Dagblaðið - 02.01.1981, Page 2

Dagblaðið - 02.01.1981, Page 2
2 r DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. Einu hræðumar sem hlusta á sinfóníur —starfa á tónlistardeildinni Raddir lesenda Hlustendakannanir hafa engin áhrif á ráðamenn tónlistardeildar Ríkisút-' varpsins, segir Gussi. Gussi hringdi: Mikið er ég innilega sammála þessum Hilmari sem segir í DB 29. desember sl. að engin ástæða hafi verið til að fagna 50 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Það er nefnilega staðreynd að útvarpið, sérstaklega tóniistarflutningur þess, nær til ákaf- lega fárra. Við raunum öll eftir_ hlustendakönnuninni forðum, þar sem í Ijós kom sú blákalda staðreynd að enginn, alis enginn, hlustar á sinfóníurnar í útvarpinu. Það eru í mesta lagi örfáar hræður sem það gera og til allrar óhamingju vinna þær allar á tónlistardeildinni. Því miður virðist sem hlustenda- kannanir, lesendabréf og örugglega margar símhringingar til þeirra á út- varpinu hafi lítil áhrif tii bóta. Svo virðist sem ráðamenn tónlistardeild- arinnar séu flestir heyrnarlausir því þeir taka ekki eftir þvi sem fólkið er aðbiðjaum. Hvað varð um hljómplötuna? MÉR ÞYKIR ÞVÍ BETRA SEM ÉG ER SKAMMAÐUR MEIRA HRESSAR KONUR VERÐLAUNAÐAR BÖRN OG GLERAUGU YlhM 1.tbl.43.árR. I.jan. 1981. Verd 18 nvkr. Kiddi hringdi: Rétt fyrir jólin kom út hijómplata með harmóníkutónlist. Var það Félag harmóníkuunnenda sem gaf hana út og hugðist ég gefa þessa plötu t jólagjöf. Ég fór í margar plötuverzlanir en fann hvergi harmóníkuplötuna. Hvað varð eigin- lega um hana? Er kannski ekki enn búið að dreifa henni eða varð hún strax uppseld? DB hafði samband við Bjarna Mar- teinsson formann Félags harmóníku- unnenda. Hann skýrði frá því að hljómplatan hefði strax selzt upp. Hefðu þeir alls ekki átt von á þessum góðu viðtökum. Hins vegar væri nýtt upplag væntanlegt á markað eftir áramót. ; !!1L Ijl V : 11 § '« ' ■. ij M \ Lak 1 't-v ’. • Frá Hornströndum. Eins og sést á myndinni er mikill gróður við eyðibýlið en bréfritari segir að mörgum hafi komið það á óvart þeg- ar þeir sáu kvikmyndina. Sjónvarpinu sjaldan tekizt eins velupp — ánægð með kvikmyndina um Strandimar Ein ættuð af Ströndunum skrifar: Okkar ágætu sjónvarpsmenn fá ekki oft lof. Mjög oft sér maður þá hundskammaða á lesendasíðum dag- blaðanna enda hefur það alltaf verið þannig að það sem vel er gert hverfur í skuggann af því sem illa er gert. Það sem miður fer er líka alltaf blásið upp. Því fólk þarf víst að fá útrás fyrir óánægju sína. Mikið væri nú betra ef fólk gæti oftar fengið útrás fyrir ánægjutilfinninguna. Ég ætla semsagt að fá smáútrás fyrir ánægjutilfinninguna því ég er mjög ánægð með kvikmynd sjón- varpsins um eyðibyggðina á Horn- ströndum. Er það mín skoðun að sjaldan hafi sjónvarpsmönnum tekizt eins vel upp og þarna. Bæði var myndin mjög fróðleg og ákaflega falleg, reyndar væri betra £)ð segja hrikaleg því langslagið er eins hrika- legt og það er fallegt. Og hinn mikli gróður kom mörgum án efa á óvart. Fyrir nokkru benti einhver lesandi á það að íslenzk kvikmyndagerð ætti að einbeita sér að fræðslumyndum um islenzka náttúru. Ég er alveg sam- mála honum í þeim efnum því ég held að á því sviði séum við fyllilega sam- keppnisfærir á alþjóðamarkaði. Myndin um Hornstrandir sýndi það.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.