Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. 11 1 fyrri greinum hefur verið skýrt frá helstu atriðum í sambandi við verðlagningu sauðfjárafurða og mjólkurvara. Enn eru þó ýmis atriði ónefnd, sem annaðhvort hafa áhrif á ákvarðanir sex mannanefndar eða hafa með öðrum hretti áhrif á það verð, sem neytendur greiða. Verðlagning annarra búvara Jafnframt því sem sexmanna- nefnd ákveður verð á kindakjöti, á- kveður hún verð á gærum og ull. Lengst af hafa þessar vörur fylgt heimsmarkaðsverði og svo er enn með gærurnar, en ullin hefur verið greidd niðursíðan 1975. Eins og áður hefur verið skýrt frá, ákvarðast heildarverð búvörufram- leiðslu verðlagsgrundvallarbúsins af heildarkostnaði við framleiðsluna. Hærra ullarverð til bóndans og niðurgreiðslur á ullina örva bóndann til að hirða vel um ullina, þannig að iðnaðurinn fær meiri og betri vöru en ella, en heildarverð til bóndans fyrir sauðfjárafurðir breytist ekki. Bóndinn fær stærri hluta tekna sinna fyrir ull og minni hluta fyrir kjöt. Auk sauðfjárafurða og mjólkur- vara ákveður sexmannanefnd verð á Hvað ræður búvöruverði? söluna þannig, að flutningskostnaður verði sem minnstur. Eins og fyrr segir fer einnig fram veruleg verðjöfnun milli mjólkurbúanna. Einkum eru það smæstu búin, sem njóta verðtilfærslunnar, en þau gegna mikUvægu hlutverki fyrir neyt- endur á tiltölulega einangruðum svæðum, sem eru þannig staðsett, að erfitt og dýrt væri að sjá þeim fyrir neyslumjólk, ef þessi litlu bú legðust niður Niðurgreiðslur landbúnaðarvara Um langt skeið hafa helstu land- búnaðarvörur verið greiddar niður úr ríkissjóði. Niðurgreiðslur þessar ^ „Ekki hef ég trú á, að afkomendur okkar yrðu þessari kynslóð þakklátir, ef íslendingar allir yrðu komnir á suðvesturhorn- ið um næstu aldamót.” kartöflum, nautgripakjöti og hrossa- kjöti. Hins vegar nær verðlagning sexmannanefndar ekki til alifugla og svínaafurða, grænmetis og gróðurhúsaaf urða. Verðjöfnun landbúnaðarvara Þær vörur, sem sexmannanefnd verðleggur, eru seldar á sama verði um allt land. Flutningskostnaður er því verðjafnaður og annast Fram- leiðsluráð landbúnaðarins þá verð- jöfnun. Leitast er við að skipuleggja hafa verið mjög misháar að krónutölu og sexmannanefnd og Framleiðsluráð hafa engu ráðið um ráðstöfun niðurgreiðslufjár. Niður- greiðslur þessar hafa haft mikil áhrif á þróun framfærsluvísi- tölunnar. Jafnframt hafa þær oft bætt samkeppnisaðstöðu hinna niðurgreiddu vara gagnvart öðrum vörum. Hins vegar hafa niðurgreiðsl- ur iðulega þróast allt öðruvísi en verð hinna niðurgreiddu vara til framleiðenda. Þess vegna hefur verð til neytenda iðulega breyst um allt aðra hlutfallstölu heldur en verðið til framleiðenda og allt öðruvísi en kaup neytendanna. Eðlilegt er, að neytenur átti sig ekki til fulls á þessu og telji stundum, að öðruvísi og jafnvel betur sé gert við bændur en aðra þegna á tímum kaupgjalds- breytinga. Gott dæmi um þetta er verðbreyt- ing sú, sem varð á kartöflum núna í byrjun desember. Grundvallarverð kartaflna hækkaði til bænda um 13,82% eins og verð annarra landbúnaðarvara. Til viðbótar kemur 15 króna geymslugjald á hvert kíló og nokkur hækkun pökkunarkostnaðar vegna almennra kauphækkana starfsfólks í október og 1. desember. Þessar hækkanir eru nokkru meiri en verðlagsgrundvallarhækkunin, en vega þó ekki mikið í heildarverði og hefðu út af fyrir sig ekki hækkað neytendaverðið nema lítið. Hins veg- ar hækkuðu kartöflur til neytenda um 31%. Röskur helm., þessarar hlutfallshækkunar stafar af því, að niðurgreiðsla hélst óbreytt og hækkunin kom því á grunn sem var langt undir framleiðslukostnaðar- verði. Á sama tíma hækkaði t.d. óniðurgreiddur ostur um 14%. Þannig er ósamræmi í hækkunum einstakra vörutegunda til neytenda, þótt framleiðandinn fái sömu hækkanir. Niðurgreiðslurnar skekkja grunninn sem útreikningarnir eru byggðirá. Sexmannanefnd gaf verð á sumar- uppskeru frjálst fyrstu tvær vikurnar, sem ný uppskera var á markaði á sl. sumri. Svo