Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. Kuldaúlpur Tilboðsverð á barna og fullorðins kuldaúlpum frá MAKO meðan birgðir endast. Sparið sporin og verzlið hjá okkur. Verz/unin Sporíð Grímsbæ Sími82360. KARON . skðlinn Námskeið fyrír 1 allar konur, sem É 1 1 vilja vera öruggar W umútUtsittog | W framkomu. KARON-skólinn leiðbeinir yður um snyrtíngu, líkamsburð, fataval, hárgreiðslu, mataræði og alla almenna fram- komu. Mánudag 12. janúar hefjast almenn námskeið 14. ára og eldri. Innritun og upplýsingar í síma 38126 frá kl. 19—22 alla daga nema laugardaga og sunnu- daga. Hanna Frímannsdóttir. & _LAJLJLJi_ & \ % \ & \ Læríð % {A Y dansa í Innritun hefst þriðjudaginn 6. janúar Innritun þriðjudag, miðvikudag ogfimmtudag frá kl. 10-12 og 13-19 alladagana Ath. Innritun aðeins þessa þrjá daga Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Dansskóli Sigvalda Dansstiídfóið Sóley Jóhannsdóttir Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS óóó TRYGGING fyrir réttri tilsögn ídansi 1 & \ & \ \ \ i Menning Menning D SOLSTOÐU- TÓNLEIKA R Sóbtöðutónlelkar blerake biáaarakvintettsira I Norraena húslnu 21. deaember. Verkefnl: George Oralow: Bláserakvintett I F- dúr, op. 81; Ludwig van Beethoven: Kvintett fyrir pianó og blósara, op. 16 og Jean Francals: Blásarakvlntott. Sennilega er það óskapleg bjart- sýni að ætla sér að vafstra í tónleika- haldi sunnudaginn síðasta í aðventu, þegar stærstur hluti þjóðarinnar stendur á haus við að skúra, skrubba og bóna og guð má vita hverju, sem hátíðarundirbúningi fylgir. Það er einmitt dæmigert fyrir þann heið- ríkjuhuga, sem starfi íslenska blásarakvintettsins hefur fylgt að taka sér fyrir hendur að hressa upp á til- veruna á dimmasta stysta degi ársins. Þrátt fyrir aðvaranir lögreglunnar um ófærð gerði ótrúlega stór hópur sér ferð vestur í Norræna hús að hlýða á leikinn, sem hófst með kvint- ett Onslows. Aldrei þessu vant var eins og samstöðuna vantaði í liðið i byrjun. Það var eins og þau fyndu ekki þegar réttu bylgjulengdina og blærinn varð ekki eins góður og vant er á leik þeirra. Ekki stóð óáran þessi samt lengi, því að þegar fram í adante kaflann kom voru þau búin að ná upp sínum eðlilega, áferðarfallega hljómi og pottþéttu samstöðu í kvintett Beethovens fengu þau til liðs við sig Jónas Ingimundarson píanóleikara. Hárrétt val, því að minu mati er Jónas sá píanóleikari á íslandi, sem best túlkar Beethoven. Eftir smá óþarfa mistök i horni, sem Stefán bætti svo sannarlega fyrir með ljúfum leik í einleiksatriðum andante kaflans var leikurinn sam- boðinn hvaða konsertsal sem er. Að lengja daginn um hænufet Jean Francaix, sá léttlyndi tónanna smiður, er ekki alveg ókunnugur meðlimum fslenska blásarakvintetts- íslenski blásarakvlntettinn. Tónlist EYJÓLFUR MELSTED ll’-------- ins. Leikur þeirra fimmmenninganna var i stjörnuflokki. Allt gekk upp, samvinnan, tæknilegu hliðarnar, blærinn — og glettnin skein úr hverjum tóni. f franska marsinum var tempóið komið fast að landa- mærum Frakklands og Ítalíu, en skemmtilegt var það. Ég finn það helst að Íslenska blásarakvintettin- um, að fá of sjaldan í honum að heyra. — Ég veit ekki hvort það var rétt gagnvart harðlínumönnum daga- talsins að lengja skemmsta dag ársins um hænufet með þessum tónleikum, — mér fannst það alla vega vel til fundið. -EM. Mikill mannfjöldi fagnaði Eye of the Wind við komuna til London. Um borð var m.a. einn Íslendingur, Börkur Arnviðarson frá Húsavik. ÆVINTÝRASKIPIÐ KOMID TIL L0ND0N Seglskipið Eye of the Wind frá var einn íslendingur, Börkur þess að 400 ár eru síðan Francis kom til London nú rétt fyrir Arnviðarson, meðal áhafnar- Drake sigldi umhverfis jörðina á jólin eftir tveggja ára hnattsigl- meðlima í þessari ævintýraför skipi sínu The Golden Hind. ingu. Eins og DB skýrði nýlega sem farin var til þess að minnast

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.