Dagblaðið - 02.01.1981, Qupperneq 8
Einn óvæntasti atburöur lu'iins árs var stórsigur Ronalds Reagan yfir Jimmy Carter Bandarlkjaforseta I forsetakosningitn-
um. Reagan mun væntanlega „erfa” gislamálið eftir Carter þvi ekkert útlit er fyrir að lausn finnist á þvi áður en Carter lætur
af embætti og Reagan tekur við; lok þessa mánaðar. Eftir siðustu fréttum að dæma virðist augljóst að Reagan má taka á öllu
sinu hugviti og vel það, ef honum á að takast að leysa þetta dcilumál trans og Bandarikjanna.
Babrak Karmal forseti Afganistan:
„Höfum sigraö
uppreisnarmenn”
Babrak Karmal, forseti hans. Hann sagði að flestir uppreisn-
Afganistan, sagði í gær að tekizt armanna hefðu verið lagðirað.velli og
hefði að bæla niður árs gamla þeir sem enn væru eftir yrðu fljótlega
uppreisq gegn hinni marxisku stjórn þurrkaðir út. Það var indverska
fréttastofan UNI sem greindi frá
þessu i gær.
Opinbera afganska fréttastofan
sagði að ástandið í landinu væri að
breytast í eðlilegt horf að nýju og að
stjórnarhermenn hefðu unnið sigra á
uppreisnarmönnum.
Samkvæmt öðrum heimildum frá
Nýju Delí er stjórnarhernum enn
veitt andspyrna í sveitum landsins og
sovézkar hersveitir eru sagðar undir-
búa stórsókn í Panjshir dalnum,
norðaustur af Kabúl, höfuðborg
Afganistan.
Karmal forseti, sem komst til
valda í Iandinu fyrir einu ári með
aðstoð sovézka hersins, sagði í gær
að sovézku hersveitirnar í landinu
væru varalið, ætlað til að hindra
erlend öfl í að blanda sér í
innanríkismál Afganistan. Talið er
að nú séu 80 þúsund sovézkir
hermenn í Afganistan.
4
Afganskir skæruliðar eru enn taldir
veita stjórnarhernum og sovézkum
hersveitum i landinu mótspyrnu þó
svo að Babrak Karmal forseti hafi
lýst því yfir að andspyrna þeirra hafi
verið brotin á bak aftur.
„Reagge”-konungurínn sagður vera að
sigrastá krabbameininu:
Bob Mariey
á batavegi
Hinn heimsþekkti tónlistarmaður
og ókrýndur konungur „reagge”-tón-
listarinnar svonefndu, Bob Marley, er
nú sagður á batavegi eftir að hafa
gengið undir meðferð þýzks sér-
fræðings í krabbameinslækningum.
Var á tímabili fullyrt að krabbameiniö
væri á það alvarlegu stigi að Marley
væri dauðans matur.
Sjúkdómsins varð fyrst vart fyrir
"nokkrum mánuðum er rannsókn fór
fram á heilsufari Marleys í kjölfar þess
að hann féll í yfirlið á tónleikum er
hann hélt.
Útgáfufyrirtæki Marleys hefur þeg-
ar tilkynnt að búast megi við að hann
sendi frá sér nýja hljómplötu þegar á
þessu ári.
Bob Mariey.
Páf inn hvatti
til afvopnunar
Jóhannes Páll annar páfi hvatti í ára-
mótapredikun sinni til afvopnunar og
friðar i heiminum. „Allt mannkyn
þráir frið innilega og skynjar að stríð er
mesta hættan við tilveru þess,” sagði
páfinn meðal annars í ræðusinni.
Vitað er að páfinn er mjög áhyggju-
fullur vegna ástandsins í Póllandi og
mun hann hafa gefið í skyn í einkavið-
tölum að undanfömu að hann muni
halda til Póllands komi til innrásar
sovézkra hersveita í landið.
íranska útvarpið:
GISLARNIR
FYRIR RÉTT
—og hugsanlega teknir af líf i
Einn af leiötogum íranskra klerka,
Ayatollah Allameh Yahya Noori, sagði
í gær að bandarísku gíslarnir 52 væru
njósnarar og þess vegna ættu þeir að
koma fyrir rétt. Hann sagði að í
islömsku trúnni væri ekki að finna nein
ákvæði um lausnargjald og það ætti að
„leiða glæpamennina fyrir rétt skil-
yrðis- og skilmálalaust.”
íranska útvarpið sagði að gíslarnir
yrðu hugsanlega dæmdir til dauða
vegna njósnastarfsemi þeirra. Jack
Cannon, talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, lýsti áhyggjum
sínum vegna þessarar fréttar íranska
útvarpsins þar sem þetta er í fyrsta
skipti sem dauðadómur er nefndur á
nafn í þessu sambandi af írönum.
Þessi yfirlýsing íranska útvarpsins
kom rétt eftir að alsírsku milligöngu-
mennirnir í gíáladeilunni höfðu haldið
frá Washington með endurskoðaðar
tillögur Bandaríkjamanna. Alsírmenn-
irnir sögðu að gagn hefði verið að fjög-
urra daga viðræðum þeirra við banda-
riska ráðamenn. , tranir hafa sem
kunnugt er krafizt 24 milljarða dollara
tryggingar Bandaríkjastjórnar áður en
gíslarnir verði látnir lausir.
Erlendar
fréttir
REUTER
Jiang Qing, ekkja Maós formanns, hefur verið mjög i fréttum undanfarnar vikur
vegna réttarhaldanna i Beijing yfir fjórmenningaklikunni svonefndu. Öfugt við flesta
hina sakborningana i réttarhöldunum hefur ekkjan neitað flestum ákærum réttarins
og svarað fullum hálsi við yflrheyrslurnar. Saksóknarinn hefur nú kraflzt þess, að
kveðinn verði upp dauðadómur yfir Jiang Qing, og er talið fullvist að framkoma henn-
ar fyrir réttinum muni gera refsingu hennar þyngri en ella hefði orðið.