Dagblaðið - 02.01.1981, Page 13
RUMMEN1GGE
LANGEFSTUR
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981.
Tvö mörk Argentínu í4 mínútum breyttu öllu:
FYRSTA TAP V.-ÞJÓDVERJA í
23 LEIKJUM STAÐREYND
Karl Hcins Rummenigge
sigraði með gífurlegum yfir-
burðum í kjöri iþróttafrétta-
manna um knattspyrnu-
mann Evrópu. Hlaut Rumm-
enigge alls 122 atkvæði af 125
mögulegum og var næstum
100 atkvæðum á undan næsta
manni, sem var landi hans
Bernd Schuster. Hlaut
Schiister 34 stig, en Michel
Platini hlaut 33 stig. Næstu
menn voru talsvert á eftir, en
þeir voru í þessari röð: 4. Wil-
fried van Moer, sem margir
töldu mundu geta veitt
Rummenigge einna mesta
keppni, 5. Jan Ceulemans —
þessir tveir síðastnefndu eru
báðir frá Belgíu en Platini frá
Frakklandi. 6. Horst Hru-
besch, V-Þýzkalandi, 7. Her-
bert Proshaska, Austurriki, 8.
Hansi Miiller, V-Þýzkalandi,
9. Liam Brady, Englandi og
10. Manfred Kaltz, V-Þýzka-
landi.
V-Þjóðverjar áttu því
hvorki fleiri né færri en 5
menn á meðal 10 efstu og
sýnir það öðru fremur styrk v-
þýzku knattspyrnunnar.
Argcntínumenn unnu óverðskuld-
aðan sigur á Evrópumeisturum V-
Þjóðverja i Montevideo í gærkvöld er
liðin mættust i „Gullbikarnum” —
keppni þeirra liða er hafa orðið heims-
meistarar frá þvi keppnin hófst. Þjóð-
verjar voru lengst af mun sterkari aðil-
inn en tvö mörk á síðustu 8 mínútum
leiksins færðu heimsmeisturum Argen-
tinu óverðskuldaðan sigur, 2-1.
Þjóðverjar hófu leikinn af geysilega
miklum krafti og hinir hávöxnu fram-
herjar liðsins, Horst Hrubesch og Karl
Heinz Rummenigge — Knattspyrnu-
maður Evrópu 1980 — gerðu mikinn
usla í vörn Argentínumanna, sem gaf
þó ekki oft höggfæri á sér.
Það voru þó Argentínumenn sem
voru sprækari í byrjun og t.d. fengu 3
hornspyrnur á fyrstu 15 mínútum leiks-
ins. Ubaldo Fillol, markvörður heims-
meistaranna kom fyrst við knöttinn á
16. mínútu en eftir það sóttu V-Þjóð-
verjarnir látlaust. Argentínumennirnir
ætluðu að nota rangstöðutaktik á
menn Derwalls en það dugði skammt
því þeir Allofs, Hrubesch og Rummen-
igge áttu létt með að snúa á hana. Sókn
Argentínumanna varð sífellt máttlaus-
ari og þýzka vörnin gaf sig hvergi. Ékki
bætti úr skák að Mario Kempes varð að
haltra af leikvelli skömmu fyrir leikhlé.
En áður en það varð náðu V-Þjóð-
Slakt er Hollendingar
töpuðu fyrir Uruguay
Uruguaymenn komu verulega á
óvart er þeir lögðu Hollendinga að
velli, 2-0, i fyrsta leiknum í keppni
heimsmeistaranna sem nú er haldin i
Montevideo. Hollendingar sýndu
aldrei nema brot af fyrri getu og greini-
legt er að veldi þeirra er nú senn á enda.
Sigurgeir til
liðs við Fram
Nú mun það vera öruggt að marka-
kóngur 3. deildarinnar, Sigurgeir
Guðjónsson úr Grindavík, mun leika
með Fram í sumar. Sigurgeir skoraði
alls 23 mörk i 3. deildarkeppninni með
Grindavík og er skæður miðherji.
Hann lék áður lengst af sem miðvörður
og lék t.d. nokkra leiki með FH vorið
1977. Stóð sig vel þar, en sneri aftur á
heimaslóðir.
Þrátt fyrir að vörn Uruguaymanna
væri tæp á köflum tókst fálmkenndri
sókn Hollendinga áldrei að finna al-
mennilega glufu á henni en heimamehn
náðu að skora bæði mörk sín fyrir leik-
hlé. Fyrst skoraði Venacio Ramos á 33.
mínútu og á lokasekúndum fyrri hálf-
leiksins bætti Waldemar Victorino
öðru marki við, til mikillar gleði fyrir
hina 70.000 áhorfendur. Það gæti því
farið eins og hér var spáð í DB að
Uruguay gæti komizt langt i keppninni.
