Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 29.01.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent Dr. Stefan Hurwitz. Kennslubækur hans hafa veriA notaðar við kennslu I lagadeild Háskóla íslands um árabil. Danmörk: Fyrstium- boðsmadur þjóðþings- ins látinn Látinn er 1 Kaupmannahöfn dr. juris Stefan Hurwitz, 79 ára gamall. Dr. Hurwitz var einn virtasti fræðimaður Norðurlanda á sviði lögfræði og hafa bækur hans um árabil verið kenndar við lagadeild Háskóla íslands. Hann var umboðsmaður danska þjóðþingsins gagnvart almenningi og var raunar fyrsti maðurinn í heiminum til að gegna slíku embætti, og ieysti af hendi rúmlega 17 þúsund mál í því embætti. Hann var heiðursdoktor við Háskóla íslands, auk þess sem hann var heiðursdoktor við háskólana í Osló, Stokkhólmi og Helsinki. Dr. Hurwitz, sem varð doktor í lög- fræði 32 ára gamall, átti fjölbreytilegan starfsferil að baki og var hann ákaflega virtur í öllum þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur. FX-310 BYOURUPPA: • Algebra og 50 visindalegir möguleikar. • Slekkur á sjálfri sár og minnið þurrkast ekki út • Tvær rafhlöður sem endast i 1000 tima notkun. • Almenn brot og brotabrot • Aðeins 7 mm þykkt i veski. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. CASIO Bankastræti 8, simi 27510. Óeining innan Einingar, sambands sjálfstæðu verkalýðsfélaganna: STIÓRN EININGAR VILL GEFA 5 DA GA FREST — ýmsir f élagsmenn haf a ákvörðun um f restun verkfalla að engu Óeiningar er nú tekið að gæta innan Einingar, sambands hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga í Póllandi, um hversu harðra aðgerða skuli grípa til gagnvart stjórnvöldum. menn hins vegar mundu virða þau til- mæli stjórnar Einingar að verkföllum yrði frestað. Stjórn Einingar hefur látið þau boð út ganga, að stjórnvöldum skuli nú gefið ráðrúm til að íhuga kröfur verka- manna og ekki skuli koma til verkfalia í landinu næstu fimm daga. Stjórn Einingar hvatti stjórnvöld til að notfæra sér þennan tíma til að leysa málin með samningaviðræðum. Helztu kröfur verkalýðsfélaganna eru um fjörutíu stunda vinnuviku þar sem frí verði á laugardögum, ritskoðun verði ekki eins ströng og verið hefur og dreifbýlisdeild Einingar verði viður- kennd. í Bielsko-Biala fóru 250 þúsund verkamenn hjá 40 fyrirtækjum í verk- fall í gær og þar sögðu verkamenn, að aðgerðir þeirra væru utan við boð stjórnar Einingar um fimm daga frest- un allra verkfalla. í borginni Jelenia, þar sem einnig kom til verkfalla í gær, kváðust verka- Noregur: Fjórir menn fórust í snjóflóðum Fjórir menn fórust í snjóflóð- um sem urðu á þriðjudagskvöld í Ranafirði i Noregi, í miklu óveðri sem gekk yfir norðurhluta Nor- egs. Mjög margir vegir í norður- hluta landsins lokuðust vegna skriðufalla og vatnsflóða aðfara- nótt miðvikudags. Þrír mannanna fórust er skriða féll á bifreið þeirra en sá fjórði fórst er skriða féll á hús sem hann var í. Tvö önnur hús eyðilögðust líka í skriðunni án þess að mann- tjón yrði þar. Ein helzta krafa Einingar er sú, að bændur fái að stofna sjálfstæð verkalýðsfélög. Michael Foot formaður Verkamannaflokksins á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og virðist nú fátt geta komið í veg fyrir að flokkur hans klofni. Við hlið hans situr þingmaðurinn Judith Hart. Verkamannaflokkurinn að klofna Flest virðist nú benda til þess, að Verkamannaflokkurinn brezki sé að klofna. Á fundi framkvæmdanefndar flokksins í gær, sagði formaður flokks- ins, Michael Foot, að það væri eins gott fyrir Shirley Williams og fylgis- menn hennar að fara að gera það upp við sig hvort þau ætluðu að vera í flokknum eða ekki. Skoðanakannanir sýna að ef til þess kemur, eins og margir spá, að upp- reisnarmenn í Verkamannaflokknum myndi kosningabandalag með Frjáls- lynda flokknum, yrði það stærsta stjórnmálaafl á Bretlandi með yfir 40 prósent kjósenda að baki sér. í hópi uppreisnarmanna eru, auk Williams, þekktastir þeir Roy Jenkins og David Owen, báðir fyrrverandi ráð- herrar. Joan ekki lengiað fá vinnu Fáeinum klukkustundum eftir að greint var frá að öldungadeildarþing- maðurinn Edward Kennedy og kona hans Joan hefðu ákveðið að skilja skýrði sjónvarpsstöð ein í Boston frá því að Joan hefði verið ráðin til starfa við stöðina. Hún mun starfa þar sem fréttaþulur. Joan lét svo ummælt, að hún hlakk- aði mjög til þess að lesa upp fréttir um aðra og gaf þar til kynna að hún væri orðin dauðþreytt á því að vera sjálf sí- fellt fréttaefni. Hjónaband Joan og Kennedy hefur verið stormasamt og reynt mjög á þolrif þeirra beggja. Joan hefur þrívegis misst fóstur og hefur átt við alvarlegt áfengisvandamál að stríða, sem hún hefur þó unnið bug á. Erlendar fréttir Óhugnanlegt morðmál í Svíþjóð: Faðirinn myrti syni sína tvo og eiginkonu þegar fjölskyldan var að leggja upp í jólaferðalagið Lögreglan í Malmö í Svíþjóð leitar nú að sænskum fjölskylduföð- ur sem talinn er hafa myrt eiginkonu sinaog tvosyni. Morðin hafa átt sér stað um miðj- an desembermánuð síðastliðinn, en þau uppgötvuðust ekki fyrr en um síöastliöna helgi er nágrönnununt þótti lyktin frá ibúð umræddrar fjöl- skyldu orðin óþolandi. Hin myrtu eru 33 ára gömul kona og tveir synir hennar, sextán ára og fimm ára gamlir. Þau fundust hvert í sinu herbergi i íbúðinni, klædd i utanyfirflíkur. Lögreglan fann ýmis önnur merki þess i íbúðinni, að fjöl- skyldan hafi verið tilbúin til brottfar- ar er morðin voru framin. Þannig var til dæmis búið að pakka niður i nokkrar ferðatöskur. Nágrannarnir hafa skýrt frá því, að fjölskyldan hafi á hverju ári farið í jólafri til Ungverjalands en þaðan flulti hún til Sviþjóðar árið 1967. Nágrannarnir töldu að svo hefði einnig verið nú og grunaði þvl ekk- ert fyrr en lyklin úr íbúðinni var orð- in óþolandi. Hinn fjörutíu ára gamli fjölskyldu- faðir hefur ekki sézt siðan 10. desember.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.