Dagblaðið - 02.01.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR T?5l.
DB á ne ytendamarkaði
Nýkrónaídag
Farið variega í viðskiptum
Það hefur líklega fram hjá fáum
farið að breyta á um gjaldmiðil á
Íslandi í dag. Nú eigum við að hætta
að nota gömlu álkrónuna og fara i
staðinn að nota krónu úr kopar sem
er hundrað sinnum verðmeiri en sú
gamia, hefur sem sé svipað verðgildi
og danska krónan. Full ástæða er til
þess að hvetja fólk til þess að athuga
sinn gang í rólegheitum áður en það
lætur hinar fyrstu, nýju krónur af
höndum því auðvelt er að rugla
saman því gamla og þvi nýja.
Bankar verða opnir til klukkan sex
í kvöld og frá 10—4 á morgun en
eingöngu til þess að menn geti skipt
gömlum krónum i nýjar. Til þess að
létta afgreiðslufólki í verzlunum störf
ætti fólk að nota sér þessa þjónustu
bankanna. Það liggur i hlutarins eðli
að erfitt hlýtur að vera fyrir
verzlunarfólk að gefa til baka í tveim
gjaldmiðlum þegar ofan á bætist að
nú standa helgarinnkaupin sem hæst
og búr flestra eru tóm eftir jól og ára-
mót.
Þeir sem búa svo vel að eiga
ávísanahefti geta auðvitað strax farið
að gefa út ávísanir á hinar nýju
krónur. En æskilegra er að breyta
fyrst innistæðutölunni í nýjar krónur
svo menn fari ekki hessilega yfir á
heftinu. Þeir sem eiga peninga á
bankabók geta síðan farið eftir
helgina og tekið út úr þeim eða lagt
inn í nýjum krónum. Eins geta þeir
látið bankana breyta upphæðum á
hvers kyns verð- og skuldabréfum.
En það er alls ekki nauðsynlegt.
Verð- og skuldabréf svo og hvers
konar reikningar sem dagsettir voru
fyrir áramót teljast vera með upp-
Nýkr. 1
Gkr. 100
Nýkr. 100
m (Ávi/xú*. Eilp ' ■' ' ■ •■ m ^œstnfiu '| ■KBk >^., - •■> *
Nýkr. 50
msm i&sm.
'm&m r.rtsu.Ví> ;
vKVp.vaRv f
T' | -T &
Gkr. 10.000
Aurar 50
Aurar 10
Nýkr. 10
Gkr. 1.000
Aurar 5
Gkr. 50
Gkr. 10
Gkr. 5
Þannig samsvara nýju krónurnar þeim gömlu. Myndin er úr bæklingi sem Seðlabanki lét gefa út.
Nýju krónurnar eru skreyttar mynd af þorski og islenzka skjaldarmerkinu að
fjórðaparti, bergrisanum.
DB-mynd Einar Ólason.
hæðum í gömlum krónum nema
annað sé sérstaklega tekið fram.
Aftur eru allar skuldbindingar i
peningamálum sem við gerum núna
eftir áramótin í nýjum krónum nema
annað sé tekið fram. Verð á vörum í
búðum á að standa á þeim i bæði
nýjum og gömlum krónum. Nýja
krónan er táknuð með rauðu letri á
hvítum grunni eða svörtu letri á
rauðum grunni. Rautt er litur hinnar
nýju krónu. Laun, verð á fasteign-
um, bilum og öðrum stærri hlutum á
einnig að vera í nýjum krónum og fá
líklega flestir í dag sín laun í nýjum
krónum. En þeir sem greitt fá í
ávísunum og eiga ekki ávísanahefti
verða að biða fram yfir helgi að leysa
úttékkana sina.
Með gjaldmiðilsbreytingunni fáum
við aftur aura. Þeir eru jafnverðmikl-
ir og krónan er nú. Minnsta myntin
verður fimmeyringur. Verð sem
staðið hefur á einni og tveim krónum
lækkar um þær og kostar engan eyri.
Verð sem endað hefur á 3, 4, 5, 6 , og
7 krónum endar þar eftir á5aurum og
verð sem endað hefur á 8, 9 og 10
aurum endar framvegis á lOaurum.
Aurarnir eru slegnir úr bronsi en
fimm krónu og einnar krónu pening-
ur eins og áður sagði úr kopar. Seðl-
amir eru úr svipuðum pappír og áður
en öðruvisi i laginu en þeir hafa
verið. Þeir eru jafnbreiðir, 7 sentí-
metrar, en styttri. 10 krónur eru 13
sentimetrar, 50 krónur 13 og hálfur,
100 krónur 14 sentimetrar og 500
krónur 14 og hálfur. Nýtt er við þessa
peninga að í þeim eru upphleyptir
punktar fyrir blinda. 500 krónur eru
með lóðrétt strik, 100 krónur með 3
punkta í láréttri röð, 50 krónur 2
punkta og 10 krónur einn. í útliti eru
hinir nýju peningar ekki ólíkir
þýskum mörkum.
-DS.
Fiskur eftir kjöt jólanna
Hátíðarmatur jafnt sem
hversdagsgtaðningur
Mikið skelfing verður gott að fá
aftur fisk að borða eftir allar kjöt-
máltíðir jólanna. En það gæti reynzt
bið á því að við fengjum í búðum
virkilega góðan og nýjan fisk því
vegna veðurs og hátíða hafa skip lítið
verið á sjó. En sem betur fer fæst
víða I búðum frosinn fiskur sem er
eins og hann beztur gerist. Töluvert
fæst orðið af fiskmeti sem þjóðin
hefur fram að þessu ekki haft í ríkum
mæli á boðstólum. Má þar nefna
skelfisk hvers konar, skötusel og
fleira það sem fyrrum var talið óæti.