Það er rétt að geta þess fyrir þá er e.t.v.
undrast um þátttöku Hollendinga í
keppninni að þeir leika i stað Englend-
inga, sem gátu að sjálfsögðu ekki
brotið aldargamlar venjur og tekið þátt
í mótinu því það hefði raskað deilda-
keppninni.
Urðu að leika
við kertaljós
Skagamenn ætluðu sér að halda ár-
legt hraðmót sitt í handbolta sl. laugar-
dag, en veðurofsinn var þá slíkur að
tvö liðanna sem ætluðu að mæta til
leiks hættu við. Aðeins ÍR-ingar mættu
með lið sitt og léku við Skagamenn.
Ekki voru skilyrðin betri en svo að
leika varð við kertaljós ef svo má að
orði komast því rafmagnið fór af í-
þróttahúsinu um tíma. Allt kom fyrir
ekki. ÍR sigraði með tveggja marka
Sigurður Björgvinsson
leikur með ÍA í sumar
Allt bendir nú til þess að Sigurður
Björgvinsson, knattspyrnumaðurinn
sterki úr Keflavík, gangi til liðs við
Akurnesinga næsta sumar. Sigurður
fór til Svíþjóðar á síðasta ári og gekk til
liðs við 2. deildarliðið Örgryte.
á Skaganum
Á morgun verður háð bæjakeppni í
handknattleik á milli Akurnesinga og
Kópavogsbúa. Fyrir hönd Kópavogs
leikur Breiðablik, en þar eru sem
kunnugt er tvö lið, Breiðablik og HK.
Keppnin hefst kl. 13 með leik
meistaraflokks kvenna hjá félögunum
en svo leika 2. flokks strákar og loks
leika meistaraflokkur karlaliðanna.
Ætti' að verða um mjög jafna leiki að
ræða þvi félögin eru mjög áþekk að
styrkleika.
UMFK hafði
beturíbarátt-
unni við KFK
Á annan í jólum fór fram árleg
handknattleikskeppni á milli UMFK og
KFK í Keflavík. Léku þar að þessu
sinni ekki ómerkari menn en mark-
verðirnir Þorsteinn Ólafsson og Bjarni
Sigurðsson, svo einhverjir séu nefndir.
í meistaraflokki karla sigraði
KFK 22—14, í 2. fl. karla 19—9 og í 3.
flokki karla 8—7. UMFK sigraði hins
vegarí4. flokki 9—6.
I meistaraflokki kvenna sigraði
KFK 19—9, í 2. fl. kvenna 15—2, en í
3. flokki kvenna var jafnt 5—5.
Dvöl hans þar varð hins vegar
enginn dans á rósum. Átti Sigurður
erfitt með að tryggja sér sæti í aðalliði
félagsins og svo fór að hann komst ekki
lengur á varamannabekk liðsins. Lenti
Sigurður í útistöðum við þjálfara
félagsins og mun það vera ein helzta á-
stæðan fyrir því hve illa gekk.
Sigurður hefur tvívegis leikið i
landsliði íslands, m.a. i leiknum gegn
Sigurður Björgvinsson.
Siguröur
Sverrisson
A-Þjóðverjum I Halle 1978, sem
Þjóðverjarnir unnu 3—1.
verjar forystunni.
Hansi Mitller tók þá hornspyrnu og
Horst Hrubesch stökk hærra en allir
aðrir og skallaði af miklum krafti í
netiðá41.mínútu.
Þögn sló á þann helming hinna
60.000 áhorfenda sem komið hafði
gagngert yfir landamærin frá
Argentinu til að sjá leikinn. Það virtist
fátt geta komið í veg fyrir sigur V-
Þjóðverja er 10 mín. voru til leiksloka,
en þá skyndilega hrundi leikur liðsins
eins og spilaborg. Daniel Passarella
jafnaði metin með skalla eftir horn-
spyrnu á 82. mínútu og fjórum mínút-
um síðar skoraði nýja stirnið þeirra
Argentínumanna, Ramon Diaz, sigur-
markið með þrumuskoti. Argentínsku
leikmennirnir réðu sér vart fyrir kæti
en V-Þjóðverjar voru niðurbrotnir.
Fyrsta tap þýzka landsliðsins í 23 leikj-
um varstaðreynd.
