og Pálmi Gunnars- son bezti söngvarinn. Aðspurð hvort hún ætli að vera söngkona þegar hún verður stór segir Katla Maria: „Það væri auðvitað skemmtilegt að verða söngkona, en ég gæti alveg eins verið búin að missa röddina þá. Annars er ég ekkert farin að hugsa um hvað ég ætla að verða,” segir hún svo. ,,Ég hugsa að ég fari í söngskólann.” Greinilega á söngurinn allan hug Kötlu Mariu, enda er hún ung og efnileg söngkona. Katla María kom fram í Jólastundinni okkar fyrir tveimur árum og söng þá lagið, Kveikjum kertum á, við undirleik Brunaliðsins. í Jólastundinni okkar Stundinni okkar,” segir hún og bætir við:„Mér fannst ógurlega skritið að sjá sjálfa mig I sjónvarpinu.” -ELA. nú i desember mun Katla María einnig koma fram og syngja. Katla María er 11 ára, hálfur íslendingur og hálfur Spánverji. Hún er yngst þriggja systkina. Þegar við spyrjum hvað sé skemmtilegast á eftir söngnum svarar hún að bragði: „Að lesa ljóð.” Móðir hennar, Helga Guðmundsdóttir, segir okkur að það sé rétt, Katla María lesi mikið Ijóð og sé einnig dugleg að læra þau. -ELA. Ég fæ jólagjöf nefnist nýútkomin hljómplata með Kötlu Mariu. Katla María heldur hér á plötunni fyrir Ijósmyndarann og tók það skýrt fram að hún syngi lika bakraddir. -DB-mynd Einar Ólason. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom fram og söng. Fyrst var ég voðalega feimin, þegar allir voru að stara á mig, en svo var alit I lagi,” sagði Nini De Jesus, 11 ára gömul stúlka, sem vakti mikla athygli í sjón- varpsþætti með Hauki Morthens á dögunum. Nini syngur með Hauki í einu lagi á nýútkominni hljómplötu hans. „Ég held að það hafi byrjað þannig að Haukur hafði samband við frænku mína Sigriði og sagði henni að hann vantaði millirödd. Hún benti á mig og það varð til þess að ég fór að syngja á þessari plötu,” sagði Nini er við spurðum hvernig hún hefði verið uppgötvuð. ,,Mér finnst mjög gaman að syngja, hef sungið með Melaskóla- kórnum,” segir Nini. Þess má geta að Katla María er vinkona hennar og bekkjarsystir og báðar eru þær í skólakórnum, „Annars er ég líka í myndlistarskólanum að læra að teikna og búa til úr leir. Ég hef þess vegna eiginlega ekki tima til að vera i kórnum, svo ég er að hugsa um að hætta. En mig langar að syngja inn á fleiri plötur. Ég get það bara ekki sjálf, það verður einhver að biðja mig um það,” segir þessi unga en þó full- orðinslega söngkona. Nini De Jesus er dóttir Onnu Geirs og Ning De Jesus. „Pabbi minn er frá Filippseyjunt, en ég fæddist í Kaliforníu,” sagði Nini. Hún er yngst fimm systkina. — Ætlarðu að koma fram í sjónvarpi aftur fljótlega? „Bryndis Schram kom i kórinn til okkar og ég held að það komi i Þrír ungir á Jjalir Þjóð- leikhússins Leikritið Oliver Twist frumsýnt íjanúar: Kötlu Mariu sem viðtöl eru við hér á siðunni. „Ég sá myndina Oliver Twist í sjónvarpinu og þótti hún mjög góð. Hins vegar hef ég ekki lesið bókina,” sagði Börkur. Hann sagðist aldrei hafa leikið fyrr, ekki einu sinni í skólaieikritum. „Jú, ég kvíði nú soldið fyrir að leika fyrir fullu húsi, en ég hugsa að það venjist,” segir hann. Sá Oliver í London Sigurður Sverrir sagðist nokkrum sinnum hafa leikið i skólaleikritum í Hvassaleitiskólanum, en aldrei fyrr i leikhúsi. „Ég sá Oliver Twist i sjónvarpinu og svo sá ég söngleikinn í London 1978. Það var mjög flott að sjá það,” sagði Sigurður Sverrir. Hann sagðist syngja með kór Hvassaleitisskóla. Kórinn hefur m.a. sungið í Háskólabiói og í Bústaðakirkju. Þeir Börkur og Sigurður munu skiptast á að leika Oliver Twist þegar aðsýningunum kemur. Jón Gunnar, sá er leikur Dick, er ekki eins óvanur að koma fram og þeir Sigurður og Börkur, hann hefur leikið í Hemma, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi, í útvarpsleikritum hefur hann leikið og i kvikmyndinni Snorri Sturluson sem verið er að vinna að. „Jú, mér finnst skemmtilegra að leika en ég held að ég vildi ekki verða leikari,” segir hann. „Miklu frekar dýralæknir.” Eins og hinir tveir sá Jón Oliver Twist I sjónvarpi, en ekki sagðist hann hafa lesið bókina. „Ég hef bara lesið handritið okkar,” segir Jón Gunnar. Hann er eins pg Börkur, Katla María og Nini I Melaskólanum, svo segja má mcð sanni að þar sé að finna upprennandi listamenn. Jón Gunnar sagðist vera i Melaskóla- kórnum, én ekki er hann sérlega ánægður. „Það eru svo fáir strákar í kórnum, svo ég held ég hætti bara,” segir hann. Ekki var ráðlegt að tefja þessa ungu menn lengur, þvi erfiðar æfing- ar eru framundan og enginn tími má fara til spillis. -ELA. Jón Gunnar Þorsteinsson 10 ára verður í hlutverki Dicks, Siguröur Sverrir Stephensen 12 ára fer með hlutverk Olivers Twists á mótí Berki Hrafns- synillára. DB-mynd Gunnar örn. Æfingar eru hafnar á leikritinu Oiiver Twist sem Þjóðleikhúsið áætlar að frumsýna um miðjan janúar. Tveir ungir drengir, Börkur Hrafnsson 11 ára og Sigurður Sverrir Stephensen 12 ára, voru valdir í hlut- verkið úr hóp 14 drengja. Þá var Jón Gunnar Þorsteinsson (Gunnarssonar leikara) 10 ára fenginn i hlutverk Dicks. Blaðamaður ræddi við þessa þrjá drengi en þeir voru við upplestursæfingu með leikstjóranum Brieti Héðinsdóttur. Bekkjarbróðir Niniar og Kötlu Maríu „Það var hringt í mig og ég beðinn að taka þetta hlutverk,” sagði Börkur er við spurðum hvernig hann he.fði fundizt í hlutverkið. Börkur er í Melaskólanum og svo skemmtilega vill til að hann er bekkjarbróðir þeirrar Niniar og Nini De Jesus var stödd hjá ömmu sinni i Safamýri er við litum inn tíl hennar. Amma Niniar er ekki alveg óvön að taka á mótí blaðamönnum, það þurftí hún að gera lengi vel, er dætur hennar tvær urðu fegurðardrottningar, Sirrý Geirs og Anna Geirs, móðir Niniar. DB-mynd Einar Ólason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.