Dagblaðið - 02.01.1981, Side 24

Dagblaðið - 02.01.1981, Side 24
Ef nahagsáætlun ríkisst jórnarsnnar: Verðbólgan fari niður f 40 prósent Draga skal úr hraða verðbólg- unnar, þannig að hún minnki í um 40% í ár, segir í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar, sem var tilkynnt á gamlársdag. Gengissigi verður nú hætt og gengi krónunnar haldið stöðugu næstu mánuði. Til að bæta hag útflutnings- greina, sem ekki munu á meðan njóta gengissigs, skal verðjöfnunar- sjóði og samkeppnis- og útflutnings- iðnaði séð fyrir fjármagni frá rikinu, það eru millifærslur. Útgerð og fisk- vinnslu verður lika gert kleift að breyta skammtímalánum og lausa- skuldum í lengri lán. Vextir af gengis- tryggðum afurðalánum lækka úr 8,5% í 4%. Verðstöðvun verður í gildi til 1. maí. Opinber þjónusta verður ekki hækkuð fyrr en við vísitölureikning í maí-júní. Framfærsluvísitalan var ákveðin 100 um áramótin, þannig að ekki verða bættar í verðbótum á laun verðhækkanir í nóvember og desem- ber síðastliðnum. Sú hækkun verð- bóta ætti að koma á laun 1. marz. Þó verður skerðing verðbóta 1. marz ekki höfð meiri en 7%. í staðinn falla niður skerðingarákvæði Ólafs- laga á verðbótum, nema hjá þeim, sem hafa yfir 725 þúsund á mánuði fyrir dagvinnu. Áfengis- og tóbakshækkanir hafa sem fyrr ekki áhrif á verðbætur. Skerðingin á verð- bótum 1. marz verður bætt með niðurfellingu á skerðingu Ólafslaga sem þýðir, að verðbætur 1. júní, 1. september og 1. desember í ár verða hærri en þær hefðu annars verið. Skattar á ,,lægri launum og meðal- launum” verða lækkaðir sem svarar til 1,5% í kaupmætti launa. Þá er stefnt að almennri vaxtalækkun 1. marz. Lánum húsbyggjenda verður að nokkru breytt í lán til lengri tíma. Aðlögunartími til að koma á verð- tryggingu inn- og útlána verður fram- lengdur til ársloka 1981. Vaxtahækk- un nú um áramót verður engin. Inn- lánsstofnanir skulu nú hafa á boð- stólum verðtryggða sparireikninga, sem aðeins eru bundnir til 6 mánaöa í —stefntaö vaxta- lækkun 1. marz stað tveggja ára, eins og verið hefur. Stefnt verður að því að setja ákveðin tímasett mörk fyrir hámark verðhækkana. Hlutdeild iðnfyrirtækja í rekstrar- og afurðalánum Seðlabankans verður aukin til samræmis við hlið- stæð lán til annarraatvinnuvega. Rikisstjórninni er heimilt að frésta einstökum opinberum framkvæmd- um til að koma í veg fyrir ofþenslu í efnahagslífinu og afla fjármagns til að treysta kaupmátt lágtekjufólks. Vextir af verðtryggðum Iánum til lengri tima en 10 ára verði ekki hærri en 2% en af lánum til skemmri tima mest 4% umfram verðtryggingu. -HH. í tjaldi um jólin við heimskautsbaug Nei, þetta er ekki grín! Maðurinn bjó í tjaldi um jólin norður á Húsavík ásamt kærustunni sinni en bæði eru frá Chicago i Bandaríkjunum. Á jólanótt- ina þái'iu þau þó boð bæjarstjórans um gistingu í barnaskólanum. Þau skötu- hjúin voru þá búin að vera hérlendis í tvo mánuði, höfðu m.a. dvalizt um mánaðartíma i Kerlingarfjöllum, gengið á Snæfellsjökul og fleira — alltaf gist í tjaldinu. Um áramótin var þeim orðið illa kalt og því fóru þau áleiðis heim til Chicago daginn fyrii gamlársdag. DB-mynd: Einar Ólason Maður á f immtugsaldri: SKAUT RIFF1LSK0TI AÐ LEIGUBÍLSTJÓRA —sem rétt náði að beygja sig undan Litlu munaði að illa færi fyrir leigubílstjóra einum í nótt. Hann varð fyrir þeirri reynslu að farþegi