Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. 7 Vestmannaeyjar: Misheppnað bankarán á nýársnótt Tilraun til bankaráns var gerð í Vestmannaeyjum á nýársnótt. Þjófurinn varð frá að snúa tóm- hentur. Það var laust eftir hádegi í gær að menn tóku eftir að gluggi hafði verið tekinn úr austan megin á húsi Spari- sjóðs Vestmannaeyja við Bárugötu. Við rannsókn lögreglunnar kom í ljós að farið hafði verið inn í fyrrinótt eða gærmorgun og gerð tilraun til að opna tvo rammgerða peningaskápa, sem eru í húsakynnum sparisjóðsins. Merki eru um að þjófurinn, sem talið er að hafi verið einn, hafi ráðizt að skápunum með verkfærum en ekki tókst honum að opna. Varð hann því frá að hverfa eftir að hafa skemmt læsinguna á öðrum skápnum — sem reyndar geymdi enga peninga, heldur aðeins skjöl. Rannsókn málsins er haldið áfram hjá lögregl- unni í Vestmannaeyjum. -ÓV. Gamla árið varkvatt með brennum ogfluReldum að vanda. Brennur hafa oftast verið Jleiri i Reykjavlk en á yamlárskvöld nú en Jlugeldaskothríðin á miðnœtti var sizt minni en undanfarin ár og var sannarlega falleg sjón af efstu hœðum Reykjavíkur. Ein afstœrstu brennum Reykjavíkur var við Ægissiðuna, þarsem þessi mynd vartekin. DB-mynd: Gunnar Örn. Tíu manna aukalið lögregluþjóna á Sauð árkróki um áramót allt var tíðindalaust þar Fimm lögreglumenn úr Reykjavík og fimm frá Akureyri voru sendir til Sauðárkróks um áramótin. Áttu þeir að vera starfsbræðrum sínum þar til halds og trausts ef unglingar á staðnum gerðu alvöru úr þeirri hótun sinni að leggja lögreglustöðina í rúst. — En ekkert bar til tiðinda. Áramótin á Sauðárkróki voru jafnfriðsöm og róleg og annars staðar á landinu. Að vísu slapp lögreglustöðin ekki alveg. Einhvern tíma milli klukkan sjö og níu á nýársdagsmorgun var ein rúða í húsinu brotin. Rúðubrjóturinn var ekki fundinn í gærdag. Ungmenni á Sauðárkróki voru ákaf- lega óánægð með að ekki fékkst leyfi til að hafa áramótabrennu á sínum gamla stað. Höfðu þau hótað að brenna lögreglustöðina í staðinn. Það var Magnús Einarsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn i Reykjavík sem hafði stjórn aukaliösins með höndum. -ÁT- Krónan fær að rýrna í sparibaukum eitt ár í viðbót: Hækkun vaxta slegið á f rest — vextir á afurðaiánum lækkaðir um 4,5% Vestir hækkuöu ekki um áramótin eins og lög gerðu ráð fyrir. Ríkis- stjórnin tilkynnti Seðlabankanum að aðlögunartimi verðtryggingar spari- fjár og lánsfjár yrði framlengdur til næstu áramóta. Aðlögunartiminn átti að renna út nú um áramótin en ríkisstjórnin ákvað að láta ekki koma til vaxtahækkunar sem er liður i efna- hagsráðstöfunum hennar. Hins vegar munu lánskjaramálin verða „tekin til frekari umfjöllunar eftir áramótin, þar á meðal rýmkun reglna um verð- tryggða sparisjóðsreikninga,” eins og segir i frétt frá Seðlabankanum um málið. Ennfremur hefur bankaráð Seðla- bankans ákveðið í samráði við rikis- stjórnina að lækka vexti af gengis- bundnum afurðalánum úr 8.5% i 4%. Samsvarandi vextir af endur- lánum Seölabankans lækka úr-7.5% i 3.0%. Vaxtalækkunin gildir frá og með 21. september 1981. -ARH. Gjaldmióilsskipti 2. janúar Bankamir og útibú þeirra verða opnir eingöngu vegna gjaldmiðilsskipta föstu- daginn 2. janúar 1981 kl. 10-18. Komið og kynnist nýja gjaldmiðlinum með því að skipta handbærum seðlum og mynt í Nýkrónur. Viðskiptabankarnir a. <3

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.