Liðin. Argentína: Fillol, Galvan,
Tarantini, Olguin, Gallego, Passarella,
Bertoni (Luque á 67. mín.), Ardiles,
Diaz, Maradona, Kempes (Valencia á
43. mín.). V-Þýzkaland: Schuhmacher,
Kaltz, Bonhof, Förster, Dietz, Briegel,
Magath, Rumrnenigge, Múller, Allofs.
Mark Horst Hrubesch dugði V-
Þjóðverjum ekki til sigurs gegn heims-
meisturum Argentinu.
Markmannsvandræði gera
vart við sig í Keflavík
Keflvíkingar standa nú frammi fyrir
einu allsherjar markvarðarleysi, því
allar líkur eru taldar á að Jón Örvar,
sem lék með Uðinu í fyrra, gangi aftur
til liðs við sína fyrri félaga i Reyni,
Sandgerði. Reynir og Keflavik leika nú
bæði í 2. deild svo munurinn er enginn
fyrir hann. Þá hefur Óskar Magnús-
son, sem freistaði gæfunnar með
Víkingi á sl. keppnistímabili, snúið
heim á ný en Þórður Marelsson ætlar
hins vegar að vera áfram hjá Hæðar-
garðsliðinu.
Helgi „íþróttamaður Kópavogs”
Skákmaðurinn snjalli, Helgi Ólafs-
son, var á þriðjudag útnefndur
„íþróttamaður Kópavogs” í hófi, sem
rótaryklúbbur staðarins efndi til.
Hefur Rótaryklúbbur Kópavogs staðið
fyrir vali þessu ár hvert um nokkurt
skeið og hefur það mælzt vel fyrir.
Helgi er vel að titlinum kominn og
ekki þarf að fara í grafgötur um að
hann er einn ailra fremsti skákmaður
landsins um þessar mundir. Flestir
minnast vafalítið sigurgöngu hans i
helgarskákmótunum svonefndu i
sumar þar sem hann var með öllu
óstöðvandi.
Á myndinni hér að ofan tekur Helgi
við verðlaunum sínum úr hendí eins
forráðamanna Rótaryklúbbs Kópa-
vogs.
-SSv/DB-mynd Sig. Þorri.
Valur Reykjavíkurmeistari
Valsmenn urðu Reykjavíkurmeist-
arar í innanhússknattspyrnu er þeir
Sigurkarl
aftur til
Húsavíkur
Húsvíkingar munu endur-
heimta Sigurkarl Aðalsteins-
son eftir ársdvöl hjá Þrótti, en
hann mun leika með Völsungi í
sumar. Bætist því enn einn leik-
maður I hóp þeirra
norðanmanna og má búst við
þeim sterkum. Um tima stóð til
að Halldór Arason færi með
Sigurkarli norður, en hann
skipti síðan yfir i Fram. Þá
þykir nú óliklegt að Kristján
Olgeirsson leiki með Völsungi
þó hann dvelji um þessar
mundir á Húsavík.
sigruðu Fram 5—4 i úrslitaleik mótsins,
en því lauk fyrir áramótin. Ekki er
hægt að segja að sigur Vals hafi komið
á óvart þar sem félagið hefur verið nær
einrátt í innanhússknattspyrnumótum
sl. 3 ár. Á meðal leikmanna Vals var
Hilmar Sighvatsson, sem áður lék með
Fylki, og var það mál manna að hann
og Grímur Sæmundssen hefðu verið
beztu menn Valsliðsins að þessu sinni.
Framarar léku einnig með tvo nýja
leikmenn — þá Ágúst Hauksson og
Halldór Arason en þeir voru áður báðir
í Þrótti. Framrar urðu að heyja harða
baráttu við KR um sæti í úrslitunum
við Valsmenn en Hlíðarendaliðið
,reyndist þeim ofjarl rétt eina ferðina
enn.
„Ætla ekki frá Gautaborg”
„Er Gautaborg keypti Thomas
Wernerson buðu þeir mér og vara-
Eggert Jóh.
endurráðinn
Víðir i Garði hefur endurráðið
Eggert Jóhannesson sem þjálfara 3.
deildarliðs síns en Eggert var einnig
með liðið sl. sumar. Varð árangur Víðis
ekki eins góður og menn höfðu gert sér
vonir um en nú stendur til að bæta um
betur.
8,8 milljón króna get-
raunavinningur afhentur
—Seldar raðir í síðustu viku 352 þúsund en voru 50 þúsund fyrst í ágúst
„Þetta er langhæsti vinningurinn,
sem greiddur hefur verið út hjá get-
raununum,” sagði Gunnlaugur J.
