Dagblaðið - 02.01.1981, Síða 9

Dagblaðið - 02.01.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D ClyiEP 1 Viktor KortsnoJ. Kortsnoj réttir sinn hlut Viktor Kortsnoj vann sigur á vestur- þýzka stórmeistaranum Robert HUbner í gær i sjöunduskák einvígis þeirra um réttinn til að skora á heimsmeistarann í skák, Anatoly Karpov. Staðan í ein- víginu er nú jöfn 3,5 vinningar gegn 3,5. Hiibner hefur unnið tvær skákir, Kortsnoj hefur unnið tvær og þremur skákum hefur lokið með jafntefli. Alls verða tefldar sextán skákir i einvíginu, sem fram fer í Mílanó á Ítalíu. Hua Guofeng ekki viðstaddur Hua Guofeng, formaður kínverska kommúnistafiokksins var ekki við- staddur hin opinberu nýárshátíðahöld i Beijing sem miðstjóm kínverska kommúnistaflokksins stendur fyrir. Þykir það enn ein staðfesting þess að hann sé ekki lengur í hópi helztu ráða- manna i Kina og búizt er viö að afsögn hans verði gerð heyrinkunn á flokks- þinginu, sem á að hefjast síðar í þessum mánuði. Bariztííran írakskar hersveitir drápu 68 íranska hermenn og eyðilögðu þrjá oliutanka í bardaga sem varð í Abadan í íran um nýárið. Átta íraskir hermenn eru sagðir hafa látið lífið í bardaganum. Kenya: 16 fórust í sprengingu Mikil sprenging varð ( helzta hóteli Nairobi í Kenya á nýársnótt, sextán manns fórut í sprengingunni og 85 slös- uðust. Orsök sprengingarinnar er ókunn en lögregla landsins hefur málið til rannsóknar. Sovézka f réttastofan Tass sendir Pólverjum tóninn: ANDSÓSÍÖLSK ÖFL MEÐAL PÓLVERJA —reyna að notfæra sér hin nýju verkalýðsf élög landsins til þess að skapa efnahagslega ringulreið íPóllandi Sovézka fréttastofan Tass sagði í gær að „andsósíölsk öfl” reyndu að nota hin nýju og sjálfstæðu verka- lýðsfélög í Póllandi til þess að skapa efnahagslega ringulreið i landinu. Þessi yfirlýsing fréttastofunnar sem talin er fram sett til þess að auka þrýsting á ieiðtoga póisku þjóðarinnar er fyrsta „aðvörunin” sem Sovétmenn senda Pólverjum nú um skeið. Allt var með kyrrum kjörum i Póllandi um áramótin og kaþólska kirkjan hvatti þjóðina til að nota tím- ann til að biðja fyrir einingu þjóðarinnar. Josef Czyrek utanrfkisráðherra Póllands og Breznjev forseti Sovétrfkjanna áttu fund saman f Moskvu fyrir skömmu. Póiverjar hafa á liðnum öldum oft orðið fyrir barðinu á innrásarherjum nágrannaþjóða. Myndin er tekin er þýzkir herir réðust inn f Pólland 1939. Sú innrás varð upphafið að sfðari heimsstyrjöldinni. Um fátt hefur verið meira rætt f vestrænum fjölmiðlum undanfarnar vikur en hættuna á innrás Sovétmanna f Pólland. Sú hætta virðist enn vera fyrir hendi. Ítalía: Rauðu herdeild- iraarfremja morð Skæruiiðar Rauðu herdeildanna svo- nefndu á Ítalíu eru taldir bera ábyrgð á morðinu á Enrico Galvaligi, 61 árs hershöfðingja, á gamlársdag. Galvaligi var þekktur fyrir baráttu sína gegn skæruliðahreyfingum í landinu og telur lögreglan að morðið hafi verið framið í hefndarskyni. Lögregian segir að morð þetta sýni að skæruliðar geti látið til skarar skríða hvenær sem er þrátt fyrir eitt þúsund handtökur á siðasta ári. ítalski biaðamaðurinn Mari Scialoja hefur sætt mikilli gagnrýni stjórnvalda fyrir viðtal sem birtist í blaði hans við mannræningja úr röðum Rauðu her- deildanna þar sem rætt er um baráttu- aðferðirþeirra. Áf ram komsölu- bannáRússa Ríkisstjórn Carters hyggst halda áfram kornsölubanni á Sovétríkin vegna Afganistanmálsins á næsta ári. Stjórn Reagans sem tekur við völdum 20. janúar næstkomandi getur þó endurskoðað þessa ákvörðun stjórnar Carters. Skænifiðahreyfing SWAPO (Samtök fbúa Suðvestur-Afríku) hefúr látið mjög til sfn taka á liðnu ári og nú gerir hrcyfingin sér vonir um að þessi barátta muni leiða tii þess að Suðvestur-Afrika (Namibfa) fái sjálfstæði á þessu ári. Fóstureyöing- artöflur í verzlanir innan tíðar Samkvæmt heimildum brezkra að notkun pillunnar leiddi til fram- dagbiaða er fóstureyðingarpilla 'leiðslu karlkyns hormóns hjá konum. væntanleg á markaöinn innan tíðar. Pilla þessi hefur þegar verið reynd á Brezk blöð segja að lyf þetta muni hundruðum brezkra kvenna með trúlegagera það að verkum i framtíð- góðum árangri. inni að hefðbundnar fóstureyðingar á Byrjunarerfíöleikar við framleiðslu sjúkrahúsum leggist niður. Nú geti pillunar eru nú sagðir úr sögunni en konan sjálf framkvæmt sína fóstur- þeir voru meðal annars fólgnir í því, eyðingu i heimahúsum. Sjálfstæði 1981 fyrir Namibíu SWAPO-skæruliðahreyfingin er staðráðin i því að Namibía (Suðvestur- Afrika) sem nú er undir stjórn Suður- Afriku fái sjálfstæði á þvi ári sem nú er nýbyrjað. Sam Nujoma, leiðtogi hreyfingarinnar, greindi frá þessu i nýársávarpi, sem hann hefur sent frá sér. Hann sagðist binda miklar vonir við viðræður hreyfingarinnar, sem hefjast eiga í Genf 7. janúar næstkom- andi. /

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.