Dagblaðið - 02.01.1981, Qupperneq 10
10
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjón: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
Aóstoóarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjórí ritstjómar. Jóhannos Reykdal.
Íþróttir. Hallur Simonarson. Monning: AÖalsteinn IngóHsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaöamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urösson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hókonardóttir, Krístjón Mór Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnloifur BjarnleKsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Sigurður Þorri Sigurösson
og Sveinn Þormóösson.
Sknfstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þróinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Halldórs
son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Svoinsdóttir.
RiUtjórn: Síðumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðabími blaðsins er 27022 (10 línur).
Sotning og umbrot Dagblaðiö hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 10.
Áskríftarverð ó mónuði kr. 70,00, Verð i lausasölu kr. 4,00.
Óskimarsjö
Sjö óskir flytur Dagblaðið
íslendingum við upphaf níunda tugs
aldarinnar. Allar fjalla þær um, að
þjóðin efli með sér gildi, sem hún hefur
löngum haft að markmiði, mörg hver
frá upphafi þessa sérstæða mannfélags
hér norður í höfum.
Jafnréttisstefna er okkur í blóð borin. Bilið milli
hins hæsta og hins lægsta er styttra hér á landi en hjá
nokkurri annarri nútímaþjóð, sem við höfum spurnir
af. Þetta gildir bæði um lífskjör og annan lífsstíl stétta
og annarra félagshópa.
Þetta jafnrétti þurfum við að efla. Einkum þurfum
við að gæta þess að skilja ekki eftir nokkra hópa, sem
miður mega sín, aldrað fólk, öryrkja, einstæðar
mæður, yfirvinnulaust lágtaxtafólk og fjölskyldur
drykkjusjúkra.
Umburðarlyndi ríkir hér á flestum sviðum. Við
kippum okkur ekki upp við sérkennilegt atferli og sér-
stæða hugsun, jafnvel ekki frávik í trúarbrögðum. Við
erum að töluverðu leyti laus við einsýnisofsann, sem
leikið hefur aðrar þjóðir grátt.
Þetta umburðarlyndi þurfum við að leiða inn í
stjórnmálin. Við þurfum smám saman að venja okkur
við staðreyndir hins pólitíska lífs. Þar eru engir svartir
og hvitir fletir, aðeins mismunandi gráir. Kostur og
löstur er á öllu.
Metnaður hefur jafnan verið okkur kær. Við
höfum talið til góðs, að menn leiti sér fjár og frama,
forustu eða fullkomnunar. Þennan metnað megum við
ekki kæfa í velsældarríkinu, því að hann er hornsteinn
velsældar þjóðarinnar.
Athafnasemi hefur einkennt þessa þjóð. Starfsgleði
liggur að baki löngum vinnudegi, aukastarfi og
frístúndaiðju. Ásókn í peninga getur ekki ein útskýrt,
hversu mikla áherzlu við leggjum á að nota tímann í
stað þess að drepa hann.
Þessa athafnasemi megum við ekki sljóvga með því
að koma á fót atvinnuleysi. Miklu fremur þurfum við
að eyða hinu dulda atvinnuleysi, sem sums staðar
kemur fram og ljósast í landbúnaði. Arðbær störf gera
menn upprétta.
Útþrá hefur fylgt okkur frá upphafi íslands-
byggðar. Sigldir menn eru að jafnaði víðsýnni en
kolbítar, þótt sólarlandaferðir séu kannski ekki bezta
dæmið til slíks samanburðar. Við þurfum að sía inn
lærdóm fráumhverfi okkar.
Þessi útþrá og víðsýni gæti hamizt óþarflega mikið
af tímabundnum erfiðleikum okkar við að halda uppi
örum og snöggum samgöngum við umheiminn beggja
vegna hafsins. Þar þurfum við að vera vel á verði, þótt
kosti fórnir íbili.
Raunsæi hefur löngum keppt við hugarflug hér á
landi og sennilega oftar haft betur. í framtíðinni
þurfum við enn frekar en áður að finna leiðarljós
okkar í reynslu, fremur en í loftköstulum og kenninga-
kerfum, nýjum, sem gömlum.
Frelsisást er sögð hafa átt þátt í landnámi íslands.
