Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980. .íúRíUJL Jólamarkaður í Breiðfirðingabúð Ódýrar vörur verða seldar næstu daga í Breiðfirðingabúð. t.d. sængurgjafir, barnabuxur, alls konar smábarnafatn- aður, leikföng, jólatrésvörur, jólatrésskraut og margt, margt fleira. Samhjálp auglýsir: Nýja Samhjálparplatan fæst í afgreiðslu Samhjálpar Hverfisgötu 42. Opið kl. 13-18. Sendum í póstkröfu um allt land. Símar 11000 — 661481 Fleiri karlar en konur fremja sjálfsmorö I Danmörku, en munurinn er minni en áður var. Á siðastliðnu ári frömdu 804 karlar sjálfsmorð i Danmörku og 514 konur. Liklegt er þó að mörg sjálfsmorð séu talin slys, þannig að i raun og veru séu þau mun fleiri. Talið er liklegt að I ár muni um 10 þúsund Danir gera tilraun til sjálfsmorðs og rúmlega tíundi hluti sjálfsmorðstil- raunanna heppnast. Mikil fjölgun á sjálfsmoroum —Sjálfsmorðum í Danmörku fjölgaði um meira en hundrað á síðastliðnu árí. Mikið atvinnuleysi ungs fólks og tvöfalt álag á útivinnandi húsmæðrum talið meðal höf uðorsakanna Fjöldi sjálfsmorða í Danmörku hefur aldrei verið eins mikill og nú. Talið er að orsök fjölgunar sjálfs- morða sé mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks og tvöfalt álag á konum, sem vinna utan heimilis auk þess sem þær sinna húsmóðurstarfinu. í skýrslum opinberra aðila um þetta efni kemur fram að á síðast- liðnu ári voru framin 1318 sjálfsmorð í Danmörku og er það meira en hundrað sjálfsmorðum fleira en árið áður. Á árunum 1950—70 var fjöldi sjálfsmorða 900—1000 á ári og fór þeim fækkandi. Nú fjölgar sjálfs- morðunum hins vegar mjög. Prófessor N. Juel-Nielsen, sem manna bezt er talinn þekkja til þess- ara mála, segir að um jólin séu alltaf framin mörg sjálfsmorð en einnig sé það áberandi að á vorin séu margir það niðurdregnir að þeir fremji sjálfsmorð. Prófessor Juel-Nielsen mun á næstu árum stjórna samnorrænni könnun þar sem reynt verður að grafast fyrir um orsakir sjálfsmorða. Sjálfsmorð eru algengust meðal fólks á aldrinum 35—64 ára en einnig fremur margt ungt fólk sjálfsmorð. Áður frömdu tvöfalt fleiri karlar sjálfsmorð en konur, en nú er bilið mun minna. Ekkert er með nokkurri vissu vitað um orsakir fjölgunar sjálfsmorða og breytingar á skiptingu kynja i hópi þeirra, sem gefast upp á lífinu og fremja sjálfsmorð. Prófessor Juel-Nielsen telur að mikið atvinnuleysi og slæmar fram- tíðarhorfur séu meginástæða þess að fjöldi ungs fólks gefst upp. Þegar konur treysta sér ekki til að lifa lengur er ástæðan oft talin vera tvöfalt álag á þeim. Þær leggja heimilinu til peninga með því að vinna úti, en öll vandamál heimilisins hvíla eftir sem áður á þeim. Breyttar tölur yfir sjálfsmorðstíðni kynjanna gæti bent til jjess að á síðustu árunt sé lif kvenna orðið erfiðara en líf karla auðveldara. Körfubíll til söhi sem er Ford 300 D árg. '70 með 10,5 m lyftara. Tilboð óskast. Uppl. í síma 51715. Nei takk ... ég er á bílnum Nato-ráðherrar SKYUR SER BAKVK) FORMANNINN Jiang Qing, ekkja Maós Tsetung, hins látna leiðtoga kínversku þjóðar- innar, skýldi sér á bak við vald eigin- manns síns er hún var yfirheyrð varð- andi sekt hennar í dauða Liu Shaoqis, fyrrum forseta Kína. Jiang Qing réttlætti ofsóknirnar á hendur Liu Shaoqi með því að vísa í skjal frá miðstjórn kommúnistaflokks- ins undir forsæti Maós þar sem fjallað var um baráttu á hendur öllum þeim sem leiðzt hefðu inn á brautir kapítal- ismahs. GÓÐ VERÐ LAUN KAFFI HLÉ FRAMSÓKNAR VIST HÓTEL HEKLU í KVÖLD KL. 20.00. ræða um Pólland ikæ FEROAR Harold Brown, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og aðrir varnarmála- ráðherrar ríkja Atlantshafsbandalags- ins koma saman til fundar í dag til þess að ræða þróun mála í Póllandi og hugsanlegar afleiðingar hennar. Ráð- herrarnir hittust á óformlegum fundi í gær og munu hafa verið sammála um að ekki væri heppilegt að Nato-ríkin færu af stað með aukinn vígbúnað að svo komnu vegna ástandsins í Póllandi. Portúgal: STJÓRNIN FERFRÁ Ríkisstjóm Portúgals baðst í gær- kvöldi lausnar vegna sigurs Eanesar forseta í forsetakosningunum. Stjórnarfiokkarnir reyna nú að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra. Hinn nýendurkjörni forseti segist munu veita stjórnarflokknum nægan tíma til að benda á nýjan forsætisráð- herra. Forsetinn hefur samkvæmt stjórnarskránni völd til að skipa for- sætisráðherra. Mikil togstreita hefur verið á milli stjórnarfiokkanna og for- seta landsins. Þó hefur verið skýrt frá þvi að sex skipa fastafloti bandalagsins verði um kyrrt í Norðursjó og muni halda þar áfram æfingum í stað þess að fara heim um jólin. Ótti Vesturveldanna við hernaðar- íhlutun Sovétmanna í Póllandi hefur vaxið á ný eftir að ljóst er orðið, að hernaðarundirbúningi Sovétmanna hefur verið haldið áfram eftir fund leiðtoga Varsjárbandalagsins í Moskvu, þar sem talið var að niður- staðan hefði orðið sú að Pólverjar skyldu sjálfir finna lausn á sínum mál- um. Að sögn opinberra aðila í Bandarikj- unum hefur hernaðarundirbúnings orðið vart í rúmlega þrjátíu herfylkjum Sovétmanna og Varsjárbandalagsins. Hljómsveitin Bakkabræður og brœðurnir Kertasníkir og Skyrgámur koma á jólatrésskemmtanir með söng, hljóðfæraleik, Ba glens og gaman. |r Upplýsingar hjá auglýsingaþjónustu Dagblaðsins í síma 27022 og í síma 31421 á kvöldin. Erlent Erlent Erlent REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.