hefur oftast verið um fyrstu uppskeru, enda ætlast til, að neytendur hafi á þeim tíma aðgang að öðrum ódýrari kartöflum. Uppígreiðslur og afurðalán Sláturleyfishafar og mjólkursam- lög greiða framleiðendum upp í verð hgi Tryggvason afurða eftir ákveðnum reglum og lokaverð að uppgjörstimabili loknu. Þessar greiðslur koma að nokkru af því fé, sem jafnóðum fæst við sölu, en auk þess lánar Seðlabankinn afurðalán og viðskiptabankar viðbót- arlán út á birgðir, og er fylgst með birgðabreytingum mánaðarlega. Lán þessi nema nú 71—75% samanlagt af birgðum sauðfjár- og nautgripaafurða. Útflutningsbœtur og framleiðslustjórnun Samkvæmt núgildandi lögum er ríkissjóði skylt að tryggja bændum fullt verðlagsgrundvallarverð fyrir útfluttar landbúnaðarvörur allt að 10% af heildarverðmæti land- búnaðarframleiðslunnar. Undan- farin ár hefur útflutningsbótaréttur- inn ekki nægt til að tryggja fullt verð fyrir framleiðsluna. Hefur þessari vöntun að hluta verið mætt með viðbótargreiðslum úr ríkissjóði, en að hluta hefur þetta komið niður á bændum sem verðlækkun frá á- kvörðuðu verði og þar með sem almenn tekjulækkun. Bændur hafa lengi séð, að hverju stefndi í þessu efni, og þvi hafa aðalfundir Stéttarsambands bænda þráfaldlega gert samþykktir, þar sem óskað hefur verið eftir heimild lög- gjafans til aðgerða til að stjórna framleiðslumagninu. Á vordögum 1979 var samþykkt breyting á fram- leiðsluráðslögunum, sem m.a. heimilar beitingu kvótakerfis og töku fóðurbætisgjalds. Unnið er að framkvæmd kvóta- kerfis, og fóðurbætisgjald hefur verið lagt á. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þessara aðgerða, en til- gangurinn með þeim er að draga úr framleiðslu, sem lítið verð fæst fyrir. Ýmsa byrjunarörðugleika þarf að yfirstíga til að þessar aðgerðir nái tilgangi og komi sæmilega réttlátlega niður. Lokaorð Algengt er að lesa í blöðum sleggjudóma um ýmislegt, sem að framleiðslu og verðlagningu land- búnaðarvara lýtur. Allur saman- burður við verðlag í öðrum löndum er erfiður og oft villandi, vegna þess að flestar nágrannaþjóðir okkar verja miklum fjármunum til alls konar styrkja og niðurgreiðslna í landbúnaði. Mörgum finnst nóg um slíkar greiðslur hér og þó eru þær nú lægra hlutfall af ríkisútgjöldum en oftast áður á undanförnum ára- tugum. Sumar þjóðir verja miklum fjár- munum til að viðhalda byggð í af- skekktum héruðum. Hér á landi er nú mikið rætt um nýjar búgreinar svo sem loðdýrarækt og fiskirækt, sem gætu tekið við því vinnuafli, sem nú virðist um sinn minnkandi þörf fyrir í hinum hefðbundnu búgreinum. Til þess að taka upp nýjar búgreinar þarf þekkingu og fjármuni. Þá kann vel svo að fara, að út- flutningur hefðbundinna búvara verði hagkvæmur fyrr en okkur nú órar fyrir. En hvað sem þessum bollaleggingum líður, þá er hitt víst, að stórfelld aukning búseturöskunar í landinu yrði þjóðfélaginu dýr, og ekki hef ég trú á, að afkomendur okkar yrðu þessari kynslóð þakklátir, ef íslendingar allir yrðu komnir á suðvesturhornið um næstu aldamót, og felst þó ekki í þessum orðum neitt vanmat á þeim ágæta landshluta. Ingi Tryggvason. „SOFNUN FYRIR FOLK í HUNGRUÐUM HEIMI” Allir eru sammála um að hörmu- legt sé að svo og svo margar milljónir manna í heiminum liði sáran sult, jafnvel deyi úr hungri. Það er vissu- lega lofsvert að til eru menn, sem fórna sér fyrir málstað þessa fólks, eins illa og það er statt. Áróðurs- ávörp og myndir birtast í fjölmiðlum til að vekja samúð með þessu veslings fólki. Tilgangurinn er vitanlega að vekja sem flesta og að örva þá til að leggja fram sinn skerf til hjálpar- starfsins. Það er vissulega jákvætt og æskilegt að vekja hjá sem flestum einstaklingum samúð með þeim, sem líða skort jafnvel þótt þeir séu búsettir í fjarlægð. Þetta er sem sé jákvæður tilgangur, þó stundum geti orkað dálítið tvímælis hvort ekki sé fulllangt gengið í að sýna hryllings- myndir, en það er sjálfsagt gert í þeim tilgangi að freista þess að vekja meðaumkun