Og hún veldur því einnig að við erum nú aftur orðin
sjálfstæð þjóð, sem meira að segja hefur dálítinn
aðgang að skákborði valda á norðanverðu Atlantshafi.
Þessa frelsisást hljótum við að telja upprunna í ein-
staklingunum og megum því ekki láta hana koðna
niður í óhóflegri félagshyggju nútímans. Við megum
ekki smíða rammana svo stífa, að ónógt svigrúm verði
til frelsis.
Meðtþví að óska ykkur jafnréttisstefnu, umburðar-
lyndis, metnaðar, athafnasemi, útþrár, raunsæis og
frelsisástar er Dagblaðið að óskar ykkur farsæls nýs
árs og farsæls nýs áratugai.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981.
.... ............... \
Erfitt verkefni bíður nýkjörins Ugandaforseta:
SKUGGIAMINS
HVÍLIR ENN
YFIR UGANDA
— Ef nahagur landsins er í rústum og éfriðlegt innanlands
Milton Obote, seni nú er orðinn æðsti valdamaður í Uganda á nýjan leik, veifar til
stuðningsmanna sinna i kosningabaráttunni. Krfitt verkefni bíður hans nú.
Hinn nýkjörni forseti Uganda, dr.
Milton Obote, stendur nú frammi
fyrir því verkefni, að endurreisa þjóð
sem skuggi Idi Amins hvílir enn yfir
þrátt fyriraðtuttugumánuðirséunú
liðnir frá því að hann hrökklaðist frá
völdum.
Undir stjórn Amins varð mikill
samdráttur í verzlun og iðnaði og lítil
bót hefur þar orðið á frá því að Amin
flúði land og svartamarkaðsbrask
hefur öðru fremur einkennt efna-
hagslíf þjóðarinnar.
Þær ríkisstjórnir er setið hafa á
eftir Amin-stjórninni hafa eytt
mestri orku sinni í pólitíska baráttu
vegna kosninganna, sem nú hafa gert
Obote að fyrsta Afríkuleiðtoganum,
sem kemst til valda á nýjan leik við
kosningar eftir að hafa verið steypt af
stóli.
Ástandið i landinu, sem lýsir sér
meðal annars í þvi, að auðveldara er
að komast yfir byssu en brauð, hefur
gert það að verkum að erlendir
viðskiptaaðilar og hjálparsveitir eru
hikandi við að koma til landsins.
Verðbólgan í landinu er gifurleg
og tvö spaeld egg á veitingastað kosta
jafnvirði tólf Bandaríkjadollara.
Opinberlega á að heita að sjö
Ugandasillingar jafngildi einum
dollara, en á svörtum markaði eru 70
sillingar gefnir fyrir dollarann.
Flestir bændur halda sig enn við
það kerfí sem þeir tóku upp á átta
ára blóðugum óstjórnarferli Amins.
Þeir rækta matvörur handa
fjölskyldu sinni og aðeins lítið eitt
þar fyrir utan til að geta stundað
smávægis vöruskiptaverzlun.
Sú fæða sem berst til borganna er
óhóflega dýr og flestir borgarbúar
lifaaðallegaá bönunum.
Obotestjórnin hefur enn ekki lýst
því yfir hvernig hún hyggst endur-
reisa þjóðina.
Erlendur stjórnarerindreki segir:
„Höfuðáherzlu ætti að leggja á að
skapa andrúmsloft trúnaðar með
þjóðinni og stjórnin þarf að sýna að
henni sé alvara með tali sínu um
þjóðarsátt.”
Þörfin á slíku andrúmslofti er ekki
sízt nauðsynleg gagnvart stærstu ætt-
kvísl Uganda, Bagandaættinni, sem
býr umhverfis Kampala og ber ekki
mikið traust til Obote.
Árið 1963 hrakti Obote Baganda-
konunginn Edward Mutesa, sem nú
er látinn, af forsetastóli og settist
sjálfur í sæti hans. Obote, sem nú er
55 ára gamall, mátti síðan sjálfur sjá
á bak forsetastólnum er Idi Amin
herforingi hans gerði byltingu árið
1971.
