Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANUAR 1981. Með vil/ann og vonina að vopni Forsætisráðherra hvatti okkur til þess að starfa saman og forseti til þess að muna eftir voninni. Með viljanum og voninni eigum við að sigrast á öllu á þessu nýbyrjaða ári, sögðu þeir. Síðan hefur ekki gengið á öðru í ríkismiðlunum en deilum um það hvort við eigum að fara að vilja forsætisráðherra eða ekki. Um vonina hefur ekki verið rætt. Ríkismiðlarnir hafa aftur klæðzt sparifötunum undanfarna daga og tjaldað hefur verið til því bezta. Þjóðlegt efni hefur verið dregið upp úr skúffum og skápum eins og jafnan er um áramót. Ættjarðarljóð og lög ásamt skemmtiatriðum í þjóðlegum stíl hafa verið á borð borin, oft af glæsibrag. Því er kannski ljótt að segja það, að það efni sem ég hafði mest gaman af er í rauninni útlent þó flutt væri af íslenzku fólki. 9. sinfónían eftir Beethcven í flutningi Sinfóníuhljómsveitar íslands og Fíl- harmoniu. Ég missti af þessum flutningi í fyrravor vegna þess að ég var erlendis og gladdist ákaflega að fá að heyra hann i viðóma útvarpi. Flytjendur allir mega sannarlega vera hreyknir af sínu framlagi. Ólafur Jónsson mun annars staðar ræða um Paradisarheimt en ég ætla þó að segja hér, að ég hafði mjög mikla ánægju af kvikmyndinni þeirri arna, og sat sem dáleidd, sem og flestir aðrir, yfir henni. Hið sama verður ekki sagt um ára- mótaskemmtanir útvarps og sjónvarps. Áramótaskemmtun sjónvarpsins var hressileg að yfir- bragði en ég er búin að fá hundleið á því að sjá fólk geifla varirnar eftir söng á plötum. Geti sjónvarpið ekki tekið upp söng finnst mér að það eigi að sleppa honum. Hitt er ekkert annað en hrákavinna og auglýsing fyrir plötuframleiðendur. Slíkt ætti ekki að líðast í því sem kallað er skemmtiþættir. Skemmtun út- varpsins var satt að segja verulega leiðinleg. Gamalt drasl sem búið er að endurflytja skipti eftir skipti flutt einu sinni enn. Mikið að útvarp Matt- hildur skyldi ekki endurflutt í heild. Hið eina góða við skemmtunina voru veðurfregnir, þar sem þulurinn byrjaði á því að segjast sitja á veður- stofunni, hvort sem menn tryðu því eða ekki. Billy Smart heldur enn sínum fasta samningi við sjónvarpið og við fengum að sjá sirkus hans ein ára- mótin í viðbót. Þar var ágætlega gaman aö sumu en annað leiðinlegra eins og gengur. Kínverski sýningar- flokkurinn var áberandi skemmtileg- astur í mínum augum enda menn þar afskaplega flinkir. Svipmyndir af erlendum og inn- lendum vettvangi voru vel gerðar og skemmtilegar. Það er alltaf svo að sitthvað rifjast upp fyrir manni sem fallið var í gleymsku og dá. Á meðan Andrés Björnsson talaði skaut ég upp flugeldum eins og lík- lega flestir. Áramótaávarp hans fer líklega fyrir ofan og neðan garð hjá flestum. Er það í rauninni synd þvi oft eru ávörp útvarpsstjóra um ára- mót hin skemmtilegustu. Að lokum langar mig svo bara að þakka fyrir syrpu Svavars Gests á gamlársdag. Eins og venjulega var Svavar skemmtilegur og hress, meira að segja óvenju skemmtilegur. í mínum huga berst hann harðri bar- áttu við þá Pál