sem hann ók rak riffilhlaup upp að höfði hans. Maðurinn gat beygt sig undan skoti sem hljóp í rúðu bif- reiðarinnar sem fór samstundis í mél. Aðdragandi málsins er sá að bíll er pantaður að Hótel Borg um eittleytið í nótt og maður á fimmtugsaldri kemur inn. Hann biður bílstjórann að aka sér inn á Hverfisgötu. Er þangað var komið biður farþeginn bílstjórann að bíða skamma stund. Maðurinn kom fljótlega aftur og þá með fullhlaðinn riffil með sér sem hann beindi að bílstjóranum og skipaði honum að keyra áfram. Er bílstjórinn neitaði að aka manninum áfram hleypti hann af. Bílstjóranum rétt tókst að beygja sig undan og fór skotið í rúðu bílsins eins og áður er sagt. Toguðust þeir nú á, farþeginn og bilstjórinn. Leigubíll sem leið átti um Hverfisgötuna á sama tíma sá að eitthvað var um að vera í bifreiðinni og hringdi hann á lögregluna. Þá átti einnig strætisvagn leið framhjá. Bíl- stjóri hans sá að handalögmál voru í bílnum gekk út og náði að afvopna manninn. Lögreglan kom á vettvang stuttu síðar og handtók manninn, sem talið er að hafi verið bæði undir áhrifumáfengisoglyfja. -ELA. Srjálst, úháð daghlað FÖSTUDAGUR 2. JAN. 1981. „Farið ára- tugi aftur ítímann” — segir Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ „Það sem er jákvætt við þessi löger að vísitalan er skorin verulega niður 1. marz,” sagði Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ er blaðamaður DB innti hann álits á þeim efnahags- ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefur boðað. Þorsteinn segir það hins vegar mjög neikvætt að víxlverkanir verðlags og launa aukist mjög mikið síðari hluta ársins. Hann sagði að það yrði verðbólguhjöðnun í byrjun árs, en aukning síðari hluta ársins og það kvaðst hann telja mjög alvarlegt. ,,Það er mikið áfall að þeir er stóðu að setningu Ólafslaga falli nú frá þeim merkilega áfanga að viðskiptakjör skuli tengd verðbótavísitölu,” sagði Þorsteinn. Hann sagðist líka telja mjög hættulegt að skrá gengi krónunnar rangt eins og ríkisstjórnin hygðist nú gera og sömuleiðis að greiða halla at- vinnuveganna með opinberum styrkjum. Með slíku uppbótakerfi væri farið áratugi aftur í tímann. Ekki væri séð hvernig það kerfi yrði fjármagnað. Sennilegast yrði það gert með aukinni seðlaprentun og það yki verðbólguna. Þá sagðist Þorsteinn að lokum telja það ákaflega broslegt ákvæði að gild- andi lög ættu aðgilda næstu mánuði. -GAJ. Evrópumeistaramót ungiinga: Jón f topp- baráttunni Jón L. Árnason vann Motwani frá Skotlandi í 12. umferð Evrópu- meistaramóts unglinga í skák, sem tefld var í Groningen í Hollandi í gær. Motwani, sem er fyrrum heimsmeiitari sveina eins og Jón, varð að gefast upp eftir 76 leiki. Svíinn Akesson hefur þegar tryggt sér sigur á mótinu og hlotið 10,5 vinninga. Sovétmaðurinn Pigusov er í 2. sæti með 9 vinninga. Jón er í 3.-5. sæti ásamt Adrianov, Sovétríkjunum, og Danailov, Búlgaríu. Þeir eru allir með 8,5 vinninga. Næstu menn hafa 7 vinninga. í síðustu umferðinni, sem tefld verður í dag, teflir Jón við Caroli frá Ungverjalandi. -GAJ. DBkostarnú4kr. ílausasölu Frá og með' deginum í dag breytist lausasöluverð DB og kostar eintakið 4 nýkrónur eða 400 gamlar krónur. Áskriftarverð er óbreytt og er nú 70 kr. f^rir þá - sem meta aéra muni Laugavegi 15, Reykjavík sími 14320

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.