Bagandaættkvíslin styður Lýð-
veldisflokkinn (DP), sem er höf-
uðandstæðingur flokks Obote,
Þjóðarflokks Uganda (UPC) og
margir flokksmanna DP telja að
brögð hafi verið í tafli í kosningun-
um. Þeir krefjast nýrra kosninga
undir stjórn óháðra aðila. Eftirlits-
maður Samveldislandanna segir hins
vegar að með örfáum undan-
tekningum hafi kosningar farið
heiðarlega fram.
Áður en Obote var velt af valda-
stóli rikti hann með aðstoð neyðar-
laga. Hann bannaði starfsemi DP-
flokksins og lét fangelsa stjórnmála-
menn úr röðum andstæðinga. Þá
lifði hann af morðtilraun. Baganda-
menn dönsuðu á götu úti þegar
Amin hafði gert byltingu.
Tvö héruð i Uganda þarfnast þess
öðrum fremur að sterk stjórn ríki í
landinu. Það er Vestur-Níl i norð-
vesturhluta landsins og Karamoja í
norðausturhlutanum. Þúsundir
manna hafa látið lífið vegna þurrka í
Karamoja þar sem vopnaðir ræningj-
ar hafa stolið af frumstæðum íbúum
héraðsins. Búizt er við að það muni
taka mörg ár að koma lagi á hlutina í
þessu héraði, jafnvel þótt rigningar
verði reglulegar. Hitt héraðið hefur
verið mjög grátt leikið af hersveitum
sem vildu hefna sín vegna stuðnings
íbúanna við hetsveitir Amins. Talið
er að hálf milljón manna hafi flúið úr
héraðinu til nágrannalandanna
Súdan og Zaire.
Ýmislegt bendir þó til að erlendar
ríkisstjórnir séu fúsar til að leggja fé
af mörkum til uppbyggingar at-
vinnulífs í Uganda. Tvær forrikar
Asíufjölskyldur hafa snúið aftur til
landsins í þeim tilgangi að byggja upp
sykurframleiðslu að nýju. Þær voru í
hópi 32 þúsund Asíubúa, sem Amin
þvingaði til að flytjast úr landi árið
1972.
Kanadiska ríkisstjórnin hefur gert
sarrkomulag við Ugandastjórn um
að endurreisa cinu koparnámu
landsins í Kilembe í Vestur-Uganda
og Þróunarhjálp Sameinuðu
þjóðanna og Efnahagsbandalag
Evrópu hafa heitið aðstoð.
Fjármálasérfræðingar segja að
Uganda hafi misst af rausnarlegasta
áratugnum i þróunaraðstoðinni
vegna Amin-stjórnarinnar. Þróunar-
hjálp hefur nú verið skorin mjög
niður vegna samdráttar í efnahagslífi
heimsins.
Til þess að skapa hagstætt and-
rúmsloft fyrir fjárhagslega endur-
reisn landsins verður Obotestjórnir
að tryggja að Iög og reglur séu í
heiðri höfð. Höfuðlöggæzlan er í
höndum tíu þúsund hermanna frá
Tanzaníu, sem voru áfram í landinu
eftir að Amin hafði verið stökkt á
flótta, en nú hefur leiðtogi Tanzaníu-
manna, Julius Nyerere, lýst því yfir
að hann vilji kalla hersveitimar heim.
Obote stendur í mikilli þakkar-
skuld við Nyerere sem skaut yfir hann
skjólshúsi eftir að Amin hrakti hann
frá völdum. Obote verður nú að
leggja sig fram um að ná góðu
sambandi við Kenya, sem er
nauðsynlegur tengiliður Uganda við
hafið.
í sigurræðu að loknum
kosningunum sagði Obote að
Uganda yrði að læra af Tanzaníu,
Zambíu og Kenya, þremur Afríku-
ríkjum þar sem stöðugleiki hefur ríkt
á stjómmálasviðinu.
Obote fékk marga íhaldssama
Ugandamenn og erlenda viðskipta-
aðila upp á móti sér vegna sósíalskrar
stefnu sinnar er hann var við völd
áður. Núna lýsti hann því hins vegar
yfir í kosningabaráttunni að hann
hygðist taka upp nýja stefnu í efna-
hagsmálum í þeim tilgangi að koma
lagi á efnahag Uganda.
(Rculer)