Briem, formaður isl. getrauna, þegar
hann afhenti Ársæli Friðrikssyni tékka
að upphæð átta milljónir sjö hundruð
nitiu og sjö þúsund krónur í hófi, sem
getraunir gengust fyrir á þriðjudag.
Ársæll var með alla leikina ellefu rétta
16. desember — einum leik frestað —
og hlaut einn fyrsta vinningmn. Hæsti
vinningur áður var tæpar fimm
milljónir — en í siðustu viku voru 13.2
milljónir i pottinum. Þær dreifðust
hins vegar til 331.
Ársæll og kona hans Björk Georgs-
dóttir veittu upphæðinni viðtöku. Þau
eru Reykvíkingar. Búa á Hverfisgötu
og eiga tvö börn. Munu nota vinnings-
upphæðina í íbúð, sem þau hafa nýlega
keypt, í gömlu húsi við Hverfisgötu.
„Þetta var í annað skipti, sem ég tók
þátt í getraununum í vetur,” sagði hinn
þrítugi Ársæll. Var með kerfisseðla —
81 röð á röðum en 36 á hinum.
Vinningurinn kom á 36 raða seðlinn —
og það merkilega var að hann var ekki
með tíu rétta í neinni röð. 11 í einni
röð, síðan mest níu.
Sigurgeir Guðmannsson, fram-
kvæmdastjóri getrauna, sagði að gífur-
leg aukning hefði verið hjá getraunun-
um síðustu vikur og mánuði. Nú þegar
væri veltan 300 milljónir króna eða
meiri en á öllu síðasta starfsári. Búast
mætti við að veltan á þessu starfsári
yrði milli 600 og 700 milljónir króna.
Voru samtals 197 milljónir í fyrra.
Reikningsárið er miðað við 1. júní
hvers árs.
Mest sala getraunaseðla er í Reykja-
vík, Keflavík og Hafnarfirði en Kópa-
sker er með hæst hlutfall. í síðustu viku
voru seldar raðir 352 þúsund eða því
sem næst ein og hálf röð á hvern íbúa
íslands. Þegar getraunastarfsemin
byrjaði á þessu starfsári í ágúst voru
seldar raðir 50 þúsund. Öruggt má nú
telja, að getraunir séu orðnar annað
stærsta happdrætti landsins, næst á
eftir Happdrætti Háskólans. í getraun-
unum er hver sinnar gæfu smiður — og
þar kemur öll vinningsupphæðin til út-
borgunar. Þar eru engir óseldir miðar,
sem vinningar falla á. íþróttafélögin
hafa sýnt mikinn dugnað við sölu get-
raunaseðla og fá 25% af söluverði. KR
og Fram standa sig bezt félaga og í
hverri viku fá þessi félög um hálfa
milljón króna I hlut fyrir selda miða.
markverði liðsins að aðstoða okkur við
að komast til annarra félaga en ég af-
þakkaði boðið fyrir mitt leyti,” sagði
Þorsteinn Ólafsson við DB, en hann
dvelur nú hérlendis i jólaleyfi.
Greinilegt er að Wernerson er ætlað að
taka sæti Þorsteins en Steini mun ekki
gefa neitt eftir fremur venju og verður
því vafalitið barizt grimmilega um
markvarðarstöðuna hjá IKF Gauta-
Þorsteinn Ólafsson.
borg, þegar æfingar hefjast að nýju
eftir 10 daga.
-emm/SSv.
Eskilstuna
sækist eftir
Sigurbirni
Sigurbjörn Gústafsson, sem i
hittifyrra lék með meisaraflokki ÍBK i
stöðu miðvarðar við góðan orðstír, hélt
sl. sumar til liðs við sænska smáliðið
Trollháttan, ásamt félaga sínum Gisla
Grétarssyni. Nú hefur hins vegar
hlaupið á snærið hjá Sigurbirni því 2.
deildarliðið Eskilstuna vill ólmt fá
hann til sin. Hefur Sigurbjörn mikinn
hug á að skipta og hefur átt viðræður
við forráðamenn félagsins. Gísli mun
hins vegar snúa heim á ný og leika með
Keflavik i sumar. Bera þeir félagar
Trollhátten báðir illa söguna.
íþróttir
Keflvíkingar —
Suðurnesjamenn
Myndlistardeild Baðstofunnar byrjar starfsemi sína að
nýju 7. þ.m.
Innritun fer fram 5. og 6. þ.m. eftir kl. 19 í síma 92-
Nefndin