En satt bezt að segja er þessi fiskur
svo mikil hunangsfæða að leit er á
öðru betra, jafnvel í hátíðamat. í til-
efni hversdagsins sem nú fer í hönd
birtum við í dag nokkrar uppskriftir
aö fiskréttum.
Grillaður fiskur
Fiskflak, nánast hvaða tegundar
sem er, er skorið i fremur litla bita. Á
þá er stráð kryddi, bezt er lemon and
herbe eða lemon and peppert og
karrí. Sé það ekki til verður að nota
hvaða annað krydd sem til er og á vel
við fisk. Fiskurinn er síðan settur
undir grill í ofni sem hefur verið gló-
hitað. Þar er hann látinn griilast i 6
minútu á hvorri hlið. Með fiskinum
er borin t.d. hollenzk sósa eða bráðið
smjör og sítrónubátar.
Of nbakaður fiskur
Fyrir utan það að ofanbakaður
fiskur er sérdeilis hollur er hann hin
þægilegasta matreiðsla. Fyrir úti-
vinnandi fólk er hægt að útbúa hinn
ljúffengasta fiskrétt kvöldið áður en
á að snæða hann, geyma hann i kæli-
skáp yfir nóttina og þá er ekkert eftir
annað en að hita hann þegar komið
er heim úr vinnunni. Þegar fiskur er
bakaður í ofni er gott að láta hug-
myndaflugið ráða. Á sumrin, þegar
mikið fæst af hvers konar grænmeti
og nýjum kryddjurtum, er ekki mikill
vandi að búa til góöan, ofnbakaðan
fisk. Aðeins verður að gæta þess að
láta hann ekki sjóða of lengi, þá
þornar hann. 10 mínútur munu vera
ósköp passlegur tími fyrir fiskflök að
sjóða I ofni. Svona til dæmis ætla ég
hér að birta eina uppskrift að ofn-
bökuðum fiski.
1 ýsuflak
1/2 tsk. lemon and pepper
eða annað fiskkrydd
1/2 tsk. karrl
salt eftir þvi sem menn vilja,
ætti þó ekki að þurfa
smjörklina
1 og 1/2 dl rasp
100 g rifinn ostur
Hitaþolið mót er smurt innan með
smjörinu eða smjörlíki. Fiskinum
raðað í og kryddinu stráð yfir.
Raspið kemur þar ofan á og smjör í
litlum bitum ef menn vilja mikið
viðbit með sínum fiski. Ostinum er
stráð ofan á allt saman. Þetta er svo
bakað í heitum ofni.
Gratíneraöur
fiskur
Það kallast á útlenzku gratíneraður
fiskur þegar fiskur er bakaður í ofni
undir sósu. Oft er búin til sérstök
gratínsósa en fyrir þá sem lítinn hafa
tíma er eins hægt að nota hollenzka
sósu sem fæst i pökkum í hverri búð.
Gratín-sósa:
30 g smjörlfki
2 dl soð eða mjólk
50 g hveitl
um 3 egg
1/2 tsk. salt
1/4 tsk. pipar
annað krydd ef vill
Sósan er bökuð upp og síðan sett
yfir má segja hvaða fisk sem er. Til
dæmis ýsu, karfa, þorsk og hvers
konar skelfisk. Eins er farið að með
hollenzku sósuna. Sumir setja
örlítinn rifinn ost ofan á sósuna eða
jafnvel saman við hana. Það myndar
enn betri hjúp ofan á fiskinn. Tilvalið
er að búa til gratínsósu ef afgangur er
til af steiktum fiski og nota hann sem
Þaö var nóg til af fiski I Fiskbúðinni Hafrúnu þegar Sigurður Þorri Ijósmyndari
leit þar inn á milli jóla og nýárs.
uppistöðu í réttinn. Rétturinn er
bakaður í ofni í stuttan tima, þar til
sósan verður gullin að ofan. Ef
notaður er skelfiskur eða fiskur sem
steiktur hefur verið fyrir má tím-
inn ekki vera nema örusttur en allt
upp í 10 mínútur með hráan fisk.
Fiskur með
hangiketsfloti
Að síðustu sá fiskréttur sem ein-
faldastur er allra, soðinn fiskur með
hangiketsfloti. Fiskurinn er soðinn í
skamma stund. Þeir sem lengst eru
komnir I matreiðslu á fiski sjóða rétt
upp á honum, slökkva svo undir
Uppskrift
dagsins
pottinum og láta fiskinn moðna smá-
stund í viðbót. Aðrir sjóða hann ögn
lengur en veiða hann beint upp úr
sjóðandi vatninu. En sé fiskur soðinn
of lengi þornar hann. með soðnum
fiski er bezt að borða góðar kartöfl-
ur, sem því miður virðast ekki vera til
í landinu núna, eða þá brauð eða
hrísgrjón. Hangikjötsflotið sem við
vitaskuld veiddum ofan af jólahangi-
kjötssoðinu er brætt út á fiskinn,
sumir setja tólg saman við til að
drýgja flotið. Með því að bera flot
með fiskinum kemur af honum
skemmtilegt bragð sem ekki fæst
annars. Smjör og tólg er svo sem
ágætt með fiski en ekkert jafnast á
viðhangiketsfiot.
Að lokum má geta þess að sam-
kvæmt síðustu ákvörðun rikis-
stjórnarinnar kostar kílóið af ýsu-
fiökum án þunnilda 14 krónur og 30
ára. Ný þorskflök án þunnilda kosta
13 krónur og heil ýsa 6,25 krónur.