Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 17
DAGBLADID. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980. 17 [C Menning Menning Menning Menning Fra Litlu Stórhyrnu að Unduðu Hné Vestríð frá sjónarhóli indíána Dee Brown — Haygflu mitt hjarta vifl Undafl Hné, 413 Mb. Þýfl-Magnús Rafnsson. lítg- Mál og menning 1980. Stundum flnnst manni sem amer- iski indiáninn sé hluti af óendanlega fjarlægri fortið eða rómantisku draumalandi. Því er ekki laust við að manni bregði við að lesa að fjölda- morðin á Sioux-indiánum við Undað Hné, þar sem veldi indiána var end- anlega brotið á bak aftur, áttu sér slað árið I890 eða fyrir tæpri öld og að helstu bardagar indiána og hvítra manna, efniviður þúsunda bóka og kvikmynda, voru háðir á árunum 1860—80. Og það þarf ekki langa dvöl á verndarsvæðum indíána í dag til að rekast á arfleifðina frá Unduðu Hné, sjá hvemig ameriski draumur- inn hefur leikið drauma indiána. Tvennt er mér einkum minnisstætt frá heimsókn á vemdarsvæði Navajo indiána í Colorado árið 1977. Hvergi rætur Þar í sóibökuðum fjöllunum var annars vcgar menningarmiðstöð reist af yfirvöldunum, þar sem menntaðir indiánar reyndu að kenna yngra fólki að meta fomar hefðir ættbálka sinna, með litlum árangri. Til stöðvarinnar komu þcir á pikköpum sinum, drekkandi bjór, ef þeir þá gátu slitið sig frá litsjónvarpstækjun- um sem spúðu yfir þá ómerkilegustu þáttum sem Bandaríkjamenn geta framleitt. Og það sem þeir gerðu, vefnaður, málverk, leirker, var eins og dauft endurskin af indiánalist, sterkt blandað vestrænum stil. Þessir ungu indíánar áttu sér hvorki rætur í samfélagi hvitra né indíána og ör- væntingin lá eins og mara yfir menn- ingarmiðstöð þessari. Reyndar hafði forstöðumaðurinn, hugsjónamaður af indiánaættum, fyrirfarið sér vik- una áður en við vorum þarna á ferð. Afl komast í samband vifl sólguðinn Svo voru þarna afskekkt þorp með pueblo-sniði, þar sem ungir indíánar höfðu hreiðrað um sig, sýndu hvítu fólki fullan fjandskap og vildu sem minnst með menningu þeirra hafa. Við eitt þeirra stóð stórt spjald með álctruninni „No whites allowed” — Ferðir hvitra bannaðar. Þar átti einmitt að fremja hinn ár- leca sóldans um þetta leyti og fyrir náð og miskunn kunningja með sam- bönd meðal indíána fékk ég leyfi til að horfa á dansinn, með því skilyrði að ég hefði ekki með mér myndavél, segulband eða skriffæri af neinu tagi. Þarna hafði hægur, taktfastur dans verið stiginn í nær sólarhring og hélt áfram þá dagstund sem ég var þarna. Þetta var dans fullur reiði, hryggðar og sefjunar, tilraun til að komast í náið samband við þá anda sem hvít menning hafði hrakið á brott. Ég hafði m.a. búið mig undir þetta mót með því að Iesa bók bandaríska sagnfræðingsins Dee Brown, Bury my heart at Wounded Knee, sem hafði opnað augu mín fyrir ýmsu því sem lá að baki hcgðun indíánanna. Bók menntir Reiðilestur til þjóðarinnar Þessar minningar komu aftur upp í hugann við lestur hinnar íslensku út- gáfu bókarinnar, Heygðu mitt hjarta við Undað Hné. Bókin var að mörgu leyti tímamótaverk í bandarískri sagnfræði þegar hún kom út fyrir áratug, en jafnframt var hún skrifuð á svo alþýðlegan máta að allir gátu haft af henni gagn. Enda fór svo að Undað Hné varð metsölubók og m.a. eitt af uppáhaldsritum umhverfis- verndarmanna. Tilgangur Browns, sem er höfundur um 20 bóka um villta vestrið, var sá að kanna viðhorf bandariskra indíána á öldinni sem leið til hinna hvítu landnema sem til þessa höfðu verið nær einir um frá- sagnir. Og er hann hafði kannað þær heimildir sem fyrir hendi voru sá Brown að hlutleysi sagnfræðingsins var ekki aðeins ófullnægjandi i þessu tilfelli, heldur fullkomlega ósæmi- legt. Bókin er reiðilestur til banda- risku þjóðarinnar, knúin af réttmætri reiði yfir því sem hún gerði frumbyggjum landsins. Undravert æðruleysi Á árunum 1800—1900 voru 5—8 milljónir indíána þurrkaðir af yfir- borði jarðar af yfirvöldum og land- nemum, heilu ættbálkarnir hurfu l'yrir fullt og allt, næstum hver einasti samningur sem gerður var við indíána var'svikinn af hvítum og í hvert sinn sem indíánar gerðust her- skáir, var það í raun til að hefna harma sinna. í lengstu lög vildu flestir ættbálkar indíána semja við hvíta manninn, hliðra til ef mögulegt var, en því meir sem indíánar gáfu eftir, því gírugri urðu landncmarnir. Þegar þeir loks gripu til vopna til að vernda lönd sín, vísunda og fjöl- skyldur, lutu þeir í lægra haldi fyrir fullkomnum vopnum