og Þorgeir um hver er með skemmtilegustu syrpuna. Jónas Jónasson er þar hins vegar langt fyrir neðan baráttusætin. -DS. t---------- T Um áramót 4 Laddi var aldeilis frábær t löggufötunum i Aramótaskemmtun sjónvarpsins. Hemmi Gunn og Magnús „þre.vtti" stóóu sig einnig alveg ágætlega. G Þjónusta Þjónusta Þjónusta Kagmcnn annast w uppsctninuii á 1 lll TRIAX-loftnetum fvrir sjónvarp — PM stereo og AM. Gerum tilboð loftnetskerfi, endurnýjum eldri lannir ársábyrnð á efni or vinnu. Greiðslu- kiör LITSJÓNVARPSÞJÓNUSTAN TNET^. ir lu- DAGSIMI 27044 - KVÚLDSÍMI 40937. Sjónvarpsviðgerðir Heima eða á verkstæði. Allar tegundir. 3ja mánaða ábyrgð. Skjárinn, Bergstaóastræti 38. Dag-, kvöld- og helgarsimi 21940. FERGUSON RCA amerískur myndlampi VaraMuta- og viónerdaþjónusta. Orri Hjaltason llattamcl 8 — Sími /6/39 c Jarðvinna-vélaleiga ) Kjamabomn Borun fyrir gluggum, hurðum og pipulögnum 2" —3" —4" — 5" J NjáH Harðarson, véialeiga Simi 77770 og 78410 TÆKJA- OG VÉLALEIGA Ragnars Guðjónssonar Skammuvegi 34 — Símar 77620 — 44608 Loftpressur Hrœrivólar Hitablásarar Vatnsdœlur Slipirokkar Stingsagir Heftibyssur Höggborvólar Beltavélar Hjólsagir Steinskurðarvél Múrhamrar Kjarnaboiun! Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, glugga, loftræstingu og ýmiss konar lagnir, 2”, 3”, 4”, 5”, 6”, 7” borar. Hljóðlátt og ryklaust. Fjarlægjum múrbrotið, önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað er. Förum hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta. KJARNBORUN SF. Símar: 28204—33882. s Þ Gröfur - Loftpressur Tek að mér múrbrot, sprengfngar og fleygun í húsgrunnum og holræsum, einnig traktorsgröfur í stór og smá verk. Stefðn Þorbergsson Sími 35948 Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niður- föllum. Hreinsa og skóla út niðurföll i bila- plönum og aðrar lagnir. Nota til þess tánkbíl með háþrýstitækjum. loftþrýstitæki, raf magnssnigla o.fl. Vanir menn. jValur Helgason, sími 77028 c Pípulagnir -hreinsanir ) 23611 HUSAVIÐGERÐIR 23611 Tökum að okkur allar viðgerðir á húseignum, stórum sem smáum, svo sem múrverk og trésmiðar, járn- klæðtíingar, sprunguþéttingar og málningarvinnu. Girðum og lögum lóðir, steypum heimkeyrslur. HRINGIÐ í SÍMA 23611 Er stíflað? Fjarlægi stiflur úr vóskum. wc rörum. haðkerum og mðurfollum. notum n> og fullkomin tæki. rafmagnssmgla Vamr menn Uppljsingar i sima 43879 Stffluþjónustan Anton Aöabtainuon. BIAÐIÐ Verzlun ) Miiunri HILTI VÉLALEIGA Ármúla 26, Simi 81565, - 82715, - 44697 Leigjum út: T raktorspressur Gröfur HILTI-naglabyssur Hrærivélar HILTI-borvélar HILTI-brotvélar Slýpirokkar Hjólsagir Heftibyssur og loftpressur Víbratora Kerrur Rafsuðuvélar Juðara Dílara Stingsagir Hestakerrur Blikkklippur (nagarar) Steinskurðarvél til að saga þensluraufar i gólf. Miun HILTI c Önnur Höfum opnað réftinga- verkstæði að Görðum v/Ægisíðu. Fljót og góð þjónusta. Reynið viðskiptin Simi 15961 BALDVIN & ÞORVALDUR söðlasmiöir HlíÖarvegi21 Kópavogi Sími 41026 fslenskum hestum hæfa best íslensk reiðtygi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.