jafnvel hinna harðsvír- uðustu og kaldrifjuðustu með- bræðra, tilgangurinn helgar meðalið teljasumir. Svo fara sumir að hugsa og það getur nú verið beggja blands. Við hér á íslandi framleiðum matvæli til út- flutnings, höfum af því okkar lífs- viðurværi. Samtimis þvi deyr fjöldi fólks úr hungri, annars staðar á hnettinum. Það vantar eggjahvítu- efni og hvaðeina, sem við erum að reyna að losna við. Þetta er svo sem ekkert rusl, sem við framleiðum, fín- asta og auðugasta fólk í heimi kaupir afurðir okkar dýrasta verði — af því að það er svo góð og heilnæm vara. Við ættum því að vera þess umkomn- ir að senda matvæli til bjargar hungr- þessir skreiðarunnendur séu sums staðar a.m.k. af líkum kynstofni og þeir, sem mestar hörmungarnar hrjá. Einhvers staðar var þess líka getið að mikil þörf væri fyrir þurrmjólk, hana framleiðum við einnig og erum að uðu fólki. Svo einkennilega sem það nú sýnist, þá snýst áhuginn, að því er virðist, eingöngu um fjármuni, ekki íslenskar „flotkrónur”, nei, dollarar skulu það vera eða einhver viðlíka „harður” gjaldeyrir. Vonandi að RK þurfi ekki að greiða hann með ferða- mannagengi. Þversögn Okkur er sagt að þetta fólk deyi heldur úr hungri en að borða kinda- kjöt eða annað, sem við framleiðum. Þó skilst manni að þeir, sumir hverjir a.m.k., borði gjarnan skreið og að mér skilst í hálfgerðum vandræðum með að losna við. Er þetta ekki dálítil, jafnvel mikil, þversögn. Við framleiðum ágæt mat- væli og erum stundúm í hálfgerðum vandræðum með að losa okkur við þau á sómasamlegan hátt. Hér er safnað til að bjarga hungruðu fólki, en samt sendum við svo til eingöngu erlendan gjaldeyri, sem við í þokka- bót erum í hálfgerðum vandræðum með að afla. Þó held ég að við hafi borið að matvæli hafi verið send endrum og eins, en það féll víst ekki í góðan jarðveg, — peningar, takk. Hvað verður svo um þessa Kjallarinn peninga? Það sem við leggjum af mörkum verður að sjálfsögðu að miðast við höfðatölu, til að hægt sé að taka á því mark. En í heild held ég að um sé að ræða verulegar upphæð- ir, sem Rauði krossinn hefur til umráða. Sennilega verður það talin frekja að spyrja hve miklar séu tekjur alþjóða RK af söfnunum um heim allan árlega og hvernig þeim fjár- munum sé varið, svona í stórum dráttum. Ég hefi hvergi séð neitt um þetta og finnst mér það satt að segja alleinkennilegt, svo ekki sé meira sagt. Hugsast getur að ég sé um of gagn- rýninn, en mér finnst eins og alltaf sé verið að sýna manni sömu myndirnar á skjánum: bráðabirgða tjaldskýli og sprautugefandi fólk að sinna biðröð barna í fylgd mæðra sinna og svo vitanlega hungruð börn, sömu mynd- irnar aftur og aftur, jafnvel gamlar myndir frá Biafra. Ef tekjur alþj. RK eru eitthað í námunda við það sem ég geri mér í hugarlund þá finnst mér það satt að segja frekar lítilfjörlegt sem sýnt er og gefa lélega mynd af því, sem ég býst við að RK afreki. Af ofanrituðu mega menn ekki draga þá ályktun að ég sé andvígur þvi starfi, sem fram hefur farið og í gangi er á vegum Rauða kross ís- lands, siður en svo. Ég tel að það sé stórmerkur og mikilvægur þáttur í Gunnar Bjarnason heilsurækt þjóðarinnar og þeim er þar hafa lagt hönd á plóginn verði seint fullþakkað óeigingjarnt og mannbætandi starf. Ég il því hvetja alla til að ganga í RK og styrkja starf- ið með framlagi sínu. Það sem ég gagnrýni er sá þáttur er lýtur að fjarlægum verkefnum og er sennilega gallað skipulag hjá alþjóða RK. Ef það er hungur, sem bæta þarf úr, tel ég að við getum komið að umtalsverðu liði með því að senda matvæli. Ef það eru skjólflíkur (teppi og líkt), eins og oft hendir í sambandi við náttúruhamfarir, t.d. nú nýverið í Ítalíujarðskjálftanum, þá erum við aflögufærir með þess háttar varning og eðlilegt að við látum það i té. Annað tel ég nánast út í hött, a.m.k. þar til fullnægjandi skýring á ástæðum liggur fyrir. 22. des. 1980 Gunnar BJarnason, fv. skólastj. Mosfellssv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.