hvítra, marg- hleypum, Howitzer fallstykkjum o.fl. Og undraverð var rósemi og æðruleysi indíánanna, hvað sem á gekk. Brown fjallar að mestu um timabil- ið 1860—90 og rekur örlög hvers ætt- bálks fyrir sig, en á undan hverjum kafla vitnar hann í indíána og skýrir frá atburðum sem voru að gerast annars staðar i heiminum um svipað leyti. Fjöldi mynda er í bókinni. Hér er komin bók sem eflaust á eftir að hafa áhrif á hugmyndir margra íslendinga um hinn ameriska indíána og þýðing Magnúsar Rafnssonar cr mikið afreksverk. - Al Siljandi tarfur, einhver fræknasti höfðingi handariskra indíána á 19. iild. Gersk rómantík Tónleðtar Sinfónkjhljómsveitar íslands í Há- skólabíói 4. desember. Stjómandi: Woldemar Nebon. Einleikan': Sbura Cherkassky. Efntsskrá: Pjotr Tschækowsky: Píanókonsert nr. 1 í b-moll, op. 23; Hnotubrjóturinn, baQett- svíta op. 71a; 1812 Forieðcur, op. 49. Þessi indæla, frum- stæða leikgleði Alltaf er það tilhlökkunarefni að heyra jötuninn Shura Cherkassky leika. Ég man einmitt, að i fyrsta sinn sem ég heyrði hann leika hugleiddi ég hvort ekki væri tryggara að setja stög á hljóðfærið, svo mikill fannst mér krafturinn í leik hans. Enn er kraftur- inn nægur hjá karli og öryggið eins og best verður á kosið. Shura Cher- kassky á ennþá til þessa frumstæðu leikgleði, sem hverfur því • miður alltof ofl hjá hinum miklu og frægu alhcimsvirtúósum. Mér finnst því viss endurnæring að heyra hann leika þá rómantísku rússncsku konserta sem hann er algjör sérfræðingur í. Fámennisraunir Glapræði hreint má telja að ráðast i tónleika sem þessa án þess að komplettera hljómsveitina. Fáliðaðir strengirnir unnu svo sem vel, já á köflum þrekvirki og þeir verða ekki sakaðir um sitt eigið fámenni. En þeim mun blóðugri fannst manni skorturinn þegar maður sá flesta þá sem á vantaði til að fylla i töiuna frammi í hléinu sem áheyrendur. Annars stóð hljómsveitin sig vel i pianókonsertinum utan hvað trompetar hefðu gjarnan mátt vera samtaka i fyrsta kaflanum og blikkið i heild heldur mýkra. Hnotubrjótur- inn fór ágætlega. Ég held samt að Woldemar Nelson hefði getað fengið bettjr flæðandi rómantík út úr hljóm- sveitinni með örlítið breyttu tempó- vali. Þannig varð Blómavalsinn ekki eins sindrandi glæstur og efni stóðu til. En aftur á móti brá líka fyrir ein- stakri spilamennsku í samleik þeirra Guðrúnar Kristinsdóttur og klarí- nettuleikaranna þriggja í Dansi sykurdrottningarinnar. Hér var leikin venjuleg konsertgerð svítunnar og mörgum skemmtilegum atriðum sleppt eins og Hundslappadrífuvals- inum, Furuskógi að vetri, Spænska súkkulaðidansinum og Dönsum barnanna og Afadansi og fleirum. Að Iokum var það 1812, og enn var strengjafæðin pínleg þótt þeir lékju vel. 1812 er svo óendanlega skemmti- legt glæsistykki, sem aldrei má talTa alltof hátiðlega, heldur eins og hann er og hafa gaman af. Lúðrasveitin Svanur Iék með í keisarasöngnum, en ég er of tengdur lúðrasveitamálefn- um til að fjalla um frammistöðu hennar. Engin fallstykki Við íslendingar erum friðsöm þjóð Pétur Tschaikowsky tónskáld árið 1888. og eigum fáar fallbyssur. Þvi getum við vart heimtað alvörufallstykki á konsert í Háskólabiói. — Og þó — Ég stóðst ekki mátið og fór að fletta í gömlum árgöngum af Guns and Hunting þegar heim kom og viti menn — í nóvemberhefti ’64 var ein- mitt grein um minifallbyssu handa slagverkamönnum í hljómsveitum, kríli ætlað fyrir „gauge 12” hagla- skot (blönk að sjálfsögðu) og talin al- veg sérdeilis hentug til brúks í 1812, í konsertsal. (Já og gripurinn kostaði þá á kynningarverði einungis 16 dali). Klukkunum hefði góður tóntækni- maður sem hægast getað bjargað með því að blanda upp og saman Carillonklukkum (þær eru til hjá Að- ventistasöfnuðinum), klukkum Hall- gtimskirkju og töraspili hljómveitar- innar. Sú leið er alls ekki óþekkt, að leika klukkurnar af tónbandi í góðum tækjum á konsert. En til hvers er að vera með vangaveltur um svona tittlingaskít og reddingar þegar ekki fæst fullskipað í hljómsveitina? Vel má hugga sig við það að á þessum ágætu tónleikum náði Woldemar Nelson nokkurn veginn jafngóðum Tschaikowsky og hægt er að ná út úr hljómsveit af þessari stærð. - EM HREVFILL Sími B 55 22 SIEMENS — vegna gæöanna Vönduð ryksuga með still- anlegum sogkralti, 1000 watta mótor, sjálfinndreginni snúru og frábærum fylgi- hlutum. Siemens - SUPER — öflug og fjölhæf. SMITH & NORLAND HF., NÓATÚNI 4, SÍMI 28300.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.